Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sylvia Hanseduo og Venus koma í dag. Svanur, Helgafell Dettifoss og Hvid- björnen fara í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnust., kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45– 10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnust. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9– 12 myndlist, kl. 9–16 handav., kl. 13 bók- band. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15– 16 bókaspjall, kl. 17– 19 kóræfing. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnust., kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 op- in handavinnust., kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, leir- munagerð, smíðar og útskurður, kl. 13.30 boccia. Á morgun verður bingó kl. 14. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leik- fimi, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handav. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 11 búta- saumur, kl. 13 búta- saumur, málun og leikfimi karla, kl. 19.30 félagsvist á Álftanesi í umsjá Kvenfélags Bessa- staðahrepps. Akstur samkvæmt venju. Félag eldri borgara í Garðabæ. Hrafnkell Helgason heldur áfram kynningu á Sturlungu í Garða- bergi í dag kl 14.30 Félag eldri borgara í Kópavogi. Bingó verð- ur spilað í Gullsmára 13, 14. mars kl 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Glerskurður kl. 13. Opið hús í boði Sam- fylkingarinnar í Hafn- arfirði kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ, Kaffistofan lokuð. Brids kl. 13 og bridsnámskeið kl. 19.30. Gerðuberg, félags- starf, kl. 10.30 helgi- stund, frá hádegi vinnustofur og spila- salur opin, kl. 14.30 koma eldri borgarar frá Dómkirkjunni í heimsókn og börn frá leikskólanum Hraun- borg, kl. 16 syngur Gerðubergskórinn. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnust. opin, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler og postulíns- málun, kl. 17 mynd- list, kl. 20 gömlu dans- arnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnust. opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handav. og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 9.05 leik- fimi, kl. 9.55 stóla- leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handav., 13.30 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi samtök eldri borgara, kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korp- úlfsstöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15–15.30, handav., kl. 10–11 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13 kóræfing og mósaík. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9. 30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 boccia æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. Spil- uð félagsvist kl. 20. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Góu- gleði í samkomuhús- inu Garði, sunnud. 16. mars. kl. 15. ÍAK, Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digraneskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa saln- um kl. 11. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45 spil hefst kl. 13. Slysavarnakonur í Reykjavík. Fé- lagsfundur í kvöld kl. 20 í Sóltúni 20 (Höllu- búð) Spilað bingó. Í dag er fimmtudagur 13. mars, 72. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. (Fil. 2, 3.)     Í svörum fjármálaráð-herra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi kemur fram, að ferðakostnaður ráðu- neytanna var á bilinu 1,2 til 6,1 milljón króna á árinu 2002. Forsæt- isráðuneytið var hæst, með 6,1 milljón, þar af 1,4 milljónir í dagpen- inga og 348 þúsundir í risnu.     Næstmestur var kostn-aðurinn hjá sjáv- arútvegsráðuneytinu, eða alls um 5,6 milljónir. Í þriðja sæti varð utanrík- isráðuneytið, með 5,5 milljónir, og þar á eftir kemur fjármálaráðu- neytið, með rúmlega 4,1 milljón.     Einhverjum kann aðþykja vel í lagt hjá ráðuneytunum.Vissulega eru áhyggjur af þessum málum réttmætar, enda um mikla opinbera fjár- muni að tefla. Meðhöndl- un skattfjár fylgir alltaf ákveðin freisting.     Hins vegar er kannskisíður ástæða til að óttast misnotkun op- inberra fjármuna í þess- um efnum en öðrum. Því veldur sú staðreynd, að ferðalög fyrir hönd rík- isins eru kvöð, frekar en skemmtun, þegar þau hrannast óhóflega upp.     