Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 16
ÍRAKSDEILAN 16 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJAMENN og Bretar hyggjast lama Íraksher með óskap- legri sprengjuhríð strax í upphafi hernaðaríhlutunarinnar þar í landi. Markmiðið er að eyðileggja sam- skiptatæki íraska hersins þannig að ringulreið ríki í þeim herbúðum. Um leið er líka verið að sprengja landher Bandaríkjanna leið norður frá Kúv- eit og inn í Írak. Richard Myers hershöfðingi, yfir- maður bandaríska herráðsins, segir áform Bandaríkjahers byggjast á því að „valda svo miklum skaða að írösk stjórnvöld komist skjótt að þeirri niðurstöðu að ósigur sé óumflýjan- legur“. Felst í þessum orðum Myers sú von hans – sem Bandaríkjamenn hafa þó ekki bókað að verði niður- staðan – að mótstaða íraska hersins verði lítil og að Bandaríkjaher geti náð Bagdad á sitt vald án bardaga. Sérfræðingar vara hins vegar við því að þó að Íraksher sé mun veikari nú en 1991 þá séu loftvarnir ennþá umtalsverðar í Bagdad. Ef varnir Íraka bresti ekki á örfáum dögum sé hætta á að stríðið vari í margar vikur og að mikil hætta steðji að hersveit- um bandamanna. Þannig er ekki tal- ið óhugsandi að Saddam beiti efna- eða sýklavopnum gegn hersveitum Bandaríkjanna og Breta. 3.000 sprengjur og flugskeyti á fyrstu sólarhringunum Um eitt þúsund herþotur banda- manna eru nú staðsettar í nágrenni Íraks og hernaðarfræðingar telja líklegt að allt að 3.000 sprengjum og flugskeytum verði látið rigna yfir írösk skotmörk á fyrstu tveimur sól- arhringunum. Bæði yrði um það að ræða að herþotur eins og F-117B, „Næturhaukurinn“, sem beitt var í Persaflóastríðinu 1991, og B-2- sprengjuflugvélar fljúgi yfir Írak og skjóti á tiltekin skotmörk; og að her- skip og kafbátar á Persaflóa og í Rauðahafinu skjóti Tomahawk-flug- skeytum þaðan, en þeim er stýrt í mark með gervihnattatækni. Framgangur lofthernaðarins í upphafi mun ráða miklu um hvenær landhernaður getur hafist. Tommy Franks hershöfðingi, sem stýrir að- gerðunum í Írak, gæti þannig ákveð- ið að láta til skarar skríða á jörðu niðri fáeinum dögum eftir að hern- aðarátök hafa brotist út. Lofthern- aður varaði hins vegar í fimm vikur í Persaflóastríðinu 1991 áður en land- hernaður hófst – stríðið á jörðu niðri stóð hins vegar aðeins í þrjá daga. Af þeim 250 þúsund liðsmönnum Bandaríkjahers sem nú munu taka þátt eru 130 þúsund í Kúveit. Þaðan yrði innrásin í Írak gerð og myndu um 30 þúsund breskir hermenn taka þátt í henni. Líklegt þykir að aðgerð- ir yrðu töluvert frábrugðnar stríðinu 1991; leitast yrði við að gera margs konar árásir úr lofti, landi og af sjó í einu, til að rugla íraska hermenn í ríminu og valta yfir þá. Gert er ráð fyrir að hluti um 50 þúsund manna hersveitar land- gönguliða fari sem leið liggur til Bagdad á meðan aðrir hermenn tækju borgina Basra í Suður-Írak og hina hernaðarlega mikilvægu hafn- arborg Shatt al-Arab. Anthony Cordesman, sérfræðing- ur um hernaðarmál, segir stríðið verða ólíkt því sem menn hafa áður orðið vitni að: „Aðgerðum verður háttað þannig að óvinurinn lamist, en ekki að hann verði lagður í rúst.“            ! " # $ 1 # 232 24567 8 +%     9 :9 $%&' ()&)*) '&+&% &,%-./ '01% %-+&% 2&/ (34$5&%& $& 4.-676&%8.& 49. 71+. ':;-.+ +<%'=&/4 #   1;% 7! <$ % =" =( # , "    % "% " &" ! " # ( #>  #( #> ? < $ # % " " =" ! +! =" % $ # % @ AB %( # % -% (! " "  %/,=" %  " % ( #%"< C 1 "%( # % "=" < " #" ( =" " ( # D/-% (! " !# .C C E /,CB % =" " C-C B "% =" " C (&&/=&6>1%=.