Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 53

Morgunblaðið - 13.03.2003, Page 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 53 MICHAEL Owen, fram- herji Liverpool og enska landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur sent varn- armönnum skýr skila- boð; „Ég á enn fimm ár í að ná fram mínu besta“ segir Owen sem hefur skorað 20 mörk á tíma- bilinu, þar af tvær þrennur og á dögunum jafnaði hann met Ian Rush þegar hann skor- aði sitt 20. mark í Evr- ópukeppninni. Fyrsta Evrópumarkið skoraði hann á Parkhead, heimavelli Celtic í Skotlandi fyrir sjö árum, en ein- mitt á þeim velli verður hann í eld- línunni í kvöld þegar Celtic og Liverpool eig- ast við í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum UEFA-keppninnar. Owen hefur verið heitur upp á síðkastið, fjögur mörk hefur hann skorað í jafnmörgum leikjum. „Ég veit tíu sinnum meira núna um stöðu framherja heldur en ég gerði þegar ég hóf feril minn með Liverpool og ég reikna ekki með að komast á há- tind ferils mín fyrr en eftir sex til sjö ár,“ segir Owen, sem er 23 ára gamall. Owen sendir varnar- mönnum aðvörun FÓLK  SUNDERLAND skuldar Rangers enn þrjár millj. punda, um 370 millj. króna, vegna kaupanna á norska framherjanum Tore Andre Flo í haust, en það er tæplega helmingur þeirrar upphæðar sem Sunderland samþykkti að greiða fyrir Flo. Félag- ið á erfitt með að standa í skilum og bauð Rangers á dögunum að fá leik- menn upp í skuldina en David Murray, forseti Rangers, hefur af- þakkað það. „Hafi Sunder land ekki að fullu gert upp við okkur eftir þrjár vikur þá förum við í hart,“ segir Murray.  SEPP Blatter forseti Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA, segist vera á móti því að liðunum sem keppa í úrslitakeppni HM í Þýskalandi árið 2006 verði fjölgað úr 32 í 36. Knatt- spyrnusamband Suður-Ameríku hef- ur sent inn beiðni til FIFA að liðun- um verði fjölgað í 36. Beiðnin verður tekin fyrir á fundi framkvæmda- stjórnar FIFA í maí.  FRANZ Beckenbauer sem stýrir væntanlegu mótshaldi á HM í Þýska- landi segir að ekkert sé því til fyr- irstöðu að þátttökuþjóðirnar verði 36 í stað 32 en það sé ekki Þjóðverja að ákveða það heldur FIFA.  UEFA, Knattspyrnusamband Evr- ópu, hefur ákveðið að fara ofan í saumana á kvörtun sem borist hefur frá Newcastle eftir viðureign liðsins við Inter Mílánó í meistaradeildinni í fyrrakvöld. Haldið er fram að Christ- ian Vieri hafi haft uppi niðrandi um- mæli í garð Lomana LuaLua vegna litarháttar hans. Allt slíkt er litið afar alvarlegum augum hjá UEFA.  EMILE Heskey verður sennilega klár í slaginn í kvöld þegar Liverpool mætir Celtic í UEFA-bikarnum, en hann hefur ekkert leikið síðan hann meiddist í úrslitaleik enska deildabik- arsins gegn Manchester United á dögunum.  ALEKSANDR Rymanov, þjálfari þýska handknattleiksliðsins GWD Minden, var í gær leystur undan störfum. Áður hafði verið ákveðið að Rymanov héldi ekki áfram með liðið á næstu leiktíð, en nú er ljóst að Rym- anov stýrir ekki Minden-liðinu í þeim leikjum sem eftir eru, en það er í mik- illi fallhættu eftir að margir leik- manna liðsins hafa verið fjarri góðu gamni á leiktíðinni vegna meiðsla, þar á meðal Gústaf Bjarnason landsliðs- maður.  RYMANOV var þjálfari GWD Minden í fjögur ár, lengur en nokkur annar þjálfari sem unnið hefur hjá fé- laginu.  