Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 12

Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 12
12 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ S UMIR þekkja þá sem bræðurna í Höldi, aðrir sem eigendur Bíla- leigu Akureyrar en flestir lands- mann hafa líklega heyrt talað um Kennedy-bræðurna á Akureyri. Skúli, Vilhelm og Birgir Ágústssynir stofnuðu Höld fyrir 29 árum, 1. apríl 1974, og seldu fyrirtækið í vikunni eins og fram hefur komið í fréttum. Þar með hverfa þessir miklu at- hafnamenn frá rekstrinum, nema hvað Skúli situr áfram í stjórn fyrirtækisins um tíma að beiðni nýrra eigenda. Höldur rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar, eina stærstu bílaleigu landsins sem hefur ætíð verið meginstofn fyrirtækisins. Þá rekur Höldur hjólbarðaverkstæði, selur bæði nýja og notaða bíla, á bifreiðaverkstæði, rekur þrjár bensín- og þjónustustöðvar Esso, og stundar veitingasölu. Höldur hefur og umboð fyrir Heklu á Norðurlandi eystra, sömuleiðis fyrir Honda-umboðið Bernhard ehf. og þá á fyrirtækið 11% hlut í Íslandsflugi. Hjá Höldi starfa að jafnaði 150–180 manns en starfsmenn hafa farið yfir 220 þegar mest er að gera á sumrin. Stjórnarfundir í Höldi ehf. hafa aldrei verið langir eða stormasamir, að sögn bræðranna. Hafa gjarnan verið haldnir á kaffistofunni, og þeir benda á að þegar aðeins einn ræður á hverju sviði sé illmögulegt að vera ósammála. Bræðurnir skiptu nefnilega með sér verkum á sínum tíma; Skúli hefur séð um fjármálin, Vilhelm um að „drífa fólkið áfram“ eins og hann segir, og Birgir um eignir félagsins ásamt því að kaupa inn bíla á sínum tíma. Bræðurnir eru uppaldir í Innbænum á Ak- ureyri. Þar er vagga skautaíþróttarinnar í bænum og þeir hafa allir lagt stund á íshokkí og orðið Íslandsmeistarar í greininni með Skautafélagi Akureyrar. Birgir meira að segja afrekað það að fagna Íslandsmeist- aratitli í íshokkí 1970, aftur 1980 og síðast 1990. Geri aðrir betur! Skúli er fjölhæfur íþróttamaður; lék með knattspyrnuliði ÍBA og landsliðinu á sjöunda áratug aldarinnar sem leið og hefur náð góð- um árangri í golfi í seinni tíð. Góður tími „Það er einfaldlega góður tími til að hætta núna,“ segir Skúli þegar blaðamaður er sest- ur niður með þeim bræðrum og spyr hvers vegna þeir hafi selt fyrirtækið nú. Hann orðar það svo að upphafið að end- inum megi rekja þrjú ár aftur í tímann þegar Steingrímur Birgisson, tengdasonur Vilhelms og einn nýju aðaleigendanna að Höldi, tók við af Skúla sem framkvæmdastjóri. „Þá fórum við að huga að framhaldinu; í byrjun var ekki meiningin að þetta gerðist með þessum hætti og ekki svona hratt heldur settum við stefn- una á að ég færi að hugsa um það með hvaða hætti við myndum skilja við fyrirtækið.“ Bræðurnir segja það hafa kvisast út að þeir hugsuðu sér jafnvel að hverfa frá rekstr- inum og fljótlega fengu þeir fyrirspurnir „að sunnan“ um það hvort þeir vildu selja fyr- irtækið að hluta til eða í heild. Þá var það sem Akureyringurinn kom upp í þeim: „Maður er búinn að horfa upp á það í svo mörgum tilvikum að akureyrsk fyrirtæki sameinast sunnlenskum og verða fljótlega sunnlensk – lítið eða ekkert verður eftir hér fyrir norðan. Okkur þykir of mörg fyrirtæki hafa horfið héðan af sjónarsviðinu. Það kom því fljótt upp í okkar umræðu að þetta kysum við alls ekki. Við erum miklir Akureyringar, bræðurnir, og vildum helst að fyrirtækið yrði áfram í bænum.