Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 41
LÍF hf., áður Lyfjaverslun Íslands, hefur í gegnum
árin stutt við ýmis góð málefni sem tengjast heil-
brigðisþjónustu. Líf er fyrirtæki sem þjónar heil-
brigðisgeiranum með vörum, þjónustu og þekkingu.
Hjá Lífi starfa um 200 manns og fyrirtækið hefur
aðsetur á Lynghálsi 13 í Reykjavík.
Föstudaginn 14. mars færðu forsvarsmenn Lífs
kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss að-
gerðastól að gjöf. Um 6.000 konur koma á kvenna-
deildina á hverju ári til skoðunar.
Stóllinn, sem er frá Midmark, er rafdrifinn. Hann
er sérhannaður með þarfir sjúklings og læknis í
huga. Við fyrstu sýn lítur stóllinn út eins og venju-
legur hægindastóll, en með einfaldri fótstýringu
breytist hann í aðgerðaborð. Auðvelt er fyrir sjúk-
linginn að koma sér fyrir, jafnvel fyrir þá sem hafa
takmarkaða hreyfigetu, og án nokkurrar fyrir-
hafnar getur læknirinn stillt stólinn til að auðvelda
aðgengi að sjúklingnum við skoðun og aðgerðir,
segir í fréttatilkynningu.
Frá vinstri talið: Jón Hilmar Alfreðsson, sviðsstjóri og yfirlæknir, Reynir T. Geirsson yfirlæknir, Elísabet Ólafsdóttir
deildarstjóri, Margrét J. Hallgrímsson, sviðsstjóri og yfirljósmóðir, Stefán Bjarnason, framkvæmdastjóri Thorar-
ensen-Lyfja, Sturla Geirsson, forstjóri Lífs hf., og Kristín Sigtryggsdóttir, sölufulltrúi hjá Thorarensen-Lyfjum.
Gefa kvennadeild
Landspítalans aðgerðastól
Sjálfstyrkingarnámskeið hefst á
morgun, fimmtudaginn 20. mars, á
vegum Sálfræðistöðvarinnar,
Þórsgötu 24. Námskeiðið er haldið
á Hótel Loftleiðum og er kl. 20–
22.30 á fimmtudags og föstudags-
kvöld, á laugardaginn er það kl. 9–
16. Markmið námskeiðsins er að
auka sjálfstyrk einstaklinga bæði í
einkalífi og starfi. M.a. verður tek-
ið fyrir persónuleg framkoma,
greining á eigin jákvæðum og nei-
kvæðum hliðum, hvernig byggja
megi upp góð samskipti o.fl. Höf-
undar námskeiðs og leiðbeinendur
eru sálfræðingarnir Álfheiður
Steinþórsdóttir og Guðfinna Ey-
dal.
Fundur Vinafélags Blindra-
bókasafns Íslands um dyslexíu
verður haldinn á morgun, fimmtu-
daginn 20. mars kl. 20, að Hall-
veigarstöðum, Túngötu 14 (kjall-
ara). Bjargey Una Hinriksdóttir
og Elfa Björk Benediktsdóttir
lýsa reynslu sinni af dyslexíu.
Hafþór Ragnarsson kynnir þjón-
ustu Blindrabókasafns Íslands við
framhaldsskólanemendur með
dyslexíu og Þórunn Halla Guð-
laugsdóttir, sérkennari við Iðn-
skólann í Reykjavík, fjallar um
dyslexíu. Almennar umræður um
fundarefnið. Kaffiveitingar og allir
velkomnir.
Ársfundur Orkustofnunar verður
haldinn í Gullteigi á Grand Hóteli
á morgun, fimmtudaginn 20. mars
kl. 13.30. Valgerður Sverrisdóttir,
ráðherra orkumála, mun ávarpa
fundinn. Erindi halda: Þorkell
Helgason orkumálastjóri, Helga P.
Finnsdóttir landfræðingur og
Guðmundur Ómar Friðleifsson
jarðfræðingur.
Neytendasamtökin efna til ráð-
stefnu um Ísland og Evrópu-
sambandið með tilliti til hags-
muna neytenda á morgun,
fimmtudaginn 20. mars, kl. 13–
16.30 á Grand Hóteli Reykjavík
við Sigtún. Auk innlendra fyrirles-
ara halda þeir Felix Cohen, for-
stjóri hollensku neytendasamtak-
anna, og Sinikka Turunen,
forstjóri finnsku neytendasamtak-
anna, erindi á ráðstefnunni. Ráð-
stefnan er liður í því að fylgja eft-
ir samþykkt sem gerð var á þingi
Neytendasamtakanna síðastliðið
haust þar sem stjórn var falið að
gangast fyrir ítarlegri athugun og
umræðu um gildi aðildar að Evr-
ópusambandinu fyrir íslenska
neytendur. Ráðstefnan er jafn-
framt haldin á merkum tímamót-
um í starfi Neytendasamtakanna,
því sunnudaginn 23. mars verða
liðin 50 ár frá stofnun þeirra. Ráð-
stefnan er öllum opin án endur-
gjalds og verður send út á heima-
síðu Neytendasamtakanna,
www.ns.is.
