Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 25
HÓTEL BORGARNES
Sími 437 1119
hotelbo@centrum.is
Árshátíðir
Ráðstefnur
Fundir
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD
DI
H
F
J
48
73
FLATEYINGURINN Ragnar Her-
mannsson heimilismaður á Dval-
arheimilinu Hvammi á Húsavík er
kunnur í bænum fyrir útskurð
sinn í tré og þykir býsna glúrinn
á því sviði. En Ragnar er einnig
hagur við smíðar og á dögunum
kláraði hann bátslíkan sem hann
hafði unnið að frá áramótum.
Fyrirmyndin að bátnum er vél-
báturinn Bjarmi TH 277 sem
byggður var af Nóa bátasmið á
Akureyri 1958. Bjarma byggði
Nói fyrir þá feðga Hermann Jóns-
son og syni hans, Ragnar og Jón,
sem þá bjuggu enn í Flatey á
Skjálfanda. Gerðu þeir bátinn út
þaðan og síðan frá Húsavík eftir
að flutt var í land, allt til ársins
1978 er hann var seldur.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Ragnar Hermannsson við „Bjarma TH 277“.
Smíðaði bát á
elliheimilinu
Húsavík
ÁRLEGUR lomberdagur var haldinn
á Skriðuklaustri sl. laugardag. Á hann
mættu 30 manns og spiluðu þetta 500
ára gamla spil í tólf tíma, þeir sem
lengst sátu. Alls voru spiluð ríflega
1000 spil á deginum.
Óvenjumargir ungir spilamenn
tóku þátt í spilamennskunni og höfðu
sumir komið alla leið frá Reykjavík til
að vera með. Þeir eldri voru þó fjöl-
mennari en aldursmunur á þeim
yngsta og elsta var 71 ár.
Gunnarsstofnun hefur undanfarin
Frá vinstri: Eiríkur Guðmundsson Brimnesi, Guðjón Daníelsson Kolmúla,
Hrafnkell Lárusson Gilsárteigi og Ármann Jóhannsson Stöðvarfirði.
Lomberdagur á
Skriðuklaustri
Austur-Hérað tvö ár unnið markvisst að því að fjölga
þeim sem spila þetta sagnaspil sem á
rætur að rekja til Spánar. Ástæðan er
m.a. sú að Gunnar Gunnarsson skáld
var einn af þeim sem mikið spiluðu
lomber fyrir miðja öldina síðustu, en
þá var spilið vinsælt víða um land.
Segja má að þetta starf stofnunarinn-
ar sé nú farið að bera ávöxt þar sem
yngra fólki hefur fjölgað í hópi spila-
manna. Enn um stundir virðist þetta
samt ætla að vera karlaspil því engin
kona mætti á lomberdaginn að þessu
sinni, segir í fréttatilkynningu frá
Gunnarsstofnun.
ÞAÐ þarf vart að lýsa því hve vatns-
miklar ár hafa oft á tíðum gert mik-
inn óskunda hér á landi, einkum
þegar þær hafa brotið mikið af
grónu landi, mest þá mikil flóð eru í
þeim. Skaðinn hefur víða verið
ómetanlegur og jarðir verið óbyggi-
legar vegna þessa. Víða hafa verið
gerðir miklir varnargarðar til að
forða landspjöllum svo sem kunnugt
er.
Stóra-Laxá í Hreppum er ein
þeirra áa sem hafa höggvið stór
skörð í bakka sína á undanförnum
árum og áratugum, einkum á neðstu
svæðum hennar. Mikið hefur þó ver-
ið gert til að varna landbroti sem
borið hefur allgóðan árangur.
Fyrir landi jarðarinnar Birtinga-
holts er nú verið að vinna við að
setja grjót á allnokkurn kafla og
segir Ragnar Magnússon bóndi á
jörðinni að þar hafi áin brotið 10 til
15 metra af landi á fáum árum.
Grjóti er sturtað á bakkann sem síð-
an er þakinn á fláa með grjóti niður
að botni árinnar. Um 500 rúmmetr-
ar verða settir á tvo kafla sem eru
um 300 metra langir. Sumstaðar eru
einnig settir varnargarðar út í árnar
til að breyta straumi. Hvort tveggja
hefur borið ágætan árangur en
þetta er mikið verk og kostnaðar-
samt.
Hvítá brýtur
mikið land
Á jörðinni Hvítárholti, sem er hér
í sveit, hefur Hvítá brotið mikið land
síðustu áratugina, marga hektara, ef
ekki tugi. Þar var einnig nú í vetur
sett grjót á hluta af þeim bökkum
sem eru að brotna niður. Mikið
þyrfti þó enn að gera. Verulegt átak
var gert í þessum efnum í fyrravet-
ur fyrir landi jarðanna Syðra-Lang-
holts við Stóru-Laxá og Auðsholts
við Hvítá þó meira þurfi til.
Árnar hér í Árnessýslu hafa verið
fremur stiltar í vetur, ef svo má
segja, engin stór flóð komið í þær
undanfarna mánuði. Reyndir bænd-
ur segja að klak hljóti að hafa
heppnast vel hjá konungi fiskanna í
haust vegna þessa frábæra tíðarfars
sem verið hefur þennan vetur. Von-
andi ber það góðan árangur á laxa-
gengd næstu ára.
Aðgerðir
gegn
landbroti
Morgunblaðið/Sigurður SigmundssonGrjóti sturtað á bakka Stóru-Laxár til að koma í veg fyrir landbrot.
Hrunamannahreppur
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Marteinn Gunnarsson á Hálsi er
ánægður með nýja vagninn.
TÆKNIVÆÐING í fjósum verður
meiri og meiri eftir því sem árin líða
og eru flestir bændur duglegir við að
nýta sér þá margbreytilegu mögu-
leika sem fyrir hendi eru.
Nýlega tóku bændurnir á Hálsi í
Köldukinn í notkun tölvustýrðan
kjarnfóðurvagn sem getur ferðast
sjálfur um fjósið og séð um að gefa
kúnum þann fóðurbæti sem þær
þurfa og fer hann allt að sex ferðir á
sólarhring. Vagn sem þessi er mikið
þarfaþing í básafjósum þar sem
hann getur skammtað í sérstakan
fóðurdall hjá hverri kú án nokkurra
erfiðleika enda hefur þessi tækni
verið notuð á Norðurlöndum um ára-
bil þó hún hafi ekki náð hingað til
lands að neinu marki fram að þessu.
Að sögn Marteins Gunnarssonar
bónda á Hálsi má búast við að kjarn-
fóðurnýtingin verði mun betri eftir
að vagninn hefur verið tekinn í notk-
un auk þess sem reynsla er fyrir því
að nytin í kúnum aukist. Í minni sínu
geymir vagninn upplýsingar um
hverja kú, en bóndinn sér um að slá
inn allar breytingar á magni.
Kjarnfóðurvagninn gengur á
braut í fjósinu og getur sjálfur séð
um að fylla sig aftur af fóðri þannig
að hann verði tilbúinn með það magn
sem þarf í hverja ferð og þegar
fréttaritari Morgunblaðsins leit við í
fjósin á Hálsi var ekki annað að sjá
en að kýrnar væru ánægðar með
þetta nýja tæki.
Kjarnfóð-
urgjöfin
leikur einn
Laxamýri