Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR eru fáir. Fjöldi þeirra sem leggur stund á háskóla- nám er nú orðinn nokkuð mikill og spurning hvort hann eigi eftir að vaxa markvert næstu áratugina. Óþarft er því að þenja námsfram- boð mikið út en nær að hlú að því sem fyrir er. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að sjá fjölda þeira sem stunda dag- skólanám í háskólum landsins árið 2002. Sjá töfluna. (Þeir sem eru í kvöld- og fjarnámi eru ekki taldir með né heldur námsmenn erlend- is.) Háskóli Íslands 8.106 Háskólinn á Akureyri 625 Háskólinn í Reykjavík 721 Kennaraháskóli Íslands 866 Landbúnaðarh. á Hvanneyri 93 Listaháskóli Íslands 309 Myndlistaskólinn á Ak- ureyri 51 Söngskólinn í Reykjavík 33 Tónlistarskólinn í Reykjavík 77 Tækniháskóli Íslands 662 Viðskiptaháskólinn á Bifröst 250 11.793 Fæðingatala á Íslandi hefur ver- ið nokkurn veginn stöðug síðast- liðin 40 ár. Talan sveiflast eitthvað frá ári til árs en hvorki er um fjölgun né fækkun að ræða til lengdar. Á vef Hagstofunnar er hægt að fá mannfjöldaspár fyrir Ísland. Fjöldi einstaklinga á tutt- ugasta aldursárinu er að meðaltali um 4.400 manns næstu tuttugu ár- in. Gerum ráð fyrir að helmingur árgangs stundi háskólanám, það er að segja 2.200 manns. Þá þarf 5,4 (hálfa) árganga til að fylla töluna 11.793. Ekki verður séð að þessi tala eigi eftir að hækka næstu ára- tugina nema þá að hlutfallslegur fjöldi þeirra sem stundar háskóla- nám eigi eftir að hækka svo ein- hverju muni og það gerist varla í bráð. Mér finnst liggja í augum uppi að Íslendingar geta ekki rekið marga fullbúna háskóla. Nemenda- fjöldinn stendur einfaldlega ekki undir því. Ég hef starfað við Há- skóla Íslands í meira en þrjátíu ár. Háskóli Íslands hefur, þegar á heildina er litið, ekki haft nægj- anlegt fjármagn til þess að geta staðið undir nafni. Mér vitanlega gildir það sama um aðra skóla á háskólastigi. Þegar Háskólinn á Akureyri var settur á stofn voru fjárframlög til Háskóla Íslands skorin niður um svipaða upphæð og lögð var til nýja háskólans. Tími er kominn til að raunhæft mat verði lagt á hvernig best er að ráðstafa fjármununum, sem varið er af almannafé til æðri mennt- unar, svo að nemendur og sam- félagið í heild njóti góðs af. Nemenda- fjöldi í há- skólanámi Eftir Odd Benediktsson Höfundur er prófessor í tölvunar- fræði við Háskóla Íslands. „Mér finnst liggja í aug- um uppi að Íslendingar geta ekki rekið marga fullbúna háskóla.“ HAFA barnabætur hækkað á þessu kjörtímabili um 37,7% eins og Haukur Þór Hauksson við- skiptafræðingur heldur fram í Morgunblaðinu 27. febrúar og Birgir Ármannsson frambjóðandi endurtekur í sama blaði 3. mars? Eða hafa þær verið skertar um rúma tíu milljarða í tíð núverandi ríkisstjórnar eins og Ágúst Ólafur Ágústsson frambjóðandi fullyrðir í Morgunblaðinu 3. mars? – Kjós- endur eru vissulega ekki öfunds- verðir af því að þurfa að gera upp hug sinn til manna og málefna í vor á grundvelli svo misvísandi upplýsinga. En um þetta á fráleitt að þurfa að deila, því auðvitað liggja allar staðreyndir málsins ljósar fyrir. Á aldeilis prýðilegum vef ríkisskatt- stjóra, www.rsk.is, eru birtar stað- tölur skatta, m.a. um heildarupp- hæðir barnabóta árin 1991–2002. (Þar er líka reiknivél, þar sem fólk getur reiknað út barnabæturnar sínar.) Enginn veit hins vegar enn hver heildartalan fyrir 2003 verð- ur, því hún mun ekki verða á hreinu fyrr en eftir álagningu skatta í haust. Í fjárlögum ársins 2003 eru barnabætur áætlaðar 5.430 milljónir á árinu, og var sú tala fengin með því að bæta ein- faldlega 500 millj. kr. við áætlun næstu fjárlaga á undan. Á því ári urðu barnabæturnar hins vegar 465 millj. kr. lægri en þau fjárlög áætluðu og er því rökrétt að gera ráð fyrir að sá mismunur komi aft- ur fram árið 2003. Í meðfylgjandi töflu er notuð þannig leiðrétt tala fjárlaganna. Í annarri línu töflunn- ar eru upphæðir