Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ var engan veginn ásetn- ingur minn að skrifa um Færeyjar né færeyska list þegar utan var haldið því mín beið mikið verk, en það litla sem ég sá og upplifði ýtti harkalega við mér. Af nógu öðru og nærtækara að taka, sem er að gerast í beinu sjónmáli og heimslistinni, væri auðvelt mál að afgreiða tugi pistla hér um og sæist þó trauðla til botns á samræðunni. En þar sem ég tel mig ekki hafa brugðið upp raunsannri mynd af því sem fyrir augu bar í fyrra pistl- inum hugnast mér að bæta úr því með öðrum sem byggist að meginhluta á ljósmyndum, teknum á einni dagstund. Við Íslendingar erum iðulega að setja okkur á háan stall fyrir menningararfinn sem við teljum einstæðan í heiminum, má að hluta vera rétt. En viljum þá stundum gleyma að á úthafinu miðs vegar á milli Íslands og meg- inlandsins eru 18 klettaeyjar þar sem einnig hefur þróast einstæð menning af sömu rótum og okkar. Eru þó ekki meiri um sig en sand- kornið á samkomuhúsgólfinu, svo vitnað sé í mærð skrif William Heinesens, eða fugladrit miðs vegar á úthafinu mikla milli Íslands og Noregs, sem er ekki síður gild samlíking í ljósi sjófuglamergðarinnar yfir þessu klettótta og blágrýtta landkríli. Eins og við eigum Þingvelli eiga Færeyingar Þinganes, sem heitir einnig eftir Al- þingi sem stofnað var á staðnum á tí- undu öld og örnefnin benda ekki síður til sögunnar og um- hverfisins en hjá okkur sbr. Vestmanna, Hvalvík, Eiði, Kolla- fjörður, Kollafjarðardalur, Kaldbaksbotnur, Norðradalur. Frumbyggjarnir eiga að hafa flúið eyjarnar undan sjóræningjum en síðan komu norskir víkingar og fyrsta landnáms- manninn, Grím Kamban, bar á land nokkru fyrr en Ingólf Arnarson til Íslands. Nafnið Farei fyrst sýnilegt á landakorti frá 1280, er komið úr gelísku og þýðir hið fjarlæga land, var svo einnig tengt fornnorræna orðinu yfir sauðfé sem mikið var af á eyjunum. Íbúarnir hafa einnig lifað á sjávarfangi og landbúnaði, og mun frekar en Íslendingar orðið að berjast við einangrun, harðindi og óblíð náttúruöfl í meira en þúsund ár. Saga þjóðarinnar í grunndráttum keimlík okkar, Papar námu þar land og síðan norskir víkingar, kristnuðust á svipuðum tíma, og tungumál þeirra um margt nauðalíkt íslenzkunni, þótt fornnorræna sé hreinni og ómengaðri hjá okkur. Margur veit þetta allt, en góð vísa er aldrei of oft kveðin eins og sagt er, munu þó fæstir sem ekki hafa sótt eyjarnar heim gera sér grein fyrir hinni sérstæðu og stórmerku þjóðmenningu sem þar hefur þróast og varðveist fram á daginn í dag. Líkt og Kína, fjölmennasta þjóð heims, var um aldir undir mongólskum keisurum án þess að glata menningararfinum, varðveitti sú fámennasta sinn. Hefur þó verið undir norskri og danskri krúnu frá 1380 og dögum Margrét- ar I, lengstum danskri frá stofnun Kalmar- sambandsins 1397, rúmri öld eftir að Mong- ólar hrifsuðu til sín keisaravöldin langt langt í austri. Þetta ætti að upplýsa, að undirskriftpappíra jafngildir ekki þjóðmenn-ingarlegu sjálfstæði ef menn haldaekki þeim mun fastar um arfleifð kynslóðanna, tungu, bók-, verk- og sjón- menntir. Það segir og drjúga sögu af menn- ingarstigi fámennrar þjóðar, að á tvö hundruð árum hefur íbúatalan tífaldast, náði mest 47.838, samkvæmt manntali 1989, en á kreppuárunum 1990–95 féll talan niður í 43.393 árið 1995, sem var mikil blóðtaka. En þegar hagur þjóðarinnar tók að vænkast með nýrri og heilbrigðari fiskiveiðilöggjöf tók íbú- unum aftur að fjölga og voru 46.182 árið 2000, þannig að allt eins má búast við að þeir nálgist töluna 50.000 á líkum tíma og Íslendingar 300.000. Veit þó ekki til að Færeyingum sé tamt að tala um litlu Færeyjar, frekar en Ís- lendingum um litla Ísland, en hins vegar sér maður iðulega á prenti vísað til lille Danmark af þarlendum, og eru Danir þó vel á sjöttu milljón. Þá eru margir helstu bógar danskrar myndlistar búsettir í útlandinu; París, Berlín, Róm, Suður-Frakklandi og Spáni þar eð þeim finnst þröngt um sig í heimalandinu! Hins vegar veit ég ekki um neinn færeyskan