Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16 Óskarsverðlaunaleikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kostum í myndinni. Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. 1/2 H.L. Mbl. H.K. DV RadíóX 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Aukasýningar vegn a fjölda áskoranna SV MBL HK DV HJ MBL SG Rás 2 Radio X Kvikmyndir.com HK DV ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 2Tilnefningar til Óskarsverðlaunabesti leikari í aukahlutverki: Christopher WalkenBesta Tónlist - John Williams Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. 7 Bestamyndársins BestileikstjóriRoman Planski Besti leikari íaðalhlutverki:Adrian Brody TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV 1/2 SK Radíó X Kvikmyndir.com Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem BESTA ERLENDA MYNDIN Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.15 OG 8. B. I. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club, American HistoryX), BarryPepper (Saving Private R- yan, GreenMile) og Philip Seymour Hoffman (Red Dragon, Boogie Nights) Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður.. gætir þú gjörbreytt lífi þínu? Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. 1/2 H.L. Mbl. 1/2 Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is ÓKIND vakti fyrst á sér athygli síðasta vor er þeir höfnuðu í öðru sæti Músíktilrauna. Piltar hafa viðhaldið spilamennsku og æfing- um reglulega síðan og gáfu út fyrir stuttu sinn fyrsta disk, prýðisgripinn Heimsenda 18. Þetta eru ungir menn um tvítugt, gal- gopalegir nokk en það fyrsta sem blaðamað- ur rekur augun í er ósamstæður klæðaburð- urinn og greinilegt að það er enginn stílfræðingur á mála hjá þeim. Hvurslags er þetta eiginlega!? Þeir félagar glotta í kamp- inn er þetta er borið undir þá. „Ég er oftast í íþróttatreyju á tónleikum,“ segir Ingi gítarleikari. „En bandið tónar mjög vel þegar við erum komnir upp á svið,“ bætir hann við. Ólafur trymbill segir þá hafa reynt að hafa þessa fyrstu plötu sína eins heimilislega og kostur er og því hafi þeir t.d. sett þennan kúrulega kofa á umslagið. Sveitin hefur ann- ars reynt að halda uppi reglulegu spiliríi frá stofnun og segir Steingrímur söngvari og hljómborðsleikari að þeir séu orðnir að hálf- gerðum mubblum, bæði í Hinu húsinu og M.H. Steingrímur syngur og leikur á hljóm- borð. „Fyrst fannst okkur það koma hallær- islega út á sviði en núna gæti það ekki verið öðruvísi,“ segja þeir, aðspurðir um hvort framvörður sveitarinnar minni nokkuð á Billy Joel á sviðinu. Steingrímur lýsir því að ákvörðun um gerð Heimsenda 18 hafi verið tekin vegna þess að hljómsveitin vann sér inn nokkra hljóðverstíma í Músíktilraunum. Þeir hafi svo ætlað að drífa í plötugerð síðastliðið haust en þá hafi þeir lent í því óhappi að hljóðfærunum þeirra var stolið af eitur- lyfjasjúklingi sem seldi allt dótið fyrir slikk. Ókindarliðar voru samt fljótir að sleikja sár- in og fljótlega komust þeir í kynni við Frakkann Nicolas Liebing, í gegnum Heiðu og Heiðingjanna sem æfðu í sama húsnæði og þeir. Utanaðkomandi eyru „Hann hjálpaði okkur mikið við hljóm plötunnar og upptökur og lét okkur hlusta á hljómsveitir sem við höfðum aldrei heyrt í eins og t.d. Add N to X,“ segir Steingrímur. „Hann gaf sig í raun meira í þetta en hann þurfti. Hellti upp á fínt kaffi handa okkur og setti sig af öllu hjarta inn í þetta. Það er líka jákvætt að fá utanaðkomandi eyru að þessu því að þegar menn eru búnir að vera lengi saman í hljómsveit eru þeir kannski farnir að taka minna mark á hver öðrum en í upp- hafi. Nicolas hlustaði hins vegar á alla og kom algerlega opin að þessu. Við kýldum svo á plötuna yfir eina helgi og lifðum á Kókó- pöppsi á meðan. Platan var svo hljóðblönduð í Veðurstofu þeirra Stjörnukisamanna og hljómjöfnuð í Írak.