Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð dugleg, ákveðin og sannfærandi. Það er mikilvægt að þið ljúkið ákveðnum málum á þessu ári. Þið verðið að sleppa tök- unum á því gamla til að rýma til fyrir nýjungum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Talaðu við vini þína um ferða- áætlanir og framandi lönd. Það er hægt að gera breytingar sem koma sér vel fyrir alla. Naut (20. apríl - 20. maí)  Treystið á skapandi hæfileika ykkar. Auður annarra getur komið börnum til góða og einn- ig bætt ástarlíf ykkar og starfs- umhverfi. Verið óhrædd við að þiggja það sem ykkur er boðið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ykkur langar til að gera breyt- ingar á heimilislífinu. Þessar breytingar varða hugsanlega samskipti ykkar við maka ykk- ar eða aðra fjölskyldumeðlimi. Breytingar geta orðið til góðs. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gætið þess að láta ekki áhuga ykkar á einhverri hugmynd verða að þráhyggju. Reynið að taka hlutunum létt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dagurinn hentar vel til að tala um fjármál við maka ykkar eða nána vini. Það eru líkur á já- kvæðum breytingum varðandi börn, menningu, listir eða skemmtanir og íþróttir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reynið að nýta ykkur þörf ykk- ar til að koma skipulagi á hlut- ina. Þið getið stuðlað að breyt- ingum í heimilinu með því að þrífa og taka til. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þið kannið eitthvað gaum- gæfilega og spyrjið réttu spurninganna getið þið leyst ráðgátu í dag. Rannsóknir munu skila góðum árangri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhver gæti gefið þér góð ráð varðandi útlitið í dag, eða þú fengið góða hugmynd. Mundu að útlit þitt sendir ákveðin skilaboð út í umhverfið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er líklegt að þú eigir tilfinn- ingaríkar samræður í dag. Þú ert að komast í tengsl við til- finningar sem hafa verið svo bældar að þú vissir ekki af þeim. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjármunir sem þú verð til ferðalaga og menntunar eða tengjast fjölmiðlum eða kirkj- unni munu skila þér góðum ár- angri. Við uppskerum eins og við sáum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Leggðu þig fram um að nota fjármuni þína og vina þinna og skipulagshæfileika þína í þágu fólksins í kring um þig. Gættu þess að vera ekki of eigingjarn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ráðgátur vekja áhuga þinn í dag. Þú vilt heyra um eitthvað dularfullt og spennandi, eða kannski bara kjaftasögur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VETUR Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu? Þeir suður flugu brimótt yfir höf. Hvar eru blómin sæl frá sumri ungu? Und snjónum hvíla þau í vetrar gröf. Hvað er nú söngva? vindgnýr hærri og hærri um fölnað land, en þung með drunuhljóð. Þar þögull sjófugl þyrpist brimströnd nærri, hinn þrúðgi gýmir kveður stirðan óð. Hvað er nú blóma? helblóm hörku viður, sem hrímhvít skarta frosnum rúðum, og geislablóm, sem glitar máni niður á glerskyggð blásvell vetrarheiði frá. Nei! sönglíf blómlíf finnst nú aðeins inni, þar andinn góður býr sér sumar til, með söng og sögu, kærleik, vinakynni, á kuldatíð við arinblossans yl. Svo dvelji söngfugl hver einn fyrir handan og hylji fönnin blómið hvert sem dó. Vér eigum sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Bf4 Rh5 4. Bg5 h6 5. Bh4 g5 6. Bg3 f5 7. e3 Rf6 8. h4 Bg7 9. hxg5 hxg5 10. Hxh8+ Bxh8 11. Rc3 g4 12. Bd3 Rh5 13. Rge2 e5 14. Dd2 Dg5 15. dxe5 dxe5 16. 