Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Unnur Júlíusdótt-ir fæddist í
Reykjavík 17. sept.
1917. Hún lést á
Landakotsspítala í
Reykjavík föstudag-
inn 7. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Emanúel Júlíus
Bjarnason, f. 7. júlí
1886, d. 19. nóv. 1969,
og Jóhanna Jóhann-
esdóttir, f. 18. des.
1889, d. 20. jan. 1949.
Systkini Unnar eru:
Júlíana Laufey, f. 3.
nóv. 1913, d. 6. jan.
1986, Katrín, f. 12. okt. 1915, d. 13.
okt. 1997, Júlíus, f. 20. mars 1920,
Bjarni, f. 19. feb. 1923, d. 27. mars
1924, Magnfríður Jóna, f. 2. okt.
1924, og Bjarni, f. 15. nóv. 1925.
Árið 1935 trúlofaðist Unnur
Guðlaugi Oddi Þorbjörnssyni, f. 13.
apríl 1917, lést af slysförum 24. júlí
1937. Sonur þeirra er Þorsteinn
Karl, f. 9. ágúst 1936, var kvæntur
Sigurlaugu Sigurðardóttur. Börn
þeirra eru: Sigurður, Guðlaug
Unnur, Ragnheiður Elfa og Ólafur
Þór. Þorsteinn er kvæntur Sigur-
rósu Helgadóttur.
Árið 1942 giftist Unnur Ragnari
Sigurði Jóhannessyni, f. 4. júlí
1910, d. 22. des. 1986. Þau skildu
árið 1954. Börn þeirra eru: 1) Guð-
laugur Emanúel, f. 1. jan. 1941, d.
23. feb. 1941. 2) Emanúel Júlíus, f.
13. des. 1941, kona hans var Guð-
rún Magnúsdóttir, d. 2001. Börn
þeirra eru: Magnús Guðni, Unnur
og Theódór Árni. 3) Jófríður, f. 1.
des. 1943, var gift Páli Helgasyni.
Börn þeirra eru: Þor-
björn Helgi, Jóhanna
Ósk, Anna Lára,
Ragnheiður og Árni.
4) Rebekka Oddný, f.
26. nóv 1945, var gift
Skúla Kristjánssyni.
Börn þeirra eru:
Gunnar, Ragnar,
Unnur og Hanna
Jóna. Rebekka er gift
Ævari Þór Þórhalls-
syni. 5) Guðlaugur
Björn, f. 11. mars
1948, kvæntur Rósm-
arý Bergmann. Börn
þeirra eru: Guð-
mundur Árni og Regína Jóhanna.
6) Sæunn, f. 11. maí 1951. Dóttir
hennar og Björns Birgis Stefáns-
sonar er Anna María. Sæunn var
gift Þresti Víðissyni og sonur
þeirra er Óli Stefán. Barnabarna-
börn Unnar eru 38. Hinn 19. nóv.
1967 giftist Unnur eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Árna Theódórs-
syni, f. 19. júní 1927. Synir Árna
frá fyrra hjónabandi eru Grétar,
Hinrik og Sigurður. Barnabörn og
barnabarnabörn Árna eru 20.
Unnur ólst upp í Bergstaða-
stræti 33b þar sem hún bjó til 16
ára aldurs. Hún var alltaf búsett í
Reykjavík fyrir utan árin 1977–
1985 er þau Árni fluttu til Ólafs-
víkur. Síðustu æviárin bjuggu þau
á Hringbraut 84 í Reykjavík. Unn-
ur var húsmóðir og vann á sínum
yngri árum ýmis störf svo sem við
fiskvinnslu og verslun.
