Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 10
FORSVARSMENN Foreldrafélags geðsjúkra barna hafa óskað eftir fundi með Jóni Kristjánssyni, heil- brigðisráðherra, til að ræða úrræði fyrir börn með alvarlegar geðrask- anir. „Heimili eru að brotna saman út af álagi og úrræðaleysi,“ sagði Jenný Steingrímsdóttir, formaður félags- ins, á blaðamannafundi í gær. Tilefnið var ný skýrsla sem Nýsir hf. vann fyrir Hjálparstarf kirkjunn- ar um hvíldarúrræði fyrir börn með alvarlegar geðraskanir. Í henni kem- ur fram að besta lausnin fyrir þennan hóp sé að koma á fót sérstöku hvíld- arheimili á höfuðborgarsvæðinu. Reiknað er með að stofnkostnaður slíks heimilis sé 50 til 60 milljónir króna og rekstrarkostnaður 25 til 40 milljónir á ári miðað við sex rými. Talið er að 80 til 90 einstaklingar í hverjum árgangi barna á Íslandi þjá- ist af þessum sjúkdómi. Samkvæmt mati í skýrslunni eru 60 til 100 börn og fjölskyldur þeirra í brýnni þörf fyrir hvíldarvistun. Þar af eru um 20 börn mjög alvarlega veik. Jenný og Björk Hreinsdóttir, sem eru í forsvari fyrir foreldrafélagið, sögðu sárafá eða engin úrræði til fyr- ir börn sem svo er ástatt fyrir. Neyð- arlausn sé innlögn á barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans þó ekki sé sérstaklega þörf á slíkri læknis- þjónustu. Það vanti að koma hvíld- arheimili á laggirnar til að veita fjöl- skyldum nauðsynlega hvíld. Mörg þessara barna eigi erfitt, séu fé- lagslega einangruð og ekki henti að koma þeim fyrir hjá nánustu ættingj- um. Málið snúi að allri fjölskyldunni en ekki bara veika einstaklingnum. Dæmi væru um gífurlega erfiðleika hjá fjölskyldum vegna veika barnsins sem stundum gerir það að verkum að foreldri getur ekki unnið úti – og þá bætast fjárhagsáhyggjur við. Réttur barnanna brotinn Þær sögðu börnum með geðrask- anir mismunað á Íslandi og réttur þeirra brotinn. Þau lendi á milli þilja hjá yfirvöldum þar sem þau séu greind langveik en ekki fötluð. Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, benti á að sveitar- félög fái ekki framlög frá jöfnunar- sjóði til að sinna þessum börnum sökum þessa. Kannski sé ekki nauð- synlegt að stimpla þessi börn fötluð, þar sem þau læknist oft af sjúkdómi sínum á efri unglingsárum, heldur þurfi heilbrigðisyfirvöld að viður- kenna að þau þarfnist úrræða sem kalli á fjárútlát. Margrét Björnsdótt- ir, deildarstjóri hjá heilbrigðisráðu- neytinu, tók við skýrslunni fyrir hönd ráðherra og sagði starfsmenn ráðuneytisins meðvitaða um að fram- laga væri þörf úr jöfnunarsjóði til sveitarfélaga til að sinna þessum börnum. Jenný sagði eftir að hafa fengið skýrsluna í hendur hafa óbilandi trú á íslenska heilbrigðiskerfinu og það tækist að finna lausn á þessu vanda- máli. Foreldrafélagið ætli að koma efni skýrslunnar á framfæri við for- ystumenn allra stjórnmálaflokka í kjölfar fundar með ráðherra. Hún vonaði að skýrslan markaði fyrsta skrefið í átt að úrræði fyrir þennan hóp barna og fjölskyldna. Einar Karl Haraldsson, stjórnar- formaður Hjálparstarfs kirkjunnar, sagði hjálparstarfið ekki eingöngu felast í söfnun fjár og aðstoð við bág- stadda heldur líka í talsmannshlut- verki fyrir þá sem standi höllum fæti í þjóðfélaginu. Eftir að hafa ráðfært sig við Umhyggju, stuðningsfélag langveikra barna, var tekin ákvörðun um að styðja við Foreldrafélag geð- sjúkra barna, sem reri þungum róðri. Með gerð skýrslunnar væru for- svarsmenn félagsins komnir með baráttutæki í hendur til að vekja at- hygli á vanda og lausnum sem fyrir hendi væru. Vilja ræða hvíldarúrræði barna við heilbrigðisráðherra Segja börnum með geðraskanir mismunað Morgunblaðið/Árni Sæberg Arnbjörg Jóna Jóhannsdóttir, annar skýrsluhöfunda, kynnir niðurstöður og tillögur til úrbóta á fundi í gær. FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir það gefa augaleið að ef lítil þjóð láti undan þeim þrýstingi sem Evrópusambandið hefði beitt þar sem krafist hefur verið allt að 38-faldra framlaga af Íslandi, hefði hún í raun gefið eftir fullveldi sitt, „og það