0–0–0 Be6 17. Hh1 c6 18. Bh4 Dg6 Staðan kom upp á Meistaramóti Tafl- félagsins Hellis sem stendur nú yfir þessa dagana. Fremsti skákfrömuður Garðbæinga Jóhann H. Ragnarsson (1980) hafði hvítt gegn Valdimari Leifs- syni (1405). 19. Bxf5! Bxf5 20. Dd8+ Kf7 21. De7+ Kg8 22. Dxb7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SUÐUR spilar tvo spaða í tvímenningi eftir opnun vest- urs á 15–17 punkta grandi: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D76 ♥ K652 ♦ G4 ♣KG76 Suður ♠ ÁG10842 ♥ Á73 ♦ D5 ♣94 Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass Pass 2 spaðar Pass Pass Pass Útspil vesturs er hjarta- drottning og austur lætur tíuna í slaginn. Hvernig er best að spila? Átta slagir ættu varla að vera vandamál, en í tvímenn- ingi verður að berjast fyrir hverjum yfirslag. Þetta er spurning um að velja leið. Á að svína fyrir spaðakóng og gefa vörninni færi á að brjóta hjartað ef svíningin mis- heppnast, eða ráðast strax á laufið? Og hvernig á að fara í laufið? Grandopnun vesturs gerir sagnhafa kleift að reikna út að austur er með 2–4 punkta af þeim 19 sem úti eru. Sem eru gagnlegar upplýsingar, en ekki fullnægjandi, því þessir fáu punktar austurs gætu legið víða. Eða hvað? Nei, ekki ef útspil vesturs er tekið inn í reiknings- dæmið. Hann valdi að koma út frá DGx(x) í hjarta og það hefði hann varla gert með ÁK í tígli. Austur virðist því eiga annað tígulháspilið, sem þýðir að hann getur ekki átt punkt til hliðar: Norður ♠ D76 ♥ K652 ♦ G4 ♣KG7 Vestur Austur ♠ K5 ♠ 93 ♥ DG4 ♥ 1098 ♦ Á1096 ♦ K8732 ♣ÁD85 ♣103 Suður ♠ ÁG10842 ♥ Á73 ♦ D5 ♣94 Að þessu athuguðu er spilamennskan einföld: Sagnhafi tekur með hjartaás og spilar strax laufi á gos- ann. Fer svo heim á spaðaás og spilar aftur laufi. Þannig fríast slagur á laufkóng áður en vörnin nær að brjóta hjartað. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson NÝLEGA tóku krakkarnir í 7. bekk SB í Voga- skóla þátt í verk- efninu Dagblöð í skólum. Að lok- inni vinnuviku með dagblöð í skólanum komu þau í heimsókn á Morgunblaðið til að kynna sér nánar hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar dagblað verður til. Morg- unblaðið vonar að heimsóknin hafi orðið þessum fróðleiksfúsu krökk- um að gagni bæði og gamni. Morgunblaðið/RAX ÞAÐ voru hress- ir krakkar úr Rimaskóla sem litu við á Morg- unblaðinu fyrir stuttu í þeim til- gangi að kynna sér ferlið við vinnslu á dagblöðum. Þegar höfðu þau unnið með dag- blöð í tímum og því upplagt að fá kynnisferð um alvöru dagblað. Bestu þakkir fyr- ir komuna, krakkar. Morgunblaðið/Golli … og hvert er nú vanda- málið þitt, Knútur …? MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík HRAFNKATLA, sem er 10 ára og býr í Edinborg, óskar eftir íslenskri pennavinkonu á Íslandi með svipuð áhuga- mál. Hún hefur gaman af fótbolta, dansi, tónlist og tölvuleikjum. Hrafnkatla Arnarsdóttir, 25 Polwarth Cressent 2F3, Edinburgh EH11 1HR, Scotland. SUNNA, sem er 13 ára og býr í Frakklandi, óskar eftir íslenskum pennavinum. Gott væri ef pennavinurinn væri að læra frönsku en það er þó ekki skilyrði og gæti þá Sunna skrifað á frönsku en hinn á íslensku. Sunna Lind Simar, Le Mont Voisin, 14430 Beuvron En Auge, France. JOYCE, sem er 8 ára stúlka í New York, óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Joyce er að vinna að verkefni um Ísland. Joyce c/o Beth Raines, P.O. Box 301, Somers, N.Y. 10589, U.S.A. KATIE, sem er 11 ára og býr í Bandaríkjunum, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hefur hún áhuga á að kynn- ast landinu eftir að hafa séð efni á Netinu. Katie Morgen Fieth, Miss Tennessee Pre-teen, State Hostess of Brentwood, Tennessee, U.S.A. PENNAVINIR Hef ég séð ykkur ein- hvers staðar á ferju áður? MEÐ MORGUNKAFFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.