Fræðsla í Alþjóðahúsi verður á
morgun, fimmtudaginn 20. mars
kl. 20.15, í Alþjóðahúsi á Hverf-
isgötu 18, um almannatrygg-
ingakerfið. Sérfræðingur frá
Tryggingastofnun ríkisins fjallar
um réttindi fólks og þá þjónustu
sem stendur til boða. Fræðslan
fer fram á íslensku og er túlkuð á
rússnesku.
Á MORGUN
Páll Magnússon, aðstoðarmaður
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem
skipar 2. sæti á lista Framsókn-
arflokksins í Suðvesturkjördæmi,
hefur opnað nýja heimasíðu á
www.palli.is.
Á heimasíðunni verða m.a. birtar
ræður og greinar sem birtast eftir
Pál í blöðum og tímaritum, fjallað
verður um mál sem eru meðal hans
áherslna eða kosningamála Fram-
sóknarflokksins. Einnig mun Páll
setja fram skoðanir á hinum ýmsu
hlutum og reyna að svara spurn-
ingum sem berast á síðuna og upp-
færa hana reglulega, segir í frétta-
tilkynningu.
VG á Suðurnesjum funda um af-
leiðingar stríðs á morgun, fimmtu-
daginn 20. mars kl. 20, í kosninga-
miðstöð vinstri-grænna á
Suðurnesjum, Hafnargötu 54 í
Keflavík. Erindi halda: Kristín Ást-
geirsdóttir sagnfræðingur og Jó-
hann Þórsson háskólanemi og fram-
bjóðandi VG. Fundarstjóri:
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
STJÓRNMÁL
Fundaherferð Samfylkingarinnar,
„Vorið framundan“, verður með
fund í Hlégarði Mosfellsbæ á morg-
un, fimmtudaginn 20. mars kl. 20.
Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, Össur Skarphéðinsson og
Rannveig Guðmundsdóttir. Fund-
arstjóri Valdimar Leó Friðriksson.
BÆJARSTJÓRI Seltjarnarnesbæj-
ar, Jónmundur Guðmarsson, hefur
sent frá sér athugasemd vegna
fréttar um íbúðakaup einstaklinga í
Vogum. Í frétt Fréttablaðsins,
mánudaginn 17. mars, er fjallað um
að bæjarfélög og þar með talinn
Seltjarnarnesbær flytji tekjulágt
fólk í félagslegt húsnæði í Vogum á
Vatnsleysuströnd.
„Samkvæmt reglum Seltjarnar-
nesbæjar um úthlutun viðbótarlána
hefur umsækjendum um viðbótar-
lán ekki verið meinað að kaupa hús-
næði í öðrum bæjarfélögum ef vilji
þeirra stendur til þess. Allir sem
eiga lögheimili í bæjarfélaginu geta
því sótt um lán ef þeir uppfylla skil-
yrði um tekju- og eignarmörk skv.
reglugerð um viðbótarlán. Félags-
málaráð fer með úthlutanir viðbót-
arlána og eru úthlutanir trúnaðar-
mál. Seltjarnarnesbær hefur því
ekki sett búsetuskilyrði við veitingu
viðbótarlána en engu að síður staðið
straum af kostnaði við lántökuna
með 5% framlagi í Varasjóð hús-
næðismála á vegum félagsmála-
ráðuneytisins. Á síðasta ári nam
heildarframlagið um 3 milljónum
króna.
Í langflestum tilfellum kaupa um-
sækjendur þó húsnæði á Seltjarn-
arnesi, enda er það með eftirsótt-
ustu stöðum á höfuðborgarsvæðinu
til búsetu. Fjármögnun íbúðakaupa
með viðbótarláni er algengt fyrir-
komulag bæði á Seltjarnarnesi og í
öðrum sveitarfélögum. Seltjarnar-
nesbær hefur ekki talið eðlilegt að
hneppa umsækjendur í átthaga-
fjötra með ströngum búsetuskilyrð-
um enda er það sjálfsagður réttur
einstaklinga að hafa sjálfdæmi um
hvar þeir telja hag sínum best borg-
ið með tilliti til búsetu. Með sama
hætti hefur Seltjarnarnesbær ekki
haft athugasemdir við – og raunar
fagnað – eignakaupum fólks úr öðr-
um bæjarfélögum á Seltjarnarnesi,
hvort sem slík kaup eru fjármögnuð
með viðbótarlánum eða öðrum hætti
og talið persónulega hagi kaupenda
sér óviðkomandi.
