Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 23 FYRIRHUGUÐ sýning á Rómeó og Júlíu í Borgarleik- húsinu á föstudagskvöldið fell- ur niður. Nína Dögg Filippus- dóttir tognaði illa á handlegg þegar hún féll niður af sviðinu á sýningu sl. laugardagskvöld. Næsta sýning verður skv. áætl- un miðvikudaginn 26. mars. Þeir sem eiga miða á föstudags- kvöldið eru beðnir að snúa sér til miðasölu Borgarleikhússins. Rómeó og Júlíu frestað Súfistinn, Laugavegi kl. 20.30 Sjónhverfingakvöld verður í tilefni af útkomu bókar Hermanns Stef- ánssonar, Sjónhverfingar. Úlfhildur Dagsdóttir mun fjalla um sjónhverf- ingafræði Hermanns, Jón Hallur Stefánsson les upp úr Sjónhverf- ingum, auk þess mun töframaðurinn Birgir sýna sjónhverfingar. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 kl. 20.30 Þýska kvikmyndin „Verg- iss Amerika“/Forget America verð- ur sýnd í kvöld. Myndin er frá árinu 2000 og er textuð á ensku. Leikstjóri er Vanessa Joop. Vinirnir Benno og David, sem búa í austurþýskri smáborg, verða báðir ástfangnir af stúlkunni Önnu. Í DAG HÆFNISPRÓF fyrir dansara fer fram í Iðnó á laugardag kl.14.30 á vegum Ferðaleikhússins sem sýna mun Light Nights í Iðnó í sumar. Ráðgert er að fjórir dansarar (tvö pör) ekki yngri en 16 ára komi fram í nokkrum dansatriðum og einnig í leikatriðum sem leikrænir túlkendur án orða. Í hæfnisprófinu eru dansarar beðnir um að sýna stutt dansatriði, að eigin vali, sem þeir hafa und- irbúið og æft áður. Jafnframt eru umsækjendum gefin verkefni á staðnum þar sem þeir eru prófaðir í leikrænni tjáningu. Einnig getur Ferðaleikhúsið bætt við einum atvinnuleikara sem hefur ensku á valdi sínu. Skráning og nánari upplýsingar gefur Kristín G. Magnús. Hæfnispróf fyrir dansara RITHÖFUNDAR úr Grafarvogi, Grafarvogsskáldin svokölluðu, eru í forgrunni í nýjasta tölublaði vef- tímaritsins Transcript. Tímaritið er gefið út af Literature Across Front- iers (LAF), sem er evrópskt verk- efni tileinkað bókmenntaumræðu, og er einkum helgað bókmenntum smærri evrópskra tungumála. Eitt meginmarkmiða Transcript er að kynna bókmenntir sem að öðru leyti hljóta takmarkaðri kynningu á hin- um almenna alþjóðlega vettvangi. Bókmenntakynningarsjóður, sem er í samstarfi við LAF, styrkti vinnuna við íslenska hluta þessa tölublaðs. Íslensku rithöfundarnir eru hluti af umfjöllun um „Eyjarnar í norðri“, en auk hinna íslensku rithöfunda er grænlenskum, orkneyskum og hjaltlenskum rithöf- undum gerð skil í þessum hluta tölu- blaðsins. Grafarvogsskáldin er fé- lagsskapur rithöfunda sem búsettir eru í hverfinu og hittast þeir öðru hverju til þess að ræða skáldskap og undirbúa menningaruppákomur í hverfi sínu. Má þar nefna upplestur á hinum árlega Grafarvogsdegi, sem haldinn er í september, og Stjörnumessu, sem haldin er í des- ember. Til Grafarvogsskáldanna teljast Aðalsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmundsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragn- ar Ingi Aðalsteinsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Pistilinn „Life in a Reykjavík Sub- urb“ eða „Lífið í úthverfi Reykjavík- ur“ eftir Eystein Þorvaldsson er að finna á Transcript, auk stuttrar um- fjöllunar um starfsferil hvers höf- undar. Lesa má sýnishorn úr verki eftir hvern rithöfund, ljóð, smásögu eða kaflabrot úr skáldsögu í enskri þýðingu, og sum verkanna má jafn- framt lesa í þýskri eða franskri þýð- ingu, en Transcript kemur út á þessum þremur tungumálum. Einn- ig birtir tímaritið smásöguna „Streaker Disrupts Iceland versus Albania“ eftir Einar Má. Um hópinn segir í pistli Eysteins: „Grafarvogs- skáldin eru þó ekki einsleitur hóp- ur. Umfjöllunarefni þeirra og að- ferðir eru ólíkar, bækur þeirra bera ólíkum starfsstéttum vitni og verk þeirra flokkast á breiðum skala. Að- eins tvö skáldanna hafa helgað sig skrifum eingöngu, en hinir lagt stund á margs konar störf meðfram ritstörfum. Aðspurð hvað sameini þau, svara rithöfundarnir: „Hverfið og áhugi okkar á bókmenntum.