Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 59

Morgunblaðið - 13.03.2003, Side 59
X-Factor X-Factor er hljómsveit frá Hvolsvelli skipuð þeim Þorgeiri Gísla Skúlasyni gítarleikara, Jóni Antoni Bergssyni söngvara, Hermanni Eduardo Bonilla söngvara, Arnóri Óla Ólasyni gítarleikara og Kristni Rey Þórðarsyni bassa- leikara. Meðalaldur sveitarmanna er fimmtán ár en þeir leika metalrokk. Betlehem Úr rokkbænum Húsavík er rokksveitin Betlehem. Hana skipa Bjarni Sigur- óli Jakobsson bassaleikari, Rafnar Orri Gunnarsson gítarleikari og söngv- ari, Reynir Aðalsteinn Hannesson trommuleikari og Jakob Pálmi Pálmason gítarleikari. Þeir eru allir fæddir 1988 nema Jakob sem fæddur er 1987. Fjöllistahópurinn Mujaffa Fjöllistahópurinn Mujaffa er sex manna sveit úr Hafnarfirði. Hana skipa Freyr Árnason, sem leikur á trommur og bassa, Snorri Páll Jónsson, sem syngur og leikur á gítar, Ingi Már Úlfarsson, sem leikur á trommur og bassa, Eiríkur Rafn Stefánsson, sem leikur á trompet og hljómborð, Tóm- as Ingi Þórðarson, sem leikur á hljómborð og syngur, og Ingimar And- ersen, sem leikur á klarinett. Þeir segjast leika djassað hiphoprokk og eru allir á sextánda árinu nema Eiríkur sem er að verða fimmtán. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 59 ÍSLENSKIR hönnuðir eru nú staddir í París í tengslum við tísku- viku þar í borg í samvinnu við Út- flutningsráð Íslands. Væntanlegir kaupendur og aðrir áhugasamir geta litið hönnun frá Aftur, Scand- inavian Tourist, Aurum, Ástu Guð- mundsdóttur, Björgu Pjetursdóttur, Sigrúnu Úlfarsdóttur, Ingibjörgu Hönnu Pétursdóttir og Má Mí Mó. Hönnunin er fjölbreytt, allt frá því að notast við endurnýttan textíl (Aftur), yfir í skartgripi (Aurum) og föt úr sérunninni ull (Björg). „Þetta er í fjórða skipti sem við för- um með þennan hóp,“ segir Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir hjá Út- flutningsráði, sem vill koma því á framfæri að ferðin sé styrkt af iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu. „Núna erum við ekki í galleríi eins og venjulega heldur á faglegri sýn- ingu, Showroom Hortensia de Hutt- en,“ segir hún og bætir við að það sé mikill munur. „Núna erum við á einni af helstu sýningunum. Við njótum góðs af heimsóknum til hol- lenskra og japanskra merkja. Kúnnarnir koma að heimsækja önn- ur merki og sjá þennan íslenska hóp í leiðinni,“ segir Sigrún og bætir við að þetta auki sölumöguleikana. Sýningin hófst í gær og verða allir fyrrnefndir hönnuðir og merki á staðnum þar til á sunnudag. Sigrún Lilja segir að salan hafi strax farið í gang en í afraksturinn kemur end- anlega í ljós að sýningunni lokinni. Íslenskir hönnuðir á tískuviku í París í fjórða sinn Ein af helstu sýningunum Hönnun úr fatalínu Aftur, „It’s about time!“.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlaun- anna í ár fyrir leik sinn í mynd- inni. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. : . : .2 Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B.i.16. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10 Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese  HJ MBL www.laugarasbio.is Eingöngu sýnd um helgar Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd  kvikmyndir.com Tilnefningar til Óskarsverðlauna6 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd og aðalhlutverk kvenna Nicole Kidman9 Margverðlaunuð stórmynd frá leikstjóra Billy Elliot. Missið ekki af þessu einstæða meistaraverki. Ein rómaðasta mynd seinni ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12 HJ MBL HK DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.