Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ENGIN skýr fyrirmæli eru fyrir
hendi í viðbúnaðaráætlun Hval-
fjarðarganga komi upp atvik þar
sem reykur myndast í göngunum
en enginn eldur eins og gerðist á
fimmtudag í síðustu viku. Þá varð
sprenging í vél flutningabíls sem
átti leið um göngin með þeim afleið-
ingum að þau fylltust af reyk. Mik-
ill viðbúnaður var settur í gang
vegna atviksins en engan sakaði.
Atli Rúnar Halldórsson, fulltrúi
Spalar í vinnuhópi um viðbúnaðar-
áætlun í Hvalfjarðargöngunum,
sem kom saman til fundar í fyrra-
dag, segir að komið hafi fram að í
gömlu áætluninni og þeirri nýju,
sem nú er á lokastigi, sé ekki að
finna viðbrögð við reyk án elds. Í
áætluninni eru dregnar upp lýs-
ingar af ákveðnum aðstæðum sem
geta myndast í göngunum, m.a.
mismunandi stigum eldhættu,
o.s.frv. Alltaf sé gert ráð fyrir að
eldur sé fyrir hendi en í þessu til-
viki hafi reykurinn einn verið að
verki. Að sögn Atla verður bætt við
einum kafla í nýju viðbúnaðaráætl-
unina sem fjallar um reyk.
Áætlunin virkaði að mörgu
leyti eins og hún átti að gera
„Mönnum fannst sú viðbúnaðar-
áætlun sem hefur verið í gildi frá
upphafi í göngunum, en ekki hefur
reynt á fyrr en núna, hafa virkað að
mörgu leyti eins og hún átti að
gera. Sumt fannst mönnum takast
afburðavel eins og hve skjótt tókst
að stöðva umferð ofan í göngin
beggja vegna,“ segir Atli.
Stefnt er að því að takmarka sem
frekast er unnt að slökkviliðsmenn
fari í göngin á móti reyk. Sam-
kvæmt núgildandi áætlun er það
talið í lagi telji menn það á annað
borð að það sé óhætt. Atli nefnir að
með blásurum sé hægt að stýra
reyk í göngunum í hvora átt sem er
og vindátt um göngin sé til suðurs.
„Í flestum tilvikum myndi maður
ætla að það væri hægt að halda
reykfríu að norðan eins og gerðist
þarna. Þá er það slökkvilið Akra-
ness sem færi niður,“segir hann.
Ef þess væri þörf yrði flogið með
mannskap sunnanmegin ganganna í
þyrlu yfir fjörðinn. Sunnanmenn
færu þá niður í göngin að norðan.
Á fundi vinnuhópsins var rætt
um hnökra sem upp komu í fjar-
skiptum og upplýsingastreymi í síð-
ustu viku. Spölur hefur nú keypt
senda fyrir Tetra-fjarskiptabúnað
til að setja í göngin. Ákveðnir
hnökrar sem upp koma þegar menn
eru með tvö kerfi samtímis í gangi
ættu þá að heyra sögunni til, að
sögn Atla.
Stefnt er að því að halda fjar-
skipta- og brunaæfingar með hlut-
aðeigandi aðilum á næstunni og
voru drög að einni slíkri æfingu
lögð fram á fundinum í dag. Atli
segir of snemmt að láta uppi hve-
nær æfingar verði haldnar. Þá
verður efnt til námskeiða í
tengslum við nýja viðbúnaðaráætl-
un, fyrir starfsmenn Spalar,
slökkviliðsmenn, lögreglu og björg-
unarsveitir.
Fundinn í fyrradag sátu fulltrúar
slökkviliðs Akraness og höfuðborg-
arsvæðisins, Lögreglan í Reykjavík,
Brunamálastofnun, Vegagerðin og
Spölur. Neyðarlínan hefur ekki átt
fulltrúa í vinnuhópnum en fulltrúi
Spalar mun eiga fund með forsvars-
manni Neyðarlínunnar og kynna
honum niðurstöðu fundarins.