“ Ókind stendur í öllu sjálf hvað útgáfuna snertir og hefur blendnar tilfinningar hvað það varðar. Steingrímur segir að einn diskur hafi selst í Japis og fimm í 12 Tónum til þessa. „Svo reynum við bara að koma þessu út sjálfir – erum t.a.m. búnir að selja tíu stykki í sjoppunni í MH. Eina reynslan sem við höfum af útgáfufyrirtækjum er að við höfum hringt í mörg þeirra. Kosturinn við að gefa út hjá fyrirtæki – þó við könnumst ekk- ert við það – er sá að það myndi spara okkur pening. En það er líka búið að vera gaman að harka í þessu einir. Við höfum ekkert vont af fyrirtækjunum að segja og þau tóku okkur blíðlega. Við bara gátum ekki beðið með þetta lengur.“ Ólafur segir svo að lokum að stundum velti hann því fyrir sér af hverju hann sé að þessu harki. „Er ég athyglissjúkur spyr ég mig? Er þetta þess virði? Og svo framvegis. Ég hef komist að því að maður sé að þessu í von um eitthvað sem maður veit ekki alveg hvað er.“ Svo mörg voru þau orð. Útgáfutónleikar Ókindar vegna plötunnar Heimsenda 18 Morgunblaðið/Sverrir Ókind: Ingi Einar Jóhannesson (gítar), Steingrímur Karl Trague (söngur og hljómborð), Ólafur Freyr Frímannsson (trommur) og Birgir Örn Árnason (bassi). Lifað á Kókópöppsi Rokksveitin Ókind gaf út fyrsta hljómdisk sinn á dögunum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þessa frísku og fjörugu sjálfsþurftarsveit. TENGLAR ................................................................ www.e-r-o-n.com/okind arnart@mbl.is Útgáfutónleikar Ókindar verða í kvöld á Grandrokk. Húsið verður opnað kl. 21.30 en raftónlistarmaðurinn Stafrænt megabæt hit- ar upp. Aðgangseyrir er 500 kr. og verður Heimsendi 18 seldur á staðnum á frábærum kjörum. ROKKSVEITIN Nirvana vekur sterkar tilfinningar með aðdáendum sínum þótt nokk- uð sé liðið síðan hún leystist upp í kjölfar þess að leiðtogi hennar, Curt Kobain, fyrirfór sér. Það sýna viðbrögð við grein, sem birtist á sunnudag á listasíðum Morgunblaðsins um Nirvana í greinaflokki sem kallast „Af listum“. Þar leggur höfundurinn, Arnar Eggert Thoroddsen, út frá því að sveitin standi ekki undir lofinu sem á hana hefur verið ausið í gegnum tíðina, en jafnan er hún talin ein áhrifamesta rokksveit sögunnar. Greinin hefur dregið nokkurn dilk á eftir sér og hrundið af stað umræðu hjá tónlistaráhugamönnum enda segir stafrétt í grein- inni: „Nirvana er ofmetnasta rokksveit sögunnar og lagasmiður hennar, Kurt Cobain, er ofmetnasti lagasmiður sem dægurmenn- ingin hefur getið af sér.“ Sýnilegust er umræðan á hinum fjölsótta vef www.hugi.is. Skoðanaskiptin vegna umræddrar greinar eru vistuð undir sama nafni og upprunalega greinarheitið, „Nirvana skiptir ekki máli“ og er nú í þriðja sæti sem „Heit umræða“ á síðunni. Póstar eða álit sem hafa verið send inn eru komin yfir hundrað og sitt sýnist hverjum. Flestir taka þó afstöðu gegn greininni, og draga margir ekkert undan og eru með stóryrtar yfirlýsingar. Sumir nálgast efnið þó með mýkri leiðum, og skrifa settlegar greinar og lengri. En aðrir bakka þá greinarhöfund upp og taka undir það að Nirvana sé ofmetin sveit. Þessi háværa umræða sýn- ir