Útför Unnar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Ég kynntist eiginmanni mínum
Guðlaugi Ragnarssyni, syni Unnar
Júlíusdóttur, árið 1967. Stuttu síðar
varð ég þeirrar ánægju og hamingju
aðnjótandi að kynnast Unni. Unnur
sem þá var rétt tæplega fimmtug
virkaði strax mjög vel á mig, virtist
lífsglöð og alltaf í góðu skapi og stutt
í hláturinn. Eftir því sem ég kynntist
Unni betur komst ég einnig að því
hversu heilsteypt og traust mann-
eskja hún var. Þannig hefur hún allt-
af reynst mér sem traustur vinur og
ráðgjafi. Hún hefur veitt mér marg-
ar ánægjustundir sem margar rifjast
upp á þessari stundu. Á sama hátt
hefur hún reynst börnum mínum og
barnabörnum góður vinur og mikill
gleðigjafi. Ætíð er erfitt að skilja við
slíkan vin sem Unnur var, þó svo að
hún kveðji nú í sátt og friði. Ég minn-
ist Unnar af miklum hlýhug og með
miklum söknuði eftir tæplega 36 ára
farsæl kynni. Það reynist mér erfitt
að koma orðum að þeim tilfinningum
sem ég upplifi á þessari stundu þegar
ég kveð eina bestu vinkonu mína og
tengdamóður, Unni Júlíusdóttur.
Upp í hugann kemur kveðja eftir
Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Mel-
gerði sem ég lærði á unga aldri og
veit að Unnur hefði kunnað að meta;
Læt ég kveðju á lítið blað,
langar til þú skiljir það,
að hver sem ertu, á hverjum stað
kærleiks geislar skína.
Drottinn blessi þig og vini þína.
Unnur lifir í minningu okkar.
Unnur, hvíl þú í ró og friði.
Þín vinkona og tengdadóttir,
Rósmarý Bergmann.
Nú er ástkær amma mín fallin frá.
Minningarnar hrannast upp. Ég
hugsaði oft um það hvílík forréttindi
það voru að eiga svona góða ömmu
og að fá að hafa hana í 42 ár. Þegar ég
var barn vissi ég ekkert skemmti-
legra en að fá að heimsækja ömmu.
Amma hafði alltaf tíma fyrir barna-
börnin og við elskuðum hana öll. Hún
hafði sérstakt lag á börnum og við
drógumst að henni eins og segli, lík-
lega vegna þess að amma sjálf hafði
hjartalag barns og átti auðvelt með
að setja sig í okkar spor. Ömmu
mesta yndi var að dekra við okkur,
hún var óþreytandi í að segja sögur,
bæði ævintýri og sögur af sjálfri sér
sem barni og hún minntist sinna
æskuára með sérstökum kærleika og
söknuði. Amma virtist hafa minni
með ólíkindum, hún gat haft eftir ná-
kvæmar lýsingar á atburðum og haft
eftir samtöl úr fortíðinni líkt og hún
læsi úr bók. Oft sagði hún mér sögur
af afa mínum heitnum en amma hafði
orðið fyrir miklu áfalli er hann
drukknaði voveiflega í bílslysi en fað-
ir minn var þá á 1. ári. Amma hafði
sérstaklega gaman af því að segja
mér söguna af því að afi hefði bakað
pönnukökur í svefni. Hún hafði þá
trú að afi væri sér alltaf nálægur og
þau myndu hittast í næsta lífi. Annað
stórt áfall sem amma varð fyrir og
talaði oft um var þegar Guðlaugur,
litli drengurinn hennar, lést aðeins 2
mánaða af völdum heilahimnubólgu í
kjölfar eyrnabólgu. Það var árið
1941, fyrir daga sýklalyfja. Guðlaug-
ur átti alltaf sérstakan stað í hjarta
ömmu og hún hlakkaði til að hitta
hann aftur þegar þessu lífi lyki. Þá
tók amma sérstaklega nærri sér þeg-
ar Stella, tengdadóttir hennar, lést
fyrir 3 árum aðeins 63 ára að aldri.
Ég minnist ömmu sem sterkrar
konu sem var vönd að virðingu sinni.
