Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á MEÐAN þjóðin horfði á for- sætisráðherrann rífast við stjórnar- formann eins af stærstu fyrirtækjum landsins með ásökunum og skömm- um, sem með réttu mega kallast blóð- ugar, þá kepptust sjálfstæðismenn við að afsaka rifrildið með því að það ætti sér rætur í frægri Borgarnes- ræðu Ingibjargar Sólrúnar – að hún hafi í rauninni hrundið af stað þessum skelfilegu illdeilum. Fyrir þá sem ekki vilja láta sér nægja að heyra útúrsnúninga og hár- toganir er auðvitað réttast að lesa ræðuna, hún hefur nú birst í blöðun- um og hana má nálgast á Netinu. Lesi menn Borgarnesræðuna munu þeir sjá að inntak og boðskapur hinna margfrægu ummæla þar, er að stjórnmálamenn eigi ekki að blanda sér í samkeppni viðskiptalífsins; að pólitísk yfirvöld eigi ekki að taka af- stöðu með einstökum fyrirtækjum eða á móti öðrum, heldur einungis að setja almennar reglur. Boðskapurinn er ekki settur fram með loðnara eða flóknara orðalagi en svo, að textann mætti þessvegna nota til prófs í ályktunarhæfni og almennum les- skilningi. Samt ákváðu sjálfstæðismenn að lesa út úr henni nákvæmlega þver- öfuga merkingu: að leiðtogi Samfylk- ingarinnar hefði verið að skipa sér í sveit með tilteknum fyrirtækjum: sjálfur Davíð Oddsson þóttist til dæmis skilja orð hennar svo að hún vildi verða forsætisráðherra Jóns Ólafssonar og Baugsfeðga. Þetta minnti mig raunar á sögu sem ég heyrði um svipað leyti úr grunnskóla hér í borginni: Hópur af níu ára krökkum elti einn skólafélagann um lóðina og æpti: perri! perri! Einn hug- prúður piltur hafði heyrt að það ætti ekki að leggja einhvern í einelti og ákvað að koma þeim ofsótta til varn- ar, hrópaði að það væri ljótt ef allir væru á móti einum. En hafði það eitt upp úr krafsinu að nú tók krakkasæg- urinn að veitast að honum sjálfum með hrópinu: perri! perri! Svona er hin sígilda hundalógík barnaskólalóðarinnar, en það er aumt til þess að vita að rökræðutækni sjálf- stæðismanna skuli ekki vera á hærra stigi. Hámarki náði þessi fáránlegi útúsnúningur þó þegar annars vand- aður og vænn sjálfstæðismaður lagði saman tvo og tvo og fann út að þar sem einn af eigendum eins þeirra fyr- irtækja sem Ingibjörg Sólrún nefndi í ræðunni hefði einhverntíma verið bendlaður við eiturlyfjabrask hefði hún í raun verið að leggja blessun sína yfir dópsölu. En eftir að deilur Davíðs og Hreins Loftssonar hófust, hélt hin fræga Borgarnesræða áfram að vera sjálf- stæðismönnum ofarlega í sinni, nema hvað nú var komið nýtt hljóð í strokk- inn: það voru dylgjurnar í henni sem höfðu komið öllu illu til leiðar. Enn hófust rökfræðilegir loftfimleikar, og dregin var upp sú mynd að Borgar- nesræðan hefði verið upphaf póli- tískrar herferðar sem Fréttablaðið, Baugur og Hreinn Loftsson fylgdu síðan eftir. Hver á fætur öðrum birt- ust málsvarar Sjálfstæðisflokksins og viðruðu slíkar kenningar í fjölmiðl- um. Meðal annars ungur og geðsleg- ur þingmannskandídat, Sigurður Kári Kristjánsson. Hann var þá spurður hvort hann í alvöru teldi vera tengsl á milli Hreins Loftssonar, erkisjálfstæðismanns og fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar, og