verður aldrei gert meðan ég sit í stóli utanríkisráð- herra“. Halldór var einn frummælenda á ráðstefnu sem nýstofnuð laga- og félagsvís- indadeild Háskólans á Akureyri efndi til í gær um Evrópusamruna og staðbundið lýð- ræði. Halldór ræddi um fullveldið og lýðræð- ishallann í EES á ráðstefnunni. Utanríkisráðherra sagðist hvatamaður þess að menn ræddu þá kosti sem við stæð- um frammi fyrir í Evrópumálum og hvaða áhrif Evrópusamruni hefði á íslenska hags- muni í nútíð og framtíð. Hann fjallaði um það almenna viðhorf að ákveðið tómlæti ríkti gagnvart sambandinu og tortryggni í garð þess, en í vestrænum samfélögum hefði sú þróun orðið að traust á stjórnmálamönnum og stofnunum samfélagsins hefði minnkað og kosningaþátttaka hefði minnkað. Almenn- ingur teldi stjórnmál ekki lengur skipta sköpum varðandi afkomu sína og velsæld. Evrópusambandið hefði tekið við sífellt fleiri málaflokkum og það án efa valdið því að al- menningur, einkum í Norður-Evrópu, horfði með tortryggni til þess. Þessi viðhorf sem og ákveðið andóf við alþjóðavæðingu vörpuðu ljósi á lýðræðishalla ESB og þá staðreynd að almenningur í aðildarríkjunum telur sig ekki hafa mikið að segja um þær reglur sem sett- ar eru á vettvangi sambandsins. „Almenningur í Norður-Evrópu horfir til Evrópusambandsins sem bandalags sem sí- fellt lætur fleiri þætti samfélagsins til sín taka og skynjar sig vegna þess í auknum mæli án áhrifa á eigið samfélag,“ sagði Halldór og benti á að þessi afstaða kallaði á endurmat á forgangsröðun verkefna sambandsins. Það ætti einungis að láta til sín taka á þeim sviðum þar sem sameig- inlegar aðgerðir nái árangri um- fram aðgerðir á vegum ein- stakra aðildarríkja og þar sem verulegir hagsmunir af sam- ræmingu milli þeirra væru í húfi. Utanríkisráðherra sagði að auka þyrfti áhrif almennings á ákvarðanatöku innan ESB og hefði það raunar sjálft mótað stefnu þar sem opnað er á slíkt. „Mér finnst hins vegar einnig og miklu held- ur að við sem Íslendingar eigum að spyrja þeirrar spurningar hvort þörf sé á að auka áhrif almennings á ákvarðanatöku innan EES, sem og hvort það sé yfirhöfuð mögu- legt,“ sagði Halldór. Fram kom í máli ráðherra að almenningur í EFTA-ríkjunum hefði sífellt minni áhrif á þær reglur sem móta daglegt líf þeirra og væri það umhugsun- ar- og áhyggjuefni. Þjóðþing EFTA hefði ekki bein áhrif inn- an EES á þá löggjöf sem inn- leidd væri og þannig hefði Al- þingi ekki efnisleg áhrif á mótun yfir 80% af löggjöf ESB sem Ísland væri þó bundið af. Íslendingar byggju í raun við tvöfaldan lýðræðishalla; ákvarðanir sem teknar væru innan sambandsins með ófull- komnum lýðræðislegum hætti og innleiddar innan ESB bæru þannig í sér lýðræðishalla og þegar þær svo væru teknar upp á Íslandi án nokkurrar aðkomu landsmanna væri hallinn orðinn tvöfaldur. Halldór vakti athygli á því að lýðræðishalli EES hefði ekki verið með þessum hætti þeg- ar til EES-samningsins var stofnað og eng- inn séð fyrir þá þróun sem varð. Hann sagði stofnanir sambandsins hafa breyst mikið frá því samningurinn var gerður, en stofnanir EES væru óbreyttar og enginn vilji til end- urskoðunar. Áhersla hefði verið lögð á að ná fram endurskoðun, en EFTA-ríkin ekki ver- ið sammála um hvernig það skuli gert. Samningurinn hefði þó reynst Íslendingum vel og muni í næstu framtíð verða umgjörð um samskipti okkar við Evrópusambandið, en hversu lengi væri ómögulegt að segja. Erfiðar viðræður stæðu yfir við Evrópu- sambandið, en Halldór sagði kröfugerð þess þar sem krafist væri allt að 38-faldra fram- laga af Íslandi í raun fela í sér kröfu um end- urgerð EES-samningsins. Yfirlýsingar um að EFTA-ríkin innan EES inntu ekki af hendi tilskilin framlög gætu leitt til upp- sagnar hans. Slíkt hefði komið fram í norsk- um fjölmiðlum og haft eftir heimildarmönn- um innan framkvæmdastjórnar ESB. „Það gefur augaleið að ef lítil þjóð lætur undan slíkum þrýstingi hefur hún í raun gefið eftir fullveldi sitt og það verður aldrei gert meðan ég sit í stóli utanríkisráðherra,“ sagði Hall- dór. „Við sættum okkur ekki við að sterkari aðilinn ákveði einhliða að breyta ákvæðum þessa samnings.