Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 2

Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Á NÆSTU DÖGUM? Yfirlýsingar ýmissa áhrifamanna í gær bentu til að líkur væru á að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak á allra næstu dögum. Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, sagðist „ekki mjög bjart- sýnn“ á að komist yrði hjá átökum og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði líkurnar á stríði hafa aukist. Bandaríkjamenn hafna málamiðlunartillögu sem fulltrúi Chile í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna lagði fram á föstudag um að Saddam Hussein Íraksforseta yrðu gefnar þrjár vikur til viðbótar til að hlíta ályktunum SÞ um afvopnun. Skrifað undir samninga Alain J.P. Belda, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, undirritaði í gær samninga við stjórnvöld, Landsvirkjun og Fjarðabyggð vegna álvers Alcoa í Fjarðabyggð. Undirritun samninga fór fram við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Reyðarfirði þar sem meðal við- staddra voru íbúar Austfjarða, ráð- herrar, þingmenn og fulltrúar fjöl- margra fyrirtækja, m.a. ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo. Alþingi lýkur störfum Alþingi lauk störfum í fyrrinótt og kemur það ekki saman fyrr en að loknum kosningum 10. maí nk. Hafði þessi lokafundur Alþingis á kjör- tímabilinu staðið nánast samfleytt í sautján klukkutíma. Djindjic kvaddur Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, var í gær borinn til grafar í Belgrad. Þúsundir manna fylgdu ráðherranum hinsta spölinn. Djindj- ic var skotinn til bana sl. miðvikudag og hafa um 180 manns verið hand- tekin í tengslum við morðið. Sölumaður Þekkt vélaverslun leitar að sölumanni með sér- svið í sölu á síum í heildsölu og beint til stór- notenda. Aðeins maður með þekkingu á síum kemur til greina. Gott starf og vinnuaðstaða. Vinsamlega leggið inn upplýsingar á augldeild Mbl. eða í box@mbl.is, merktar: „Sölumaður — 13448“, fyrir föstudaginn 21. mars. Sjúkraþjálfarar Sunnuhlíð óskar eftir sjúkraþjálfurum til starfa. Sunnuhlíð eru 72 hjúkrunarrými og 18 dag- vistarrými og auk þess reka Sunnuhlíðarsam- ökin 108 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Um er að ræða þjónustu við íbúa hjúkrunar- eimilisins, vistmenn dagvistar, íbúa í þjón- stuíbúðum Sunnuhlíðarsamtakanna og fleiri. Sjúkraþjálfunin er vel tækjum búin og fyrir- ugað er að flytja starfsemina í nýtt og glæsi- egt húsnæði á næstunni. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Árnason, ramkvæmdastjóri, í síma 560 4100, etfang johann@sunnuhlid.is Kjötiðnaðarmenn Ferskar kjötvörur hf. óska eftir að ráða kjötiðn- aðarmenn til starfa við verkstjórn í kjötvinnslu fyrirtækisins hér í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 21. mars nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fyrirtækisins í Síðumúla 34 í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörn Sigurbergs- son, framleiðslustjóri, í síma 588 7580 eða 660 6320 frá kl. 08:00 til 16:00 virka daga. Upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heima- síðu þess www.ferskar.is . Störf í grunnskólum Reykjavíkur Hagaskóli, sími 535 6500 Eðlis- og efnafræði í 8-9. bekk. Ýmsar greinar í 9-10. bekk. Umsóknarfrestur til 28. mars 2003. Rimaskóli, símar 567 6464 og 897 9491 Vegna forfalla er laus staða umsjónarkennara út skólaárið. Kennslugreinar: Samfélagsfræði og eðlisfræði á unglinga- og miðstigi. Lausar stöður skólaárið 2003-2004 Hvassaleitisskóli, sími 570 8800 Náttúrufræðikennsla í 8-10. bekk. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla stjóri viðkomandi skóla. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Sölumaður óskast Sölumaður, kunnur auglýsingasölu, óskast já fyrirtæki í upplýsingamiðlun ferðamála. Reynsla af sölu- og markaðsmálum æskileg. Heilt eða hlutastarf er í boði. Frjáls vinnutími. arið verður með allar upplýsingar sem rúnaðarmál. Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „1717“, eða á box@mbl.is . Sunnudagur 16.mars 2003 mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8,656 Innlit 16.017  Flettingar 64.959  Heimild: Samræmd vefmæ Morgunblaðið/RA Bjartsýni á Austurlandi / 10 – 13 ferðalögKrít sælkerarSítrónur allt árið börnÆvintýri í Afríku bíóValdís Óskarsdóttir Byggt í Skuggahverfi Fjölbýli í elsta úthverfi Reykjavíkur Nýtt fjölbýlis húsahverfi rís í miðborg Reykjavíkur. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 16. mars 2003 Yf ir l i t Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Öryggi í stað áhættu“ frá Securitas. Er því dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Hugvekja 49 Hugsað upphátt 27 Myndasögur 50 Listir 27/31 Bréf 50/51 Af listum 28 Dagbók 52/53 Birna Anna 28 Krossgáta 54 Forystugrein 32 Leikhús 56 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 56/61 Skoðun 34/36 Bíó 58/61 Minningar 44/49 Sjónvarp 62 Þjónusta 40 Veður 63 * * * FERÐALAG tveggja manna sem ætluðu að stytta sér leið á föstudag, á leiðinni frá Siglufirði til Bifrastar í Borgarfirði, þykir með allmiklum ólíkindum. Mennirnir tóku ranga beygju stuttu eftir að þeir óku af Norðurlandsvegi og í stað þess að aka eftir Reykjabraut og þaðan aftur á Norðurlandsveg, beygðu þeir inn á Kjalveg og voru komnir langleiðina að Hveravöllum þegar fólksbíll þeirra festist loks í snjóskafli. Að sögn Hermanns Ívarssonar, varðstjóra lögreglunnar á Blönduósi, lögðu mennirnir af stað frá Siglufirði um hádegisbil. Um klukkan tvö ræddi annar þeirra við konu sína í síma og kvaðst vera að aka meðfram Blöndu. Ekkert heyrðist meira í þeim þann daginn og á áttunda tímanum um kvöldið var lögreglu tilkynnt um að ekkert hefði spurst til mannanna. Leitin beindist í fyrstu að þjóðvegum í nágrenni Svínavatns. Þegar ekkert spurðist til mannanna var björgunar- sveitin Blanda kölluð út og um klukk- an 22:30 óku björgunarsveitarmenn fram á mennina tvo við Kolkustíflu í Blöndulóni. Þá höfðu þeir gengið 25 kílómetra frá Seyðisá þar sem þeir höfðu fest bílinn. Á leiðinni gengu þeir fram á yfirgefinn jeppa og fundu þar nokkrar skjólflíkur sem komu í góðar þarfir enda mennirnir ekki búnir til slíks ferðalags. Hermann segir að villurnar þyki með nokkrum ólíkindum og að sama skapi merkilegt hversu langt þeir komust inn á Kjöl á fólksbíl. Fyrir öllu sé þó að málinu lauk farsællega. Spurður hvort mennirnir hafi verið skömmustulegir þegar þeir komu til byggða svaraði Hermann: „Ja, þú getur rétt ímyndað þér!“ Villtust rækilega á leiðinni til Bifrastar BÖRNIN á leikskólanum Rauðuborg í Árbæ voru heldur betur með á nótunum þegar Lúlli löggubangsi og Alda löggukona komu í heim- sókn fyrir helgina. Enda ekki að furða því Lúlli hefur lent í ýmsum hrakningum frá því hann vaknaði til lífsins í leikfangabúð eina nóttina og hélt ótrauður út í umferðina – án þess að hafa áður lært umferðarreglurnar. Að sögn Öldu löggukonu, sem heitir reyndar fullu nafni Alda Baldursdóttir og er rannsókn- arlögreglumaður í forvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík, var um að ræða hefðbundna heim- sókn í leikskóla borgarinnar en tilgangurinn er að segja börnunum frá umferðarreglunum og hvað þau verði að varast. Lúlli hjálpar mikið til enda býr hann yfir talsverðri reynslu. Eftir að hann komst út úr leikfangabúðinni ráfaði hann beinustu leið fyrir bíl og handleggsbrotnaði við áreksturinn. Lögreglan heimsótti hann á sjúkra- húsið og síðan hefur hann aðstoðað Öldu og fé- laga hennar við að segja leikskólabörnum frá umferðarreglum svo þau þurfi ekki líka að lenda í slysum. Hann er þó stundum svolítið utan við sig og á það meðal annars til að gleyma að spenna bílbeltin og dettur þá gjarnan á trýnið og meiðir sig. Með góðri hjálp var hann þó minntur á að slíkt gengur auðvitað alls ekki. Morgunblaðið/Júlíus Vel með á nótunum í lögguheimsókn FUNDUM Alþingis var frestað á fjórða tímanum í fyrrinótt fram yfir kjördag, 10. maí. Höfðu þingmenn þá fundað nánast samfleytt í sautján klukkutíma. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra las forsetabréf um frestun á fundum Alþingis um kl. 3.15. Þar með lauk 128. löggjafarþingi. Áður höfðu nokkur lagafrumvörp og þingsályktunartillögur verið sam- þykkt. Meðal frumvarpa sem urðu að lögum má nefna frumvarp til hafna- laga, frumvarp um lyfjagagna- grunna, frumvarp til raforkulaga, frumvarp til barnalaga, frumvarp um lýðheilsustöð og frumvarp um lax- og silungsveiði. Að venju fór Halldór Blöndal, for- seti þingsins, yfir þingstörfin í vetur. „Eins og jafnan á kosningaári hefur þingið staðið skemur en hin fyrri þing á kjörtímabilinu. Þó hafa verið afgreidd fjölmörg mál og í reynd ekki færri en á öðrum reglulegum þing- um. Alls voru afgreidd 128 frumvörp sem lög og jafnframt voru samþykkt- ar 39 þingsályktanir. Þrátt fyrir ágreining um sum þessara mála, ekki síst um virkjunarmál og stóriðju, hef- ur tekist að ljúka störfum Alþingis samkvæmt starfsáætlun þingsins,“ sagði Halldór. Bragarbót á vinnuskilyrðum Forseti þingsins gerði að umtals- efni vinnuskilyrði alþingismanna og starfsliðs þingsins og sagði að mikil bragarbót hefði verið gerð í þeim efn- um. Það væri þó óhjákvæmilegt að ráðast í viðhald á Alþingishúsinu til þess að það skemmdist ekki. Hafist yrði handa við endurbætur á fyrstu hæð hússins í sumar en önnur hæðin mundi bíða næsta árs. Ennfremur væri tímabært að reisa skrifstofu- byggingu fyrir alþingismenn vestan þjónustuskálans, á lóðum Alþingis við Tjarnargötu og Kirkjustræti. „Við lok þessa kjörtímabils munu margir alþingismenn hverfa af þingi. Sumir munu ekki bjóða sig fram að nýju eða skipa efstu sæti á framboðs- listum en aðrir munu ekki ná endur- kjöri, eins og gengur. Í fyrrnefnda hópnum er sá þingmaður sem á sér lengstan starfsaldur, hæstvirtur fé- lagsmálaráðherra, Páll Pétursson, en hann hefur setið á Alþingi í tæp 29 ár eða síðan 1974,“ sagði Halldór. Aðrir í þessum hópi eru Sverrir Her- mannsson sem hefur setið á Alþingi í 21 ár, Svanfríður Jónasdóttir og Ólafur Örn Haraldsson sem setið hafa á Alþingi í átta ár, Sigríður Jó- hannesdóttir í sjö ár og Karl V. Matt- híasson í tvö ár. „Öllum þessum al- þingismönnum og öðrum þeim sem hverfa af þingi vil ég þakka störf þeirra í þágu lands og þjóðar og óska þeim alls hins besta í framtíðinni. Að lokum kvaðst Halldór vonast til að kosningabaráttan yrði málefnaleg og drengileg og þakkaði þingmönnum fyrir samstarfið. Ekki færri mál en á öðrum þingum Fundum Alþingis slitið í fyrrinótt eftir 17 tíma lokasprett ÞAÐ bætir smám saman í far- fuglaflóruna en í síðustu viku urðu fuglaáhugamenn í fyrsta skipti varir við skúminn á þessum síðvetri. Á fimmtudaginn sáust t.d. um þrjátíu fuglar í fjöru við Salthöfða undan Fagurhólsmýri og fimmtán til við- bótar í fjöru undan Kvískerjum í Öræfum. Talið er að á sjötta þúsund skúms- pör verpi á landinu, flest þeirra á Skeiðarár- og Breiðamerkursandi. Skúmurinn er úthafsfugl á veturna og samkvæmt Fuglavísi Jóhanns Óla Hilmarssonar sjást fyrstu fuglarnir jafnan í lok mars. Hann er því nokk- uð snemma á ferð nú. Fleira fiðurfé er á ferðinni, fugla- áhugamenn hafa t.d. séð greinilega fjölgun álfta undanfarna viku og á það við um flesta landshluta, en mest þó sunnanlands. Skúmurinn kominn Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.