Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ tókum við ágætum stofni af föður mínum og höfum reynt að halda honum við,“ segir Klemenz Halldórsson, bóndi á Dýrastöðum í Norðurárdal, en búið á Dýrastöðum hefur í áraraðir verið með afurða- hæstu kúabúum landsins. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því Dýrastaðabúið er líka í efstu sætum í fallþunga yfir skýrslu- færð fjárbú í Borgarfirði til margra ára. Á Dýrastöðum búa þau Ragnheið- ur Hjörleifsdóttir og Klemenz en þau tóku við búi af foreldrum Klemenzar árið 1978. Búið er með um 16–18 árs- kýr og 150 kindur og nokkra hesta. „Það má þakka Ragnheiði flest það sem vel hefur farið í búskapnum“ segir Klemenz aðspurður um þennan góða árangur. „Ragnheiður sér um bókhaldið og gerir kúa- og fjár- skýrslur. Reyndar hafði faðir minn frá upphafi gert búskýrslur.“ Hey- og fóðuröflun hefur breyst mikið á þeim 25 árum sem Ragnheið- ur og Klemenz hafa verið við búskap. „Við höfum lengst af verið með þurr- hey, heyjuðum síðan í flatgryfju, súr- hey, og nú síðari ár rúllað hluta heys- ins. Þá höfum við alla okkar búskapartíð ræktað grænfóður, í nokkuð miklu magni miðað við það sem almennt gerist. Við gefum tals- verðan fóðurbæti en það fer eftir mjólkurskeiði hjá kúnum hversu mikið við gefum af honum. Kýrnar bera mest á haustin og fyrri hluta vetrar.“ Natni skilar árangri En hvað segir Jón Viðar Jón- mundsson, ráðunautur hjá Bænda- samtökum Íslands, um þennan frá- bæra árangur í ræktuninni hjá bændunum á Dýrastöðum. „Ég held að fyrst og fremst megi þakka hann einstökum áhuga, natni og færni í bú- skap. Þau hafa bæði gaman af búfé og þekkja það prýðisvel, bæði hvað varðar ræktun og búskap.“ Þótt meðferð og umhyggja við skepnur verði ekki lærð í skólum eru þau Ragnheiður og Klemenz bæði bændaskólagengin, hún frá Hólum en hann Hvanneyri, og það hefur komið sér vel við búskapinn. „Það er ekki spurning. Við erum miklu betur í stakk búin að vinna úr þeim upplýsingum og leiðbeiningum sem berast okkur. Svo höfum við far- ið á endurmenntunarnámskeið sem Bændaskólinn á Hvanneyri býður upp á og það hefur nýst vel.“ Nú eru blönduð bú á undanhaldi á landinu og mikið rætt um vanda sauðfjárræktarinnar og lágar tekjur sauðfjárbænda. „Við höfum góðar tekjur af sauðfénu og ef við hefðum ekki féð þyrftum við að stunda vinnu utan heimilis. Það eru engin sérstök útgjöld við féð þar sem heyið og vél- arnar eru fyrir hendi.“ Sennilega mundu þeir sem hafa nokkurra vikna sumarfrí á ári ekki vilja skipta við sveitafólk sem fórnar fríum og það hafa fáir mjaltatímar verið á Dýrastöðum án þess að annað hvort þeirra væri í fjósinu. „Okkur finnst það engin fórn. Við höfum ekki farið saman í frí síðan 1986, þá fórum við í heimsókn vestur í Dýrafjörð. Reynum þó að fara eitt- hvað, hvort í sínu lagi, á hverju sumri, Ragnheiður fer í hestaferðir og á hestamót og ég hef tvisvar farið í bændaferðir til Bretlands og Þýska- lands.“ Hefði getað hugsað mér að verða prestur Klemenz hefði þó getað hugsað sér að gera ýmislegt annað en búa. „Ég hef stundum sagt það núna í seinni tíð að ég hefði viðjað læra til prests og verða sveitaprestur þar sem Ragnheiður hefði getað verið með hestana sína. Ef synir okkar væru spurðir um áhugamál mitt mundu þeir eflaust segja að það væri að sofa. Þegar ég var yngri langaði mig að víkka sjón- deildarhringinn og fara eitthvað en hafði ekki tækifæri til þess. Við Ragnheiður höfum gaman af að dansa og erum búin að vera að læra að dansa alla okkar búskapartíð. Þá var ég áður í félagsmálavafstri en er hættur að nenna því.