Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Jónas. Ekki datt okkur í hug að við myndum ekki sjá þig aftur þegar þú og Helle mamma þín komuð á þriðjudags- kvöldinu fyrir öskudag til að fá lán- að öskudagsdót hjá henni Heiðrúnu. Þá varst þú líka að segja okkur stoltur frá því að pabbi þinn ætlaði að halda fermingarveislu fyrir þig í Bláa lóninu 13. apríl næstkomandi og þú hlakkaðir svo mikið til. En nú höfum við kynnst því að það er stutt á milli lífs og dauða. Kynni okkar við þig og fjölskyldu þína hófust þegar þú varst aðeins nokkurra vikna gamall. Þá fór ég með dóttur mína Heiðrúnu og Helle með þig, sem varst 18 dögum eldri, í ungbarnanudd. Eftir námskeiðið hittumst við allur hópurinn nokkr- um sinnum, en þegar sá félagsskap- ur datt upp fyrir héldum við Helle áfram að hittast og hefur verið mik- JÓNAS EINARSSON WALDORFF ✝ Jónas EinarssonWaldorff fæddist í Reykjavík 1. apríl 1989. Hann lést í um- ferðarslysi á Reykja- nesbraut 9. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju 18. mars. ill samgangur okkar í milli alla tíð síðan. Þegar þú varst tveggja til þriggja ára komst þú í pössun til mín þar sem ég starf- aði þá sem dagmamma og þótt þú færir í leik- skóla og síðan í grunn- skóla, hélst þú áfram að koma í pössun þeg- ar á þurfti að halda. Þegar ég og mín fjöl- skylda hugsum til baka, koma ýmsar minningar upp í hug- ann og væri alltof langt mál að minnast á þær allar. Það sem mér dettur fyrst í hug er þegar þú áttir þriggja ára afmæli. Þá hafði ég komist að því hvað þú hafðir gaman af því að leika þér að bollastelli sem Heiðrún átti. Við gáfum þér bolla- stell í afmælisgjöf og þú fórst strax að hella upp á kaffi handa Heiðrúnu vinkonu þinni. Ég sé ykkur fyrir mér þar sem þið sátuð og drukkuð vatn úr kaffibollum. Að sama skapi hef ég sjaldan kynnst krakka, sem var eins skemmtilegt og gott að gefa að borða eins og þér. Það var allt gott, nema eitt: Nætursaltaðar gell- ur. Enn sé ég ykkur fyrir mér, Heið- rúnu og þig, kúgast yfir matarborð- inu og að lokum varð ég að taka diskana frá ykkur. Ég bauð ykkur ekki aftur upp á gellur. Þið gleymd- uð þessu aldrei enda rifjuðum við þetta upp alltaf öðru hverju. Mér hefur alltaf þótt vænt um þig og þótt ég hafi oft þurft að stoppa þig af og vera ákveðin við þig, held ég að þér hafi líka þótt vænt um mig. Það kom í ljós fyrir tæpu ári þegar þið bræður, Jónas og Daníel, tókuð þá ákvörðun að láta skíra ykk- ur. Þá leitaði Helle til mín þegar hún þurfti að fá skírnarvott. Ég fann þá að ég var meira en bara vinkona. Ég veit að síðastliðin ár hafa oft verið erfið hjá fjölskyldunni, þar sem þú, Jónas, áttir erfitt andlega. En nú var loksins komið að því að þú fékkst liðveislu, sem mikið var búið að bíða eftir. En hún varð stutt. Ég veit að Guð hefur ætlað þér meira og stærra hlutverk annars staðar fyrst hann sótti þig svo fljótt og snöggt. Elsku Helle og Daníel, Einar og Ragnheiður og aðrir ættingjar. Við fjölskyldan í Norðurkoti vonum að Guð styrki ykkur á þessari sorgar- stundu og hjálpi ykkur við að takast á við lífið við breyttar aðstæður. Einnig biðjum við fyrir bílstjórum beggja bifreiðanna og fjölskyldum þeirra. Vertu sæll, Jónas. Sigríður Hanna og fjölskylda, Norðurkoti. Með þessari grein viljum við minnast vinar okkar, hans Jónasar, en honum höfum við fylgst með alla hans ævi vegna góðrar vináttu við foreldra hans. Þegar unglingur eins og hann kveður þennan heim er ekki við því að búast að eftir hann liggi langur afrekalisti enda hefur ævin farið í að læra á lífið og annað það sem ungum mönnum er ætlað að læra. Hann fór ungur að læra að spila og njóta góðrar tónlistar enda fékk hann fyrsta flokks leiðsögn frá tón- listarkennaranum móður sinni. Að- eins fjögurra ára fór hann í sína fyrsta tónlistarferð geislandi af ánægju eins og sjá má af myndum. En frá föður sínum fékk Jónas ein- lægan áhuga og ákafa fyrir verk- efnum sem heilluðu hann. Hann hafði mikinn áhuga á bæði fjarstýrð- um bílum og „körtu“-bílum og að sjálfsögðu hundunum sínum. Hjá Jónasi skiptust á skin og skúrir og þurfti hann á stuttri ævi að takast á við ýmiss konar mótlæti sem getur reynst óhörðnuðum ung- lingi erfitt. Með