>((&*/&>1%   & "  .+C=" " /% "% /)=" % /=" ! ,+C=" " *+% "% /C/=" ( #> +( # % =" " F!#" " G C % =" " C C/+ > " =" ! !#% ( " # > ( ; # F"# "(  G(  2  7B %( # %  %/=" (  # % " B" ,A (# #  CH! "  " " ( (  %#"# 7< % I 9      Hörð sprengju- hríð í upphafi Washington. AP. LEIÐTOGAR margra ríkja, sem hafa lagst gegn hernaði í Írak, höfn- uðu í gær þeim úrslitakostum, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti setti Saddam Hussein í ræðu sinni í fyrrinótt. Þeir sögðu að hættan sem stafaði af vopnum Íraka væri ekki svo mikil að hún réttlætti stríð og reyna ætti til þrautar að leysa deil- una með friðsamlegum hætti. Stjórnvöld í Japan hrósuðu hins vegar Bush forseta fyrir að bregðast af festu við hættunni sem stafaði af stjórn Íraks. „Þetta var ákvörðun sem þurfti að taka,“ sagði Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, og kvaðst sammála Bush um að beita mætti hervaldi í Írak án þess að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti nýja ályktun þar að lútandi. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, lýsti einnig yfir stuðningi við stefnu Bush og sagði að um 2.000 ástralskir hermenn myndu taka þátt í hernaðinum í Írak. Ekki talin réttlæta stríð Nýr forseti Kína, Hu Jintao, ræddi við forseta Rússlands og Frakklands í síma og lagði áherslu á að kínversk stjórnvöld væru andvíg hernaðar- áformum Bandaríkjastjórnar. Hann sagði að Sameinuðu þjóðirnar ættu að halda áfram vopnaeftirlitinu í Írak og reyna til þrautar að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Vladímír Pútín Rússlandsforseti varaði við því í fyrradag að herför í Írak „yrði mistök sem myndu hafa hinar alvarlegustu afleiðingar og leiða til óstöðugleika í öllum heim- inum“. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði að hættan sem stafaði af Saddam Hussein væri ekki svo mikil að hún réttlætti stríð sem „myndi kosta þúsundir manna lífið, saklaus börn, konur og karla“. Jacques Chirac Frakklandsforseti tók í sama streng og sagði að stríð án stuðnings öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndi grafa undan tilraun- um samtakanna í framtíðinni til að knýja fram afvopnun með friðsam- legum hætti. Talsmaður Páfagarðs, sem hefur lagst gegn hernaði í Írak, áréttaði að leita þyrfti allra leiða til að afstýra stríði. „Hver sá sem ákveður að allar friðsamlegar leiðir samkvæmt al- þjóðalögum hafi verið reyndar til þrautar axlar mikla ábyrgð fyrir Guði,“ sagði hann. Arababandalagið hafnaði úrslita- kostum Bush og sagði þá ekki sam- rýmast þjóðarétti. Stjórnvöld í Mal- asíu, sem fara nú fyrir Samtökum óháðra ríkja, fordæmdu einnig hern- aðaráform Bandaríkjastjórnar. Alþjóðanefnd lögfræðinga, ICJ, sagði að innrás í Írak án stuðnings öryggisráðsins „ætti sér engan laga- legan grunn“ og myndi jafngilda „árásarstríði“. The New York Times birti forystu- grein þar sem Bush var gagnrýndur fyrir að undirbúa stríð „án þess að nauðsyn bæri til, án stuðnings Sam- einuðu þjóðanna og þátttöku hefð- bundinna bandamanna“. The Washington Post sagði að það væri rétt af Bush að beita sér fyrir afvopnun Íraka og að ekkert væri hæft í því að aldrei mætti beita her- valdi án stuðnings öryggisráðsins. Blaðið gagnrýndi hins vegar stjórn Bush fyrir harða og ósveigjanlega framgöngu í málinu og fyrir að hefja stríð „með minni stuðningi en mál- staðurinn hefði átt að fá“. Leiðtogar margra ríkja hafna úrslitakostum Bush Reynt verði til þraut- ar að afstýra stríði