Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 11 ÁKVARÐANIR verða teknar um næstu mánaðamót um hvort ráðist verði í frekari framkvæmdir í tengslum við hitaveitu í Fjarðabyggð. Beðið er fullnægjandi upplýs- inga af dælingu í tilraunaskyni úr borholu í Eskifirði. Byrjað var að dæla úr holunni 15. febrúar síðastlið- inn, um 20 lítrum á sekúndu fyrst í stað. Niðurdráttur holunnar, þ.e. lækkun vatnsborðs, við upphaf dælingar var um 70 metrar en hefur aukist nokkuð eftir því sem dælt hefur verið lengur. Í dag er dælt úr holunni um 18 lítrum á sekúndu og niðurdráttur orðinn 88 metrar. Hiti vatnsins er liðlega 80 gráður en í lok janúar sl. sýndi mæling 81,5 gráða hita í aðalvatnsæð holunnar á 930 metra dýpi. Að sögn Guðmundar Helga Sigfússonar, forstöðu- manns umhverfissviðs Fjarðabyggðar, lofar til- raunaholan góðu og hefur staðist þær vonir sem við hana hafa verið bundnar. Á þessu ári er einnig reiknað með að ljúka jarðhitaleit með könnunarholum í Reyð- arfirði og í Neskaupstað. Frá árinu 1998 hefur skipuleg leit staðið yfir að heitu vatni í sveitarfélaginu. Vegna fyrirhugaðra álversframkvæmda, þar sem búið er að skipuleggja 350 nýjar byggingarlóðir í Fjarðabyggð, er vonast til þess að hitaveitan geti annað þeirri eftir- spurn sem framundan er. Þar af eru 75 lóðir í Eskifirði, sem eru skammt frá þeim stað sem tilraunaborun stendur yfir. Morgunblaðið/RAX Guðmundur Helgi Sigfússon hjá Fjarðabyggð skrúfar frá heita vatninu úr borholunni í Eskifirði. Tilraunahola í Eskifirði lofar góðu MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Guðmund Árnason í embætti ráðuneytisstjóra mennta- málaráðuneytisins frá og með 16. mars. Með auglýsingu, dags. 25. febr- úar sl., var embætti ráðuneytis- stjóra í menntamálaráðuneytinu auglýst laust til umsóknar. Um- sóknarfrestur rann út 13. mars sl. og bárust samtals fimm umsóknir um embættið. Auk Guðmundar voru umsækjendur: Guðný Þor- björg Ísleifsdóttir, bókasafnsfræð- ingur, dr. Ómar H. Kristmundsson, skrifstofustjóri og staðgengill for- stjóra Barnaverndarstofu, Sigurjón Haraldsson, háskólakennari og Þuríður Gísladóttir, raungreina- kennari. Guðmundur er fæddur 20. sept- ember 1963. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Stirling-há- skóla í Skotlandi 1989 og MA-prófi í alþjóðastjórnmálum frá Sussex-há- skóla í Englandi 1990. Eftir nám vann Guðmundur sérverkefni fyrir forsætis- og fjár- málaráðuneytið og 1991 var hann skipaður deildar- stjóri í forsætis- ráðuneytinu. Ár- ið 1996 var hann skipaður skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu. Hann starfaði sem aðalráðgjafi hjá Norræna þróunarsjóðnum í Hels- inki frá 1. ágúst 1998 til 31. júlí 2000 í tímabundnu leyfi frá forsætisráðu- neytinu. Gegndi á ný starfi skrif- stofustjóra í forsætisráðuneytinu frá 1. ágúst 2000 til 27. september 2002, en þá var hann settur ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðuneyt- inu til 15. mars sl. Guðmundur er kvæntur Sólveigu Berg Björnsdótt- ur arkitekt og eiga þau tvö börn. Guðmundur Árna- son skipaður ráðuneytisstjóri Guðmundur Árnason TVÍSÝNT er hversu lengi verður hægt að reka símaþjónustuna Ráð- gjöf í reykbindindi sem Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga hefur rekið með tapi frá árinu 2000, ef starfsemin verður ekki sett á föst fjárlög frá rík- inu. Þetta segir Guðrún Árný Guð- mundsdóttir, hjúkrunarfræðingur við stofnunina, sem er í forsvari fyrir símaþjónustuna, sem veitt er í síma 800-6030. Símaþjónustan Ráðgjöf í reyk- bindindi var opnuð árið 2000. Ári síð- ar gerði stofnunin formlegan sam- starfssamning um þjónustuna við Tóbaksvarnarnefnd, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og land- læknisembættið. „Það hefur verið erfitt með fjármögnun, Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga hefur borgað með þessu undanfarin ár og því höf- um við lítið getað gert fyrir utan grunnþjónustuna. Við rekum þetta eiginlega í klemmu,“ segir Guðrún. Hún segir að tvö lyfjafyrirtæki, GlaxoSmithKline og PharmaNor, hafi styrkt þjónustuna, en illa hafi gengið að fá fleiri fyrirtæki að verk- efninu. „Við erum að reyna að koma einu stöðu hjúkrunarfræðings á fjárlög og viljum að þessi ráðgjöf verði tekin sem hluti af heilbrigðisþjónustunni sem veitt er í landinu. Margar rann- sóknir hafa sýnt að ráðgjöf af þessu tagi hefur reynst mjög vel, hún eyk- ur líkurnar á að fólk hætti að reykja. Við vitum ekki hversu lengi stofn- unin getur rekið þjónustuna í mín- us,“ segir Guðrún Árný. 614 símtöl á þessu ári Alls starfa sjö sérþjálfaðir hjúkr- unarfræðingar við ráðgjöfina. „Við sitjum við símann milli 17–19 alla virka daga, þess á milli er símsvari þar sem hægt er að skilja