Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 48

Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AÐ undanförnu hafa staðið deilur um Kárahnjúkavirkjun og hlut al- þjóðlegra umhverfissamtaka. Ég vil nota þetta tækifæri til að skýra afstöðu International Rivers Net- work (IRN). IRN ber mikla virðingu fyrir lýðræðishefð á Íslandi en Kára- hnjúkavirkjun er greinilega orðin alþjóðlegt verkefni. Þar koma við sögu alþjóðlegir verktakar, alþjóð- legir framleiðendur vél- og rafbún- aðar, erlendir bankar og stærsta álfyrirtæki heims. Alcoa hefur lok- að álverum í öðrum heimshlutum – sum þeirrra eru einnig knúin af vatnsorku – til þess að flytja til Ís- lands. Fyrirtækið fær hér ódýrari raforku og mun ekki þurfa að greiða fyrir losun mengunarefna í hinu nýja álveri þar eð Íslendingar hafa fengið undanþágu í Kyoto- bókuninni. Rétt eins og Landsvirkjun hafa hópar svo sem Náttúruverndar- samtök Íslands tekið upp sam- vinnu á alþjóðavettvangi. Um- hverfisverndarsamtök um allan heim kalla stíflugerðarmenn til ábyrgðar gerða sinna hvar sem þá ber niður. Á undanförnum árum hefur hvergi verið ráðist í verkefni sambærileg Kárahnjúkavirkjun án þess að vekja verulegar deilur al- þjóðlega. Ég átti hreinskiptnar viðræður um kosti og lesti Kárahnjúkavirkj- unar við forsvarsmenn Landsvirkj- unar í heimsókn minni til Íslands. Ég tjáði þeim að rök þeirra hefðu ekki sannfært mig. Óháð úttekt byggð á varfærnu mati á þróun ál- verðs kemst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar muni árlega tapa 36 milljón USD á virkjuninni. (Grein- argerðin, gerð að beiðni Náttúru- verndarsamtaka Íslands, er á vef- slóðinni www.inca.is.) Þessa miklu fjármuni væri hægt að nýta til at- vinnuuppbyggingar sem ekki gengur á náttúru Íslands. Í nokkrum atriðum var ég sam- mála Landsvirkjun. Búið er að breyta hönnun virkjunarinnar eftir neikvæðan úrskurð Skipulags- stofnunar og það væri rangt að halda því fram að virkjunin muni eyðileggja allt austurhálendið. Engu að síður eru umhverfisáhrif- in geigvænleg þegar tekið er mið af framleiðslu virkjunarinnar. Þeg- ar einnig er tekið tillit til óvissu um arðsemi, þá er IRN sammála Náttúruverndarsamtökum Íslands og fleirum um það að ekki séu nægilega sterkar forsendur fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Á ráðstefnu í Bandaríkjunum nýlega greindi Landsvirkjun frá hugmyndum um miklar fram- kvæmdir sem myndu sexfalda ál- framleiðslu á Íslandi. Við munum fylgjast grannt með þessum ráða- gerðum. Morgunblaðið hefur greint frá vanþóknun iðnaðarráðherra vegna fullyrðingar sem eignuð er IRN um að íslensk stjórnvöld hafi fals- að úrskurðinn um Kárahnjúka- virkjun. IRN hefur ekki haldið fram neinu í þá veru og vanþóknun ráðherrans á sér enga stoð. Eftir því sem fleiri alþjóðleg fyr- irtæki, bankar og umhverfisvernd- arsamtök blanda sér í málið munu umræður magnast um Kára- hnjúkavirkjun og fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar. Við vonum að umræðurnar verði mál- efnalegar og lausar við persónu- árásir. PETER BOSSHARD, International Rivers Network. Kárahnjúkavirkjun Frá Peter Bosshard ÞAÐ er nú ánægjulegt að fá við- brögð við því sem maður skrifar, og hef ég svo sannarlega fengið þau. Það hafa nefnilega ótrúlega margir þakkað mér fyrir bréfstúfinn, og verið mér hjartanlega sammála. Fólk hefur hringt og tekið í hönd- ina á mér og þakkað mér fyrir. En nafna, það kemur hvergi fram í grein minni að ég fyrirlíti einn né neinn, þó svo að það komi fram að mér finnst listafólk áberandi í mót- mælum við virkjun og álveri, og ertu mér ekki sammála þar. Nei nafna, það er nú ekki mein- ingin að hætta að lifa þótt einhverj- ir listamenn séu að mótmæla því sem þegar er að verða að raunveru- leika, sem betur fer. Og ég segi sem betur fer, því mér finnst öm- urlegt að horfa upp á samborgara mína fullfríska menn ganga um at- vinnulausa ogunga fólkið sem sótt hefur sérmenntun og ekki getað snúið til baka vegna þess að engin eru atvinnutækifærin. En með virkjunarframkvæmdum og álveri fær fólk vinnu, göfuga vinnu þar sem bæði hugur og hönd koma til með að vinna, og því gerum við okkur öll grein fyrir sem búum hér í neðra eins og þið stundum kallið okkur. Og þætti mér nú gaman ef þú getur sannað það fyrir mér að þetta séu mestu náttúruspjöll sögunar. Væru það ekki meiri náttúruspjöll ef Austfirðir yrðu mannlausir eða fólkslitlir, kannski Strandir 21. ald- arinnar, þá yrði náttúrulega algjör þögn. Það er kannski það sem þið þessir fáu og lágværu landvernd- unarsinnar viljið. Jæja nafna, ég ætla að þakka þér fyrir „letters bréfið“ um leið og ég skora á þig að koma og gleðjast með okkur í neðra á Reyðarfirði á laugardaginn 15. mars, þegar end- anlega verður skrifað undir um byggingu á álveri við Reyðarfjörð. Með fyrirfram þakklæti, GRÉTAR RÖGNVARSSON, Eskifirði. Ertu ekki bara sammála? Frá Grétari Rögnvarssyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.