Hún hafði sérstaka nærveru sem
fyllti herbergið þegar hún birtist,
geislandi af kærleik og krafti. Það
fór ekki framhjá neinum að amma
var komin og létt lund hennar kom
öllum í gott skap. Amma var ósér-
hlífin og gefandi, hún skeytti ekki um
veraldleg auðæfi og mátti ekkert
aumt sjá. Hún lifði fyrir fjölskyld-
una, börnin og barnabörnin og lagði
sig fram um að fylgjast með öllum.
Hún skyldi muna fæðingardaga og
nöfnin á öllum nýju langömmubörn-
unum sem fæddust 1–2 á hverju ári.
Svo þurfti að halda reiður á barna-
börnum og barnabarnabörnum Árna
afa og þau töldu þau gjarnan saman
og voru stolt af hópnum. Langömmu-
og langafabörnin voru orðin samtals
47, og alltaf skyldu gömlu hjónin fara
í Gull og silfur á Laugaveginum og
kaupa skírnargjafir, krossa eða al-
búm þegar barn bættist í hópinn. Öll
voru börnin einstök í hennar huga og
öllum fannst okkur við eiga sérstak-
an stað í hjarta hennar. Síðustu árin
bjuggu amma og Árni á Hringbraut
84 og var alltaf gott og hlýlegt að
koma til þeirra. Amma hafði átt við
vanheilsu að stríða sl. ár og dvaldi
síðustu vikurnar á öldrunardeild á
Landakoti. Hún átti erfitt með að
sætta sig við að geta ekki hugsað um
sig sjálfa og vildi ekki vera öðrum
byrði. Amma ræddi oft dauðann og
var tilbúin að mæta sínum Guði og
ástvinum. Hún hafði undirbúið brott-
för sína vandlega og skráð niður í
smáatriðum hvernig útförin ætti að
fara fram og óskaði eftir að vera
jarðsungin í Dómkirkjunni í Reykja-
vík þar sem hún hafði verið skírð og
fermd. Amma þekkti sorgina og vildi
ekki að við börnin hennar yrðum
döpur við fráfall hennar, en þá ósk er
ómögulegt að uppfylla. Amma skilur
eftir sig stórt skarð og söknuðurinn
er mikill. Það verður nú tómlegt að
koma á Hringbrautina. Ég vil þakka
algóðum Guði fyrir að hafa gefið okk-
ur hana ömmu mína og bið hann að
styrkja Árna í sorginni. Sendi ég
góðar kveðjur til allra í fjölskyldunni.
Guðlaug.
Þegar ég komst til vits uppgötvaði
ég stórskemmtilega konu sem var
alltaf hress og brosandi, sísyngjandi
og sprellandi. Hún gaf sér alltaf tíma
til að sinna börnum, leika við þau og
segja þeim sögur og gleðja þau með
örlæti sínu. Þessi kona varst þú
amma mín og ég hefði ekki getað
hugsað mér betri ömmu. Hvert sem
þú fórst dreifðir þú gleði og kátínu og
varst hrókur alls fagnaðar, enda
hafðir þú mikla leikhæfileika og
hefðir vel getað orðið leikkona hefðir
þú haft áhuga. Einnig hafðir þú dá-
læti á tónlist og kunnir aragrúa af
lögum og kvæðum.
Þegar ég stálpaðist naut ég áfram
umhyggju þinnar og hlýju. Þú varst
vakin og sofin yfir velferð barna-
barna þinna sem þú lifðir fyrir. Þú
varst klettur í lífi mínu með útrétta
hjálparhönd ef eitthvað amaði að og
dásamlegt var að dvelja á gestrisnu
heimili ykkar Árna. Varð ég síðar svo
gæfusamur að þið fluttuð í næsta hús
við mig á Hringbrautinni haustið
2000 svo við nutum mikilla samvista.
Jæja, amma mín, þá ertu farinn
frá mér. Mér er þvert um geð að
kveðja þig í hinsta sinn, en verð þó að
gleðjast með þér að hafa fengið
hvíldina sem þú þráðir. Ég veit að
það verður vel tekið á móti þér og
verður sérstaklega ánægjulegt fyrir
þig að hitta þá sem kvöddu ótíma-
bært úr lífi þínu, þá Guðlaug afa og
Guðlaug litla.