““ Slóð veftímaritsins Transcript er: www.transcript-review.org. Grafarvogs- skáldin á Netið Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar Már Guðmundsson, eitt Grafarvogsskáldanna, les úr verkum sínum á hinni árlegu Stjörnumessu í Grafarvogi fyrir síðustu jól. Sjónhverfingar eftir Hermann Stefánsson er fyrsta bókin í Svörtu línunni frá Bjarti. „Eitthvað birtist og virðist svo gufa upp; ef að er gáð kemur í ljós að það hefur aldrei verið til.“ Þetta er ein af grundvallarhugmyndum Hermanns Stefánssonar um sjálft eðli íslensks veruleika. Hugmyndir þessar setur Hermann fram í nýrri bók þar sem hann sviptir hulunni af ýmsum hliðum samtímans, ekki síst þeirri tegund menningar sem venjulega er skil- greind sem lágmenning eða fjölda- menning. Meðal viðfangsefna hans er hval- urinn Keikó, sjómannadagurinn, dauði Díönu prinsessu, auglýsingar fyrir smjörlíki, dömubindi og hársápu, glötuð skáldsaga eftir Halldór Lax- ness, skyndibitastaðir, ríkjandi við- horf, ljósmyndir, fatafellur, falsanir og auðkennahryðjuverk. Bókin er jafnframt önnur bókin í vor- bókaflóði. Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Verð: 1.480 kr. Skáldsaga BIRGIR Andrésson myndlistarmaður er að vinna að því verkefni þessa dagana að búa til myndverk fyrir ferjuna Norrænu. Verkinu er ætlað að prýða bar ferj- unnar. „Ég hef ekki myndskreytt bar áður, en hef gert myndskreytingar fyrir stofnanir eins og Enskilda Bank- en í Danmörku, félagsmálamiðstöð í Bern í Sviss, og hef gert svipað verkefni fyrir Menntaskólann í Kópavogi,“ segir listamaðurinn spurður um hvort ekki sé sérstakt að skapa myndlist fyrir bar. „Ég hef málað talsvert upp úr gamalli frímerkjaseríu, – Alþingishátíðarseríu, sem er að mínu mati fyrsta serían í íslenskri frímerkjaflóru þar sem reynt er að skapa ímynd þjóðar. Þarna eru vík- ingaskip og lögsögumenn á Alþingi, Þingvellir, menn að bera rekavið, og þar fram eftir götunum. Ég vinn verk- in upp úr þessari seríu. Þetta eru frekar stórar myndir og það er þessi þjóðararfur sem ég er að leika mér með, en þó í frímerkjaformi. Frímerki eru einmitt notuð í ferðalögum. Ef þú færð bréf frá skattinum eða sýslu- manni, þá er yfirleitt aldrei frímerki á því, bara stimpill. En þegar þú ferð í ferðalög, þá notarðu frímerki. Þetta er einfalt, – ég er bara að búa til hlýlegar myndir.“ Myndskreytir bar Norrænu Morgunblaðið/Kristinn Birgir Andrésson, fyrir miðri mynd, ásamt aðstoðarmönnum sínum, Þuríði Sigurðardóttur og Arnfinni Amazeen. HARMÓNÍKAN hefur löngum ver- ið eitt ástsælasta hljóðfærið hér á landi og skipað veigamikinn sess í skemmtana- og tónlistarlífi hérlend- is. Þrátt fyrir þessar útbreiddu vin- sældir hljóðfærisins er hinn blæ- brigðaríki tjáningarmáttur hennar ekki öllum ljós, en úr því rætist í kvöld, þegar finnski harmóníkuleik- arinn Tatu Kantomaa heldur ein- leikstónleika í Salnum. „Já, það má kannski segja að það sé hin hliðin á harmóníkunni sem kemur fram á tónleikunum, ekki sú sem flestum dettur í hug þegar þeir heyra orðið harmóníka,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Ég mun leika tón- list sem skrifuð er sérstaklega fyrir hljóðfærið, aðallega klassík en létt- ari tónlist líka. Tónskáldin eru frá Rússlandi, Finnlandi, Noregi, Frakklandi og Danmörku.