Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL stærðfræðiáhugi virðist vera í 10. bekk í Landakotsskóla en fjórir af þeim tíu nemendum tíunda- bekkjar sem lentu í tíu efstu sæt- unum í stærðfræðikeppni sem hald- in var í Menntaskólanum í Reykjavík nýlega komu úr Landakotsskóla. Gátu nemendur í 8.–10. bekk Aust- urbæjarskóla, Hagaskóla, Hlíða- skóla, Landakotsskóla og Valhúsa- skóla tekið þátt í keppninni og mættu alls 152 nemendur til leiks. Á sunnudag var nemendunum sem lentu í tíu efstu sætunum úr hverjum árgangi boðið til verðlaunaafhend- ingar og fengu þrír efstu í hverjum árgangi peningaverðlaun. Bjarni Björnsson í tíunda bekk í Landakotsskóla bar sigur úr býtum í sínum flokki og lenti bekkjarbróðir hans, James Frigge, í öðru sæti. Benedikt Örn Bjarnason varð í sjötta sæti og Klara Jóhanna Arn- alds í því níunda. Aðeins tuttugu nemendur eru í tíunda bekk í Landa- kotsskóla og hlýtur það því að teljast góður árangur að fjórir úr bekknum náðu í hóp þeirra tíu efstu. Þriðja sætið fór til Hagaskóla en það hreppti Halla Oddný Magnúsdóttir. Foreldrarnir kveiktu áhugann Blaðamaður hváir þegar Bjarni upplýsir að hann hafi fengið áhuga á stærðfræði þegar hann var aðeins sjö ára gamall. Hann segir að for- eldrar hans hafi komið honum á sporið. „Það var kennaraverkfall einmitt þá, pabbi greip tækifærið og sagði: „jæja krakki, farðu að læra!“ Hann byrjaði á því að kenna mér annan bekk, það tók mánuð eða svo. Maður þarf bara að komast á gott skrið, taka klukkutíma á dag í þetta og þá er þetta ekkert mál,“ segir Bjarni. Aðspurður hvað heilli mest við stærðfræðina segir Bjarni svo skemmtilegt að finna kerfi í hlut- unum. „Það er alveg rosalega gam- an þegar maður er að reikna ótrú- lega erfitt og langt dæmi, búinn að stara á það í hálftíma og koma svo allt í einu auga á lausnina. Það er al- veg rosalega góð tilfinning,“ segir Bjarni. Hann fékk 17.500 krónur í verðlaun. „Ætli ég kaupi ekki eitt- hvað skemmtilegt, kannski tölvu- leiki. Við mamma erum með svolítið plan, helmingurinn af öllu sem ég vinn mér inn fer inn á bankabók sem ég fæ ekki fyrr en ég verð 18 ára. Þannig að ég fæ ekki nema 8.750 krónur,“ segir Bjarni, greinilega fljótur að deila 17.500 krónum í tvo hluta í huganum. Bjarni vinnur í Vídeóheimum með skólanum og seg- ir það lítið mál. „Ég tek mér kannski frí í mánuð fyrir próf. Maður verður að passa sig á þessum samræmdu prófum,“ segir Bjarni. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að verða í framtíðinni. „Er það ekki allt of snemmt?“ spyr hann. Matreiðsla skemmtilegust Í 9. bekk varð Pétur Orri Ragn- arsson, Valhúsaskóla, hlutskarp- astur og deildu Jón Gunnar Jónsson, Hagaskóla, og Rósa Björk Þórólfs- dóttir, Hlíðaskóla, með sér öðru og þriðja sætinu. Pétur Orri segir að hann hafi ekki sérstakan áhuga á stærðfræði, honum finnist skemmti- legast í matreiðslu. Þeir sem lentu í þremur efstu sæt- unum í keppninni í 8. bekk eru allir úr Hagaskóla. Hlín Önnudóttir varð í fyrsta sæti, Torfi Ásgeirsson í öðru sæti og Sólveig Thoroddsen Jóns- dóttir í því þriðja. Menntaskólinn í Reykjavík hélt keppnina í samstarfi við Flensborg- arskóla í Hafnarfirði. Markmið keppninnar er að sögn Yngva Pét- urssonar rektors MR að auka áhuga grunnskólanemenda á stærðfræði. Verðbréfadeild Búnaðarbanka Ís- lands