“ Segjast því sérstaklega ánægðir með málalyktir. „Starfsfólkið verður líka hér áfram; þetta er okkar fólk og sumir hafa starfað með okkur frá upphafi. Það eru engar stórar breytingar sjáanlegar þótt auð- vitað muni framtíðin hafa einhverjar breyt- ingar í för með sér,“ segir Skúli. Þeir eru sammála um að þegar tækifæri gafst til þess að selja fyrirtækið með þeim hætti sem raunin varð; að Íslandsbanki hafi tekið að sér að leysa málið fyrir nýja eig- endur, hafi þeim strax fundist það ákjós- anlegt. Stálumst úr vinnunni … Skyggnumst nú rúm þrjátíu og fimm ár aftur í tímann, til ársins 1966; Skúli starfar í Landsbankanum á Akureyri, Vilhelm er um- sjónarmaður verslana Kaupfélags Eyfirðinga og Birgir nýútskrifaður verkfræðingur frá Danmörku. Skúli segir: „Hér í bænum var lítil ferða- skrifstofa sem hét Lönd og leiðir, sem frændi okkar rak, og þangað fóru fljótt að koma fyr- irspurnir um bílaleigubíla, sem menn þekktu lítið þá. Þá voru skemmtiferðaskip að byrja að koma hingað og fólk skipti oft við bíla- stöðvarnar; tók bíl með ökumanni, en síðan var farið að spyrja hvort ekki væri hægt að fá bíl án ökumanns. Við bræður stunduðum allir þetta hefðbundna bílabrask sem kallað var og byrjuðum að leigja bíla 1966 í gegnum Lönd og leiðir; áttum þá orðið tvo eða þrjá bíla hver en vorum annars staðar í fastri vinnu…“ Vilhelm skýtur þá inní: „Konurnar þvoðu bílana, heima við hús, og við stálumst úr vinnunni til að leigja þá!“ Að því kom að bræðurnir keyptu litla sjoppu við Kaupvangsstræti, þar sem nú er Ísbúðin, réðu afgreiðslustúlku til starfa og þar var fyrsti samastaður Bílaleigu Akureyr- ar. „Svo þróaðist þetta stig af stigi,“ segir Skúli, 1974 keyptu þeir húseignina Tryggva- braut 14 og Höldur var stofnaður 1. apríl það ár. Þá áttu þeir 33 bíla. „Ég hætti í Landsbankanum í apríl 1974 og var sá eini okkar bræðranna sem fór að vinna í fyrirtækinu af fullum krafti. Villi og Biggi komu inn á næstu árum eftir því sem fyr- irtækið stækkaði.“ Á þessum tíma tóku bræðurnir að sér rekstur bensínstöðva Esso sem olíustöð KEA hafði áður rekið í gegnum Þórshamar. „Þetta voru Veganesti sem Olíufélagið hafði eignast og gamla Krókeyrarstöðin sem þá var. Hér við Tryggvabraut hafði verið bensínafgreiðsla fyrir Shell, en við gerðum hér bensínaf- greiðslu fyrir Esso.“ Birgir nefnir að þegar bíla vantaði í leiguna hafi þeir farið að þreifa fyrir sér í Reykjavík með kaup á nýjum bílum og notuðum, og í framhaldi af því settu þeir á stofn bílasölu. „Við keyptum mikið í gamla daga hjá P. Stef- ánssyni, sem var með Land Rover. Urðum svo umboðsmenn fyrir Land Rover hér fyrir norðan, síðan Mitsubishi og þannig koll af kolli.“ Og svo fóru þeir að flytja inn bíla sjálfir, gjarnan ársgamla, ónotaða bíla. „Bílasalan þróaðist að hluta til í gegnum þörfina fyrir leiguna,“ segir Birgir. „Þegar við vorum að flytja inn bíla urðum við að selja einhvern hluta þeirra því þetta var of stór pakki fyrir Skúla að redda í bankanum!“ Um það leyti sem Kennedyarnir fóru að flytja inn bíla í einhverjum mæli erlendis frá hafði Skúli lokið flugmannsprófi og þeir keyptu sér flugvél og tóku að ferðast á henni. „Við höfðum góða félaga með okkur sem flug- menn og segja má að við höfum farið vítt og breitt um Evrópu. Við urðum okkur úti um góð sambönd sem leiddi til þess að við keypt- um bíla í mörgum löndum álfunnar. Ætíð var það þó með vitund og vilja aðalumboðanna hélendis, og gjarnan þannig að þau komu samningunum á.“ Skúli segir flugvélina einnig hafa komið að góðum notum þegar fyrirtækið samdi við er- lendar ferðaskrifstofur. Það hafa þeir lengi gert „og við vorum einmitt í Þýskalandi í fyrra að halda upp á 30 ára viðskiptaafmæli við Víkinga-Reisen,“ segir Birgir. Á seinni stigum urðu þeir bræður svo um- boðsmenn fyrir bæði Heklu og Hondu um- boðið á Norðurlandi eystra. Þeir bera lof á þá Heklu-bræður svokölluðu og segja Sigfús Sigfússon hafa hvatt þá til dáða þegar þeir voru ragir við að opna bílaafgreiðslu í Reykjavík á sínum tíma. Hann hafi meira að segja lánað þeim húsnæði undir starfsemina fyrst í stað. Forsvarsmenn Olíufélagsins segj- ast þeir einnig hafa átt afar ánægjuleg við- skipti við, og hið sama megi raunverulegla segja um alla viðsemjendur þeirra. „Ingvar Helgason og Helgi sonur hans hafa til dæmis reynst okkur ákaflega vel. Allt hefur verið einfalt og gott; ekki þurfti endilega skriflega samninga; það stóð sem sagt var.