umreiknaðar af greinarhöfundi til verðlags 2002 miðað við vísitölu neysluverðs. Taflan leiðir í ljós að frambjóð- endurnir og viðskiptafræðingurinn sem nefndir voru hér að framan hafa allir eitthvað til síns máls, þótt nokkru skeiki hjá þeim öllum. Það er rétt hjá Ágústi Ólafi að á 8 ára ferli núverandi ríkisstjórnar hafa barnabætur í heild jafnan verið lægri en þær voru í upphafi ferilsins, þó að undanskildu árinu 1996. Lægst fóru bæturnar árið 2000, þegar þær voru þriðjungi lægri en 1995. Uppsöfnuð lækkun þeirra er þó ekki rúmir 10 millj- arðar eins og hann hélt fram, held- ur „aðeins“ 8,2 milljarðar á þesum 8 árum. Taflan skýrir líka hvers vegna þeir Birgir Ármannsson og Hauk- ur Þór Hauksson kjósa að ein- skorða framsetningu sína við blá- lok þessa kjörtímabils og horfa framhjá því sem á undan er geng- ið. Eftir að hafa lækkað jafnt og þétt í þrjú ár og síðan nokkurn veginn staðið í stað í önnur þrjú er því nefnilega spáð að barnabætur muni byrja að hækka lítillega aftur á þessu ári. Óvíst er þó hversu mikil sú hækkun verður að raun- gildi m.v. 1999, en líklegt er að hún verði 9,7% en ekki 15% eins og þeir halda fram. Þrátt fyrir þá hækkun verða barnabætur á kosningaárinu 2003 einum milljarði eða 18% lægri en þær voru þegar núverandi ríkis- stjórn tók við fyrir 8 árum. Og ef seilst er enn eitt kjörtímabil aftur í tímann til samanburðar, til kosn- ingaársins 1991 þegar barnabæt- urnar voru 6,9 milljarðar á verð- lagi ársins 2002, kemur í ljós að í samanlagðri stjórnartíð Davíðs Oddssonar með þá Friðrik Sophus- son og Geir Haarde í fjármálaráðu- neytinu hafa barnabætur lækkað um tvo milljarða að raungildi, eða 29,5%. Það getur því enginn heilvita og heiðarlegur maður haldið því fram kinnroðalaust að barnabætur hafi hækkað umtalsvert í tíð núverandi stjórnarherra. Hafa þær hækkað eða lækkað? Eftir Finn Birgisson „… verða barnabætur á kosn- ingaárinu 2003 einum milljarði eða 18% lægri en þær voru þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við fyrir 8 árum?“ Höfundur er arkitekt. Barnabætur 1995–2003 Upphæðir: Milljónir kr. Verðgildisumreikningur er greinarhöfundar. Heimildir: Staðtölur skatta á vef ríkisskattstjóra og fjárlög 2003. 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003* B.bætur, verðl. hvers árs 4594 4786 4571 4006 3779 3595 4424 4465 4965 B.bætur, verðlag 2002 5891 6002 5631 4854 4427 4029 4677 4465 4856 %-hlutfall m.v. 1995 100 102 96 82 75 68 79 76 82 Uppsöfnuð lækkun -111 149 1186 2651 4513 5727 7154 8189 * Fyrir 2003 er notuð leiðrétt tala fjárlaga 2003. Verðbólga 2002–2003 er áætluð 2,25% eins og í fjárlögunum. HRAFN Magnússon skrifaði í grein sem birt var 3. mars í Morg- unblaðinu að „stór hluti af fjármunum lífeyrissjóðanna skilar sér aftur til al- mennings“. Hvað myndu sparifjáreigendur segja, ef bankastjóri segði þetta um bankainnistæður þeirra? Ég held að flestir myndu ekki sætta sig við að fá stóran hluta til baka, heldur allan höf- uðstólinn auk vaxta. Ég fæ greitt úr mínum lífeyrissjóði þegar ég er 70 ára. Þar sem ég er karl- maður, eru um 50% líkur á því að ég nái þeim aldri, en ef ég verð svo hepp- inn, þá greiðir sjóðurinn rúmlega helming af þeim mánaðarlaunum sem ég hafði þegar ég hætti störfum, ef ekki fær maki minn um ¼. Sé hún ekki svo heppin, fær enginn neitt og féð er glatað. Ætli meðalgreiðslur í lífeyrissjóð á ári sé ekki um 240.000 kr. Til þess að ná fullum „réttindum“ þarf að greiða í sjóðinn í 40 ár, en eftir 40 ár er höf- uðstóllinn um 10.000.000. Eins og allir vita er auðvelt að fá 6% ársávöxtun (t.d. húsbréf), vextir af þessu yfir 40 ára tímabil yrðu þá um 11.000.000 Samtals er þetta um 21.000.000 kr. og myndi nægja til þess að greiða öllum rétthöfum lífeyri í rúm 40 ár eða þar til hver og einn verður 110 ára gamall. Ef við tökum inn í dæmið það fjármagn sem situr eftir í lífeyrissjóðnum við fráfall þeirra sem