“ Sögu harmóníkunnar má rekja aftur til fyrri hluta 19. aldar, og spannar efnisskrá tónleikanna allt frá seinni hluta aldarinnar til ný- legra verka. Tatu segir tónleikana gefa áheyrendum tækifæri til að kynnast harmóníkunni og margvís- legum verkum sem samin eru fyrir hana. Hún sé fjölbreytilegra hljóð- færi en margan grunar, en lítið sé leikið hér af slíkri tónlist. „Ýmsir tæknilegir hlutir í verkunum sem ég leik krefjast mikillar þjálfunar. Í mörgum nýrri verkanna sem skrif- uð eru fyrir harmóníku eru mögu- leikar hljóðfærisins nýttir til fulls, sem eldri tónlist gerði ekki í sama mæli. Vinstri hönd og hægri hönd leika til dæmis stundum þannig, að það líkist einna helst tveimur hljóð- færum sem spilað er á í einu, og vinstri höndin er farin að skipta jafnmiklu máli í nýrri tónlist og sú hægri,“ útskýrir hann. Tatu Kantomaa er íslenskum tón- listarunnendum að góðu kunnur sem harmóníkuleikari, en hann hef- ur haldið fjöldamarga einleikstón- leika hérlendis og meðal annars komið fram hérlendis með tónlist- arhópunum Rússíbönunum og Caput. Hann hefur verið búsettur á Íslandi með hléum frá árinu 1996 og kennt og spilað á harmóníku. Enn- fremur hefur hann komið fram á tónleikum víða um heim og gefið út nokkra geisladiska. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Hin hliðin á harmón- íkunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Tatu Kantomaa leikur á harmóníku á tónleikum í Salnum í kvöld. SÆNSKIR listamenn frá borginni Umeå bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá í Norræna hús- inu í dag kl. 17–19 og á Akureyri á morgun. Það eru danshópurinn Nomo Daco, skáldkonan Katarina Mazetti og tónlistarmaðurinn Tor- björn Näsbom. Nomo Daco – northern move- ment dance company – er hópur ungra atvinnudansara sem var stofnaður vorið 2002 í Umeå. Hann samanstendur af fimm ungum dönsurum með ólíkan feril að baki á hinum ýmsu sviðum danslist- arinnar, s.s. nútímadansi, ballett, breakdansi, djassballet og kung fu. Þau hófu samstarf sitt við uppsetn- inguna á „lycksalighetens ö“ við Norrlandsóperuna í Umeå 2002. Markmið þeirra er að sameina ólík- an bakgrunn sinn á danssviðinu til skapa eitthvað einstakt. Hópurinn hefur fengið góða gagnrýni og komið fram á ýmsum hátíðum í Sví- þjóð. Katarina Mazetti (f. 1944) er ein af vinsælustu rithöfundum Svía í dag. Hún varð fyrst þekkt sem barnabókahöfundur en sló í gegn fyrir alvöru með skáldsögunni Grabben i graven bredvid. Á dag- skránni mun Katarina lesa upp úr bókinni og kynna höfundarverk sitt. Fiðla með snertlum Torbjörn Näsbom nam klass- ískan fiðluleik við sænska útvarps- skólann og Konunglegu tónlistar- akademíuna í Brussel. Á síðari ár- um hefur hann einbeitt sér að því að leika tónlist á fiðlu með snertlum (nyckelharp) sem er aldagamalt sænskt alþýðuhljóðfæri. Hljóðfærið hentar barokk-tónlistinni vel en eft- irlætistónskáld Torbjörns eru J.S. Bach og Marin Marais. Torbjörn Näsbom hefur m.a. leikið með Út- varpssinfóníunni í Stokkhólmi og öðrum sinfóníum í Svíþjóð, Finn- landi og Rússlandi. Hann hefur m.a. farið í tónleikaferð um Evrópu með söngkonunni Ann-Sofi von Otter og tekið þátt í ýmsum hátíðum. Sænskur dans, lestur og fiðlu- leikur Torbjörn Näsbom fiðluleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.