“ Hvort sem það á eftir að rætast að Klemenz gerist sveitaprestur og Ragnheiður prestsmaddama þá er það víst að þau mundu sinna því af jafn mikilli alúð og þau hafa hugsað um búið þar sem þau hafa verið vakin og sofin. Kannski er starf prestsins og bóndans ekki svo ólíkt þar sem bæði krefjast þau þolinmæði og um- burðarlyndis. Þegar áhugi og færni fara saman Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Klemenz og Ragnheiður í fjósinu á Dýrastöðum með kúna Blesu á milli sín. Norðurárdalur FJÖLÞJÓÐADAGUR var haldinn í Ólafsvík sl. laugardag á vegum Ólafsvíkurkirkju og er þetta í fyrsta sinn sem hann er haldinn. Að sögn Óskars H. Óskarssonar, sókn- arprests í Ólafsvík, tókst hátíðin, sem svo má kalla, mjög vel í alla staði. Alls tóku 15 þjóðir þátt í þess- ari fyrstu hátíð sem byrjaði kl. 15 á laugardag í Ólafsvíkurkirkju. Þar kynnti fólk menningu síns lands í tali og tónum og fórst það vel úr hendi. Allir urðu að segja fjórar setningar á sínu tungumáli en það var ,,góðan daginn, góða kvöldið, hvað segir þú gott“ og að lokum ,,ég elska þig“. Þegar samkomunni í kirkjunni lauk var farið í safn- aðarheimilið þar sem gesta beið hlaðið borð af kræsingum frá hin- um ýmsu þjóðlöndum sem fólkið hafði útbúið. Einnig voru ýmsir munir þar til sýnis. Margir voru í litríkum fötum, sem setti fallegan svip á hátíðina. Óskar sagði að í Snæfellsbæ væri fólk frá a.m.k. 23 löndum og fjöld- inn væri um 150 og það gera 9% af bæjarbúum. Fjölmennastir eru Pól- verjar. Fólkið vinnur við ýmis störf þótt flestir séu í fiskvinnslunni. Mikill fjöldi fólks úr Snæfellsbæ mætti til að kynnast siðum og menningu landanna og talað var um að halda aftur fjölþjóðadag að ári. Morgunblaðið/Alfons Það var fjölmennur hópur erlendra ríkisborgara sem búsettir eru í Snæfellsbæ sem kynnti land sitt og menningu. Morgunblaðið/Alfons Nygaard, læknir frá Danmörku, bjó til danskar friggadellur til að lofa gestum að smakka, og að sjálfsögðu voru gestir ánægðir með þær dönsku. Sterkir litir settu svip á fjöl- þjóðadag Ólafsvík FYRIR nokkru var hrundið af stað friðarverkefni á Nýja-Sjá- landi, sem nýtur stuðnings nób- elsverðlaunahafans Desmonds Tutu. Verkefnið miðaðist við það að fá einstaklinga um allan heim til að koma saman og kveikja á kerti sunnudagskvöldið 16. mars klukkan sjö að staðartíma og mynda þannig ljósband friðar um hnöttinn. Þátttaka í verkefninu varð geysimikil og má sjá myndir frá friðarathöfnum um allan heim inni á vefsíðunni www.globalvigil- .com. Á Íslandi hittist fólk á nokkrum stöðum til að kveikja á kertum fyrir friði í heiminum, m.a. á Brekkubæ á Hellnum þar sem fólk af ýmsu þjóðerni kom saman til að tendra sín kertaljós. Kertaljós um allan heim Hellnar Í TILEFNI þess að útboðsgögn vegna jarðgangagerðar um Héðins- fjörð voru send til framkvæmdaaðila nú á miðvikudag, boðaði Samgangur sem er félag áhugamanna um bættar samgöngur á Tröllaskaga, til sam- komu í Skútudal í Siglufirði undir yf- irskriftinni „neglum jarðgöngin nið- ur“. En fyrirhugaður munni jarðganganna er í Skútudal. For- svarsmenn Samgangs festu síðan niður skilti í með áletruninni „Héð- insfjarðargöng“ nærri þeim stað sem fyrirhugaður munni jarðganganna verður að viðstöddum fjölda fólks sem lagði leið sína í Skútudalinn í mikilli veðurblíðu. Það var Sverrir Sveinsson, fyrr- verandi varaþingmaður og veitu- stjóri í Siglufirði, sem fyrstur ræddi opinberlega hugmyndina um jarð- göng á þessum stað, þegar hann flutti þingsályktunartillögu á Alþingi um málið árið 1990. Flytjendur að tillögunni með Sverri voru þá allir þingmenn Norðurlands. Sverrir sagði að þetta væri í sínum huga stór stund, því það væri hagsmunamál fyrir alla Norðlendinga að bæta sam- göngur og styrkja byggðarlög á Norðurlandi með þessum hætti. Hann sagði einnig að málið hafi í raun tekið skemmri tíma en hann hafi búist við í upphafi, en að baki lægi mikil vinna margra aðila til að vinna þessu máli brautargengi. Guðmundur Guðlaugsson, bæjar- stjóri í Siglufirði, tók í sama streng og sagði að sveitarstjórnarmenn á svæðinu væru nær einhuga um mik- ilvægi þessarar framkvæmdar. Sagði hann einnig að líta mætti svo á að hin táknræna aðgerð þegar Sam- gangsmenn boruðu fyrir festingum skiltisins teldist fyrsta borverkið í þessari framkvæmd. Samgangur var stofnaður árið 1995 af hópi áhuga- fólks um þetta mál og hefur hópur- inn unnið þessu máli framgöngu þess með ýmsum hætti og hefur m.a. gef- ið út blöð í því skyni. Formaður Sam- gangs er Freyr Sigurðsson. Morgunblaðið/Halldór Þ. Halldórsson Samgangur fagnar útboði jarðganga Siglufjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.