Viðbrögð við reyk án elds
ekki til í viðbúnaðaráætlun
Viðbótarkafla um reyk í Hval-
fjarðargöngum verður bætt við
nýja áætlun sem er í smíðum
ÞESSI mynd var ekki tekin í Finn-
landi, eins og margur gæti haldið,
heldur í stærsta skógi landsins á
Hallormsstað. Þar hafa skóg-
arverðir verið önnum kafnir við
grisjun að undanförnu. Er þetta í
fyrsta skipti sem greni hefur verið
grisjað þar í stórum stíl og hefur
timbrið verið selt um allt land þar
sem það verður notað í skreið-
arhjalla. Alls verða rúm 30 tonn af
greni seld frá Hallormsstað, stærsta
pöntunin eða 29 tonn fór til Bú-
landstindar á Djúpavogi.
„Grenið er það grannt að það er
ekki hægt að fletta því í planka og
borð. Þetta er þar af leiðandi ágætis
nýting. Til þessa hefur efni í fisk-
hjalla verið flutt inn en við höfum
verið að reyna að koma okkar efni í
það,“ segir Þór Þorfinnsson, skóg-
arvörður á Hallormsstað. Hann seg-
ir að spírurnar séu 5,5–6,5 metra
langar, en greinarnar séu látnar
liggja eftir úti skógi, brotna þar nið-
ur og fara aftur út í hringrás nátt-
úrunnar. „Þetta þýðir tekjur fyrir
skógræktina, við fáum ágætt verð
fyir þetta. Þetta er í reynd fyrsta
grisjun í greni og þá er það svo
grannt að það nýtist ekki í neitt sér-
stakt, en svona fáum við tekjur upp
í kostnað við grisjunina,“ segir Þór.
Fer í innréttingar
og húsgögn
Hann segir að lerki og birki hafi
verið grisjað síðustu ár á Hallorms-
stað, lerkið sé notað í handverk,
borð og planka og úr því sé smíðað
allt mögulegt m.a. húsgögn og eld-
húsinnréttingar. Birkið segir hann
að sé notað í handverk og föndur
ýmiss konar sem og arinvið. „Þetta
er ekki mikið en það hefur gengið
ágætlega að selja þetta,“ segir Þór.
Áfram verður grisjað á Hallorms-
stað til páska. „Þetta er ákveðin að-
ferð við að rækta skóg,“ segir Þór
þegar hann er inntur eftir því hvort
plönturnar hafi upphaflega verið
gróðursettar of þétt. „Einhver tré
vaxa alltaf hægt og illa, önnur eru
skökk og brotna, þannig höfum við
möguleika til að velja trén úr. Ef
trjánum er plantað of gisið mynda
trén grófar greinar og kvisti þannig
að gæðin verða ekki þau sömu,“
segir Þór.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Skúli Björnsson, aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað, virðir fyrir sér greni sem notað verður í skreiðarhjalla.
Greni frá
Hallorms-
stað selt í
fiskhjalla
um allt land
Í TVEIMUR könnunum á refsing-
um á nauðgunarmálum, sem Ragn-
heiður Bragadóttir prófessor við Há-
skóla Íslands gerði, kemur fram að
mati hennar að gott samræmi sé
milli dóma Hæstaréttar fyrir brot
gegn 194. grein hegningarlaga um
nauðgun. Ragnheiður kannaði alla
dóma sem gengu í þessum málum á
tveimur árabilum, annars vegar 20
dóma árin 1977 til 1996 og hins vegar
10 dóma á árunum 1997 til 2002. Var
efnið kynnt nýlega í erindi á ráð-
stefnu um rannsóknir í félagsvísind-
um.
