Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 6
GUÐMUNDUR Hauksson, frá-
farandi stjórnarformaður Kaup-
þings banka, sagðist í ræðu sinni
á aðalfundi félagsins í gær,
skilja vel að þeir sem tapað
hefðu hluta af lífeyrissparnaði
sínum í vörslu Kaupþings væru
vonsviknir, en fyrirtækið hefur
verið gagnrýnt á síðustu vikum
fyrir slaka ávöxtun lífeyrissjóða
á síðasta ári á sama tíma og for-
stjóri félagsins fær kaupauka
vegna almennrar velgengni
Kaupþings banka árið 2002.
„Staðreyndin er sú að lífeyr-
issjóðum Kaupþings hefur
gengið vel samanborið við sam-
bærilega kosti á markaðnum.
Það er mjög mikilvægt að
frammistaða lífeyrissjóða sé
borin saman við frammistöðu
annarra sambærilegra lífeyris-
sjóða og viðskiptavinir taki
ákvarðanir í ljósi slíks saman-
burðar. Við verðum að hafa í
huga að lífeyrissjóðum um allan
heim er stjórnað samkvæmt
langtímafjárfestingastefnu, að
sumu leyti fyrirfram ákveðinni
af lögum og að sumu leyti af við-
skiptavinum. Lífeyrissjóðirnir
nota fjármálamarkaðina til að
fjárfesta á og ef það er almenn
niðursveifla endurspeglast það í
afkomu sjóðanna. Á sama hátt
gefa hækkandi fjármálamarkað-
ir mun jákvæðari niðurstöðu.“
Hann sagði að síðustu þrjú ár-
in hefðu verið ein þau erfiðustu
fyrir hlutabréfafjárfestingar og
þess vegna hefðu fjárfestingar-
stefnur sem byggðust á forsjálni
og sögulegum gögnum valdið
hefðu vonbrigðum. Þetta hefði
haft slæm áhrif á lífeyrissjóði
um og lífeyrissjóðir Kaupþings
hafi þrátt fyrir þetta sýnt við-
unandi afkomu í erfiðu árferði.
Stjórnarformaður
Kaupþings banka
Viðunandi
afkoma
þrátt fyrir
erfiðleika
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EKKERT amaði að tveimur frönskum ferðalöng-
um sem björgunarsveitarmenn frá Akureyri
fundu í tjaldi á hálendinu inn af Eyjafirði snemma
í gærmorgun eftir nokkurra klukkustunda leit.
Frakkarnir, karlmaður og kona á fertugsaldri,
snéru þó til byggða með björgunarsveit-
armönnum enda leist þeim ekkert á veðrið um
nóttina og ferðalagið verður ekki lengra að sinni.
Þetta er í þriðja sinn sem fólkið ferðast saman um
Ísland, en fyrsta ferðin að vetrarlagi. Karlmað-
urinn sagði við Morgunblaðið að þau kæmu
örugglega aftur.
Þau Sebastian og Catherine sem eru frá
Alsace-héraði í norðaustur-Frakklandi fóru upp
úr Eyjafjarðarbotni að morgni mánudagsins og
hugðust ganga á skíðum í Landmannalaugar.
Parið er vant fjallaferðum og var mjög vel útbúið,
bæði höfðu þau mikinn fatnað meðferðis, GPS-
staðsetningartæki og vistir til sextán daga úti-
veru að sögn björgunarsveitarmanna. Fólkið
fannst um fjóra kílómetra sunnan við skálann
Bergland, sem er í 900–1.000 metra hæð yfir sjáv-
armáli.
Ofsaveður
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar allt frá Blönduósi austur að Húsavík voru
kallaðar út um klukkan tvö aðfaranótt mið-
vikudagsins eftir að ferðamennirnir höfðu haft
samband við tengilið sinn á Akureyri um það bil
hálfri klukkustund fyrr í gegnum gervi-
hnattasíma. Ofsaveður var þá við Urðarvötn, þar
sem þau voru, og þau ku hafa óttast að tjald
þeirra fyki út í sortann. Í fyrstu var reyndar talið
að tjaldið hefði fokið en í ljós kom að svo var ekki.
Slæmt símasamband var við fólkið og ekki
tókst að fá staðsetningu þess þegar það hringdi.
Strax var því haft samband við björgunarsveitir í
Eyjafirði og á nærliggjandi svæðum.
Vitað var hvaða leið fólkið ætlaði og var lögð
áhersla á að fara í skála á fyrirhugaðri leið. Það
bar þann árangur að snemma í gærmorgun fund-
ust ummerki um ferðafólkið í Berglandsskála.