gaf verðlaunaféð. Stærðfræðiáhuginn kviknaði við sjö ára aldur Fjórir af tíu efstu nemendum í stærðfræði- keppni í 10. bekk eru úr Landa- kotsskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Stærðfræðisnillingarnir Klara Jóhanna Arnalds, Bjarni Björnsson, James Frigge og Benedikt Örn Bjarnason, nemendur í 10. bekk í Landakotsskóla, sem öll komust í tíu efstu sætin í stærðfræðikeppni sem MR hélt á dögunum. FLUGRÁÐ leggur til í umsögn um flutning svo- nefndra snertilendinga í æfinga- og kennsluflugi á Reykjavíkurflugvelli, að ekki verði ráðist í bygg- ingu sérstaks flugvallar til þess að taka við snerti- lendingum. Þess í stað verði leitað leiða til þess að koma þessum æfingum fyrir annars vegar á Keflavíkurflugvelli og hins vegar að hluta af þeim fjármunum sem fyr- irhugað er að verja í æfingaflugvöll verði varið í að endurbæta Sand- skeiðsflugvöll þannig að hann nýtist æfinga- og kennsluflugi til snertilend- inga. Meirihluti samgöngunefndar Al- þingis tekur undir þetta og leggur til í nefndaráliti við samgönguáætlun á Alþingi, að í samræmi við þessa nið- urstöðu flugráðs verði hætt við bygg- ingu sérstaks æfingaflugvallar. Í álit- inu er gert ráð fyrir að heimilað verði að endurbæta æfingaflugvelli í ná- grenni Reykjavíkur, einkum á Sand- skeiði, þannig að á árinu 2003 verði framlag á liðnum „Aðrir flugvellir ut- an grunnnets“ 14 millj. kr. í stað 73 millj. kr. Á árinu 2004 lækki framlag úr 65 millj. kr. í 6 millj. kr. til æfinga- flugvalla í nágrenni Reykjavíkur. Samtals verði því framlag til flugvalla utan grunnnets 9,2 millj. kr. árið 2004. Á árunum 2005 og 2006 er lagt til að ekkert framlag verði á þessum lið. Samsvarandi breytist liður 2.2.2.3 „Æfingaflugvöllur“ þannig að í stað 73 millj. kr. árið 2003 komi 14 millj. kr. og í stað 65 millj. kr. árið 2004 komi 6,1 millj. kr. Árin 2005 og 2006 verði ekkert framlag á þessum lið,“ segir í nefndarálitinu. Snertilendingar í Keflavík Hilmar B. Baldursson, formaður flugráðs, segir að lagt hafi verið mat á reynsluna af snertilendingum og nið- urstaðan hafi skipt miklu við af- greiðslu málsins. Tölur sýni að á árinu 2001 skiptust snertilendingar til helminga á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar og á fyrstu sex mánuðum ársins 2002 var skipt- ingin 60% í Keflavík og 40% á Reykja- víkurflugvelli. Hilmar sagði því greinilegt að snertilendingar hefðu færst að stórum hluta til Keflavíkur, m.a. vegna þess að því hafi á sínum tíma verið beint til flugskólanna að leitast við að létta þessu flugi af Reykjavíkurflugvelli eins og unnt væri. „Við höfum líka skoðað kostn- aðinn við að byggja sérstakan æfinga- flugvöll, sem liggur á bilinu 250 til 400 milljónir. Okkar niðurstaða var því sú, að frekar en að fara út í þessa framkvæmd núna þegar okkur vantar alls staðar peninga til flugmála, að leggja til að þessu verði beint til Keflavíkur að eins miklu leyti og hægt er og síðan verði flugvöllurinn á Sandskeiði lagfærður til þess að taka við hluta af þessu,“ segir hann. „Þetta er að okkar mati lausn sem getur alveg leyst vanda æfingaflugs- ins en við höfum hins vegar svolitlar áhyggjur af einkafluginu og er það mál sem þarf kannski að skoða á seinni stigum ef til þess kemur að því verði úthýst frá Reykjavíkurflug- velli,“ segir Hilmar. Segir lausnina slæma