Þetta þekkja þeir semtíðum ferðast til út- landa á vegum vinnuveit- anda. Langoftast fer mestur tíminn í að húka inni á hótelherbergi, vinna og sækja lítt líflega fundi. Svo ekki sé talað um fjarveru frá fjölskyld- unni. Það er einfaldlega ekki eftirsóknarvert, að vera fjarri heimahögum stóran hluta ársins.     Þar við bætist að þaðer ekki eins sjálfsagt og við fyrstu sýn virðist, að ráðherrar og opinber- ir erindrekar spari við sig í hótelkostnaði og ferðamáta. Þetta fólk kemur fram á erlendum vettvangi fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar og verður að gæta að orð- spori hennar og virðingu. Væri ekki hætt við, að virðing útlendinga fyrir fjármálaráðherra myndi þverra, ef hann ferðaðist ætíð á ódýrasta farrými með lággjaldaflugfélagi og gisti á farfuglaheim- ilum?     Það er þess vegna erf-itt að mótmæla því, að fulltrúar okkar ferðist á fyrsta farrými og gisti á þokkalegum hótelum á ferðum sínum til útlanda. Hins vegar er nauðsyn- legt að stilla öllum ferða- lögum í hóf eins og mögulegt er; skattgreið- endum og ferðalúnum ráðherrum til heilla. Stundum hefur verið bent á kosti fjar- fundabúnaðar, sem ætti að geta sparað ríkinu all- mörg ferðalög og fund- arsetur. STAKSTEINAR Er alveg augljóst að ráð- herrum beri að spara í utanlandsferðum? Víkverji skrifar... ÞAÐ er stundum nefnt, til marksum hátt vöruverð hér á landi, að vínber eru dýrari hér en víðast í ná- grannalöndum Íslands. Dregið hefur verið í efa að flutningskostnaður valdi þessum verðmun en þess í stað leiddar líkur að því að álagning heildsala eða kaupmanna sé óeðli- lega há. Víkverji ætlar ekki að taka afstöðu til þess hvað ræður háu vín- berjaverði en finnst rétt að vekja at- hygli á að áfengur vínberjasafi (vín) er dýrari hér á landi en í nokkru öðru landi hins vestræna heims. Í frekar dýrum stórmarkaði í Frakk- landi er t.a.m. hægt að kaupa ágætis flösku af rauðvíni á um 340 krónur. Í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins kostar sambærileg flaska um 1.200– 1.400 krónur. Ef Víkverji vissi ekki betur myndi hann halda að vínið sem selt er í Ríkinu væri bruggað úr inn- fluttum vínberjum. x x x SIV Friðleifsdóttir umhverf-isráðherra hefur mælt með því að svonefnt gistináttagjald verði lagt á alla þá sem gista á hótelum og gistiheimilum í landinu. Á gjaldið að renna til að byggja upp „fjölsótta ferðamannastaði“ sem hafa látið á sjá vegna ágangs ferðamanna. Það verður líklega ekki komist hjá því að leggja fé í uppbyggingu ferða- mannastaða en Víkverja finnst und- arlegt að þeir sem kaupa sér gist- ingu hér á landi þurfi að greiða sérstakan skatt fyrir það. Nú þegar komast ferðamenn ekki hjá því að greiða dágóða upphæð í skatta til ríkisins - hvort sem þeir kaupa mat, drykki eða bensín, rennur umtals- verður hlutur í ríkissjóð. Víkverja finnst alveg nóg að greiða þessa skatta, þó ekki þurfi líka að greiða sérstakan umhverfisskatt fyrir að ferðast um landið. Siv Friðleifsdóttir hefur fært þau rök fyrir gistináttagjaldinu að það sé réttlátt að þeir sem nýti náttúruna, greiði kostnaðinn sem af því hlýst. Burtséð frá því að þeir sem gista á hótelum og gistiheimilum fara ekki sjálfkrafa á hina „fjölsóttu ferða- mannastaði“ þá finnst Víkverja und- arlegt ef þessi regla eigi eingöngu að gilda um ferðamannastaði. Hlýtur þessi regla ekki að gilda um annan kostnað ríkisins? Það hefur t.d. verið lagt til að byggt verði tónleikahús í Reykjavík fyrir sex milljarða króna. Ef ríkið ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér hlýtur næsta skref að vera að leggja „tónleikahússgjald“ á alla þá sem kaupa geisladiska til að kosta byggingu þess. Þjóðleikhúsið þarfn- ast viðgerðar og þess er sjálfsagt stutt að bíða að lagt verði á sérstakt „leikhúsviðgerðargjald“ til að standa straum af kostnaðinum. Ef sömu rökum verður beitt fyrir leik- húsviðgerðargjaldinu og gistnátt- agjaldinu, verður gjaldið vænt- anlega lagt á bíógesti. Eru þeir ekki líklegir til að fara í leikhús hvort sem er? Morgunblaðið/Golli Jafngott og í Frakklandi en miklu dýrara. Góð leiksýning MIG langar að vekja athygli á leikritinu Forsetinn kem- ur í heimsókn. Það er leik- félag eldri borgara í Reykja- vík (Snúður og Snælda) sem stendur að sýningunni og