“ Bræðurnir hafa oft keypt marga bíla í einu, mest 96. „Einu sinni voru okkur gefnir 30 bílar suður í Ísrael,“ segir Skúli þegar hann hugsar til baka. „Við þurftum „bara“ að koma flotanum hingað heim og það var heilmikið spekúlerað í því hvernig við ættum að fara að því. Við töluðum til dæmis við Dedda gamla á Drang sem gamlir Akureyringar þekkja, til að athuga hvort hægt væri að fá skipið um veturinn til þess að skjótast til Ísrael. Ein- hverjum datt svo allt í einu í hug að skoða bílana aðeins betur áður en við færum í allan þennan tilkostnað og þá kom upp úr kafinu, þegar við fengum pappíra og lýsingu á bíl- unum, að allir voru með loftkælingu en eng- inn með miðstöð.“ Þeir hentuðu skiljanlega ekki þannig á Íslandi og allt of dýrt reyndist að setja í þá miðstöð. „Ekkert varð því af Ísr- aelsferðinni…“ Einhverju sinni keyptu þeir 33 bíla frá Færeyjum og telja ólíklegt að fleiri hafi flutt inn bíla þaðan. „Þarna höfðu dagað uppi 33 Subarubílar. Megnið hafði verið á staðnum í nokkur ár og ég gleymi því ekki að þegar við komum til Þórshafnar að skoða bílana þá stóðu þeir úti á túni, allt að því horfnir í gras- ið. Við þurftum nánast að leita að þeim,“ seg- ir Skúli. Bílarnir komu til Akureyrar og „flot- inn“ þótti ekki sérlega glæsilegur, að sögn bræðranna, þegar hann stóð á bryggjunni. En megnið fór í leiguna og reyndist vel. Þetta voru með fyrstu fjórhjóladrifnu fólksbifreið- unum. „Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því, vegna staðsetningar okkar, að vera með fjórhjóladrifna bíla og það hefur hjálpað okk- ur.“ Birgir segir 60–70% bíla fyrirtækisins fjórhjóladrifna, hvort sem er jeppar eða fólksbílar og það sé nokkurs konar sérkenni Bílaleigu Akureyrar. Kröfluvirkjun Í upphafi var nánast eingöngu um að ræða leigu á bílum yfir sumartímann. Lítið sem ekkert var um viðskipti að vetri til. En svo var ráðist í gerð Kröfluvirkjunar; Kennedy- arnir voru þá á réttum stað á réttum tíma. Og fyrirtækið stækkaði nokkuð hratt. „Það voru fyrstu stóru viðskiptin sem við höfðum,“ segir Skúli um leigu fyrirtækisins á bílum vegna framkvæmda við Kröflu. „Virkj- unin var nokkur ár í uppbyggingu og þarna var mikil þjónusta frá Akureyri á allan máta. Þeir fóru að leigja bíla á ársgrundvelli, vildu jeppa yfir veturinn og öðruvísi bíla yfir sum- arið og þarna má segja að rekstur hafi fyrst orðið að veruleika allt árið.“ Fyrirtækið stækkaði jafnt og þétt, bílarnir urðu fljótlega 200 og afgreiðsla var opnuð í Reykjavík. Baldur, elsti bróðirinn, kom þá til starfa hjá Bílaleigu Akureyrar í höfuðborg- inni. „Þá fóru menn að taka bíl á leigu á Ak- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vilhelm, Birgir og Skúli Ágústssynir, frá vinstri, fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins sem þeir hafa rekið saman í 29 ár. Beygist eins og hestur… Kennedy-bræðurnir svoköll- uðu á Akureyri seldu fyr- irtækið Höld í vikunni. Skapti Hallgrímsson spjallaði við bræðurna og komst m.a. að því að það var þeim sérstakt kappsmál að fyrirtækið yrði um kyrrt í höfuðstað Norðurlands. ’ Það hefur alltaf pirraðokkur að þurfa að setja upp bindi og við gerum það helst ekki nema við sérstök tilefni. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.