Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 1
Grafarvogs- skáldin Umfjöllun um þau í veftímarit- inu Transcript Listir 23 Framtíðarsýnin hjá Volvo- verksmiðjunum Bílar B1 Lifað á Kókópöppsi Heimsendatónleikar hjá Ókindinni í kvöld á Grandrokk Fólk 52 VCC-hug- myndabíllinn STOFNAÐ 1913 76. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is NEÐRI deild breska þingsins sam- þykkti í gærkvöldi tillögu Tonys Blair forsætisráðherra um að heim- ila ríkisstjórninni að „beita öllum nauðsynlegum aðferðum“ til að af- vopna Saddam Hussein Íraksfor- seta. Fjögur hundruð og tólf þing- menn samþykktu tillöguna, 149 voru á móti henni, þ. á m. stjórn- arþingmenn. Stjórnarandstaðan studdi Blair í málinu, en sá stuðn- ingur réð þó ekki úrslitum. Fréttaskýrendur sögðu að jafn- vel þótt Blair hefði fengið tillöguna samþykkta væri niðurstaðan nokk- urt áfall fyrir hann, og ekki gott veganesti fyrir yfirvofandi átök. Áður en tillaga forsætisráðherrans var borin upp voru greidd atkvæði um breytingartillögu, sem nokkrir þingmenn í flokki Blairs, Verka- mannaflokknum, báru upp, þess efnis að ekki hefðu enn verið færð sannfærandi rök fyrir því að herför til Íraks væri nauðsynleg. Sú til- laga var felld með 396 atkvæðum gegn 217, þ. á m. 135 atkvæðum stjórnarþingmanna, að því er hermt var. Saddam fer hvergi Ríkisstjórn Íraks hafnaði í gær formlega tveggja sólarhringa loka- fresti sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti gaf Saddam Hussein og sonum hans í fyrrakvöld til að fara í útlegð, ella yrði látið sverfa til stáls. Í yfirlýsingu frá stjórninni sagði að Írakar létu ekki útlendinga stjórna sér og veldu sér ekki leiðtoga „sam- kvæmt skipunum frá Washington, London eða Tel Aviv“. Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, útilokaði ekki í gær að Bandaríkjamenn myndu láta til skarar skríða áður en fresturinn rynni út, ef Saddam hafnaði kröf- unni um að fara í útlegð. „Saddam Hussein verður að ráða fram úr því hvað þetta þýðir,“ sagði Fleischer. Bandaríkjastjórn segir að her- sveitir sínar muni halda inn í Írak til að leita þar að gereyðingarvopn- um, jafnvel þótt Saddam fari að kröfu Bush og yfirgefi landið. Þetta kom einnig fram í gær í máli Fleischers sem sagði bandaríska herinn fara inn í Írak „hvað svo sem gerist“. En Fleischer varaði Íraks- forseta við því að ef hann færi ekki í útlegð hefði hann „gert sín síðustu mistök“. Breska þingið lýsir stuðningi við Blair Írakar hafna formlega loka- fresti Banda- ríkjamanna Reuters  Íraksdeilan/15, 16, 17 London, Bagdad, Washington. AP. FRAKKAR gætu kú- vent í afstöðu sinni til Íraksdeilunnar ef Sadd- am Hussein Íraksfor- seti fyrirskipaði beit- ingu efna- eða lífefna- vopna gegn banda- rískum hermönnum, sagði Jean-Daniel Levitte, sendiherra Frakklands í Banda- ríkjunum, í gær. „Ef Saddam Hussein beitir efna- eða líf- efnavopnum myndi það gerbreyta stöð- unni í augum Jacques Chiracs forseta [Frakklands] og frönsku stjórnarinnar,“ sagði Levitte í samtali við sjónvarpsstöð- ina CNN. „Chirac forseti yrði að ákveða hvað við myndum gera til að hjálpa banda- rísku hermönnunum, en ég get staðfest að [beiting efnavopna] myndi gerbreyta af- stöðu okkar til málsins.“ Frakkar hafa staðið afdráttarlaust gegn því að ráðist verði á Írak til að afvopna Saddam og hrekja hann frá völdum, og hafa lagt til að áfram verði haldið vopna- eftirliti á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og leitað leiða til að afvopna Íraka með friðsamlegum hætti. Chirac sagði í gær að afarkostir þeir, sem George W. Bush setti Saddam á mánudagskvöldið, væru með öllu óréttlæt- anleg, einhliða aðgerð sem stangaðist á við vilja alþjóðasamfélagsins. Öryggisráð SÞ kemur saman í dag að kröfu Frakka, Þjóð- verja og Rússa, sem enn eru að reyna að fá vopnaeftirlitinu haldið áfram. Frakkar gætu kúvent Washington. AFP. Jacques Chirac ÍSLAND er meðal þeirra þrjátíu landa sem utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna lýsti yfir í gær að vildu op- inberlega taka þátt í tafar- lausri afvopnun Íraka. Fimm- tán þjóðir til viðbótar styðja aðgerðirnar en vilja ekki að það komi fram. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, segir fernt felast í þátttöku Íslands í þessari samfylkingu þjóða. „Í þessu felst í fyrsta lagi heimild til yfirflugs yfir íslenska flugumsjónar- svæðið. Í öðru lagi heimilum við afnot af Kefla- víkurflugvelli ef þurfa þykir. Í þriðja lagi tökum við þátt í uppbyggingu í Írak eftir að ófriði lýkur. Í fjórða lagi tökum við pólitíska afstöðu með því að ályktun 1441 verði fylgt eftir, að loknu fjög- urra mánaða þófi,“ sagði Davíð. Löndin 30 eru: Afganistan, Albanía, Ástralía, Aserbaidsjan, Bretland, Danmörk, El Salvador, Erítrea, Eistland, Eþíópía, Filippseyjar, Georgía, Holland, Ísland, Ítalía, Japan, Kól- umbía, S-Kórea, Lettland, Litháen, Makedónía, Níkaragúa, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Spánn, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Úsbekist- an. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sagði í gær að hvert land legði sitt af mörkum, á þann hátt sem því þætti viðeig- andi. Til viðbótar við þessi þrjátíu lönd hefðu a.m.k. fimmtán önnur boðið aðstoð sína, gripi Saddam Hussein til gjöreyðingarvopna. Þau vildu ekki að stuðnings þeirra yrði getið enn sem komið er, en þau mundu senda hersveitir á vett- vang, t.d. sérfræðinga í kjarnorku-, lífefna- og efnavopnum gripi Íraksstjórn til slíkra vopna. Þá eru líkur til þess að fleiri þjóðir muni heimila Bandaríkjamönnum aðgang um flughelgi, að- gang að bækistöðvum eða lýsa yfir vilja til frið- argæslu og uppbyggingar að átökum loknum. Ísland tekur þátt í uppbygg- ingu í Írak að stríði loknu Davíð Oddsson forsætisráðherra. ÞÚSUNDIR manna mótmæltu á götum Bagdad í gær stefnu Bandaríkjamanna og yfirvofandi árás þeirra á Írak. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar hvöttu fólk til að láta í ljósi stuðning við leiðtoga sinn. Veifuðu margir myndum af Saddam Husssein forseta og lof- uðu að fórna „sál sinni og blóði“ fyrir hann. Í Alabama í Bandaríkjunum (t.v.) faðmaði Ashley Morse, sem er átta ára, föður sinn, Curtis Morse, áður en hann hélt af stað með herdeild sinni til Mið-Austur- landa. Nú eru um 300.000 banda- rískir hermenn og um 45.000 breskir komnir til Persaflóasvæð- isins. AP Átökin vofa yfir YFIRVOFANDI stríð í Írak kann að leiða til „mikilla hörmunga,“ sagði Ramiro da Silva, yfirmaður neyðarað- stoðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Írak, í gær, eftir að hann hafði yfirgef- ið landið. Hann var í hópi síðustu starfsmanna SÞ sem héldu frá Írak eftir að Bandaríkjamenn gerðu Sadd- am Hussein að fara í útlegð en sæta árás ella. Da Silva sagðist búast við að mat- vælaskorturinn í landinu muni aukast, komi til stríðs, „og svo myndast auð- vitað allar aðstæður til að farsóttir komi upp“. Fréttamaður breska ríkisútvarps- ins, BBC, í Bagdad, sagði í gær að íbú- ar borgarinnar væru að búa sig undir stríð, einkum með því að sanka að sér matvælum og eldsneyti. Örtröð mynd- aðist í bakaríum og við bensínstöðvar, en hillur margra verslana voru tómar þar eð kaupmenn hafa komið vörum sínum undan af ótta við eyðileggingu yfirvofandi stríðs. Þá hafa einnig borist fréttir af mikl- um fjölda á flótta frá Bagdad og öðrum borgum landsins. Óttast farsóttir Larnaca á Kýpur. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.