Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 33
ráðsins verði hlítt með
sameiginlegum aðgerð-
um, þá mun vald örygg-
isráðsins aukast og heim-
urinn verða öruggari.
Ekki má gleyma því að
deilan um Írak er ekki í
tómarúmi. Það sem ger-
ist þar hefur djúp áhrif á
önnur mikilvæg mál. Því
víðtækari samstaða sem
næst í Íraksmálinu þeim
mun meiri möguleiki
verður á því að við getum
tekið höndum saman aft-
ur og tekið á áhrifaríkan
hátt á öðrum deilumálum
í heiminum sem brýnt er
yrst og fremst átökum Ísr-
estínumanna. Við vitum öll
réttlát lausn á þeirri deilu
raunverulega von um var-
öðugleika í þessum heims-
rt alþjóðasamfélaginu tekst
til í Íraksmálinu mun hafa
á getu þess til að bregðast
ni á Kóreuskaga sem er ekki
gjuefni. Og það mun hafa
aunir okkar til að leiða til
lykta deilumál og átök sem valda svo
miklum þjáningum í Afríku og draga úr
líkunum á stöðugleika og þróun sem
álfan hefur svo mikla þörf fyrir.
Stríð er ekki eina plágan sem heims-
byggðin stendur frammi fyrir. Hvort
sem þjóðir heims verjast hryðjuverka-
starfsemi eða berjast gegn fátækt, fá-
fræði og sjúkdómum þurfa þær að
vinna saman, og þær geta gert það á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hvern-
ig sem Íraksdeilan verður leyst verða
Sameinuðu þjóðirnar jafnþýðingarmikl-
ar og þær eru nú. Við verðum að gera
allt sem við getum til að viðhalda ein-
ingu þeirra.
Síðustu mánuði höfum við séð út um
allan heim að ekki aðeins ríki, heldur
einnig þjóðir, telja það afar mikilvægt
að tekið sé á deilumálunum innan Sam-
einuðu þjóðanna og öryggisráðsins, sem
sameiginlegs vettvangs til að tryggja
frið. Þegar aðildarríki ráðsins taka
þessa afdrifaríku ákvörðun í vikunni
vona ég að þau gleymi ekki því að þjóð-
ir heims hafa sett heilagt traust sitt á
þau og sýni að þau séu traustsins verð.
rðun
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna.
Reuters
ið í höfuðstöðvum SÞ í New York.
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð hefur sett sér það bar-
áttumarkmið að mynduð verði vel-
ferðarstjórn í landinu að loknum
kosningum í vor. Að undanförnu höf-
um við verið að gefa þessu baráttu-
máli okkar inntak, tíunda nokkur
brýnustu verkefnin sem slíkrar rík-
isstjórnar bíða á sviði velferðarmála.
Þetta vorum við m.a. að gera á vel
heppnuðum flokksráðsfundi og fram-
bjóðendaráðstefnu um sl. mán-
aðamót.
Að sjálfsögðu eru mörg önnur bar-
áttumál okkur ofarlega í huga. Má
þar nefna breyttar áherslur og vinnu-
brögð á sviði umhverfismála, ekki
síst hvað varðar framtíð hálendisins,
fjölbreytni og nýsköpun í atvinnu- og
byggðamálum í stað hinnar blindu og
einhæfu þungaiðnaðarstefnu stór-
iðjuflokkanna, svo og aðrar áherslur í
utanríkis- og friðarmálum, þar sem
VG hafnar t.d. alfarið fylgispekt við
fyrirhugað árásarstríð Bandaríkja-
manna í Írak.
Næst á dagskrá: Réttlæti
VG leggur mikla áherslu á að bæta
stöðu þeirra sem lakast standa, s.s.
aldraðra, öryrkja og atvinnulausra.