Með sorg í hjarta kveð ég þig
elsku amma mín og ég þakka þér fyr-
ir allt sem þú varst mér. Guð blessi
þig og styrki Árna í sorginni.
Ólafur Þór Þorsteinsson.
Mig langar til þess að minnast þín,
elsku amma, með nokkrum orðum.
Þú varst ekki lík sjálfri þér síðast
þegar ég hitti þig. Vart annað en
skinnið og beinin og svo þróttlaus og
þreytt. Ég vil frekar muna þig eins
og þú varst, alltaf brosandi og sprell-
andi, syngjandi og trallandi. Ég man
eftir mér lítilli, sitjandi við eldhús-
gluggann að bíða eftir því að amma
kæmi í heimsókn úr Reykjavík. Það
birti yfir öllu þegar þú loksins komst.
Þessi litla og fallega kona með hvíta,
mjúka og fallega hárið sem var svo
gott að snerta. Þú gafst þér alltaf
góðan tíma til þess að setjast niður
með okkur börnunum og segja okkur
sögu. Við kölluðum þig líka sögu-
ömmu. Okkur fannst þú ótrúlega
flink að geta spunnið endalaust upp-
úr þér ævintýrin um Loðinbarða,
Smjörbítil, grísina og fleiri persónur
án þess að vera með bók. Þú varst
líka alltaf til í smá sprell. Mér var oft
strítt á því að ég væri ekki há í loft-
inu. Ég setti mér það markmið að
verða stærri en þú (vildi ekki spenna
bogann of hátt) og því náði ég í kring
um fermingu. Fram að því þurfti ég
að bera mig við þig og mæla í hvert
sinn sem við hittumst. Elsku amma
ég veit að líf þitt var ekki endilega
alltaf dans á rósum, en þú fórst í
gegnum það með rétta andlitið – með
bros á vör.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Anna Lára.
Lífsgleðin var aðalsmerki ömmu
sem nú er kvödd hinstu kveðju. Með
lífsgleðina að vopni urðu sigrarnir
margir þótt mótlætið væri oft og tíð-
um mikið. Hún var sérlega barngóð,
okkur barnabörnunum til ómældrar
ánægju og gleði. Að auki var hún
gædd frábærri frásagnargáfu og gat
gert það sem virtist ósköp hvers-
dagslegur viðburður að mikilli
spennusögu með upphafi, hápunkti
og endi. Og ekki spillti fyrir að sög-
urnar sem hún sagði voru oftar en
ekki kryddaðar þeim leikrænu til-
þrifum sem henni voru í blóð borin.
Þegar ég gekk á hana með það ekki
alls fyrir löngu af hverju hún hefði
ekki ræktað þá hæfileika sem voru
svo augljósir sagði hún mér að á sín-
um yngri árum hefðu ýmsir hvatt sig
til þess en hún hefði ávallt borið við
óskaplegri feimni.
Einhvern veginn tókst ömmu
ávallt að draga það besta fram í
börnunum. Barnssálin var henni
hugleikin og skildu fáir hana jafnvel
og hún. Hún tók alltaf afstöðu með
smáfólkinu gegn hinum fullorðnu ef
því var að skipta og mátti það ganga
að því sem vísu að í henni ætti það
bandamann. Fyrir vikið tókst henni
með einhverjum ótrúlegum hætti að
hæna hvaða börn sem var að sér
þannig að fyrr en varði voru þau far-
in að kalla hana ömmu. Hún hafði
ekki af neinu eins gaman og að hafa
ýmis gullkorn eftir yngstu börnun-
um en ég get varla sagt að ég hafi hitt
hana án þess að hún hafi rifjað upp
ný og gömul sannindi höfð eftir þeim.
