Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 51 ÞÁTTUR Dav- ids Lettermans verður keyrður á gestastjórn- endum þessa vik- una en Letter- man er að jafna sig á bráðum of- næmissjúkdómi. Á meðal stjórn- enda er Brad Garrett úr Allir elska Raymond, grínistinn Tom Dreesen og Bonnie Hunt úr Lífið með Bonn- ie-þáttunum. Að sögn læknis Lett- ermans er hann á batavegi en heils- an er metin frá viku til viku og passað verður að þessi vinsæli þátta- stjórnandi fari sér að engu óðslega. Í síðasta mánuði hvarf Letterman af braut vegna sjúkdómsins og leystu Bruce Willis, John McEnroe, Reg- is Philbin, og Whoopi Goldberg hann m.a. af. … Enn erum við á sjúkrahúsinu en þar dvelur hin 71 árs gamla sveita- tónlistarkempa Johnny Cash nú um stundir. Hann stríðir við erfiða lungnabólgu og er líðan hans eftir atvikum. Cash þjáist af tauga- sjúkdómi sem gerir hann við- kvæman fyrir lungnabólgu. … Meira af sveitatónlist. Vinsælustu listamennirnir í meginstraumi sveitatónlistarinnar í dag eru tríóið The Dixie Chicks sem átti hina vin- sælu plötu Home í fyrra. Nú hefur einn liðsmaður sveitarinnar, Natalie Maine nokkur, beðist opinberlega afsökunar á níðorðum sem hún lét falla um forseta sinn, George Bush. Í yfirlýsingunni segir: „Sem áhyggjufullur amerískur þegn bið ég forseta minn, Bush, afsökunar á orð- um mínum, en þau voru lituð af van- virðingu. Ég tel að hver sá sem er í þessu embætti eigi virðingu skilda. Við [í Dixie Chicks] erum sem stend- ur í Evrópu og höfum orðið vitni að mikilli andúð í garð Bandaríkjanna vegna stríðshættunnar. Þó að stríð sé raunhæfur kostur tel ég, sem móðir, að það ætti að leita allra mögulegra lausna áður en börn og bandarískir hermenn láta lífið. Ég elska land mitt. Ég er stolt af því að vera Bandaríkjamaður.“ Dixie Chicks spiluðu í Lundúnum 10. mars þar sem Maines lýsti því að þær stöllur hefðu skömm á því að Bush væri frá Texas. Föstudaginn 14. fóru útvarpsstöðvar í Bandaríkj- unum að sniðganga Dixie Chicks og í sumum borgum komu aðdáendur saman til að henda diskum með sveitinni. FÓLK Ífréttum Á LAUGARDAGINN kl. 14.00 opn- aði myndlistarmaðurinn Gunnar Örn sýningu í Listasafni ASÍ. Sýn- ingin stendur til 30. mars og er eins konar framhald á sýningu Gunnars frá 2000, sem bar nafnið Sálir. Á sýningunni nýju slær Gunnar tón fölskvalausrar og barnslegrar gleði. Gunnar hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1970 og hefur síðan haldið tugi einkasýninga um heim allan. Líf og fjör Morgunblaðið/Jón Svavarsson Listamaðurinn ásamt Halldóri Bragasyni. Gunnar Örn opnar sýningu í Listasafni ASÍ SÝNING norska listamannsins Pat- rick Huse, Penetration, var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu um helgina. Sýningin er loka- þáttur þríleiks sem Huse hefur unn- ið að á níu ára tímabili. Tvær fyrri sýningarnar voru Norrænt landslag sýnd í Hafnarborg árið 1995 og Rift á Kjarvalsstöðum 1999. Viðfangsefni Huse í þessu lang- tíma sýningarverkefni eru vanga- veltur um náttúruna, notkun þessa hugtaks og hvernig það tengist landslagi. Listamaðurinn hefur búið og starfað hérlendis í um ár vegna verk- efnisins og var viðstaddur opnunina. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Huse og Gísli Pálsson virða fyrir sér eitt verka listamannsins. P at ri ck H u se s ýn ir í H af na rh ú si nu Þríleikur í náttúrunni Penetration, einkasýning Patrick Huse, stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu til 27. apríl. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd og aðalhlutverk kvenna Nicole Kidman Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd  kvikmyndir.com Tilnefningar til Óskarsverðlauna6 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. 9 Sýnd kl. 5.30. B.i. 12 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 12 Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 12 HJ MBL HK DV Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. „Ein besta mynd ársins“Fréttablaðið  Kvikmyndir.com  SG DV  Radíó X Frá leikstjóra Boogie Nights. HOURS HL MBL www.laugarasbio.is Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese  HJ MBL Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 16 ára.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Eingöngu sýnd um helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.