Þar viljum við innleiða nýja hugsun
og nýja hugtakanotkun, taka upp
„samfélagslaun“ í stað núverandi
bóta. Samfélagslaun þurfa að taka
mið af vandaðri lífskjarakönnun og
vera í samhengi við raunverulegan
framfærslukostnað. Við viljum létta
sköttum af lægstu launum og launum
upp að meðaltekjum með breyttri
álagningu tekjuskatts. Við viljum afla
tekna í sameiginlega sjóði til að
standa undir brýnum verkefnum í
velferðarsamfélaginu með réttlátu
skattkerfi og frábiðjum okkur ódýr
loforð um allsherjar skattalækkanir
rétt fyrir kosningar. VG vill t.d. öðru-
vísi álagningu fjármagnstekjuskatts
þar sem fyrst kemur frítekjumark
gagnvart hóflegum almennum sparn-
aði, en síðan stighækkandi skattpró-
senta með hækkandi tekjum.
Sérstakan forgang í stefnu okkar
hafa aðgerðir til að gera íslenskt
samfélag fjölskylduvænna en það er í
dag. Það er staðreynd að fjöldinn all-
ur af venjulegu launafólki á í miklum
erfiðleikum með að ná endum saman.
Kemur þar margt til, m.a. aukin
skattbyrði undafarin ár vegna þess
að skattleysismörk hafa ekki fylgt
verðlagsþróun. Aukin gjaldtaka á
ýmsum sviðum hefur komið til sög-
unnar, húsnæðisöflun er dýr og mikil
jaðaráhrif í skattkerfinu geta valdið
því að fólk festist í fátæktargildru.
Leikskóli án endurgjalds
Tillaga okkar um leikskóla án end-
urgjalds hefur vakið verðskuldaða at-
hygli. Rekstur leikskóla á vegum
sveitarfélaga kostar í heild sinni um
8½ milljarð króna og þar upp í taka
sveitarfélögin 2,4 milljarða í leik-
skólagjöld. Okkar takmark er að
þessi gjaldtaka hverfi með sameig-
inlegu átaki ríkis og sveitarfélaga.
Ríkið leggi fram allt að 1.800 millj-
ónum króna, þ.e. ¾ hluta kostnaðar-
ins en sveitarfélögin það sem á vant-
ar eða 600 milljónir. Á móti kemur að
samkvæmt tillögum okkar í húsnæð-
ismálum yfirtekur ríkið greiðslu
húsaleigubóta og þar sparast útgjöld
hjá sveitarfélögunum sem nemur
850–900 milljónum króna. Sveit-
arfélögin kæmu því vel út úr þessum
pakka í heild, enda þörf á að bæta af-
komu þeirra. Þetta svigrúm gætu
sveitarfélögin m.a. nýtt til þess að
auka framboð á leikskólaplássum.
Það er hárrétt hjá leiðarahöfundi
Morgunblaðsins föstudaginn 7. mars
sl. að samhliða aðgerðum af því tagi
sem okkar stefna gerir ráð fyrir þarf
að bæta úr þörf fyrir leikskólapláss
þar sem bið er eftir slíku. Við bend-
um einnig á að leikskólinn er nú skil-
greindur sem hluti af skólakerfinu og
það er rökrétt þróun að þetta skóla-
stig verði í aðalatriðum fjármagnað
með sameiginlegum skatttekjum og
án endurgjalds fyrir notendurna eins
og skólastigin þar fyrir ofan. Þessi
aðgerð verður mikilvægur stuðn-
ingur við ungar barnafjölskyldur sem
eru að klífa erfiðasta hjallann í sam-
bandi við húsnæðismál, með námslán
á bakinu og annað í þeim dúr. Átak í
leikskólamálum er líka liður í barátt-
unni fyrir jafnræði kynjanna á vinnu-
markaði.