Þar höfðu þau skrifað í gestabók kl. 16 daginn áð-
ur og stefndu þaðan í Laugafell.
Stuttu eftir að björgunarsveitarmenn lásu skrif
fólksins í gestabókinni hringdi það aftur og lét
vita hvar það var statt og skömmu síðar fundu
þrír akureyrskir björgunarsveitarmenn á vél-
sleðum það heilt á húfi.
Vélsleðamennirnir óku Frökkunum í Berg-
landsskála og þaðan fluttu björgunarsveitarmenn
úr Skagafirði ferðamennina í Varmahlíð og óku
þeim síðan þaðan til Akureyrar.
Aðstæður til leitar um nóttina voru afar slæm-
ar, skv. upplýsingum björgunarsveitarmanna
sem Morgunblaðið ræddi við, þar sem ofsaveður
gekk yfir leitarsvæðið. Alls voru leitarmenn um
70.
„Aðkoman var alveg þokkaleg. Veðrið var far-
ið að skána þar sem þau voru. Það var að vísu
mjög hvasst en ekki skafrenningur,“ sagði Ólafur
Tr. Ólafsson, einn þremenninganna sem fann
fólkið, í samtali við Morgunblaðið í gær. Akureyr-
ingarnir þrír fóru upp af Öxnadalsheiði er þeir
hófu leit og sagði Ólafur að á Nýjabæjarfjalli, þar
sem komið er upp af heiðinni, hefði verið „brjálað
veður“. Hann sagði fólkið hafa verið inni í tjald-
inu þegar að var komið og ekkert amað að því.
Frakkarnir voru ósofnir og kaldir, en ekki blaut-
ir, en að sögn björgunarsveitarmanna leist þeim
einfaldlega ekkert á að halda áfram eftir veðrið
um nóttina.
Ótrúleg og einstök reynsla
Morgunblaðið náði tali af Sebastian þegar
skagfirsku björgunarsveitarmennirnir komu með
Frakkana í Varmahlíð á leiðinni til Akureyrar.
Hann vildi í fyrstu ekkert tjá sig og frábað sér
myndatöku. Upplýsti þó eftir smáspjall að þetta
væri þriðja ferð þeirra til Íslands. „Í fyrri skiptin
ferðuðumst við um á hjóli og það var stórfínt. Í
annað skiptið fórum við meira að segja hringinn í
kringum landið. En þær ferðir voru að vísu að
vori og sumri. Þetta er í fyrsta skipti sem við
komum hingað að vetri til og veðrið var afar
slæmt; við höfum farið annars staðar á fjöll en
aldrei lent í svona löguðu. Þetta var ótrúleg en
einstök lífsreynsla,“ sagði hann. Spurður hvort
hann teldi líkur á að þau kæmu aftur til landsins í
því skyni að ferðast um, sagði Sebastian: „Já, við
komum aftur. Það er öruggt mál.“
Hann vildi koma á framfæri innilegu þakklæti
til þeirra leitarmanna, en Frakkinn gaf þó í skyn
að hann teldi þau Catherine ekki hafa verið í
hættu. Þau hefðu í raun hringt til byggða í því
skyni að láta vita hvar þau væru niðurkomin ef
ske kynni að þau kæmu ekki fram, en hefðu ekki
verið að biðja um aðstoð.
Að sögn björgunarsveitarmanna var parið
engu að síður ákaflega fegið þegar hjálp barst.
Frakkarnir sem leitarmenn fundu á hálendinu eru í þriðju Íslandsferðinni
Ljósmynd/Ólafur Tr. Ólafsson
Tveir akureyrsku björgunarsveitarmannanna fylgjast með Frökkunum bjástra við tjald sitt í gær-
morgun skömmu áður en haldið var af stað. Fólkið var mjög vel útbúið og er vant fjallaferðum.
Ljósmynd/Ólafur Tr. Ólafsson
Frakkarnir Sebastian og Catherine við tjald sitt í gær-
morgun, þar sem leitarmenn fundu þau um það bil
fjóra kílómetra sunnan við Berglandsskála.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Smári Sigurðsson stjórnaði aðgerðum í
húsnæði björgunarsveitarinnar Súlna á
Akureyri í fyrrinótt og fram á morgun.
„Komum
örugglega
aftur“
Akureyri. Morgunblaðið.
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
vísar á bug þeirri staðhæfingu for-
svarsmanna Félags eldri borgara
að skattbyrði einstaklinga hafi auk-
ist. Hann segir forsvarsmenn fé-
lagsins algerlega líta framhjá því að
launaþróunin og bótagreiðslur hafi
hækkað langt umfram verðlag á
undanförnum árum. Félag eldri
borgara kynnti niðurstöður athug-
unar á skattkerfinu á blaðamanna-
fundi í fyrradag.
