Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 29
hugmynda um daglegt líf, frítíma
o.s.frv. hins vegar. Sumar þeirra eru
á mörkum tilbúinna ferðamanna-
mynda og persónulegra mynda í
ljósmyndaalbúmið heima, en setjum
við okkur ekki einmitt í stellingar
sem við höfum séð í ferðamanna-
bæklingum þegar við tökum myndir
á ströndinni? Á vissan hátt eiga
myndir þeirra beggja meira sameig-
inlegt með rithöfundunum sem
nefndir voru í upphafi en tiltölulega
hlutlausar portrettmyndirnar, þær
ná að skapa ákveðinn heim sem lifn-
ar við í huga áhorfandans, segja
sögu. Kannski felst listin í því að
segja sögu með ljósmynd í því að
fela, sýna ekki, gefa í skyn, vinna á
ákveðinn hátt gegn skráningarhæfi-
leikum ljósmyndarinnar, rétt eins og
í texta er oft það sem ekki er sagt
áhrifaríkasti þátturinn.
Ytri heimur
Blaðaljósmyndarar þurfa sannar-
lega að kunna að segja sögu í mynd-
um sínum og það er einmitt það sem
gerir sýningar Blaðaljósmyndara-
félagsins og sýningu á myndum
Ólafs K. Magnússonar í Gerðarsafni
svo skemmtilegar, saga raunveru-
leikans umhverfis okkur er sögð,
skráð og sköpuð allt í senn.
Ólafur K. Magnússon var braut-
ryðjandi í sínu fagi eins og fram kom
í Lesbók laugardaginn 1. mars síð-
astliðinn og myndir hans segja und-
antekingarlaust áhrifaríka sögu. Það
er fengur í safni mynda hans í
Myndasafni Mbl. á mbl.is. en í Gerð-
arsafni eru tuttugu myndir úr safn-
inu.
Nú á dögum efast auðvitað enginn
um hlutdrægnihæfileika ljósmynda
sem oft á tíðum eru afar greinilegir
á sýningunni á meðal ótal margs
annars, hér má sjá ímyndasköpun af
margvíslegu tagi, ljósmyndir með
heimildagildi, portrettmyndir og
fleira, margar þeirra kunnuglegar
sem sýnir vel hversu blaðaljósmynd-
ir eru lifandi þáttur í lífi okkar, þær
lifa í minninu, hvort sem það er
myndin af vinnustaðnum sem fylgist
með handboltaleiknum, eða stjórn-
málamenn í dagsins önn.
Myndir Þorkels Þorkelssonar af
stríðshrjáðum svæðum láta engan
ósnortinn, sama hversu margar
þeirra maður sér og hvað oft. Tal um
óraunveruleika stríðs er að vissu
leyti rétt en á sama tíma ætti ekki að
vanmeta hæfileika okkar allra til
samúðar. Í þættinum Víðsjá á Rás 1
um daginn var rætt um nýjustu bók
Susan Sontag þar sem hún skrifar
meðal annars um þetta efni, umfjöll-
un fjölmiðla um stríðið. Nú hef ég
ekki komið höndum yfir þessa bók
ennþá, sem ber held ég nafnið
Where the stress falls og er greina-
safn um meðal annars fréttaflutning
frá stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Þar
heldur hún því fram að hugmynd-
irnar um ofurraunveruleikann hafi
verið orðum auknar, raunveruleik-
inn hafi aldrei liðið undir lok og við
ættum einmitt að efla og rækta með
okkur samúð í stað þess að yppa öxl-
um yfir óraunveruleika stríðs í fjar-
lægu landi. Hlutverk ljósmyndara í
fréttaflutningi verður ekki ofmetið
og nú þegar hræðilegt stríð er í
vændum munu þeir ná augum
heimsins sem aldrei fyrr. Þá munu
án efa margar myndir segja meira
en þúsund orð. En kannski mun
næsta kynslóð, hin einlæga kynslóð
sem sýnir hreina samúð, líta sér
fjær og bjarga heiminum.
Grjótkast og táragas við Alþingishúsið 1949. Mynd eftir Ólaf K. Magnússon í Gerðarsafni.
Ragna Sigurðardóttir
Marietta eftir Orra.
UPPBOÐSFYRIRTÆKIN Sothe-
by’s og Christie’s brugðust í gær
við málsókn gegn fyrirtækjunum,
vegna meints samráðs, með sam-
komulagi um að greiða 20 milljónir
dollara hvort, eða rúmlega 1,5
milljarð króna.
Upphæðin mun skiptast milli
þeirra nokkur þúsund við-
skiptavina sem stefndu fyrirtækj-
unum eftir að bandaríski alríkis-
dómstóllinn úrskurðaði í mars á
síðasta ári að höfða mætti mál gegn
meintu samráði þeirra utan Banda-
ríkjanna fyrir bandarískum dóm-
stólum. En áður hafði verið höfðað
mál fyrir hönd 130.000 við-
skiptavina fyrirtækjanna vegna
samráðs þeirra innan Bandaríkj-
anna og lauk þeim málaferlum í
fyrra með því að Christie’s og
Sotheby’s inntu af hendi alls 512
milljón dollara greiðslu.
Samþykki bandarískir dómstólar
sáttagjörðina lýkur þar með röð
málaferla gegn fyrirtækjunum, en
þess er skemmst að minnast að A.
Alfred Taubman, fyrrum stjórn-
arformaður Sotheby’s, var dæmdur
í hálfs árs fangelsi 2001 vegna
meints samráðs fyrirtækjanna.
Reuters
Uppboð hjá Sotheby’s í New York.
Fyrirtækið hefur nú, ásamt Christ-
ie’s, samþykkt að greiða kröfu-
höfum í málaferlum sem stofnað
var til gegn fyrirtækjunum 20 millj-
ónir dollara.
Christie’s
og Sothe-
by’s vilja
sáttagjörð
KRINGLUKAST
Kringlunni - Smáralind Laugavegi 97 - Kringlunni - Smáralind
Taurus ls bolur 1.490 990
One gallabuxur 6.990 1.990
Kim skyrta 3.990 1.990
Wharf peysa 5.490 3.990
o.fl. tilboð
Tiny tunic 1.790 990
Fie bolur 1.490 990
Osaki skyrta 2.590 1.290
Camo bolur 1.990 1.290
Parrot toppur 2.990 1.290
o.fl. tilboð