aðstoð góðs fólks og uppbyggilegra áhugamála var hann að læra að takast á við vandamálin og teljum við engan vafa á að hann hefði lært það eins og annað sem hann fékk áhuga á enda með góða námshæfileika. En slysin gera ekki boð á undan sér og kveðjum við nú Jónas fullviss um, að þrátt fyrir ungan aldur, hafi hann gegnt hlut- verki hér í þessari jarðvist og að margt megi læra af hans hlutskipti. Við munum Jónas fullan af eld- móði og vonum að hann fái að keyra um himnaríki á sínum „körtu“-bíl. Við vottum Daníel bróður hans, foreldrum og öðrum aðstandendum samúð okkar. Blessuð sé minning þín. Sigríður og Friðfinnur. Það er sorglegt að missa nem- anda og ég er að upplifa það í fyrsta sinn sem kennari. Ég kynntist Jón- asi í byrjun þessa skólaárs og kenndi honum íslensku ásamt bekkjarfélögunum í 8. KÓ. Við áttum góðar stundir saman, röbbuðum um lífið og tilveruna þeg- ar tími gafst. Hann sagði mér frá erfiðleikum sínum og að lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Hann var stoltur af því að vera að hálfu dansk- ur og þar fundum við okkar fyrsta samræðuefni þar sem ég hafði búið í Danmörku. Þegar ég söng afmæl- issönginn á dönsku fyrir bekkinn þá leiðrétti hann framburð minn og textann og hafði ég gaman af. Minningarnar sem koma upp í hugann eftir okkar stuttu kynni eru m.a. þegar hann kom með bókina sem hann fékk í jólagjöf í skólann eftir áramótin og bað mig að lesa fyrir bekkinn. Bókin var um Halldór Laxness, „Skrýtnastur er maður sjálfur“ sem Auður, barnabarn Halldórs, skrifaði um afa sinn. Jón- as var mjög hrifinn af sögunni um hundamjólkina og las ég þann kafla fyrir bekkinn hans. Þarna kom vel í ljós hve Jónas var einstakur, áhugi hans á sögum var mikill. Daginn eft- ir kom ég með „Heimsljós“ og las fyrir bekkinn þegar Ólafur Ljósvík- ingur upplifir „Kraftbirtingarhljóm guðdómsins“ og þá skildum við Jón- as hvort annað. Önnur minning sem kemur upp í hugann er þegar bekk- urinn las söguna Kveldúlfsþáttur kjörbúðar eftir Einar Kárason. Nemendur áttu síðan að skrifa stutt framhald sögunnar og fór Jónas til föður síns, sem hjálpaði honum að skrifa ritgerðina. Jónas var spennt- ur að fá að vita hvaða einkunn hann fengi fyrir ritgerðina og spurði mig daglega hvort ég væri búin að fara yfir hana. Ritgerð Jónasar var til mikils sóma og fékk hann ein- kunnina 10 fyrir hana. Það er ánægjulegt til þess að vita að for- eldrar hjálpi börnum sínum við lær- dóminn. Faðir Jónasar hafði einnig sagt honum frá höfundinum og var Jónas stoltur af því að þeir þekkt- ust. Jónas var mikill matmaður, fékk hann mig til þess að hafa matseðil vikunnar uppi á vegg svo að hann gæti séð hvað væri í matinn hvern dag og eitthvert sinn þegar ég gleymdi mér lét hann mig vita og hætti ekki fyrr en ég hefði hengt seðilinn upp. Einstöku sinnum fór ég með bekkinn í orðaleik og reyndi ég þá að finna eins erfitt orð og ég gat til að ögra nemendum. Jónasi fannst þessi leikur mjög skemmtilegur og hafði komið með orð í skólann skrif- að á miða og vildi endilega að ég færi með bekkinn í leikinn. Ég setti miðann í skúffuna á kennaraborðinu og sagði við hann að ég myndi gera það seinna. Orðið sem Jónas kom með var: „vaðlaheiðarvegavinnu- verkfærageymsluskúraútidyra- lyklakippu-hringur“. Nú sit ég hér með miðann fyrir framan mig og er orðin of sein. Hverjum dettur í hug að nemandi kveðji svo skjótt. Skógurinn væri þögull, ef þar syngi enginn fugl nema sá sem best syngur, og skógurinn er örugglega fátækari eftir að hafa misst Jónas og söng hans. Fjölskyldu hans votta ég innilega samúð mína. Bryndís Guðmundsdóttir, kennari, Heiðarskóla. Við skólafélagar Jónasar í 8. bekkjum Heiðarskóla í Reykja- nesbæ, viljum senda foreldrum hans og bróður okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Það er sorglegt að hugsa til þess að hann muni ekki fermast með okkur núna í apríl. Jónasar verður sárt saknað og langar okkur að minnast hans með 23. Davíðs- sálmi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Guð blessi Jónas um alla eilífð. Bekkjarfélagar í 8. KÓ og 8. MK. Þau voru ekki upplitsdjörf ferm- ingarsystkini sem söfnuðust saman í Kirkjulundi í Keflavík sl. fimmtudag