„Hvatinn að þessari könnun var
sá, að í mörg ár hafa þær raddir ver-
ið háværar í þjóðfélaginu, að refs-
ingar fyrir kynferðisbrot séu of væg-
ar. Er því oft haldið fram að þær séu
ekki í samræmi við réttarvitund al-
mennings, sem krefjist mun þyngri
refsinga fyrir slík brot. Viðurlögin
séu ekki réttlát og þörf á viðamiklum
breytingum á almennum hegningar-
lögum til að tryggja að þau verði það.
Einkum en fjölmiðlaumræðan hávær
rétt eftir að dómar hafa gengið,“ seg-
ir höfundur m.a. í erindi sínu.
Bæði kostir og gallar
Ragnheiður segir það bæði hafa
kosti og galla að kanna eingöngu
dóma Hæstaréttar. Kostirnir séu að
athugaðir séu dómar sama dómstigs,
fjölskipaðs dóms sem tryggja ætti
betra samræmi milli dóma. Gallinn
sé sá að dómar séu fáir og því erfitt
að draga af þeim almennar tölfræði-
legar ályktanir. Kveðst hún hafa far-
ið þá leið að fjalla um einstaka dóma,
bara þá saman og kanna hvaða atriði
það voru sem vógu þyngst þegar
refsing var ákveðin.
Meðal niðurstaðna Ragnheiðar er
að gott samræmi hafi verið milli
dómanna 20 árin 1977 til 1996. Dóm-
ar hefðu verið að lágmarki eins árs
fangelsi og varla yfir fjögurra ára
fangelsi. Síðan segir hún um síðara
tímabilið: „Í þeim 10 dómum sem hér
hafa verið til athugunar, fyrir tíma-
bilið 1997 til 2002, gætir ekki eins
mikils samræmis og það er ljóst, að
dómarnir hafa bæði orðið vægari og
þyngri en ætla mátti af fyrri könn-
un,“ segir hún. Nefnir hún dóm frá
13. desember 2001 sem hún segir að
sé í þyngri kantinum. Þar hafi
ákærði verið dæmdur í fjögurra og
hálfs árs fangelsi þrátt fyrir að dóm-
urinn sé hegningarauki við 15 mán-
aða fangelsisdóm og að mikil tengsl
séu milli ákærða og þolanda.
„Þegar höfð er í huga sú niður-
staða fyrri könnunar að engin tengsl
milli ákærða og þolanda gætu leitt til
1 árs þyngingar færir þetta í raun
áðurnefnd efri mörk þess hluta refsi-
rammans, sem nýttur hefur verið, úr
4 ára fangelsi uppí 6 ára fangelsi,“
segir Ragnheiður. Þá bendir hún á
að í dómi 13. apríl 2000 sé refsing í
fyrsta skipti að fullu skilorðsbundin
og dómurinn því óvenjulega vægur.
Of fá mál til að draga
af ályktanir
Ekki segir prófessorinn unnt að
draga þá ályktun af þessum tveimur
málum að þau sýni stefnubreytingu
af hálfu Hæstaréttar. Þurfi fleiri
sambærileg mál til að unnt sé að
draga slíka ályktun. Niðurstöður
beggja kannananna séu þær sömu:
Ekki verði séð að Hæstiréttur hafi
látið undan kröfum um þyngri refs-
ingar. Þær séu á bilinu eins árs til
tveggja ára fangelsi nema til komi
verulegt ofbeldi og önnur atriði sem
verki til þyngingar.
Í lokin ítrekar Ragnheiður Braga-
dóttir þá ábendingu að ekki verði
dregnar með fullri vissu ályktanir af
svo fáum dómum. Hér sé fyrst og
fremst um vangaveltur að ræða sem
vonandi geti stuðlað að málefnalegri
umfjöllun um dóma í nauðgunarmál-
um.
Telur gott samræmi milli
dóma í nauðgunarmálum
KRISTÍN Friðgeirsdóttir varði
doktorsritgerð við Stanford-háskóla
í Kaliforníu hinn 28. maí síðastliðinn.