Eitt af því sem hún hafði eftir mér
sem vakti henni mikla kátínu og
henni þótti sérstaklega vænt um var
þegar ég lýsti einlægri aðdáun og
elsku minni á ömmu með því að
spyrja hana fimm ára gömul:
„Amma, veistu hver er skemmtileg-
asta konan sem ég veit?“ Og hún
svaraði að bragði: „Nei, það veit ég
ekki.“ Þá sagði ég: „Það ert þú. „En
veistu hver er fallegasta konan sem
ég þekki?“ Þegar hún hafði svarað
því líka neitandi sagði ég: „Þú“, og
bætti svo við, „og svo ertu með svo
fallegar tennur“, en að sjálfsögðu gat
ég ekki vitað að þær voru ekki upp-
runalegar.
Nú síðustu vikur varð ömmu tíð-
rætt í veikindum sínum um það
hversu fegin hún yrði hvíldinni. Þrátt
fyrir það var kveðjustundin svo ótrú-
lega fjarlæg og óhugsandi. Í sökn-
uðinum rifjast upp það sem hún
sagði mér oft að væri hún dauf í dálk-
inn hefði hún á sínum yngri árum
sest við orgelið og spilað og sungið
uns allar sorgir væru á bak og burt.
Ég fæ elsku ömmu minni aldrei full-
þakkað fyrir að hafa átt hana að og
notið þeirrar lífsgleði sem hún veitti
svo ríkulega af að ógleymdri þeirri
einstöku hlýju og örlæti sem aldrei
brást mér og sonum mínum. Árna
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ragnheiður Elfa
Þorsteinsdóttir.
Hvernig stendur á því að þegar
efnaminna fólkið deyr verður heim-
urinn oft miklu fátækari eftir heldur
en þegar ríka fólkið deyr? Og hvern-
ig stendur á því að oft eru þeir sem
reynt hafa andstreymi í lífinu miklu
lukkulegri en hinir? Þessar og miklu
fleiri grundvallarspurningar koma
upp í hugann við fráfall uppáhalds
frænku minnar. Er þetta ekki í hróp-
andi mótsögn við þau viðteknu lög-
mál sem okkur eru kennd af sam-
félagi og skólum? Unnur
Júlíusdóttir, föðursystir mín, var ein-
stök kona. Ekki áskotnuðust henni
veraldleg gæði, – samt var hún ríkust
allra. Ekki naut hún langrar skóla-
göngu, – samt vissi hún allt sem
skipti máli. Ekki hafði hún stúderað
fagrar listir, –samt var hún lífskúnst-
ner. Ég held að á engan sé hallað þó
ég segi að hún sé einhver eftirminni-
legasti samferðamaður sem ég hef
átt í lífinu og án efa einn sá allra
skemmtilegasti. Mér er enn í barns-
minni þegar hún kom í heimsókn til
okkar í litla sumarbústaðinn okkar í
Fossvoginum, einu sinni í viku, til
þess að þvo þvott því þvottaaðstaðan
hjá okkur, þótt bágborin væri, tók
því langt fram sem hún hafði sjálf í
bragganum í Kamp Knox eða seinna
í súðarkompunum við Rauðarárstíg-
inn. Það vissi alltaf á gott þegar hún
snaraðist í hlaðið með úttroðinn
hvítan léreftspokann með fatalepp-
unum af krakkaskaranum, þá mátti
bóka að yrði líf og fjör. Við systkinin
og allur vinahópurinn hópuðumst í
kringum hana og nutum þess að
hlusta á hana segja endalausar gam-
ansögur þar til allir urðu veikir af
hlátri. Þá var maður stoltur af því að
eiga hana fyrir frænku. Það eru bara
örfá ár síðan ég upplifði samskonar
stemningu þegar frænka kom í heim-
sókn, þá komin á níræðisaldur og við
hjónin og krakkarnir okkar og fleiri
gestkomandi hópuðumst í kringum
hana þegar hún fór á kostum og allt
samkvæmið orgaði af hlátri. Unnur
