Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 21 BÆJARSTJÓRN Sandgerðisbæjar hefur ákveðið að verja fimm milljón- um króna í átak til að draga úr at- vinnuleysi í bæjarfélaginu. Um 40 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og telur bæjarstjórinn að efri mörkunum sé nú náð. Fjár- munirnir sem bæjarfélagið veitir til verkefnisins duga til að tryggja þeim sem eru atvinnulausir verkefni í þrjá mánuði. Átaksverkefnið var samþykkt sam- hljóða á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku og lýstu bæjarfulltrúar almennri ánægju sinni með það. Þá lagði Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi og oddviti Sandgerðislistans, fram tillögu um at- vinnumál á Suðurnesjum. Sameiginlegar aðgerðir sveitarstjórna gegn atvinnuleysi Leggur hann til að bæjarstjórn fari þess á leit við stjórn Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum að hún skipi starfshóp með fulltrúum frá sveitar- stjórnum, fyrirtækjum, hagsmunaað- ilum og stofnunum á svæðinu sem skili tillögum um sameiginlegar að- gerðir í atvinnumálum fyrir svæðið í heild. Í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er í lykilaðstöðu til að stilla strengi Suðurnesjamanna sam- an og því eðlilegt að sameiginleg stefnumótunarvinna í atvinnumálum fari fram á hennar vegum,“ segir þar. Tillaga Ólafs var samþykkt sam- hljóða á fundi bæjarstjórnar. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæj- arstjóri Sandgerðisbæjar, segir að í átaki til þess að sporna gegn atvinnu- leysi verði einblínt á aðstoð við þá sem eru atvinnulausir þessa stund- ina. Verkefnið er unnið í tengslum við Atvinnuleysistryggingasjóð en er al- farið á vegum bæjarfélagsins. Bæj- arfélagið fær hins vegar endur- greiðslu að hluta frá sjóðnum vegna verkefnisins. Sigurður segir að næg verkefni séu fyrir hendi handa atvinnulausum. „Við höfum næg verkefni, það er ekki vandamálið.“ Hann segir að um sé að ræða verkefni sem bæjarfélagið sinni að öllu jöfnu ekki, m.a. ýmiss konar umhverfisátakaverkefni. Spurður út í atvinnumál almennt á Suðurnesjum og tillögu Ólafs sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi bendir bæjarstjóri jafnframt á að meirihluti bæjarstjórnar hafi þegar stigið fyrstu skrefin til að taka á at- vinnuástandinu og það verði einkum gert með tvennum hætti. Annars veg- ar með því að auka kvótann í bæj- arfélaginu og hins vegar að efla alla starfsemi í kringum Fræðasetrið og Náttúrustofu Reykjaness í Sand- gerði. Fundur með Byggðastofnun Forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri eru sem stendur fyrir norðan þar sem ráðgert er að þeir eigi fundi með Byggða- stofnun á Sauðárkróki og forsvars- mönnum Byggðasetursins á Akur- eyri til að ræða átaksverkefni í atvinnumálum sem bæjaryfirvöld í Sandgerði eru með í huga ef opinber stuðningur fæst fyrir þeim. „Þetta eru upplýsingafundir sem við förum á í dag [í gær] og á morgun. Við vitum að það er fundur í Byggða- stofnun næstkomandi mánudag, þannig að við þurfum að vinna hratt ef við leggjum fram umsókn í fram- haldi af þessum fundum. Þá verðum við að gera það fyrir helgina,“ segir Sigurður. Sigurður segist telja að hámarkinu sé nú náð hvað snertir atvinnuleysi í Sandgerðisbæ. Lengi vel hafi 36 manns verið á atvinnuleysisskrá en þeir séu nú komnir upp fyrir 40. „Við sjáum merki um að það gæti dregið úr atvinnuleysi og það þýðir í raun og veru að þá getum við haldið lengur úti en í þessa þrjá mánuði sem ég nefndi áðan ef á þarf að halda,“ segir hann. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Á dögunum var sagt frá því að fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Sandgerði, lengst til hægri á myndinni, yrði lokað og fjórum starfsmönnum sagt upp störfum. Bæjaryfirvöld hafa nú ákveðið að reyna að sporna við at- vinnuleysi með átaksverkefni og samvinnu við önnur sveitarfélög. Fimm milljónum varið í átak gegn atvinnuleysi Sandgerðisbær Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri. Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi. Um 40 manns eru á atvinnu- leysisskrá „ÞÚ ERT að hlusta á Útvarp Til- veru fm 97,2. Það er komið að áskorendakeppninni, verið endi- lega dugleg að hringja,“ sagði Hall- dór Þorsteinsson í beinni útsend- ingu á öðrum degi útvarps- útsendingar í félagsmiðstöðinni Trufluð tilvera í Garði. For- stöðumaður félagsmiðstöðvarinnar hafði sjálfur tekið áskorun frá ung- lingunum, lakkað neglur sínar bleikar. „Svona verð ég að vera meðan útvarpið verður í gangi, en síðasti útsendingardagur er 22. mars,“ sagði Agnar Júlíusson, for- stöðumaður Truflaðrar tilveru, í samtali við blaðamann. „Hér fengu allir að vera með sem hafa áhuga á að kynnast útvarps- rekstri. Niðurstaðan varð sú að hver þáttur er klukkustund í senn og tveir eru við stjórnvölinn í einu,“ sagði Agnar. Hann sagði misjafnt hvernig unglingarnir kæmu und- irbúnir í þættina. „Sumir koma með eitthvað niðurskrifað á blaði en aðrir koma án blaða, það fer bara eftir því hvers þau treysta sér til,“ sagði Agnar með bleiklökkuðu neglurnar og það var ljóst eftir stuttan stans blaðamanns að út- varpsmennska unglinganna í Garði snýst að miklu leyti um áskoranir. „Við erum með áskorendakeppni í hverjum þætti,“ sögðu þáttar- stjórnendurnir Hannes og Halldór Þorsteinssynir og tóku skýrt fram að þeir væru ekki bræður. „Í gær þurfti ég að hlaupa á nærbuxunum einum fata hringinn í kringum skól- ann,“ sagði Hannes og sendi bolt- ann yfir til Halldórs. „Já, ég þarf að ræða aðeins þessa áskorendakeppni við hlustendur, þetta er orðið allt of gróft.“ Skorað hafði verið á Halldór að drekka alls kyns „ógeðsdrykki“, s.s. nokkur glös af sítrónusafa, glas af ólífuolíu og glas af hjartarsalti. Hlustendur fá líka að taka þátt í nokkurs konar áskorendakeppni þar sem einn kjarkaður á þess kost að vinna veg- leg verðlaun. Jalapeno með tannkremi „Þessi keppni snýst meira um að leysa þraut. Í gær snerist þrautin um að borða jalapeno með tann- kremi á. Sá sem gerði það fékk veg- leg verðlaun, m.a. leikjatölvu.“ „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ og undir það taka tæknimennirnir Eðvarð Atli Bjarnason og Sindri Fanndal Júl- íusson, sem stjórna útsendingum alla daga frá kl. 16 til 22. „Fólk hef- ur tekið vel í þetta og er duglegt að hringja og taka þátt í þessu með okkur. Við höfum líka fengið góðan stuðning, bæði í gegnum auglýs- ingar og styrki. Við viljum sér- staklega þakka Pizza 67 í Keflavík fyrir rausnarlegan styrk,“ sögðu strákarnir að lokum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Halldór og Hannes Þorsteinssynir taka við áskorunum frá hlustendum á hverjum degi á Útvarpi Tilveru. Með þeim í hljóðveri eru tæknimennirnir Eðvarð Atli Bjarnason og Sindri Fanndal Júlíusson. Áskorun á áskorun ofan Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.