Morgunblaðið - 13.03.2003, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Áður en þú deyrð, færðu að sjá
SV MBLRadío X KVIKMYNDIR.IS
SV MBL
HK DV
SG Rás 2
Radio X
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16.
ÞÞ Frétta-
blaðið
Sýnd kl. 6 og 9.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Hlaut 2 Golden Globe verðlaun, bresku BAFTA
kvikmyndaverðlaunin og Silfurbjörninn á
kvikmyndahátíðinni í Berlin.
Óskarsverðlaunaleikarnir Nicolas Cage
og Meryl Streep fara á kostum í
myndinni. Frá höfundum og leikstjóra
„Being John Malkovich“.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem
BESTA ERLENDA MYNDIN
Yndislega svört kómedía
frá meistara Kaurismaki.
Einstök kvikmynd sem
hefur heillað áhorfendur
jafnt sem gagnrýnendur,
um heim allan, og sópað
til sín verðlaunum.
i l rt í
fr i t r ri i.
i t i
f r ill rf r
j f t r r,
i ll ,
til í r l .
Mynd eftir
Aki Kaurismäki
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
1/2 H.L. Mbl.
H.K. DV
RadíóX
1/2 Kvikmyndir.com
1/2 Kvikmyndir.is
1/2
H.L. Mbl.
1/2
H.K. DV
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 12.
Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum.
2 vikur á toppnum. Stútfull af topp
tónlist og brjálæðri spennu.
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍK
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8, OG 10.10. B. I. 16.
1/2 H.L. Mbl.
1/2
HELL is for Heroes tilheyrir nýrri bylgju
breskra rokksveita sem leita ekki síst yfir
Atlantshafið eftir innblæstri. Þannig skima
þeir félagar í Hell is for Heroes, líkt og land-
ar þeirra Hundred Reasons, í áttina að til-
finningaheitum rokkböndum eins og At the
Drive In og The Icarus Line þótt grunninn
megi reyndar finna víðar. Hin goðsagna-
kennda sænska sveit Refused er ekki langt
undan og svo ber þetta að sjálfsögðu allt að
brunni óþekktustu áhrifavalda melódísks
samtímarokks, Hüsker Dü.
Hell is for Heroes hefur verið á miklum
þönum undanfarin misseri og leikið með
sveitum eins og Papa Roach, Alien Ant
Farm og A. Bresku blöðin eru vonbjört fyrir
hönd sveitarinnar og Rock Sound segir
þetta klárlega vera efnilegasta band Bret-
lands í dag. Kerrang og NME eru á svip-
uðum nótum og Rock Sound og lofsama
kraftinn sem frá sveitinni stafar.
Hljómsveitin var stofnuð í Camden,
Lundúnum, um sumarbil 2000 og er byggð
að nokkru leyti á rústum Symposium, rokk-
sveitar sem lagði upp laupana við lok síðasta
árþúsunds eftir tvo stóra hljómdiska.
HIFH-liðar ákváðu svo í desember sama ár
að leggja bandið fyrir sig, sögðu upp dag-
vinnunni og skelltu sér á þjóðveginn með
Icarus Line og skyldum sveitum. Þar hafa
þeir verið meira og minna síðan …
Skottið á Justin
Blaðamaður náði í skottið á Justin þar
sem hann var á miðju tónleikaferðalagi og
náði að leggja fyrir hann fáeinar spurningar.
– Þið eruð búnir að vera á fullu undan-
farna mánuði er það ekki?
„Jú það er rétt. Og enn sér ekki fyrir end-
ann á því!“
– Þið unnuð plötuna ykkar með sama fólki
og stóð að Shape of Punk to Come … með
Refused (’98) sem hefur í sögunnar rás orðið
að einhvers konar heilögum kaleik hjá leit-
andi rokksveitum?
„Laukrétt. Það var einfaldlega frábært að
fá tækifæri til að vinna með þeim Pelle
(Henricsson) og Eskil (Lövström). Plötuna
tókum við svo upp í LA.“
– Nú er oft talað um bönd eins og
Hundred Reasons og Icarus Line í sömu
andrá og ykkur. Finnst þér það óþægilegt?
„Alls ekki og ég skrifa fúslega undir það
að við erum með svipaða nálgun og þessar
sveitir. Við bæði virðum þessar hljómsveitir
og „fílum“.“
– Þið leggið áherslu á að spila sem mest?
„Já. Þar byggjum við upp okkar aðdá-
endahóp og þannig viljum við hafa það. Okk-
ur finnst mikilvægt að vera sem mest í bein-
um tengslum við fólkið og vinna okkur inn
virðingu þannig; frekar en í gegnum blöð,
ljósmyndir eða eitthvað slíkt.“
Með Mínus og Brain Police
– Á heimasíðu ykkar grínist þið með að
þið séuð búnir að selja sál ykkar til EMI. Er
erfitt að gefa út hjá stórfyrirtæki en halda
um leið í listrænan metnað?