„Það er ekkert nýtt efni í þessum
upplýsingum. Þessir aðilar héldu
fund fyrir nokkrum mánuðum þar
sem þeir lögðu fram þessar sömu
tölur,“ segir Geir.
„Meginatriði málsins er að þeir
líta alveg framhjá því að launaþró-
unin og þróun bótagreiðslna hefur
verið langt umfram verðlag,“ segir
Geir og bendir á að forsvarsmenn
Félags eldri borgara hafi tekið sem
dæmi að einstaklingur sem hafði 64
þúsund kr. á mánuði árið 1990 og
100 þúsund kr. í ár kæmi verr út
gagnvart skattinum í dag.
„Sannleikurinn er sá að maður-
inn sem hafði 64 þúsund árið 1990
er á þessu ári með tæplega 140
þúsund kr. í tekjur miðað við
hvernig bætur hafa þróast, en þær
hafa hækkað um 117%. Kaupmátt-
ur þessa manns hefur því aukist
um 39%. Eftir skatta er þessi ein-
staklingur því með 20.000 kr. meira
en þeir segja að hann hefði átt að
hafa miðað við útreikninga þeirra,“
segir Geir.
„Hvort er nú mikilvægara að
hafa meiri tekjur í vasanum eftir
skatta en að borga einhvern skatt?“
bætir hann við.
„Það er staðreynd að persónu-
afslátturinn hefur ekki fylgt þróun
verðlagsins frá 1989,“ segir fjár-
málaráðherra.
„Það var ákveðið í tíð þáverandi
ríkisstjórnar þegar Ólafur Ragnar
Grímsson var fjármálaráðherra og
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra að afnema þessa tengingu.
Síðan hefur hún ekki verið tekin
upp á ný, enda er í sjálfu sér ekkert
sem segir að það sé einhver rökrétt
viðmiðun. Við höfum lagt kapp á að
laun og tryggingabætur hækkuðu
og þetta er niðurstaðan. Mér finnst
því ekki að það þurfi að vera að
deila um þessa hluti,“ segir hann.
Geir bendir einnig á að eign-
arskattar hafi verið lækkaðir um
ríflega helming og sú lækkun komi
eldri borgurum ekki síst til góða og
raunar betur en flestum öðrum
þjóðfélagshópum. Ekki megi líta
framhjá því í umræðunni um
skattamálin.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra vísar á bug að skattbyrði hafi aukist
Laun og bætur hafa hækk-
að langt umfram verðlag
7
-8
"
+
! ""
4!"
5,
5!#0.!
64.!"
64. !"#//
*7
!0.
4 !"
88. #//
0 !!7*
$ $$, $$,
!/ /
/
'
(
/
$$0$$$
0 0
/
/
'
(
/
,0 0 ,(
0,,
-9
9
"9. + .
GUÐMUNDUR Hauksson, frá-
farandi stjórnarformaður Kaup-
þings, vék í ræðu sinni á aðal-
fundi félagsins í gær sérstaklega
að umræðu í fjölmiðlum hér á
landi um 58 milljóna króna
kaupauka forstjóra Kaupþings,
Sigurðar Einarssonar.
Guðmundur sagði kaupauk-
ann byggðan á samningi við Sig-
urð frá árinu 1997 þar sem segir
að Sigurður eigi að fá 740 þús-
und króna mánaðarlaun en tals-
verðan kaupauka ofan á það ef
afkoma félagsins er góð. „Af-
koman er betri en nokkur gat
gert sér í hugarlund á þeim
tíma, og ég trúi því að samninga
eigi að virða. Við verðum að hafa
í huga að Kaupþing Banki er
með starfsemi í mörgum lönd-
um og framkvæmdastjórar á
hverjum stað fá laun í samræmi
við það sem tíðkast á því svæði
sem starfsemin er á. Það er því
aðeins eðlilegt að yfirmaður fyr-
irtækisins fái hæsta þóknunina,
jafnvel þó að hann sé búsettur á
Íslandi.“
Guðmundur sagði jafnframt í
ræðu sinni að stjórnin hefði
ákveðið að stofna tvær nefndir
innan fyrirtækisins að erlendri
fyrirmynd, sem gætu bætt innri
starfsemi fyrirtækisins í ljósi
hins mikla vaxtar sem átt hefði
sér stað hjá félaginu. Önnur
nefndin á að fjalla um uppgjörs-
reglur og endurskoðun en hin á
að fjalla um kaupauka og þókn-
anir.
Samninga
á að virða