Rétt er að undirstrika að starfs-
menn Seltjarnarnesbæjar sem ann-
ast móttöku umsókna og afgreiðslu
munu ekki, frekar en áður, beina
nokkrum umsækjanda um viðbótar-
lán til Voga, frekar en í önnur sveit-
arfélög eða gera það að skilyrði lán-
veitingar. Ummæli sveitarstjórans í
Vogum eru því illskiljanleg, ekki
síst með tilliti til einstaklinga og
fjölskyldna er kynnu að eiga hlut að
máli. Seltjarnarnesbær harmar að
umfjöllun um málefni einstaklinga
skuli stillt upp með þessum hætti.“
Athugasemd frá
Seltjarnarnesbæ
Í FASTEIGNABLAÐI Morg-
unblaðsins í gær var grein eftir
Freyju Jónsdóttur um húsið
Hrísateig 7 í Reykjavík. Sá
misskilningur virðist hafa kom-
ist á kreik að húsið væri til sölu
og hafði fjöldi fólks samband
við eigendurna í gær og vildu fá
að skoða húsið. Það skal áréttað
hér að húsið er ekki til sölu.
Hrísateig-
ur 7 ekki
til sölu
OPNAÐUR hefur verið kosningavef-
ur á heimasíðu Ríkisútvarpsins.
Á vefnum er að finna kosninga-
reikni þar sem reikna má út fjölda
þingmanna. Slegnar eru inn tölur, eða
notast við tölur frá Gallup, og reiknar
þá forritið fjölda þingmanna, hvort
tveggja kjördæmakjörinna þing-
manna og fjölda þeirra sem hafna í
jöfnunarsætum. Kosningareiknirinn
gefur einnig kost á að flytja atkvæði
milli flokka eða kjördæma til að sjá
hvað fylgisbreytingar geta haft í för
með. Einnig er að finna á kosningavef
Ríkisútvarpsins alla framboðslista
sem búið er að birta, tengingar eru
við stjórnmálaflokkana auk annarra
áhugaverðra tenginga.
Á vefnum er að finna allar fréttir
Ríkisútvarpsins sem snerta komandi
kosningar. Fyrst um sinn á texta-
formi en fljótlega verður hægt að
hlusta á og horfa á allar fréttir frétta-
stofa Ríkisútvarpsins af kosningabar-
áttunni, og stjórnmálunum almennt.
Að auki verða þættir RÚV í hljóð-
varpi og sjónvarpi settir út á vefinn
eftir útsendingu. Þar verða meðal
annars umfjöllun Kastljóssins um
kosningabaráttuna, leiðtogaumræð-
ur, kjördæmaþætti auk fleiri kosn-
ingatengdra þátta.
Slóðin á kosningasíðu Ríkisút-
varpsins er www.ruv.is/kosningar.
Ríkisútvarpið
opnar kosn-
ingavef
FORMENN og trúnaðarmenn
verkalýðsfélaga innan ASÍ með fé-
lagsmenn sem starfs hjá ríkinu sam-
þykktu ályktun á fundi í gær þar sem
mótmælt er harðlega að ríkið beiti
starfsmenn sína misrétti í lífeyris-,
veikinda- og orlofsrétti eftir því í
hvaða stéttarfélagi þeir eru.
Bent er á að ASÍ hafi í tvívegis
fengið yfirlýsingu frá ríkisstjórninni
í tengslum við gerð kjarasamninga,
með fyrirheitum um að jafna þennan
mun en við þær hafi ekki verið stað-
ið. Forsætisráðherra hafi lýst yfir í
tengslum við gerð kjarasamninga
1997 að í kjarasamningum ASÍ-fé-
laga við ríkið verði sérstaklega hug-
að að því að samræma lífeyrisrétt-
indi þeirra hópa við lífeyrisréttindi
annarra starfsmanna ríkisins. Við
gerð samkomulags aðila vinnumark-
aðarins 13. desember 2001 hafi fjár-
málaráðherra lýst yfir að unnið yrði
að því að jafna réttindi félagsmanna
ASÍ í starfi hjá ríkinu við réttindi
annarra starfsmanna ríkisins.
Enginn pólitískur áhugi
„Eftir fjölda funda með ráðherr-
um ríkisstjórnarinnar og embættis-
mönnum er ljóst að enginn pólitískur
áhugi er hjá núverandi ríkisstjórn á
að finna viðunandi lausn á þessu
máli. Félagsmenn ASÍ sem eru í
starfi hjá ríkinu búa við gróft mis-
rétti. Fundurinn telur það brjóta í
bága við jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar og krefst þess að ríkis-
stjórnin standi við fyrri yfirlýsing-
ar,“ segir í ályktuninni.
Fundur formanna og trúnaðarmanna
innan Alþýðusambands Íslands
Segja félags-
menn búa við
gróft misrétti