„Ja (hlær). Hvað listræna metnaðinn
varðar er það lítið mál. EMI-menn vissu að
hverju þeir væru að ganga, þess vegna
höfðu þeir samband við okkur. Það er úti-
lokað að við förum að haga okkar seglum
eftir þeirra vindi.“
Um upphitun í kvöld sjá Mínus og Brain
Police. Mínus er nú um stundir á kafi í hljóð-
versvinnu vegna þriðju breiðskífu sinnar og
Brain Police leggur sömuleiðis í sína aðra
bráðlega. Þannig að fastlega má búast við
því að nýtt efni frá þeim fái að hljóma í
kvöld.
Hell is for Heroes á Gauknum
Hetjurokkið hið nýja
Breska rokksveitin Hell is for Heroes hefur fengið sterk við-
brögð í heimalandinu að undanförnu vegna fyrstu stóru plötu
sinnar, The Neon Handshake. Arnar Eggert Thoroddsen kynnti
sér feril þessarar ungu sveitar og ræddi stuttlega við söngvarann
Justin Schlosberg vegna hingaðkomu sveitarinnar.
Ljósmynd/Tom Sheehan
Hell is for Heroes þykir eitt kraftmesta tónleikaband Breta í dag.
The Neon Handshake er komin út. Húsið
opnað kl. 21 í kvöld.
TENGLAR
.........................................................
www.hell-is-for-heroes.net
arnart@mbl.is
KÍNVERSK stjórnvöld hafa bannað rokkhljómsveitinni Roll-
ing Stones að leika fjögur þekkt lög þegar hljómsveitin held-
ur tónleika í Shanghai og Peking í apríl. Fá Rollingarnir
ekki að leika „Brown Sugar“, „Honky Tonk Woman“,
„Beast of Burden“ og „Let’s Spend the Night Togeth-
er,“ að sögn Chen Jixin, yfirmanns fyrirtækisins sem
skipuleggur tónleikana.
Chen sagði að lögin fjögur hefðu einnig verið afmáð af
safnplötunni 40 Licks, sem gefin var út í tilefni af 40 ára
starfsafmæli Rolling Stones, áður en platan var gefin út í
Kína fyrr á þessu ári. Það var í fyrsta skipti sem plata með
Rolling Stones var gefin út í Kína en sjóræningjaútgáfur
af Stones-plötum fást víða í Shanghai og Peking.
Chen sagðist ekki vita hvers vegna stjórnvöld hefðu
bannað lögin fjögur. Í kínverska menningarmálaráðuneyt-
inu vildi enginn tjá sig um málið, að sögn BBC.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rolling Stones sætir rit-
skoðun. Árið 1967 kom hljómsveitin fram í sjónvarpsþætti
Eds Sullivans í Bandaríkjunum og söng lagið „Let’s Spend
The Night Together,“ eða „Eyðum nóttinni saman“. Í þætt-
inum söng Mick Jagger hins vegar: „Let’s spend some time to-
gether,“ eða „Verjum smá tíma saman“.
Jagger undirbýr sextugsafmælið
Mick Jagger, söngvari sveitarinnar, verður sextugur 26.
júlí í sumar og ætlar að halda upp á afmælið í Prag þar
sem hljómsveitin verður á tónleikaferðalagi. Hljóm-
sveitin heldur nú upp á 40 ára starfsafmæli með tón-
leikaferð um heiminn og Vaclav Havel, fyrrver-
andi forseti Tékklands, sendi Rolling Ston-
es persónulegt bréf þar sem hann bauð
hljómsveitinni að halda tónleika í Tékklandi
í sumar. Búist er við að Havel verði við-
staddur tónleikana.
Rolling Stones bannað að leika fjögur lög
Stones ritskoðaðir í Kína
Mick Jagger á sviði Budokan í Tókýó en
Stones komu nýlega fram í Japan.
RAFSVEITIN AmPop
verður með síðbúna útgáfu-
tónleika á Grandrokk í
kvöld, vegna plötu sinnar
Made for Market, sem út
kom stuttu fyrir jól.
Að sögn Birgis Hilm-
arssonar, söngvara, mun
trommari Náttfara, Nói,
leika með þeim en einnig
Prince Valium sem ætlar að
spila á hljómborð ásamt öðr-
um helmingi AmPop, Kjart-
ani F. Ólafssyni. Þetta verða
fyrstu tónleikar AmPop sem
verða „100% læf“ eins og
Birgir orðar það.
Sveitin er svo á leið til
Bretlands í maí í tveggja
vikna hljómleikaferðalag og
þess má geta að Made for
Market er plata vikunnar á
Rás 2.
Með AmPop spila plötu-
snúðar frá Thule.
Tónleikarnir eru liður í Rokk á Grandrokk
röðinni en tvö kvöld að auki eru áætluð í þessari
viku, á föstudag og laugardag.
Á föstudagskvöldið verður skemmtun á veg-
um íslensku plötuútgáfunnar New Icon. I.L.O.,
Blake, Funky Moses, Lewis Copeland, Tommi
White, Buckmaster (GusGus) og VJ Optimus
leika.
Á laugardaginn leikur bandaríska harð-
kjarnasveitin Artimus Pyle ásamt Innvortis og
Lunchbox.
Allir tónleikar hefjast kl. 23.
AmPop með tónleika á Grandrokk
AmPop: Kjartan og Birgir.
100% lifandi