eftir skila- boð. Þessi þjónusta er í boði fyrir allt landið og er ætluð öllum sem vilja hætta að reykja,“ segir Guðrún Árný. Einnig er þeim sem vilja hætta að nota munn- og neftóbak veitt ráðgjöf sem og þeim sem vilja draga úr eða hætta notkun nikótín- lyfja. Hafa hjúkrunarfræðingarnir einn- ig tekið að sér að halda námskeið fyrir fólk sem vill hætta að reykja og bjóðast til að hringja í fólk og styðja það í reykbindindinu eftir að nám- skeiði lýkur. „Símtöl í ár hafa verið 614. Hluti af því eru innhringingar, fólk hringir inn og biður um aðstoð. Margir spyrja t.d. um nikótínlyf, en aðrir eru að berjast við löngunina í sígarettu,“ segir Guðrún Árný. Hún segir að einnig geti fólk fengið senda bæklinga um ýmsar leiðir til að hætta að reykja, mismunandi nikótínlyf og fleira. „Þetta er í raun ókeypis meðferð og þetta hjálpar fólki. Margir eru mjög þakklátir og finnst þetta alveg frábært. Fólki finnst oft betra að fá stuðning og hvatningu frá öðrum en sínum nánustu þótt það sé gott að hafa það líka. Ráðgjöfin er mjög per- sónuleg og við reynum að miða við þarfir hvers og eins,“ segir Guðrún Árný. Þjónustan Ráðgjöf í reyk- bindindi fari á fjárlög TÆPLEGA 4 af hverjum 10 telja að íslenska ritmálinu stafi hætta af SMS-skeytastílnum, sem not- aður er þegar smáskilaboð eru skrifuð í GSM-símum. Þetta kemur fram á heimasíðu Aco Tæknivals. Rúmlega helmingur svarenda, eða 52,9%, telur að hættan sé ekki fyrir hendi. Sam- kvæmt heimasíðunni vilja skosk- ir kennarar spyrna við fæti vegna áhrifa SMS-skilaboða á ritmál unglinga í skoskum skól- um. Kristján Árnason, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sagðist sjálfur nota SMS-smáskeyti. „Við höfum ekki rætt þetta sérstaklega,“ sagði Kristján. Hann taldi íslenska rit- málinu ekki stafa hætta af skeytastíl SMS-skilaboðanna. „Það verður til ákveðinn stíll, svona símskeytastíll. Sérstakur stíll skapaðist í kringum gömlu símskeytin en hann hætti þegar símskeytin hurfu. Ég veit ekki hvort má beita svipaðri líkingu á þetta.“ Kristjáni finnst hins vegar slæmt að ýmis tákn og stafir séu ekki til í GSM-símunum og því venjist börn og unglingar ekki á að nota þau. „Þeir sem væru bjartsýnir myndu auðvitað segja að þetta auðgaði málið. Mér kæmi það frekar á óvart ef þetta auðgaði málið,“ sagði Kristján. Hann sagðist ekki hafa teljandi áhyggjur af þessu. Stafar íslenskunni hætta af SMS? ÞEIR sem eiga lífeyrissparnað hjá Kaupþingi banka og ALVÍB munu fá yfirlit yfir eign sína og ávöxtun á næstu dögum. Hafliði Kristjánsson, forstöðumaður sölu- og markaðs- sviðs Kaupþings, segir að yfirlit yfir lífeyriseign og ávöxtun verði send út í þessari viku. Í lögum sé kveðið á að slík yfirlit eigi að senda tvisvar sinn- um á ári en auk þess þurfi fólk að gera grein fyrir þessum eignum á skattskýrslum og taka þurfi tillit til þess. Þórhildur Stefánsdóttir hjá AL- VÍB segir að búið sé að senda út yf- irlit fyrir sérreikning Íslandsbanka og yfirlit til þeirra sem séu í Al- menna lífeyrissjóðnum verði send út í vikunni. Aðspurð segir hún að yf- irlitin séu töluvert seinna á ferðinni nú en í fyrra en ástæðan sé samein- ing Lífeyrissjóðs arkitekta og tækni- fræðinga og ALVÍB nú um áramót- in. Venjulega hafi yfirlitin verið send út í janúar og febrúar. Kaupþing og ALVÍB hafa síðustu daga birt margar auglýsingar þar sem fram koma upplýsingar um ávöxtun á séreignasparnaði sem eru í umsjón fyrirtækjanna. Ávöxtun lífeyrissparnaðar í fyrra ALVÍB og Kaup- þing munu senda yfirlit í vikunni Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn á Grand Hótel, Gullteig, kl. 17:00, miðvikudaginn 26. mars 2003. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Sparisjóðsstjórnin Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 2002. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 2002, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. 3. Tillögur til breytinga á samþykktum sparisjóðsins. Tillögurnar lúta í fyrsta lagi að því að færa samþykktirnar til samræmis við ákvæði nýrra laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í öðru lagi að því að taka upp almennt ákvæði um 3 daga framboðsfrest við stjórnarkjör og í þriðja lagi að því að kjósa 5 varamenn til stjórnar og í því sambandi bráðabirgðaákvæði um hvernig staðið skuli að því kjöri á aðalfundinum 26. mars 2003. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu sparisjóðsstjóra og verður þeim dreift á fundrstað. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðanda. 6. Tillaga um ársarð af stofnfé. 7. Tillaga um að auka stofnfé með ráðstöfun hluta hagnaðar. 8. Tillaga um þóknun stjórnar. 9. Önnur mál. A B X 90 30 23 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.