Niðurstaða flugráðs hefur verið gagnrýnd við umræður meðal flug- manna að undanförnu. Matthías Arn- grímsson, yfirflugkennari hjá Flug- félaginu Geirfugli, telur tillögu flugráðs og meirihluta samgöngu- nefndar slæma lausn á þessu máli. Matthías bendir m.a. á að flugvöllur- inn á Sandskeiði sé mjög óheppilegur til snertilendinga þar sem hann sé ekki nothæfur nema hluta úr ári, m.a. vegna veðurs. „Hann er líka að mestu leyti grasvöllur en þarna er ein lítil malarflugbraut. Til þess að völlurinn verði not- hæfur sem almennilegur æfingaflugvöllur þarf að vera önnur þverbraut og brautirnar þurfa að vera malbikaðar,“ segir hann og bendir einnig á að auk þessa þurfi að vera til stað- ar tæki til að hreinsa snjó af brautunum, slökkvibíll þurfi að vera til staðar og jafnvel einhver flugum- ferðarstjórn. Matthías segir að verði snertilend- ingar fluttar á Sandskeið hefði það líka mjög slæm áhrif á starf Svifflug- félags Íslands, sem er þar með höf- uðstöðvar. Flugskólamenn sáttir Forsvarsmenn Flugskóla Íslands eru hins vegar sáttir við niðurstöðu flugráðs að sögn Össurar Brynjólfs- sonar, flugrekstrarstjóra og yfir- kennara við skólann. „Við vorum á sínum tíma beðnir um að gefa umsögn um skýrslu sem Flugmálastjórn gaf út um mögulega æfingaflugvelli í kringum Reykjavík sem náði allt frá Borgarfirði, Selfossi og vestur með Reykjanesinu. Okkar umsögn var nánast samhljóða umsögn Flugráðs. Við töldum miklu viturlegra að byggja upp þessa velli sem eru til staðar og það væri ekki forsvaranlegt að fara að byggja nýjan flugvöll á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, sérstak- lega ef það fæst í gegn að við getum verið með okkar höfuðstöðvar í Reykjavík þótt við notum mikið Keflavík. Þar er örstutt á milli og í Keflavík er mjög fullkominn flugvöll- ur. Við erum því mjög sáttir við þetta,“ segir Össur. Aðspurður segir hann að ekki séu flugtæknileg vandamál við notkun flugvallarins á Sandskeiði til snerti- lendinga. ,,Auðvitað koma upp þær veðurfarslegu aðstæður að Sand- skeiðið er ekki nothæft en ef þar væri t.d. góð malbikuð braut, sem væri hugsað um allt árið um kring, þá gæt- um við notað hana mjög mikið. Við notum nú þegar Sandskeið mjög mik- ið yfir sumartímann.“ Tillaga um skipan æfinga- og kennsluflugs Snertilendingarvöllur verði ekki byggður Morgunblaðið/RAX Deilt er um hvar æfinga- og kennsluflugi sé best fyrir komið. Myndin er frá flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heldur í op- inbera heimsókn til Ungverja- lands og Slóveníu í næstu viku, dagana 17. til 21. mars. Í för með forsetanum verða Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra, embættismenn forsetaskrif- stofu og utanríkisráðuneytis auk forystumanna úr íslensku atvinnulífi. Ólafur Ragnar mun m.a. funda með forseta Ungverja- lands, Ferenc Mádl og heim- sækja ungverska þjóðþingið þar sem fundað verður með Péter Medgyessy forsætisráð- herra. Þá hittir Ólafur Ragnar utanríkisráðherra landsins, László Kovács, og borgarstjóra Búdapest, Gábor Demszky. Í Slóveníu hittir Ólafur Ragnar forseta landsins, dr. Janez Drnovšek, og Anton Rop, forsætisráðherra. Einnig hittir forsetinn borgarstjórann í Ljublijana, frú Danica Simšiè. Forseti Íslands til Ungverja- lands og Slóveníu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.