Samfylkingarinnar. En einhver slík tengsl urðu að vera, ef samsær- iskenningin ætti að ganga upp. Sig- urður Kári hikaði ögn við að svara spurningunni, en sagði að það væru ekki bein tengsl á milli Hreins Lofts- sonar og Samfylkingarinnar. En óbein semsé! Vegna þess að hann væri talsmaður Baugs. Sem sam- kvæmt því væri útibú úr Samfylking- unni, eða öfugt. Eru nú allir búnir að gleyma fræg- ustu samskiptum Samfylkingarinnar og Baugsfeðga? Sem var bréf for- manns flokksins sem hann skrifaði reiður og sár er hann taldi að bróðir hans hefði verið flæmdur úr vinnu hjá Hagkaup af pólitískum ástæðum. Eftir að sá tölvupóstur rataði á síður fjölmiðla (en sjálfstæðismenn telja sig vel að merkja vita að slíkt geti ekki gerst nema sem liður í pólitísku samsæri) þá sagðist Jón Ásgeir kvíða þeirri tilhugsun að menn á borð við Össur kæmust til valda. Forsætisráðherrann gerðist einnig bæði sár og hneykslaður á „dylgjum“ í sinn garð sem hann þóttist nú lesa út úr Borgarnesræðunni. En það aftrar honum ekki frá því að dylgja stöðugt um allskyns spillingu sem Ingibjörg Sólrún sé viðriðin: að hún hafi látið borgarsjóð kaupa „lóðadrasl“ (sem reyndar er við helstu verslunargötu Reykjavíkur) af Jóni Ólafssyni að launum fyrir framlög hans til R- listans; hann dylgjar um að Samfylk- ingin hafi fengið inni í húsnæði í eigu Baugsfeðga til að geta gengið þeirra erinda í kosningunum, hann dylgjar um að þeir muni geta haft hana í vas- anum verði hún forsætisráðherra (að hún verði þeim „léttari í vasa“ en hann), bara svo að nokkur dæmi séu tekin. Hallærislegast af öllu er nú samt að heyra Hannes Gissurarson þræða útvarpsstöðvarnar næstum grátklökkur af vandlætingu yfir því að einhver skuli leyfa sér að „dylgja um forsætisráherrann“ – en Hannes er hinn sanni Íslandsmeistari í póli- tískum dylgjum og gekk meira að segja svo langt að vera árum saman með getgátur um einhverja spillingu tengda störfum eiginmanns Ingi- bjargar Sólrúnar fyrir Stöð 2. Hann- es lét ekki af þessu fyrr en hann hafði bakað sér fyrirlitningu alls sæmilegs fólks, enda er sem betur fer einsdæmi að fjölskyldum stjórnmálamanna sé blandað inn í pólitískt skítkast. Aðeins eitt að lokum: Davíð sagðist í margfrægu morgunviðtali telja sig hafa fengið vitneskju um að Jón Ás- geir hefði lagt á ráðin um að bera á hann mútufé. Spurður hversvegna hann hefði þá ekki snúið sér til lög- reglunnar svaraði hann því til að þetta hefði komið fram í tveggja manna tali, og því erfitt að færa fram nokkrar sönnur. En seinna sama dag upplýsti hann svo að hann hefði vitni sem gæti stað- fest sín orð – að þriðji maður hefði verið viðstaddur „tveggja manna tal- ið“ og heyrt um þessar mútuáætlanir í tvígang. (Einhver sagði nú reyndar að þegar Davíð tefldi fram aðstoðar- mönnum sínum, væri það eins og ef töframaðurinn Baldur hefði látið Konna vitna sér í hag.) En í það minnsta hlýtur maður að spyrja, með orðum forsætisráð- herrans: Hvaða endemis þvæla er nú þetta? „Ekki bein tengsl“ Eftir Einar Kárason „…það er aumt til þess að vita að rökræðu- tækni sjálf- stæðismanna skuli ekki vera á hærra stigi.