Í húsnæðismálum ríkir ófremdar-
ástand, ekki síst á höfuðborgarsvæð-
inu. Skal engan undra eins og rík-
isstjórnir hafa að undanförnu gengið
fram í þeim efnum m.a. með end-
urteknum vaxtahækkunum. Við vilj-
um að núverandi vaxtabætur sem
ríkið greiðir og húsaleigubætur sem
sveitarfélögin greiða verði samein-
aðar á einum stað í húsnæðisframlög
innan skattkerfisins og fulls jafn-
ræðis gætt milli þeirra sem eru að
byggja eða kaupa húsnæði og hinna
sem leigja. Einnig viljum við að ríkið
leggi fram stofnframlög í stórátaki
um byggingu félagslegs leiguhús-
næðis. Tillögur um slíkt hafa legið á
borði ríkisstjórnarinnar eða í skúffu
félagsmálaráðherra og ekkert orðið
úr efndum. Stofnstyrkir yrðu hvetj-
andi og gerðu það fýsilegra að ráðast
í byggingu slíks húsnæðis og hús-
næðið gæti orðið á viðráðanlegri
kjörum og leigan lægri en ella. Við
teljum einnig að leita eigi samstarfs
við lífeyrissjóðina um að koma í
auknum mæli inn í fjármögnun hús-
næðislánakerfisins. Lífeyrissparn-
aður landsmanna yrði þannig vel
geymdur á tiltölulega öruggan hátt
og lífeyrissjóðirnir leggðu lið mik-
ilvægum félagslegum málaflokki.
Snúum við blaðinu
Markmið baráttu okkar fyrir
myndun velferðarstjórnar er skýrt.
Við viljum snúa við blaðinu eftir rúm-
an áratug undanhalds og varnarbar-
áttu á sviði velferðarmála á Íslandi.
Einkavæðing, gjaldtaka ýmiss konar
og hreinn og beinn niðurskurður hafa
sett mark sitt á alla umræðu. Við vilj-
um hefja nýtt skeið uppbyggingar og
framfara í sögu hins íslenska velferð-
arsamfélags og markmiðið er öflugt
samábyrgt velferðarsamfélag í anda
þess besta sem þekkist að norrænni
fyrirmynd.
Velferðarstjórn í vor, það er málið.
Velferðarstjórn í vor
Eftir Steingrím J.
Sigfússon
„Við viljum snúa við
blaðinu eftir rúman
áratug undanhalds
og varnarbaráttu á
sviði velferðarmála.“
Höfundur er formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs.
Í UMRÆÐUM um ræðu Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur í Borgarnesi 10.
febrúar síðastliðinn segir hún og mál-
svarar hennar, að gagnrýnendur hafi
ekki áttað sig á meginboðskapnum.
Hann hefði ekki verið að ýta undir
gróusögur eða dylgja um ámælisverða
stjórnarhætti Davíðs Oddssonar heldur
árétta mikilvægi leikreglna. Ekkert sé
mikilvægara fyrir íslenska þjóðfélagið
um þessar mundir en skýrar leikreglur
og að stjórnmálamenn fari eftir þeim.
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi,
sem fullyrti á miðopnu Morgunblaðsins
í september, að Ingibjörg Sólrún yrði
áfram borgarstjóri og færi ekki í þing-
framboð, kvaddi sér líka hljóðs um leik-
reglurnar á sama stað í Morgunblaðinu
síðastliðinn laugardag og sagði:
„Heiðarlegir stjórnmálamenn vilja
heldur ekki liggja undir dylgjum og
ámæli um ómálefnalegar afgreiðslur
eða fyrirgreiðslu. … Það er þetta sem
knýr á um að setja stjórnmálastarfi
landsins almennar leikreglur, gagn-
sæjar og skýrar.“
Gildi leikreglna um starf stjórnmála-
manna er mikið, enda hef ég staðið að
því undanfarin ár að samþykkja fjöl-
mörg lagafrumvörp um þær. Hefur
Davíð Oddsson verið flutningsmaður
hinna merkustu þeirra sem forsætis-
ráðherra, það er stjórnsýslulaganna og
upplýsingalaganna. Undir hans forystu
var rekið smiðshöggið á þessa merku
lagabálka, sem höfðu verið ár og jafnvel
áratugi að velkjast milli ráðherra.
Við mótun R-listans á sínum tíma,
var valdakerfi hans sniðið í kringum
Ingibjörgu Sólrúnu og ráðskast um það
í bakherberbergjum þriggja eða fjög-
urra stjórnmálaflokka, áður en hið póli-
tíska meistarastykki var kynnt. Setti
hún skilyrði eftir eigin hagsmunum.
Hefðu leikreglurnar ekki verið samdar
að kröfum hennar, hefði Ingibjörg Sól-
rún ekki farið í framboð.