til þess að minnast þess að einn úr hópnum hafði látið lífið í hörmulegu bílslysi á Reykjanesbraut. Þau voru þögul og ég tók eftir því að aldrei þessu vant settust þau framarlega í salinn í virðingarskyni við látinn fé- laga sinn. Við fjölluðum um sálræn eftirköst áfalla, báðum síðan í kirkj- unni fyrir ástvinum Jónasar, ferm- ingarsystkinum og skólafélögum og tendruðum ljósabæn – bæn án orða. Orð verða svo merkingarlaus í áföll- um. Jónas hafði farið með vini sínum og leiðbeinanda í bíó til Reykjavík- ur. Þeir voru á leiðinni heim eftir auðum veginum þegar þeir óku allt í einu inn í snjó við Vogaafleggjara og slysið átti sér stað. „Æskuhryggð er eins og mjöll á apríldegi“ segir skáldið Steingrímur Thorsteinsson og ég las í fyrstu aðra merkingu úr þeim oðrum en skáldið. Slys eru slys og fyrsta verkefnið í sorginni er að trúa því sem gerst hefur. 54. dauðaslysið á Reykjanes- brautinni er staðreynd. Sem betur fer er tvöföldun brautarinnar hafin og við blessum hendur þeirra sem vinna verkið. Okkur, sem vorum viðstödd þeg- ar stórvirkar vinnuvélar hófu fram- kvæmdir, létti mikið og vonandi verður tvöföldunin til þess að auka umferðaröryggi á brautinni til mik- illa muna. Jónas var indæll drengur. Hann var með okkur í Vatnaskógi í haust þegar við vorum að hrista ferming- arhópana saman og hófum fyrstu tímana í fermingarundirbúningi. Einn af þeim var í sr. Friðriks- kapellu og fjallaði um bænina. Nú er eins og bænamálið eitt hafi merk- ing. Við leitum til Guðs, þess kær- leiksmáttar sem er meiri en okkar og er sterkari en dauðinn. Guð tekur ekki frá okkur erfiðleika og raunir í lífinu en hann er aldrei nær okkur en einmitt þá og leiðir okkur til sig- urs og vonar á ný. Jónas átti sínar erfiðu stundir en var í góðu jafnvægi eftir áramót. Námið sóttist vel og hann var einn af þeim sem las ýmislegt annað en námsbækurnar, enda vel gefinn pilt- ur sem framtíðin virtist blasa við. Ég minnist þess þegar hann kom til mín og bað mig um að bæta Waldorff nafninu á fermingarbarna- listann. Hann sótti undirbúnings- tímana í Kirkjulundi vel og var með á fyrstu æfingunni í kirkjunni fyrir ferminguna 13. apríl nk. Hann notaði hettuna á úlpunni sinni eins og Línus notar teppið í frásögum Schultz af Smáfólkinu, eins og til öryggis í viðsjárverðum heimi, heimi sem er ekki í samhengi og reynist oft erfiður ungu fólki. Æfingin í kirkjunni var fyrir aug- liti Guðs. Ég bar fram spurninguna: „Viltu leitast við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins?“ Svarið kom hátt og snjallt: „Já.“ Ég lagði hönd á höf- uð hans og sagði: „Guð, faðir, sonur og heilagur andi varðveiti þig í skírnarnáð þinni til eilífs lífs.“ Og síðan kom handtakið: „Friður sé með þér“ og andsvarið var skýrt: „Amen“, sem merkir já það verði. Ég gat þess að það er eins og bænamálið hafi eitt merkingu í sorg og missi. Við tileinkum á þessu vori fermingarbörnunum bæn eftir Reinhold Niebuhr: „Ó Guð, sem hef- ur skapað okkur sem tímans börn, svo sérhver morgundagur sé ókann- Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓNAS SIGURÐSSON, Prestastíg 9, áður Grýtubakka 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Auður Gunnarsdóttir, Svanhildur María Ólafsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Sigurður Pétur Ólafsson, Agnes Steinarsdóttir, Lára Inga Ólafsdóttir, Ólafur Bjarni Pétursson, Björg Sigrún Ólafsdóttir, Erlendur Traustason, Esther Helga Ólafsdóttir, Georg Sverrisson, Gunnar Guðmundur Ólafsson, Linda Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR H. KONRÁÐSSON vélfræðingur, Aratúni 6, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. mars kl. 15.00. Oddný Dóra Jónsdóttir, Konráð Þórisson, Vala Dröfn Hauksdóttir, Oddný Þóra Konráðsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, TÓMAS KRISTJÁNSSON, Hraunbraut 32, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut sunnu- daginn 16. mars. Hólmfríður Gestsdóttir, Kristrún Tómasdóttir, Pétur Oddgeirsson, Jóhanna Tómasdóttir, Guðlaug Tómasdóttir, Steingrímur Sigurðsson, Tómas Þórarinn, Arnar Oddgeir, Marta, Sindri Þór, Steinar Páll og Sara Ósk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.