“ Höfundur er rithöfundur. ÞEGAR Ísland gekk í Atlants- hafsbandalagið (NATO) 1949 var það tekið fram af íslenskum ráða- mönnum, að Ísland hefði engan her og ætlaði sér ekki að hafa her. Bjarni heitinn Benediktsson, þáver- andi utanríkisráðherra, tók þetta skýrt fram. Ásamt honum fóru ráð- herrarnir Emil Jónsson og Ey- steinn Jónsson vestur um haf til viðræðna við Acheson,utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, um aðild Ís- lands að NATO. Þeir fengu það staðfest vestra, að Ísland þyrfti ekki að stofna her. Sérstaða Íslands var viðurkennd af öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Það var samþykkt, að Ísland gæti verið aðili að NATO án þess að stofna eigin her. Segja má, að þetta sé kjarnaat- riði í íslenskri utanríkisstefnu. Og nátengt þessu er, að Ísland er frið- söm þjóð, sem ekki vill fara með ófríði á hendur neinni annarri þjóð. Þetta atriði hafa allir fyrri utanrík- isráðherrar Íslands virt. NATO er varnarbandalag. Það er stofnað til þess að verjast árásum annarra ríkja á eitthvert ríki bandalagsins. Árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Í þessu felst mikil vernd fyrir Ísland. En það er ekki hlutverk NATO að gera árás á aðrar þjóðir, ekki einu sinni á þjóð, sem býr við harðstjórn. Þess vegna getur það ekki samrýmst stefnu- skrá NATO að gera árás, fara í stríð við Írak. Það er sama hversu slæmur Sadam Hussein, einvaldur Íraks, er. NATO getur ekki gert árás á Írak. Í stofnskrá NATO er einmitt lögð sérstök áhersla á það að leysa deilumál milli þjóða á frið- samlegan hátt. Bandaríkjamenn hafa reynt að fá sem flestar bandalagsþjóðir NATO til stuðnings við þá stefnu sína að réttlætanlegt væri að ráðast á Írak, þar eð Sadam Hussein væri að koma sér upp gereyðingarvopnum og hann hefði ekki afvopnast eins og hann hefði samþykkt að gera eftir Persaflóastríðið. Hafa Bandaríkjamenn m.a. óskað eftir því, að bandalagsþjóðirnar í NATO legðu til flugvélar til flutn- inga á hermönnum, hergögnum og hjálpartækjum, ef til átaka kæmi við Írak. Samkvæmt fréttum ís- lenskra fjölmiðla mun utanríkisráð- herra Íslands hafa tekið vel í þessa beiðni Bandaríkjamanna á ráð- herrafundi NATO í Prag. Ef svo er, þá er það algert brot á þeirri utanríkisstefnu, sem Ísland hefur fylgt allt frá því landið gekk í NATO. Það skiptir engu máli í þessu sambandi hvaða vopn Sadam Hussein hefur undir höndum. Með því að Ísland hefur engan her og fékk viðurkennda sérstöðu sína sem vopnlaus þjóð þurfa Íslendingar ekki að stunda neina herflutninga fyrir Bandaríkjamenn eða NATO. Er það raunar furðulegt, ef utan- ríkisráðherra Íslands hefur léð máls á slíku . Einnig tel ég það al- veg fráleitt að Ísland taki á nokk- urn hátt undir það, að Bandaríkja- menn geri árás á Írak. Ísland á ekki að taka neinn þátt í árás á annað ríki, hvorki á beinan né óbeinan hátt. Fyrri utanríkisráðherrar Íslands hafa tekið skynsamlega á málum, sem hér eru gerð að umtalsefni. Þeir hafa virt þá stefnu Íslands,sem mörkuð var við inngöngu Íslands í NATO. Núverandi utanríkisráð- herra hefur verið nokkuð hallur undir Bandaríkin í sambandi við af- stöðu þeirra til Írak og undirbúning árásar á Írak. Ef breyta