eru allir leikendur eldri borgarar og áhugamenn um leiklist. Leikritið er mjög vel heppnað, mikill söngur og gleði. Sýningar eru haldnar í húsnæði eldri borgara í Reykjavík í Glæsibæ. Ég hvet alla til að fara og sjá leikritið og eiga skemmtilega stund með eldri borgurum. Rannveig Sigurgeirsdóttir. Senda gíróseðil Í VELVAKANDA sl. mánudag skrifar „launalaus sorptæknir“ um baráttu sína við að fá uppsetta rusla- kassa í nágrenni húss síns. Vil ég benda honum á að senda borgaryfirvöldum gíróseðil fyrir vinnuna til að hrista upp í kerfinu. Það mundi ég gera. Hjördís. Til alþingis- frambjóðenda ÉG hef 108 þús. á mánuði í örorkubætur og þarf að borga 21 þús. í skatt og 32 þús. í leigu af íbúð, samtals 53 þús. á mánuði. Þá á eftir að borga fjölmiðla, síma, rafmagn og mat. Vil ég því biðja frambjóð- endur í næstu alþingiskosn- ingum um að beita sér fyrir lækkun á skattinum, það mætti lækka hann um helm- ing. Sæmundur Kristjánsson, Kópavogi. Það sem betur mætti fara NÚ eru kosningar framund- an og ætla ég að nefna það sem betur mætti fara hjá stjórnmálamönnunum okk- ar. Á okkar pólitíska hrafna- þingi fara fram misskelegg- ar umræður. Ætti ég kannski að nefna að pólitískt skítkast tíðkast víða, sér- staklega milli Össurar Skarphéðinssonar og Dav- íðs Oddssonar. Ég skynja greinlega ákveðna valdaþreytu í Dav- íð en Össur er búinn að leika út sínu eitraða peði, þ.e.a.s. með því að fá Ingibjörgu í landsmálin. Nú er ég ekki flokks- bundinn maður heldur ein- faldlega hluti af þessum skrípaleik sem þið kallið samfélag. Óleifur, þjóðfélagsrýnir. Dýrahald Snabbi er týndur SNABBI er 3ja mánaða kettlingur, gulbröndóttur með blá augu, ólarlaus og ómerktur. Hann sást fyrir framan 10-11 við Seljaveg sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 552 7688 og 868 8689. Kettling vantar heimili GRÁBRÖNDÓTTUR fress, 11 vikna og kassa- vanur, fæst gefins á gott heimili. Uppl. í s. 899 5301. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Í MORGUNBLAÐINU 10. mars sl. er viðtal við hús- næðisráðherrann Pál Pét- ursson, bónda á Höllustöð- um. Þar segir ráðherrann það fjarstæðu að skortur á leiguíbúðum í borginni sé húsnæðiskerfinu að kenna. Ráðherra segir skortinn vegna fólksflutn- inga til borgarinnar og vegna hjónaskilnaða! Slíkt hefur vitaskuld aldrei gerst áður og því engin leið að sjá það fyrir við mótun stefnunnar! Við vitum hér syðra að nýjar íbúðir eru miklu dýrari en gamlar sem bú- ið er að borga. Í VM- kerfinu voru nokkur þús- und ódýrar íbúðir byggð- ar handa fátæku fólki og eru nú komnar á sölu- markað. Ég lagði til fyrir meira en 15 árum að VM- íbúðum væri breytt í Bú- setaíbúðir sem er auðvelt að gera. Þá hefði fólkið komist í húsnæði án þess að taka lán og kaupskylda sveitarfélaga hefði horfið. Þetta mátti vitaskuld ekki. Markaðsvæðingin varð að hafa sinn gang hvað sem þapð kostaði. Rétt er að í tvö kjör- tímabil hefur R-listinn í Reykjavík sáralítið gert til að bæta ástandið. Helsta afrekið er sala á skuldlausum íbúðum fé- lagsþjónustunnar svo leigjendur eru nú að borga lánin sem tekin voru vegna sölunnar. En Framsókn á við slíka aðild að R-listanum. Hvernig sem nautin á Höllustöðum öskra stendur eftir að Framsóknarflokkurinn er nú flokkurinn sem lagði niður félagslega kerfið án þess að nokkuð kæmi í staðinn nema henging- arólin eins og við erum vön að kalla hin svo- nefndu viðbótarlán. Það er ekkert félagslegt við það að lána einstaklingum peninga. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Höllustaðanautin öskra LÁRÉTT 1 erfitt að sigrast á, 8 flennan, 9 skottið, 10 blóm, 11 léttir til, 13 koma í veg fyrir, 15 rann- saka, 18 mannsnafn, 21 hægur gangur, 22 drög- um, 23 fuglar, 24 skjálfti. LÓÐRÉTT 2 skjall, 3 alda, 4 kroppa, 5 minnst á, 6 broddur, 7 venda, 12 beita, 14 ögn, 15 glaða, 16 svertingi, 17 vesælar, 18 kvíslin, 19 hófu á loft, 20 urgur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 njóli, 4 þekkt, 7 tjása, 8 órétt, 9 nár, 11 rita, 13 etja, 14 skært, 15 þrek, 17 agga, 20 fit, 22 kelda, 23 eis- an, 24 teikn, 25 tórir. Lóðrétt: 1 notar, 2 ósátt, 3 iðan, 4 þjór, 5 klént, 6 totta, 10 ágæti, 12 ask, 13 eta, 15 þekkt, 16 efldi, 18 gosar, 19 annar, 20 fann, 21 tekt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.