Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STUÐNINGUR VIÐ BLAIR Tony Blair, forsætisráðherra Breta, fékk afgerandi stuðning neðri deildar breska þingsins í gærkvöldi við að öllum ráðum yrði beitt til að afvopna Saddam Hussein. Írakar hafa hafnað lokafresti Bandaríkja- manna. Í uppbyggingu í Írak Ísland er meðal þeirra 30 landa sem hafa lýst því yfir að þau taki þátt í tafarlausri afvopnun Íraka og mun að sögn Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra einnig taka þátt í upp- byggingu í Írak að ófriði loknum. Meirihluti sprunginn? Framtíð meirihluta sjálfstæð- ismanna og framsóknarmanna og óháðra í bæjarstjórn Vest- mannaeyja gæti ráðist á fundi á morgun. ESB dregur úr kröfum Að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra hefur Evrópu- sambandið lækkað kröfur sínar á hendur EFTA-ríkjunum um framlög í uppbyggingar- og þróunarsjóði. Veikindi í skólum Fjarvistir í skólum vegna flensu af B-stofni hafa verið algengar að und- anförnu. Þannig lá þriðjungur nem- enda Hagaskóla rúmfastur sl. mánu- dag, eða 175 af 550 nemendum. Árangur í Ungverjalandi Ólafur Ragnar Grímsson segir að í opinberri heimsókn sinni til Ung- verjalands hafi náðst meiri árangur en hann reiknaði með í því að skapa viðskipti landanna í milli.  DRAUMABÍLLINN  SIGURJÓN BÓLSTRARI NÝR BMW 3 FORMÚLAN  MEÐALALDUR BÍLA  GALAXY REYNSLUEKIÐ  VCC-HUGMYNDABÍLLINN FRAMTÍÐIN HJÁ VOLVO Glæsileg hljómtækjalína frá Alpine. Réttu græjurnar! FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 32/36 Viðskipti 13/15 Kirkjustarf 36/37 Erlent 15/18 Hestar 39 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Staksteinar 42 Suðurnes 21 Dagbók 42/43 Landið 22 Íþróttir 44/49 Listir 23/24 Fólk 48/53 Umræðan 25/27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf 32 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblað frá Alþýðu- sambandinu. Blaðinu er dreift um allt land. LANDSVIRKJUN og ítalska verktakafyrirtækið Impregilo SpA undirrituðu í gær samninga um byggingu Kárahnjúkastíflu og aðrennslisganga virkjunarinnar. Samningarnir hljóða samtals upp á um 38 millj- arða króna auk virðisaukaskatts. Fyrirtækið Impregilo átti lægsta tilboð í bæði stíflu og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Samkvæmt upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, er áætlað að vinna á grundvelli samningsins, sem undirritaður var í gær, hefjist á Austurlandi í byrjun næsta mánaðar. Hyggst ítalska fyrirtækið reisa miklar vinnubúðir uppi á hálendinu. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og Gianni Porta undirritaði hann fyrir hönd Impregilo. Landsvirkjun og Impregilo undirrita samning um virkjunarframkvæmdir Morgunblaðið/Kristinn 38 milljarða framkvæmdir hefjast í apríl MEIRIHLUTASAMSTARF Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Vestmannaeyja er í óvissu eftir að formaður bæjarráðs, Andrés Sigmundsson frá Framsókn- arflokki og óháðum, og fulltrúi Vest- mannaeyjalistans sameinuðust um það í bæjarráði sl. mánudag að hafna tillögum starfshóps samgönguráð- herra um samgöngur milli lands og Eyja. Í starfshópnum sátu m.a. for- ystumenn sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn, þeir Guðjón Hjörleifsson og Arnar Sigurmundsson. Á fundi bæjarráðs lagði Arnar til, í samræmi við samþykkt fundar bæj- armálaflokks meirihlutans, sem Andrés sat ekki, að vísa málinu til af- greiðslu næsta fundar bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sem er á morgun, en þá mun væntanlega liggja fyrir svar samgönguráðherra vegna tillagna starfshópsins. Í bæjarstjórninni sitja þrír fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks, einn frá Fram- sóknarflokki og óháðum og þrír frá Vestmannaeyjalista eru í minnihlut- anum. Framsóknarmenn og óháðir fund- uðu um málið í gærkvöldi og sagði bæjarfulltrúi þeirra, Andrés Sig- mundsson, að stuðningur hefði komið þar fram við hans tillögu í bæjarráði. Hann sagðist vonast til þess að sættir næðust en útlitið væri ekki bjart. Meirihlutinn hefði verið ósammála í fleiri málum og nefndi Andrés t.d. deilurnar sem verið hefðu um starf- semi Þróunarfélags Vestmannaeyja. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast. Við höfum oft lent í kröppum sjó. Ég er maður sátta en það er óvið- unandi að ekki verði gerðar neinar úrbætur í samgöngumálum nú þeg- ar, eins og krafa Eyjamanna hefur verið um,“ sagði Andrés en í tillög- unni sem hann lagði fram, og fulltrúi V-listans, Stefán Óskar Jónasson, gerðist meðflutningsmaður að, kem- ur m.a. fram að bæjarráð skori á samgönguyfirvöld að hafna tillögum starfshópsins og setja á laggirnar nýjan hóp. Aðspurður hvort meirihlutinn væri ekki fallinn ef tillaga hans og fulltrúa Eyjalistans yrði samþykkt í bæjar- stjórn sagði Andrés að það yrði að koma í ljós. Ef einhver svör kæmu frá samgönguyfirvöldum yrðu þau skoðuð vandlega. Tillagan kom á óvart Arnar Sigurmundsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að tillaga Andrésar í bæjarráði hafi komið sér á óvart. Hann hafi átt von á bókun en ekki tillögu í nafni bæjar- ráðs. Samstarfið með framsóknar- mönnum og óháðum hafi gengið vel fram að þessu og þetta sé í raun fyrsti ágreiningurinn. Spurður hvort meirihlutinn sé í hættu segir Arnar að óvissa sé um framtíð hans. Eðlilegt sé að einstakir bæjarfulltrúar hafi misjafnar skoð- anir á jafn stóru máli og samgöngur við Eyjar séu. Sumir vilji ráðast í framkvæmdir strax; að byggja eða kaupa notað skip, aðrir vilji nota Herjólf og nota tímann til ársloka 2005 til að kanna til hlítar möguleika á að koma upp ferjuhöfn í Bakka- fjöru. Bæjarstjórn eigi eftir að leggja mat á þetta í heild sinni og ekki sé fyrirséð hvernig ráðherra muni bregðast við tillögum starfshópsins, sem unnið hafi mikla vinnu og skilað samhljóða tillögum. Óvissa um framtíð meiri- hlutans í Eyjum HLÝINDIN þennan vetur, sem eru með þeim mestu frá því að veðurmæl- ingar hófust, hafa orðið til þess að bændur á nokkrum bæjum á Suður- landi, aðallega undir Eyjafjöllum, eru komnir í vorverkin. Að sögn Jóhann- esar Hr. Símonarsonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, eru sumir bændur farnir að plægja og herfa og er það um mánuði fyrr en í venjulegu árferði. Þá er búið að sá korni á hektara lands á bænum Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum. Lítill sem enginn klaki er í jörðu víðast hvar og sum tún alveg orðin þurr. Jóhannes segir að brátt geti bændur farið að huga að áburðar- dreifingu, sem alla jafna hefur farið fram í lok apríl. Þó að eitthvað eigi eftir að frysta geti verið gott að grípa tækifærið og dreifa „smá skarni á hól- inn“, eins og hann orðaði það. Ekki skaði af snjóakafla Jóhannes segir hlýindin einnig hafa haft þau áhrif að minna sé gefið úti en oftast áður á þessum árstíma. Því megi búast við að bændur eigi fyrn- ingar í vor og þurfi af þeim sökum að heyja minna í sumar. Þó að eitthvað muni snjóa og frysta telur Jóhannes það ekki geta skemmt fyrir bændum að neinu ráði, þar sem sólin sé stöðugt lengur á lofti. Eftir sem áður verði allt fyrr á ferðinni en menn séu vanir. Kristján Jónsson, jarðræktarráðu- nautur á Suðurlandi, segir að sín störf við mælingar hafi runnið saman, hann hafi verið byrjaður á vormælingum áður en haustverkin voru búin. Vorverkin á Suð- urlandi mánuði fyrr á ferðinni FORELDRAFÉLAG geðsjúkra barna vill koma á fót hvíldarheimili á höfuðborgarsvæðinu fyrir börn með alvarlegar geðraskanir. Hafa for- svarsmenn félagsins óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra, Jóni Krist- jánssyni, til að ræða efni skýrslu þar sem þessi lausn er lögð til. Nýsir hf. vann skýrsluna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Í henni kemur fram að 80 til 90 einstaklingar í hverjum árgangi barna á Íslandi þjást af alvarlegum geðröskunum. Talið er að 60 til 100 börn hafi brýna þörf fyrir hvíldarvistun, þar af séu um 20 börn mjög alvarlega veik. Jón Kristjánsson sagðist hafa heyrt af málinu fyrst í gær og því ekki gefist tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar. Hann geti því ekki tjáð sig efnislega um niðurstöður hennar. „Ég hlusta á öll góð ráð í þessu og mun auðvitað tala við forsvarsmenn félagsins,“ sagði heilbrigðisráðherra og fagnaði aðkomu kirkjunnar að þessu máli. Foreldrar barna með geðraskanir Ræða úrræði við ráðherra  Segja börnum/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.