á utanríkisstefnu Ís- lands frá því sem hún hefur verið undanfarna áratugi, ef Ísland ætlar að leggja blessun sína yfir árás á annað ríki og taka þátt í herflutn- ingum, verður að fjalla um það á al- þingi og samþykkja breytta stefnu þar. Ríkisstjórnin getur ekki ákveð- ið slíka breytingu ein. Stefna Ís- lands í þessu efni er óbreytt: Ísland vill ekki taka þátt í neinum her- flutningum. Ísland vill ekki stríð. Ísland vill ekki stríð Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. „Ísland vill ekki taka þátt í nein- um herflutn- ingum.“ „OF seint, of seint“ er viðkvæðið þegar Kárahnjúkavirkjun ber á góma þessa dagana. Í landsföðurlegum tón keppast talsmenn virkjunarfram- kvæmda, leiðarahöfundar prentmiðl- anna og fleiri við að sussa á alla þá sem telja málið ekki útrætt. Sífellt er almenningi boðið að þegja þrátt fyrir að 64% landsmanna vilji þjóðarat- kvæðagreiðslu og meiri umræðu um málið vegna þess að ört berast nýjar upplýsingar um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif og afleiðingar fyr- irhugaðra virkjunarframkvæmda. Þeim fjölgar stöðugt sérfræðing- unum sem telja íslensk stjórnvöld ana áfram í blindni í stóriðju- og virkj- unarmálum. Vegna smæðar íslensks hagkerfis er varað við framkvæmdum af stærðargráðu Kárahnjúkavirkjun- ar. Þensluáhrifin eru óhjákvæmileg og mótvægisaðgerðir munu hafa í för með sér niðurskurð hjá hinu opinbera og sveitarfélögum. Á sama tíma og stjórnmálamenn keppast við að auka kjörþokka sinn með loforðum um skattalækkanir benda þjóðþekktir hagfræðingar kurteisislega á að við aðstæður þenslu komi ekki til greina að lækka skatta. Á póstlista femínista hefur undan- farnar vikur átt sér stað drjúg um- ræða um atvinnuþróunarstefnu stjórnvalda sem birtist m.a. í virkj- ana- og stóriðjustefnunni. Sama stefna birtist í ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um að eyða obbanum af hagn- aði af sölu Landsbankans í vegafram- kvæmdir og jarðgangagerð. Í umræðum femínistanna hefur m.a. komið fram að stjórnvöld hegði sér eins og við lifðum á krepputímum og stór hluti karla landsins biði á eyrinni eftir erfiðisvinnu vegna þess að fyrst og fremst eigi að búa til störf fyrir karla í byggingariðnaði og stóriðju. Aðgerðirnar munu samkvæmt Lilju Mósesdóttur, hagfræðingi, auka al- menna eftirspurn í hagkerfinu sem með tímanum leiði til fjölgunar starfa, m.a. í þjónustu þar sem konur eru í miklum meirihluta. Nýju „kvenna- störfin“ sem verða til vegna aukinnar eftirspurnar eru kölluð „afleidd“ störf vegna þess að þau verða til sem af- sprengi „karlastarfa“. Aðgerðirnar festa þannig í sessi þá hugmynd að karlar séu fyrirvinnur og konur „að- stoði“ við tekjuöflun þegar atvinnu- lífið þarf á þeim að halda. Konur eru einu fyrirvinnurnar, ekki karlar Fyrirvinnuhlutverk karla er eins og allir vita oft notað til að réttlæta hærri laun karla en kvenna. Það ætti því ekki að koma á óvart ef ekki tekst að draga úr kynbundnum launamun í næstu framtíð. Þó er kannski sýnu verra eins og Kristjana Stella Blöndal á Félagsvísindastofnun HÍ bendir á að fyrirvinnuhugsunarhátturinn á sér ekki lengur stoð í raunveruleikanum. Núorðið