Fyrir ári valdi Ingibjörg Sólrún síðan
Dag B. Eggertsson á grundvelli eigin
leikreglna og án samráðs við aðra til að
skipa 7. sætið fyrir framan sig á R-list-
anum.
Ingibjörg Sólrún lét ekki spá Dags
um, að hún sæti sem borgarstjóri, ræt-
ast. Hún hafði leikreglur R-listans að
engu og bauð sig fram til þings. Þá var
samherjum hennar í R-listanum loks
nóg boðið eins og frægt varð.
Ingibjörg Sólrún varð talsmaður og
forsætisráðherraefni Samfylking-
arinnar eftir baktjaldamakk og án þess
að haft væri fyrir því að taka um það
ákvarðanir á vettvangi framkvæmda-
stjórnar fylkingarinnar eða í þing-
flokknum. Össur Skarphéðinsson lét sig
hafa það að kynna svilkonu sína sem
hæstráðanda til sjós og lands í Samfylk-
ingunni í síðdegiskaffi á Hótel Borg
sunnudag einn í janúar.
Eftir að Ingibjörg Sólrún fékk því
framgengt, að hún yrði kynnt sem for-
sætisráðherraefni, var ljóst, að hún
vildi ekki heldur viðurkenna leikreglur
stjórnarskrárinnar. Þær gera ekki ráð
fyrir því, að neinn sé í kjöri sem for-
sætisráðherraefni, hvorki í alþing-
iskosningum né endranær.
Undrar nokkurn, að leikreglur fyrir
stjórnmálamenn séu Ingibjörgu Sól-
rúnu efst í huga, þegar hún flytur
jómfrúræðu sína sem talsmaður Sam-
fylkingarinnar og forsætisráð-
herraefni?
Að fara að eigin leikreglum
Eftir Björn
Bjarnason
„Áhugi Ingi-
bjargar Sólrúnar
á leikreglunum
er ekki
skrýtinn.“
Höfundur er alþingismaður
og borgarfulltrúi.
um milli þeirra sem starfa á
m. Verði handvalið að hætti
ráðherra Sjálfstæðisflokksins
aðurinn meta virði þeirrar að-
leyfið veitir í hækkuðu virði
ækis sem happið hlýtur.
bera á ekki að mismuna þegn-
með slíkum hætti. Það er ein-
eið fær við að leysa úr því hver
essi réttindi. Hún er fólgin í
sem starfa á þessum markaði
hvers virði aðstaðan er sem
r og keppi um leyfin á jafnræð-
i.
nnum leikreglum hafnað
sráðherra tók við niðurstöðum
efndar með mikilli viðhöfn á
sínum tíma og lýsti því yfir að þær væru
afar merkilegar og stjórnvöldum mik-
ilvægar til stefnumótunar hvað varðar
nýtingu auðlinda í framtíðinni. Hvaða leið
ætti nú að verða fyrir valinu í farsímamál-
inu ef litið er til tillagna auðlindanefnd-
arinnar? Er á því einhver vafi? Nei, það
er alveg skýrt í tillögum nefndarinnar að
besta leiðin og aðalniðurstaða hennar
hvað varðar allar auðlindir í þjóðareign er
talin vera að leyst verði úr því með venju-
legum og hefðbundnum hætti á markaði
þar sem jafnræðis er gætt hverjir fái að
nýta auðlindir og efnahagslega aðstöðu
sem ríkið úthlutar. Hver er ástæðan fyrir
því að þegar á stjórnvöld reynir eftir að
tillögur auðlindanefndar liggja fyrir eru
tillögurnar látnar lönd og leið?
Svarið er fólgið í áhrifavaldi sérhags-
munaafla inni í Sjálfstæðisflokknum. Þar
á bæ finnst valdamönnum eðlilegt að deila
og drottna. Þeim finnst við hæfi að ráða-
menn flokksins velji hverjir hljóti feitustu
bitana úr sameiginlegum kjötkötlum þjóð-
arinnar.
hagsmuna?
di
á
a.“
Höfundur er alþingismaður
og frambjóðandi í fyrsta sæti Samfylking-
arinnar í Norðvesturkjördæmi.