öðrum fremur að rokktónlist er ekki bara hávaði heldur mörg- um hverjum hjartans mál og fúlasta alvara ef út í það er farið. Hér á eftir má sjá sýnishorn af umræðunni á huga.is, sem og álit tveggja af virtustu rokkspekúlönt- um landsins á Nirvana og skrifum Arn- ars Eggerts. Morgunblaðsgrein veldur skurki Nirvana: Ofmetnasta sveit rokksögunnar? „ARNAR Eggert er bara rugludallur. Eitthvað hlýt- ur það að vera sem veldur því að annað hvert Músík- tilraunaband er að spila einhverskonar Nirvana- rokk. Nirvana hafði áhrif og þetta var flott band. Það er engin spurning. Ég er reyndar nokkuð viss um að ef söngvarinn Kurt Cobain hefði ekki fyr- irfarið sér þá væri hann ekki þetta átrún- aðargoð sem hann er í dag. Það hefur mjög mikið að segja. Ég hafði og hef gaman af Nirvana. Ég veit ekki hvort hún er ofmetin hljómsveit sem slík, en hún hefur haft mikil áhrif, eins og Arnar bendir á. Ég er sammála honum að því leyti að áhrifin eru að mestum hluta slæm. Mér finnst gruggið hafa fætt af sér einhverja leið- inlegustu músík sem rokkið hefur alið af sér. Amerískt rokk í dag, rokkböndin sem hafa slegið í gegn í kjölfarið, þykja mér yfirleitt ekki mjög skemmtileg, bönd eins og Creed, Linkin Park og Limp Bizkit.“ „MÉR finnst Nirvana ágæt hljómsveit. Á sínum tíma, þegar Nevermind kom út þá seldist hún mikið, það var dá- lítið tvíeggjað. En það er bara fínt að þessi músík komi upp á yfirborðið og allir hálf- vitarnir byrji að fíla þetta. „Stöff“ missir ákveðin „kúl- heit“ þegar múgurinn er far- inn að fíla þetta. Hún kom „altern- atívu“ rokki upp á yfirborðið og síðan hafa menn verið að lemja hausinum við sama steininn í rokk- inu. Allt sem er kallað „alt rokk“ í dag er í beinum karllegg af þessu plús rapp og þungarokk. Mér finnst þetta ágæt hljómsveit þó ég hlusti ekki mikið á mús- íkina þeirra í dag. Ég gerði það á sínum tíma, keypti þessa fyrstu plötu með þeim áður en þeir urðu vinsælir þó mér þætti hún reyndar ekkert sérstök.“ Ágæt hljómsveit Ó la fu r P ál l G u nn ar ss o n Ekki ofmetin en leiðinleg áhrif G u nn ar L ár u s H já lm ar ss o n Hart barist um Nirvana TENGLAR .................................. www.hugi.is Á MÓTI „Með þessari grein var botnin- um náð í íslenskri tónlistarblaða- mennsku. Ég skil ekki hvað vakir fyrir Arnari.“ „Ég verð nú að segja það að Arnar Eggert Thoroddsen hefur greinilega ekki mikið vit á Nirv- ana eða tónlist almennt.“ „Maður getur nú ekki sagt að Cobain sé lélegur lagasmiður ... Cobain var snillingur í að búa til lög úr fjórum gripum. Stundum tveimur...“ „Nevermind er ein mesta breakthrough plata ever, og því verður ekki neitað. Að halda öðru fram er einfaldlega fáfræði og asnaskapur!“ „Hvernig getur fólk sagt að tón- list sé ofmetin? ... Það er eins og að segja „pizzur eru ofmetnar“.“ MEÐ „Arnar er jafn „right on“ hér og þegar hann fjallaði um „Svona er sumarið“-ruslið sem kom út í fyrra.“ „Þessi grein er ótrúlega góð, vel skrifuð og rétt. Nirvana eru of- metnir.“ „Þeir eru nú ekki besta rokk- sveit allra tíma, né sú versta ... Hins vegar finnst mér rétt að Nirv- ana séu frekar ofmetnir ... góð grein, og gott að vekja athygli á þessu...“ „Nirvana er ekki popp en þeir voru nú samt pop-ular en því mið- ur voru þeir ekkert í því að þróa tónlist betur en hún er í dag, þess- vegna eru Nirvana svo MIKLU of- metnari en Bítlarnir.“ „Nirvana eru nú oft dýrkaðir full mikið eins sjá má ofangreind- um svörum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.