París, Washington. AFP, AP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í ræðu, sem hann flutti í fyrrinótt, að yrði stjórn Saddams Husseins Íraksforseta ekki afvopnuð þegar í stað myndi það hafa meiri áhættu í för með sér en stríð í Írak. „Eftir eitt ár, eða fimm ár, mun máttur Íraks til að skaða allar frjálsir þjóðir heims margfaldast,“ sagði Bush í fimmtán mínútna sjónvarps- ávarpi. „Við veljum að bregðast við þessari hættu núna, þegar hún kem- ur fram, áður en hún birtist skyndi- lega í borgunum okkar.“ Forsetinn sagði að hryðjuverka- menn gætu orðið hundruðum þús- unda manna að bana og líkti hætt- unni sem stafar af stjórnvöldum í Írak við hópmorðin sem framin voru á öldinni sem leið. „Á þessari öld, þegar illmenni ráðgera hryðjuverk með efna-, sýkla- og kjarnavopnum, gæti friðkaupastefna leitt til eyði- leggingar sem hefur aldrei sést áður á jörðinni,“ sagði hann. „Það væri sjálfsmorð en ekki sjálfsvörn að láta ekki til skarar skríða gegn slíkum óvinum fyrr en þeir hafa gert árás.“ Bush hefur oft sagt að ráðamenn- irnir í Írak leitist við að aðstoða hryðjuverkasamtök á borð við al- Qaeda en hann gekk skrefi lengra í ræðunni í fyrrinótt og sagði þá hafa „aðstoðað, þjálfað og verndað hryðju- verkamenn, meðal annars liðsmenn al-Qaeda“. Forsetinn sagði að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði ekki verið tilbúið að axla þá ábyrgð að afvopna Íraka og Bandaríkjastjórn tæki hana á sig. Þótt nokkur ríki í öryggisráðinu hefðu lagst gegn því að hernaður yrði hafinn þegar í stað væru þau sam- mála Bandaríkjastjórn um að hætta stafaði af vopnum Íraka. „Bandaríkin hafa sjálfstætt vald til að beita her- valdi til að tryggja eigið öryggi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa heimild til að beita her- valdi til að uppræta gereyðingarvopn Íraka. Þetta er ekki spurning um vald eða heimild. Þetta er spurning um vilja.“ Lofar að frelsa Íraka Forsetinn gaf Saddam og sonum hans tveggja sólarhringa frest til að fara í útlegð, að öðrum kosti yrði „öll- um hernaðarmætti Bandaríkjanna“ beitt til að afvopna þá og koma þeim frá völdum. Hann ráðlagði erlendum borgurum í Írak, meðal annars blaða- mönnum og vopnaeftirlitsmönnum, að fara þaðan án tafar. Bush varaði einnig Bandaríkja- menn við því að hætta væri á því að stríð í Írak leiddi til hryðjuverka í Bandaríkjunum og sagði að öryggis- viðbúnaðurinn hefði verið aukinn af þeim sökum. „Þessar árásir eru ekki óhjákvæmilegar. Þær eru hins vegar mögulegar og sú staðreynd varpar ljósi á ástæðu þess að við getum ekki búið við þá hættu að reynt verði að kúga okkur. Hryðjuverkahættan sem steðjar að Bandaríkjunum og heims- byggðinni mun minnka um leið og Saddam Hussein er afvopnaður.“ Forsetinn beindi einnig orðum sín- um til írösku þjóðarinnar og ræðan var þýdd til að útvarpa henni til Íraks. Hann hét því að frelsa Íraka undan áþján „harðstjórans“, aðstoða þá við að endurreisa landið og koma á lýðræði. Hann skoraði einnig á íraska hermenn að berjast ekki fyrir stjórn Saddams, beita ekki efna- eða sýkla- vopnum og kveikja ekki í olíulindum, og sagði að þeir sem gerðust sekir um stríðsglæpi yrðu sóttir til saka. Bush kveðst hafa heimild til að beita Íraka hervaldi Segir meiri áhættu fylgja aðgerðaleysi Washington. AP, AFP, The Washington Post. Reuters Vegfarandi á Times Square í New York fylgist með Bush Bandaríkjaforseta í beinni útsendingu í fyrrinótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.