Ritgerðin nefnist
„Stjórnun eft-
irspurnar á
mörkuðum þar
sem þjónustu-
hraði er mik-
ilvægur“. Leið-
beinendur voru
prófessorarnir
Sam Chiu, Ram
Akella og Warr-
en Hausman.
Andmælendur voru prófessorarnir
Hau Lee og Stefanos Zenios.
Kristín útskrifaðist úr stjórn-
unarvísinda- og verkfræðideild með
sérhæfingu í aðgerðarannsóknum.
Ritgerðin fjallar um stjórnun eft-
irspurnar í fyrirtæki þar sem þjón-
ustuhraði er óviss. Það á til dæmis
við fyrirtæki sem hannar há-
tæknibúnað (s.s. örgjörva) fyrir við-
skiptavini. Þar er þjónustuhraðinn
mjög breytilegur en hann skiptir
höfuðmáli þar sem viðskiptavinirnir
keppast við að koma vöru sinni sem
fyrst á markað. Fyrirtæki sem býð-
ur upp á þjónustu eða vöru á slíkum
mörkuðum þarf að afgreiða við-
skiptavini sína hratt og örugglega og
því er mikilvægt að það taki þjón-
ustuhraðann til greina við ákvarð-
anatöku tengda eftirspurn.
Í ritgerðinni voru þróuð þrenns
konar líkön til aðstoðar stjórnendum
við ákvarðanatöku tengda eft-
irspurn. Markmiðið er að hámarka
hagnað fyrirtækisins. Fyrsta líkanið
ákvarðar hagstæðustu samsetningu
af mismunandi hópum viðskiptavina
sem eru misnæmir fyrir þjónustu-
hraða. Annað líkanið finnur þá verð-
lagningu sem hámarkar hagnað fyr-
irtækisins. Þriðja líkanið finnur
hagstæðasta samspil verðs og mark-
aðssetningar. Líkönin eru öll byggð
á bestunar- og biðraðafræðum.
Meðan á doktorsnámi stóð stund-
aði Kristín einnig rannsóknir í fjár-
málaverkfræði, m.a. á afleiðum,
vann að verkefnum fyrir ýmis há-
tæknifyrirtæki, s.s. Intel og AMD,
ásamt því að starfa hjá ráðgjafarfyr-
irtækinu McKinsey í London. Krist-
ín lauk prófi frá véla- og iðn-
aðarverkfræðiskor Háskóla Íslands
1995. Hún starfaði við snjóflóða-
rannsóknir hjá Háskóla Íslands og
Veðurstofu Íslands 1995–1996. For-
eldrar Kristínar eru Friðgeir
Björnsson dómstjóri og Margrét
Guðlaugsdóttir kennari og bóka-
safnsfræðingur. Unnusti hennar er
Björgvin Skúli Sigurðsson verk-
fræðingur. Kristín starfar nú sem
dósent við London Business School.
Doktors-
vörn í
verkfræði
Kristín
Friðgeirsdóttir
LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði
hafði í fyrrakvöld afskipti af öku-
manni flutningabíls sem var á leið
austur með vinnuvél í aftanívagni
áleiðis að Stokksnesi. Í ljós kom að
flutningabíllinn hafði skemmt brúar-
handrið á brúnni yfir Hornafjarða-
fljót á um 20–30 m kafla og á brúnni
yfir Steinavötn í Suðursveit.
Atvikið uppgötvaðist eftir að bif-
reið sem ekið var í vestur skemmdist
lítillega þegar hún rakst á flutninga-
bílinn sem kom úr gagnstæðri átt.
Var þá slóð bílsins rakin. Vegagerðin
hefur gert við brúarhandriðið til
bráðbirgða.
Að sögn lögreglu verður ökumað-
urinn að öllum líkindum kærður fyr-
ir ýmis brot varðandi flutninginn en
engin tilkynning hafði borist lög-
reglu um þungaflutninga eins og lög
mæla fyrir um.
Flutninga-
bíll skemmdi
brúar-
handrið
♦ ♦ ♦