GARETH Farrelly, framherji hjá Bolton Wanderers, var í gær orðaður við Íslendingafélagið Stoke City, sem leitar að liðsstyrk fyrir lokasprettinn í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Farrelly hefur fengið fá tækifæri með Bolton í deildinni, gert eitt mark í átta leikjum, en hefur skorað grimmt fyrir varalið félagsins að undanförnu. UNDIRBÚNINGUR Portúgala á Evrópukeppni landsliðs í knatt- spyrnu, sem fer fram í Portúgal næsta sumar, er í fullum gangi. Eins og var tekið upp á EM í Eng- landi 1996, verður leikið í fjórum fjögurra þjóða riðlum og komast tvær efstu þjóðirnar úr hverjum riðli áfram. Búið er að ákveða að leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fara fram á fjórum dögum, en ekki tveimur eins og á EM í Hol- landi og Belgíu 2000. Leikið verður á tíu völlum í átta borgum í Portúgal, en aldrei áður hefur verið leikið á svo mörgum völlum í svo mörgum borgum á EM. Borgirnar sem leikirnir fara fram í eru Braga, Guimaraes, Porto, Aveiro, Coimbra, Leiria, Lissabon og Faro. Leikið í átta borgum í Portúgal hvernig liðin leika um þessar mundir gæti ég átti von á að þetta verði jafnasta rimman. En ég hall- ast að því að Haukar vinni 2:1 og sú tilfinning er fyrst og fremst vegna þess að Haukar hafa Stevie Johnson. Það verður erfitt fyrir Tindastól að finna einhvern sem ræður við hann, en ef þeir finna leið til að gera það þá eru þeir í góðum málum, en ég sé það bara ekki gerast. Michail Antropov er auðvitað hávaxinn en hann mun ekki dekka Johnson og þótt hann taki einhver fráköst hefur það ekkert að segja fyrir Johnson. Drengurinn er með ótrúlegar töl- ur, bæði innan teigs, utan teigs og úr vítum auk þess sem hann tekur fullt af fráköstum, enda mjög lík- amlega sterkur. Eins og staðan er núna þá er mikil stemmning hjá Haukunum, yngri mennirnir leika vel og það er líka gaman að sjá hvernig Marel Guðlaugsson hefur leikið, hann hefur leikið mun betur í vetur en undanfarin ár. Halldór Krist- mannsson kemur líka mjög sterk- ur inn í þetta hjá Haukum,“ segir Bárður. KR – Njarðvík 0:2 Hér mætast liðin í fjórða og fimmta sæti og að þessu sinni á KR heimaleikjaréttinn, sem hefur ekki gerst oft undanfarin ár. „Þessir leikir eru mikið spurninga- merki og ég held það megi segja að þetta velti allt á KR-ingunum. Það er eitthvað basl á þeim um þessar mundir og ég held að þetta geti orðið einhver höfuðverkur fyr- ir hann Inga Þór þjálfara. Ég hall- ast að því að Njarðvíkingar taki þetta 2:0 og það byggi ég fyrst og fremst á að KR-ingar reyna mikið að koma boltanum inn á Darrell Flake, sem hefur verið þeirra sterkasti hlekkur í vetur, en Njarðvíkingar eru gríðarlega sterkir fyrir inni í teignum. Auk þess virðist nýi útlendingurinn, Gregory Harris, falla vel að leik liðsins og virðist hleypa nýju blóði í liðið. Hann er með mjög góðar tölur úr þeim leikjum sem hann hefur spilað. Ekki má gleyma Teiti, hann er alveg ótrúlegur og virðist alls ekki á leið í „Old boys“ ef marka má hvernig hann lék í vetur. Það er ótrúlegt hvað einn maður getur breytt heilu liði og hann er örugg- lega sá leikmaður sem hefur hvað mest áhrif á sitt lið í sögu körfu- boltans hér á landi. Hann er alveg einstakur,“ segir Bárður. Ekki boðið upp á nýjungar Bárður sagðist ekki eiga von á að liðin átta kæmu með miklar nýjungar eða gerðu miklar breyt- ingar fyrir leikina í úrslitakeppn- inni. „Núna leggjast menn fyrst og fremst yfir ákveðin lið, fara niður í leikkerfin og finna veikleikana og reyna að finna hvernig nýta megi það til fullnustu. Ef til vill koma liðin með eitthvað nýtt í sókninni en það er þó ekki víst. Keflavík kemur örugglega ekki með mikið nýtt, þeir eru með svo mikið af skyttum og Saunders og Damon þar að auki,“ segir Bárður. Morgunblaðið/Sverrir Damon Johnson, leikmaðurinn sterki hjá Keflavík, er lyk- ilmaður liðsins og á eftir að verða ÍR-ingum erfiður. Morgunblaðið/Kristinn Stevie Johnson hefur verið öflugasti leikmaður Haukaliðsins. Hér á hann í höggi við ÍR-inginn Hreggvið S. Magnússon. Owen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.