Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.03.2003, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 49 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 27. mars í eina eða 2 vikur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí og þú getur valið um 1 eða 2 vikur í sólinni. Það er um 28 stiga hiti á Kanarí í marsmánuði, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frá- bærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Stökktu til Kanarí 27. mars frá kr. 39.963 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.963 Verð fyrir manninn, m.v. hjón m. 2 börn 2-11 ára. Flug, gisting og skattar. 27. mars, 7 nætur. Ferðir til og frá flug- velli kr. 1.800. Alm. verð kr. 41.962. Verð kr. 52.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting og skattar. 27. mars, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Alm. verð kr. 55.600. Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Nú þarft þú ekki lengur að liggja á sólarströnd til þess að húðin fái fallegan og hraustlegan lit. Með því að bera á þig HONEY GLOW SELF TANNING öðlast húðin fallegan hunangsgullinn lit. H o n e y B r o n z e The Lifestyle company Strandgötu 32, Hafnarfirði Í dag, fimmtudag, og á föstudag mun sérfræðingur Kanebo veita faglega ráðgjöf í Andorru. Kynntir verða vor- og sumarlitirnir ásamt öðrum nýjungum. Freistandi kynningartilboð. Kringlunni 4 -12, sími 568 6211 KRINGLUKAST TILBOÐ Áður 3.990 Nú 2.990 Svartir og drappaðir St. 36-41 Áður 5.990 Nú 3.990 Catwalk - svartir St. 37-40 Áður 7.990 Nú 3.990 Svartir St. 36-42 - og fleiri góð tilboð! Nýtt kortatímabil Áður frá 4.990 Nú 1.990 Svartir, rauðir, bláir og drappaðir St. 28-35 Áður 6.990 Nú 4.990 Svartir St. 40-46 Í FEBRÚAR árið 2002 ritaði Grím- ur Björnsson jarðeðlisfræðingur at- hugasemdir í 10 liðum um fyrirhug- aða Kárahnjúkavirkjun. Sam- kvæmt bréfi frá Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra til Náttúruverndar- samtaka Íslands voru þær lagðar fyrir yfirmenn hans á Orkustofnun og einnig fékk Landsvirkjun þær til umfjöllunar. Landsvirkjun lét kanna sérstak- lega einn lið athugasemdanna um hættu á verulegu landsigi. Sérfræð- ingurinn sem leitað var til skilaði áliti 3. desember sl. Í fyrrnefndu bréfi vitnar orkumálastjóri í álitið og segir: „Kemur þar fram „að bú- ast megi við um 30 cm sigi vegna lónsins“ og að „telja verður ólíklegt að spennubreytingar í jarðskorp- unni vegna fergingarinnar hafi nokkur áhrif á kvikuhreyfingar í jarðskorpunni“.“ Svo virðist sem þessar tvær var- færnu ályktanir eigi að duga til að hrekja efasemdir Gríms Björnsson- ar. Álit sérfræðingsins nær sem áð- ur sagði aðeins til eins liðar af tíu. Því hlýtur að vera óhjákvæmilegt að spyrja ráðherrana eftirfarandi spurninga: 1. Eiga 57 km² lón og 190 m há, 900 m breið (efst) og 500 m þykk (neðst) stífla, langmesta mannvirki Íslandssögunnar, að hvíla á orða- laginu „búast megi við“ og „telja verður ólíklegt“? Með öðrum orð- um, þarf ekki að vera eindregnari fullvissa um að hvorki sé hætta á landsigi né kvikuhreyfingum? Ótækt er að fá álit eins sérfræðings til að hrekja álit annars og láta þar við sitja. Ef sérfræðingar eru ósam- mála hlýtur að þurfa að rannsaka frekar og leita álits utanaðkomandi aðila. 2. Er ríkisstjórn, alþingi og for- seta Íslands kunnugt um efasemdir Gríms Björnssonar og hið varfærna orðalag sem virkjunin virðist eiga að hvíla á? Ef svo er, eru þessir að- ilar sammála um að undirstaða virkjunarinnar skuli vera viður- kennd vanþekking? 3. Er álfyrirtækinu Alcoa og fyr- irhuguðum lánardrottnum kunnugt um þessar efasemdir og skort á fullvissu? 4. Ef svo er ekki: a) ber þá ekki íslenskum stjórnvöldum skylda til að upplýsa þessa aðila um svo al- varlegar efasemdir? b) er ekki hætta á að Landsvirkjun og / eða ís- lensk stjórnvöld yrðu bótaskyld gagnvart þessum aðilum ef nátt- úruhamfarir yrðu og virkjunin eyði- legðist? Rétt er að minna á að áður hefur Guðmundur Sigvaldason jarðfræð- ingur sett fram rökstuddar efa- semdir í ljósi þess að telja megi Kárahnjúkasvæðið virkt svæði. Svo virðist sem að svo stöddu sé ekki hægt að útiloka náttúruhamfarir á svæðinu, jafnvel sem afleiðingar af framkvæmdunum. Við óttumst að hér sé um að ræða svo alvarlegar hættur að jafna megi við þjóðarör- yggi. Því skorum við á stjórnvöld að fresta undirritun laga, undirritun samninga við Alcoa og framkvæmd- um meðan leitað er nánara álits færustu jarðvísindamanna, inn- lendra sem erlendra. Opið bréf til ráðherra Frá Viðari Hreinssyni, Ragnheiði Margréti Guðmundsdóttur, Þorleifi Haukssyni og Guðmundi Páli Ólafssyni EITT SINN voru egg egg og egg voru holl og góð. Á þeirri stundu sem hvítum, iðandi möðkum var mokað fyrir hænsnin – hættu egg að vera egg. Mér varð bumbult. Sama gildir enn um frumskógarlögmálið að vera snögg að gleypa hroðann eða verða gleypt ella. Ósammála – læt á reyna. Allt frá því að ólíklegasti rudda- skapur, mannfyrirlitning, sölu- mennska hálfsannleikans eða svika- mylla peninga-, eignagræðgi og valdafíknar urðu daglegt brauð hellist martröð maðkaveitunnar reglulega yfir. Manni verður bumb- ult oft á dag. Lífið er lotterí Nái valdagræðgi yfirhöndinni, að- haldslausir valdamenn, óprúttnir fréttahaukar, illt umtal, eða stjórn- laus peningahyggja mun samhygð hverfa og fólk missir ráð og rænu. Völd og gróði verða lífið sjálft, kosta hvað það vill. Menn tapa siðvitinu og gleyma leikreglum; hætta að skilja daglegan veruleika og almennt amstur – lífið sjálft. Gleðin yfir litlu glatast. Viðmið týnast og allt er graðgað í sig. Þar er gróðrarstía spillingar. Líf sumra er að verða eitt allsherjar lotterí! Frásagnir af sullumbullinu og braskinu eru martröð. Börnum, sem þó eru ýmsu vön nú til dags, eru þetta vondar fyrirmyndir. Ef rýnt er í keröld græðginnar grillir í iðandi kös án siðvits með himinhá laun, sjálfskammtaðar eignir, einkavina- væðingar, samtryggingar. Allt fer þetta fram í nafni frelsis. Þorri fólks vill ekki illa fengið frelsi. Þorri fólks afneitar spillingu og valdabrölti. Mál er að linni. Almenningi er bumbult. ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR, Efstasundi 40. Almenningi er bumbult Frá Elínu G. Ólafsdóttur Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2028 fyrir hádegi flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið fyrirtaeki.is www.nowfoods.com Nýr listi www.freemans.is LJÓSMYNDIR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.