látast áður en þeir fá greitt þá getur lífeyrissjóðurinn greitt þeim sem eftir lifa endalaust án þess að ganga á höfuðstólinn því greiðslur yrðu aðeins brot af ávöxtun höfuðstólsins. Þeir sem reka minn sjóð eru svo færir að þeir semja við æðstu yfirmenn sína um árslaun sem eru jafnvel margföld ævilaun fólks á meðan sjóðurinn ber neikvæða raun- vexti. Það er sjálfsagt að hafa samtrygg- ingu, en 10% af launum fólks er of mikið. Flestum finnst að trygginga- félög taki of mikið fyrir bifreiðatrygg- ingu, en sú fjárhæð sem fólk greiðir þar nægir e.t.v. til þess að kaupa um tíunda hvern bíl á landinu. Þessi trygging er þó mun réttlátari og ódýr- ari en þær tryggingar sem fólk fær hjá lífeyrissjóðum. En hvað getur fólk gert? Þeir sem hagnast á þessu eru þeir sem sitja allan hringinn um samn- ingsborðið og eru umboðsmenn fólks- ins, verkalýðsfélög, fyrirtæki, ríkið og lífeyrissjóðirnir. Og þessir aðilar vita að fólkið hræðist það ofurefli sem við er að etja. Punktakerfi lífeyrissjóðanna hefur þann tilgang að slá ryki í augu fólks svo það sjái ekki hve háar upphæðir það hefur greitt í þetta happdrætti. Ég er hræddur um að fólk myndi rísa upp og mótmæla ef það sér framreikn- aðar upphæðir með vöxtum frekar en punkta, hvað haldið þið? Ég eins og margir ákvað á sínum tíma að greiða lífeyrissparnað til Frjálsa lífeyrissjóðsins vegna stefnu þeirra í lífeyrismálum á sínum tíma. Sú stefna er horfin úr Frjálsa lífeyr- issjóðnum. Kaupþing hefur sett ákvæði í sam- þykktir sjóðsins sem koma í veg fyrir að sjóðfélagar geti haft áhrif á sjóðinn. Það sitja 7 menn í stjórn skv. grein 4.1 í samþykktum hans, 4 frá Kaupþingi og 3 fyrir hönd sjóðfélaga. Grein 20.1 meinar sjóðfélögum að breyta þessu ákvæði, þeim er jafnframt meinað að skipta um rekstraraðila sjóðsins. Aðalfundur sjóðsins er í lok júní, þegar flestir eru í sumarfríum, en það breytir ekki neinu því þessir stjórn- armenn eru ekki kjörnir á aðalfundi líkt og venja er heldur á almennum fundi sjóðfélaga. Það sætir furðu að fjármálaráðu- neytið, sem ber að yfirfara samþykkt- ir lífeyrissjóða, geti samþykkt svo gróft brot á réttindum sjóðfélaga sem hér er. Þar sem ekki er hægt að breyta samþykktum sjóðsins er ekki um ann- að að velja en að stofna nýjan. Þeir sem völdu að greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn á sínum tíma gerðu það vegna sterkrar réttlætiskenndar og eðlilegra viðhorfa til lífeyrismála. Það fólk og annað sem vill breytingar á þessu hvet ég til þess að stofna með mér nýjan lífeyrissjóð þar sem mann- réttindi og félagsréttindi eru höfð að leiðarljósi við það eitt sem lífeyris- sjóður á að gera, að vinna fyrir sjóð- félaga og berjast fyrir eðlilegri skipt- ingu séreigna og sameigna trygg- ingar. Það eru sjálfsögð mannréttindi:  Að mega velja sér lífeyrissjóð sem menn telja hæfan til þess að ávaxta lífeyrissparnað sinn.  Að annar lífeyrissparnaður en út- reiknuð samtrygging sé algerlega frjáls til flutnings til hvaða lífeyr- issjóðs sem er.  Að sjóðfélagar stýri sjóðum sínum sjálfir og kaupi sérfræðiaðstoð við ávöxtun sjóða.  Að allur lífeyrissparnaður skili sér til sjóðfélaga, ekki bara einhver til- tekinn hluti. Hluti ávöxtunar á að nota í rekstur sjóðsins, þannig vinna bankar og það er engin ástæða fyrir því að lífeyrissjóðir geti ekki starfað eins. Þetta veitir sjálfkrafa aðhald.  Að áhætta þess hluta lífeyris- greiðslna sem er samtrygging, sé útreiknuð og dreifð til trygginga- félaga hérlendis eða erlendis. Ef engin samkeppni er milli sjóða er engin hvatning um að ávaxta féð vel. Það þarf 800 manns til þess að stofna lífeyrissjóð. Sameiginleg hagsmuna- samtök gegn sjóðfélögum Eftir Jón Jósef Bjarnason „Punkta- kerfi lífeyris- sjóðanna hefur þann tilgang að slá ryki í augu fólks.“ Höfundur er ráðgjafi á sviði gervi- greindar hjá IT ráðgjöf ehf. itr@heimsnet.is Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.