“ Kvaðst ráðherra þó enn trúa því að viðunandi lausn fyndist á þeim ágreiningi sem uppi væri. Sagði Halldór mikilvægt að halda um- ræðunni áfram, þannig að menn vissu hvað þeir vildu gera ef og þegar breytingar kæmu upp. „Ég vil ekki að Íslendingar vakni upp við vondan draum ef t.d. Norðmenn gerast aðilar að Evrópusambandinu og taki ákvarð- anir um framtíð þjóðarinnar í óðagoti og að vanhugsuðu máli.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fullveldi og lýðræðishallann í EES Láti lítil þjóð undan þrýstingi gefur hún eftir fullveldið Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. MIKIL fjölgun sjóðfélaga og líf- eyrisþega í lífeyrissjóðum, auk fjölgunar verkefna á undanförnum árum samkvæmt lögum og aukn- um kröfum um sérhæfingu og sér- þekkingu eru meðal ástæðna fyrir auknum rekstrarkostnaði lífeyris- sjóðanna á undanförnum árum, samkvæmt upplýsingum Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur rekstrar- kostnaður lífeyrissjóðanna vaxið um 59% á fimm ára tímabili frá 1997 til 2001 og um 77% þegar einnig er tekið tillit til þess hluta rekstrarkostnaðar sem færður er undir fjárfestingargjöldum. Sam- kvæmt ársskýrslu Fjárfestingar- eftirlitsins um lífeyrissjóðina var rekstrarkostnaður í heild 936 milljónir kr. á árinu 1997 og hafði vaxið í 1.659 milljónir kr. árið 2001. Hrafn bendir á að þótt sjóð- félögum og lífeyrisþegum lífeyr- issjóðanna hafi fjölgað verulega á undanförnum árum séu fleiri ástæður fyrir auknum rekstrar- kostnaði. Þannig hafi með setn- ingu lífeyrissjóðalaganna í desem- ber 1997 verið ljóst að töluverður kostnaður félli á lífeyrissjóðina umfram það sem áður hafði tíðk- ast. Megi þar til dæmis nefna verulega innheimtustarfsemi vegna vangreiddra iðgjalda sjálf- stæðra atvinnurekenda, svo og sérstakt innra eftirlit, sem nú sé sjálfsagður hluti af skiplagi lífeyr- issjóða og þáttur í eftirlitsstarf- semi þeirra. Á sama tíma hafi lög- gjafinn ákveðið að lífeyrissjóðirnir skyldu kosta rekstur Fjármála- eftirlitsins að því er varðar eft- irlitsstarfsemi þess með lífeyris- sjóðunum. Allur þessi eftir- litskostnaður lífeyrissjóðanna hafi vaxið mikið á undanförnum árum og langt umfram það sem áður hafi verið.„Þá hefur allt fjármála- umhverfi lífeyrissjóðanna hvað varðar varðveislu og ávöxtun eigna þeirra orðið mun flóknara en áður var. Því hafa sjóðirnir mætt meðal annars með ráðningu sérhæfðs starfsfólks á sviði fjár- málaþjónustu. Við bættist líka kostnaður við rekstur og umsjón séreignadeilda lífeyrissjóðanna með tilkomu viðbótarlífeyrissparn- aðarins í ársbyrjun 1999, auk þess sem tölvuvæðing sjóðanna hefur orðið kostnaðarsöm. Þá má ekki gleyma því að laun í þjóðfélaginu hafa hækkað um nærfellt helmingi meira en vísitala neysluverðs frá 1997 til 2001 eða um 34,5% á með- an neysluverðsvísitalan hefur hækkað um 19%,“ sagði Hrafn. Kostnaður væri hærri ef ekki hefði verið gripið til aðgerða Hann bætti því við að vegna ýmissa aðhaldsaðgerða lífeyris- sjóðanna, meðal annars með fækk- un þeirra og samruna, hefði tekist að lækka rekstrarkostnaðinn, sem hefði sennilega orðið hærri ef ekki hefði verið gripið til slíka aðgerða. „Kostnaður lífeyrissjóðanna sem hlutfall af iðgjaldatekjum og eignum hefur einnig farið minnk- andi á undanförnum árum og til- tækar upplýsingar benda einnig til að kostnaðarhlutfall íslensku líf- eyrissjóðanna sé ekki hátt í al- þjóðlegu samhengi. Meðal annars fullyrti OECD í landaskýrslu sinni um Ísland árið 1999 að kostnaðar- hlutfall sjóðanna væri lágt borið saman við önnur lönd.. Hvað sem öðru líður er það þó hrein raun- ávöxtun lífeyrissjóðanna til lengri tíma sem skiptir mestu máli þegar mat er lagt á rekstur íslenska líf- eyrissjóðakerfisins,“ sagði Hrafn ennfremur. Framkvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða um aukinn rekstrarkostnað Fjölgun sjóð- félaga og auk- in verkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.