lista- mann búsettan erlendis nema í Danmörku, og þá af líkri ástæðu og íslenzkir fyrrum, en hér- lendum fer fjölgandi sem kjósa að búa erlend- is. Færeyingar halda aftur á móti stórum bet- ur utan um arf sinn í myndlistinni, sem heima fyrir er ólíkt sýnilegri en okkar, og með vax- andi velsæld hefur hagur myndlistarinnar vænkast til muna. Þá eru Færeyingar lítið gefnir fyrir yfirborð, þykjustu og fínheit, sem þúsundkrónaseðillinn þeirra, ígildi rúmra 11 þúsund íslenzkra, má vera til vitnis um, en á annarri hliðinni er einungis ein látlaus penna- teikning af færeyskum húsum. Ef eitthvað er, þá hafa Færeyingar andstætt Íslendingum kannski helst til mikla tilhneigingu til að halda sínum listamönnum fram og gera þá sýnilega. Erlend list er lítt áberandi í Þórshöfn,en getur þó birst á óvæntan hátt,til að mynda vakti Jan Anderssoneinn daginn athygli mína á sér- stæðu sjónspili, er gagnsæ þokuslæða líkust mjúkum vegghjúp lá eftir endilöngum knatt- spyrnuvellinum á flatlendinu neðan Listaskál- ans. Þá stundina áttust við lið í litsterkum bol- um og einstaklega myndrænt á að horfa, upp í hugann kom samstundis stórt málverk eftir Robert Delaunay, einn af höfuðmeisturum módernismans, og hangir yfirleitt uppi á nú- listasafninu í París. Svíinn Jan Andersson hyggur á framtíðar- búsetu í Færeyjum og hefur fest sér lóð þar sem heitir Velbaststaður, sex kílómetra frá Þórshöfn. Við verklok á föstudegi er einungis var eftir að árita steinþrykkin, vildi hann sýna mér staðinn, ók þó fyrst til Kirkjubæjar, um aldir miðstöð andlegs og menningarlegs valds á eyjunum. Fimmtudagurinn hafði verið bjartur og heiðskír en nú voru vætan og þoku- slæðingurinn komin aftur en þó ekki svo að byrgði fyrir allt skyggni. Áðum fyrst á heimili listamannsins Tróndar Paturssonar, skammt frá Kirkjubæ, en hann hafði komið á verk- stæðið og boðið okkur að heimsækja sig, nýaf- staðin eftirminnileg sýning hans í Hafnarborg í Hafnarfirði. Heimsóknin fyrir margt op- inberun, persónan hrá og úfin líkt og heima- land hans, eins og hann hafi sprottið upp úr blágrýtinu, verk listamannsins aftur á móti mjög í módernískum anda, hvar hlykkjast blökk tilbrigði um djúpbláa fleti. Patursson allt í senn málari, glerlistarmaður og mynd- höggvari auk þess að gera innsetningar, hér kunnast verk hans á gámasýningunni í Kaup- mannahöfn í tilefni menningarborgarárs 1996. Gámurinn hefur fengið samastað við Lista- skálann í Þórshöfn, en er dálítið farinn að láta á sjá, þyrfti helst að vera hátt uppi til að skapa rétta rýmistilfinningu, svona líkt og á hafnarbakkanum í Kaupmannahöfn. Lista- maðurinn býr frumlega og rótið í kringum hann í meira lagi, hins vegar eru verk hans einföld í sniðum. Hefur fengið mörg opinber verkefni á síðari árum, til að mynda gert stóra altaristöflu í litlu kaþólsku kirkjuna í Þórs- höfn, þar hafa menn kunnað að sníða sér stakk eftir vexti, en söfnuðurinn telur ein- ungis 70 sálir. Áðum lengi í hinu forna bisk- upssetri Kirkjubæ og Múrnum, hinni gömlu hágotnesku Magnúsardómkirkju frá því um 1300. Litum einnig inn í þann hluta gamla kóngsbæjarins sem til sýnis er almenningi svo og miðaldakirkjuna í láginni neðan hans sem enn er í gagninu, þar prýðir altarið málverk eftir Sámal Joensen Mikines (1906–1979). Kirkjuhliðið skreytt einkennandi glerflísum eftir Trónd Patursson. Undarleg tilfinning gagntók mig á þessum sögufræga og helga stað, má í og með hafa verið sökum þess að Ís- lendingar eiga enga hliðstæðu um manngerða virkt úr fortíð… Skyndisýn af Færeyjum Bárður Jákupsson: Grjótljóð I, olía á léreft. Glerlistaverk Tróndar Paturssonar í kaþólsku kirkjunni, Þórshöfn. Magnúsardómkirkjan, líka kölluð Múrinn. Tróndur Patursson við húsið sitt. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Hús í Kirkjubæ. Hliðið að miðaldakirkjunni. Altaristafla Mikines í miðaldakirkjunni, Kirkjubæ. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragia@itn.is Zakarías Heinesen: Mjørki, olía á léreft. Í Listaskálanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.