frænka bjó yfir einstakri frásagnar-
gáfu, stálminni, og skemmtilegri,
kómískri og hlýrri sýn á menn og
málefni. Ég hef engri annarri konu
kynnst af hennar kynslóð sem átt
hefur jafn auðvelt með að fanga at-
hygli heilu samkvæmanna og spila á
públikum eins og hljóðfæri. Hún
hafði líka í bland leikræna tilburði,
raddbeitingu og eftirhermuskap svo
ekki verður gert betur. Þegar ég var
yngri hugsaði ég oft; hún hefði getað
orðið rithöfundur, leikari eða bara
hvað sem var. Seinna vissi ég að hún
var þetta allt. En hún var ekki bara
sprellari, undir niðri sló hlýtt og
stórt hjarta. Það reyndi ég sjálfur á
unglingsárum, ég var alltaf velkom-
inn á heimili þeirra Árna og þar
fannst mér um tíma vera mitt annað
heimili. Það var engin tilviljun að
gestkvæmara heimili man ég ekki
eftir, þar var alltaf fullt út úr dyrum,
alltaf vöfflur og bakkelsi á borðum og
rjúkandi kakó. Þar var ekki farið í
manngreinarálit, þar áttu athvarf
frændi okkar, Jói á hjólinu, sem svo
er kallaður og ýmsir aðrir kynlegir
kvistir. Stundum fannst manni raun-
ar heimilið ein allsherjar félagsmið-
stöð. Öllu var þessu haldið saman af
fölskvalausri lífsgleði sem var henn-
ar eini áttaviti í lífinu. Ekki veit ég til
þess að Unnur frænka hafi nokkurn
tímann leitt hugann að lífeyrissparn-
aði og hvað þá viðbótarlífeyrissparn-
aði, fasteignalífeyri, verðbréfabraski
né neinu því öðru sem svo mjög ein-
kennir vora daga. Ég held satt að
segja að hún hafi aldrei velt pening-
um fyrir sér öðruvísi en þannig að
hún hefði fyrir nauðþurftum hverju
sinni. Hún tilheyrði því fólki sem er í
hópi gefenda en ekki þiggjenda, fólk
sem mætti vera meira af nú á tímum
geðdeyfðarlyfja, sjálfsdekurs og
sóknar eftir vindi. Hvenær fara ann-
ars ráðamenn að hengja fálkaorður
og annað glingur á sannar alþýðu-
hetjur? Ég og við hjónin eigum eftir
að sakna Unnar heitinnar sárt og oft
á ég sjálfsagt eftir að minnast hennar
við ýmis tækifæri, þó ekki væri nema
þegar ég borga næstu afborgunina af
fjallajeppanum mínum og minnist
þess hversu stolt hún var af Trabant-
inum sínum. Núna þegar Unnur hef-
ur sína síðustu för kemur upp í hug-
ann ein lítil gamansaga sem hún
sagði einu sinni. Þannig var að hún
hafði farið með vekjaraklukkuna sína
í viðgerð vegna bilunar sem lýsti sér
þannig að hún gekk ekki nema hún
væri lögð á framhliðina. Frænka
lýsti þessu öllu saman fjálglega fyrir
úrsmiðnum eins og lög gera ráð fyrir.
Þegar hún kom svo nokkru síðar að
sækja vekjaraklukkuna kom hún
auga á hana uppi í hillu á áberandi
stað með svofelldri áritun: „Unnur
Júlíusdóttir, gengur bara á grúfu“.
Ekki veit ég hvernig göngulagið
verður hjá Unni minni blessaðri sein-
asta spölinn, en eitt er víst að það
hlýtur að glaðna yfir þeim í efra og
vísast rætist þá það sem einhvern
tímann var sagt, sjálfsagt í hálfkær-
ingi, að allir væru í stuði hjá guði.
Við sendum Árna og öðrum að-
standendum hugheilar samúðar-
kveðjur og þökkum Unni fyrir henn-
ar þátt í að auðga líf okkar og
barnanna okkar með návist sinni.
Skúli Bjarnason og Sigríður
Lillý Baldursdóttir.
UNNUR
JÚLÍUSDÓTTIR