er sjaldgæft að karlar séu eina fyrirvinna fjölskyldu, en sam- kvæmt Landshögum Hagstofunnar 2002 eru hér á landi hins vegar ellefu þúsund einstæðar mæður sem sjá einar samtals um fimmtán þúsund börnum farborða. Skráðir einstæðir feður með börn á framfæri eru aftur á móti ekki nema um 800 talsins (með um 1100 börn). Árið 2002 voru konur á Íslandi með 57% af atvinnutekjum karla. Atvinnuþróunarstefna stjórn- valda ætti þess vegna að taka mið af þessu misrétti. Það væri í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinn- ar, en í framkvæmdaáætlun hennar í jafnréttismálum segir: „Ríkisstjórnin mun vinna að því að jafnréttissjón- armið verði samþætt allri opinberri stefnumótun og ákvörðunartöku. Samþætting krefst þess að jafnrétti kynjanna sé meðvitað haft í huga við alla áætlanagerð.“ Að þessu sögðu er ríkjandi atvinnuþróunarstefnan bæði í mótsögn við yfirlýsta stefnu og gam- aldags og ættu stjórnarflokkarnir því ekki að vera fýsilegur kostur fyrir kjósendur í vor. Getum við hins vegar átt von á ein- hverju skárra í stað núverandi ríkis- stjórnar þegar stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Samfylkingin, hefur ekki einu sinni orð á kynjamisrétti að- gerðanna? Sér flokkurinn ekki eða vill hann ekki sjá samhengið? Það skýtur ekki einasta skökku við vegna lýðræðislegs hlutverks stjórnarand- stöðunnar að veita stjórnvöldum gagnrýnið aðhald, heldur einnig vegna stefnusyfirlýsingar Samfylk- ingarinnar frá 13. nóvember 2001. Þar segir að leggja beri áherslu á jafnræði kynja á vinnumarkaði og að flokkurinn vilji með markvissum að- gerðum vinna gegn núverandi mis- rétti. Arfur Kvennalistans uppurinn? Samfylkingin nýtur samkvæmt skoðanakönnunum meirhlutafylgis kvenna og ætti því að renna blóðið til skyldunnar. Þögn flokksins í málum tengdum afleiðingum virkjunarfram- kvæmdanna er enn skrýtnari í ljósi þess að hann þurfti ekki að fylgja rík- isstjórninni í Kárahnjúkamálinu eins og skugginn þar sem þingmeirihluti lá fyrir. Í „Borgarnesræðu“ Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur segir að Sam- fylkingin ætli að vera flokkur sem þori að taka erfið mál til umræðu og sé óhræddur við að fara nýjar leiðir við lausn viðkvæmra deilumála. Mun hann standa við það næstu vikur og þora að takast á við þá umræðu sem verður að eiga sér stað um afleiðingar virkjunarstefnunnar? Eða er og verð- ur virkjunarumræðan til marks um að Samfylkingin sem að einum þriðja hluta samanstendur af Kvennalistan- um hafi sagt skilið við hugsjón kven- frelsis og kastað á glæ þekkingu á jafnréttismálum? Óskandi væri að sá merki arfur sem Kvennalistinn skildi eftir sig verði ekki jarðsunginn nú á 20. afmælisdegi hans heldur gangi í endurnýjun lífdaga með forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar. Of seint fyrir kynjajafnrétti? Eftir Sigríði Þorgeirsdóttur og Rósu Erlingsdóttur „Óskandi væri að sá merki arfur sem Kvennalistinn skildi eft- ir sig verði ekki jarð- sunginn nú á 20. afmæl- isdegi hans...“ Rósa er stjórnmálafræðingur. Sigríður er heimspekingur. Sigríður Þorgeirsdóttir Rósa Erlingsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.