Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLT að 300 andstæðingar stríðs gegn Írak tóku þátt í mótmælum við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu í gærmorgun þegar ríkisstjórn- arfundur fór þar fram innandyra. Á fundinum ræddu ráðherrar ríkisstjórnar- innar m.a. um ófriðarhorfur í Mið-Austur- löndum. Mótmælendur voru óánægðir með fram- göngu íslenskra stjórnvalda en mótmælin fóru friðsamlega fram og létu þá skoðun í ljósi með hrópum og kröfuspjöldum. Ekki hafði verið sótt um leyfi fyrir mótmælunum að sögn lögregl- unnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirhuguðu stríði gegn Írak mótmælt UM sextíu starfsmenn, þar af 30 Íslendingar, voru enn á vegum Air Atlanta Icelandic í Sádi-Arabíu í gær. Starfsfólk Atlanta sendi frá sér tilkynn- ingu í gærmorgun vegna fréttaflutnings í ríkissjón- varpinu á mánudagskvöld en þar var sagt að allir starfs- menn Air Atlanta hefðu yf- irgefið Mið-Austurlönd þá um kvöldið. „Eins og staðan er núna [í gærdag] eru hér (í Sádi-Arabíu ) staddir á veg- um Atlanta á bilinu 60 manns, þar af um 30 Íslendingar,“ sagði í tilkynningu starfs- mannanna. Flestir þessara 30 starfs- manna Atlanta áttu að fara með flugvél Atlanta til Evr- ópu í gærkvöld en um tíu Ís- lendingar verða þó eftir til að ganga frá eftir pílagrímaflug- ið og verða þeir í Sádi-Arabíu fram á föstudag. Komast burt þótt stríð brjótist út Hafþór Hafsteinsson, for- stjóri Atlanta, segist ekki hafa áhyggjur af því að koma starfsmönnunum úr landi þó svo að stríð brjótist út í Írak. „Við erum búnir að hugsa leiðir til að koma starfsmönn- unum, sem eftir eru, frá Sádi- Arabíu þó svo að stríð brjótist út í Írak,“ sagði Hafþór án þess að vilja fara nánar út í þessar leiðir. Síðasta áætlunarflug Atl- anta í pílagrímafluginu í Sádi- Arabíu var á mánudaginn en þá var flogið frá Jeddah til Jakarta í Indónesíu. Að sögn Hafþórs verða 10–15 starfs- menn Atlanta, flugumsjónar- menn og flugvirkjar, eftir í Jeddah þar sem þeir eru að vinna við að loka starfsað- stöðu flugfélagsins fram til fimmtudags eða föstudags. Tíu starfs- menn Atlanta í Sádi-Arab- íu fram á föstudag „Það eru vopnaðir hermenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn á öllum neðanjarðarlestastöðum. Við vorum stoppaðar af óeinkenn- isklæddum lögreglumanni þegar við reyndum að troða okkur í lest- ina,“ sagði Bergþóra. Allir hlustuðu á Bush Hún sagði að allir hefðu hlustað af miklum áhuga þegar George W. Bush hélt ræðu sína í fyrrinótt. „Hér telja allir niður klukkutím- ana, án þess að vita almennilega á hverju er von. Göturnar eru óvenju þöglar.“ Bergþóra vinnur á ísraelskum veitingastað þar sem tveir írskir barir eru í ná- grenninu. Í fyrradag var haldið upp á þjóðhá- „ÉG vaknaði í morgun við hljóðið í þyrlunum en það var fullt af þeim sveimandi yfir borginni,“ sagði Bergþóra Laxdal sem er búsett í New York-borg í Bandaríkjunum. Hún sagði ástandið í borginni und- arlegt vegna yfirvofandi stríðs við Írak. „Hér eru allir að bíða, það er bara talið niður þar til stríðið hefst.“ Bergþóra hefur nýlokið há- skólanámi og er með eins árs land- vistar- og atvinnuleyfi til starfs- þjálfunar. Henni hefur reynst erfitt að fá vinnu og segir fjölda manns berjast um hverja stöðu. Hún býr á Manhattan ásamt unnusta sínum, í sömu götu og Sameinuðu þjóðirnar eru með höfuðstöðvar sínar. tíðardag Íra. „Yfirleitt er spiluð tónlist á göt- unum úti og mikið fjör og mikið um drykkju. Núna var enginn úti og þegar ég talaði við kunningja minn sem vinnur á öðrum írska staðnum sagði hann að fáir hefðu verið þar yfir daginn og um leið og kvöldið skall á tæmdist staðurinn.“ Bergþóra sagði að fréttaflutningur af yfirvof- andi stríði færi varfærnislega fram. Fréttir fjölmiðlanna snúast um að fólk missi ekki vitið „Hér snýst allt um að halda almenningi róleg- um. Allar fréttir snúast um að láta fólk ekki missa vitið. Þetta er alveg eins og þegar Tví- buraturnarnir hrundu, þá voru fréttirnar sem við fengum hérna og fréttirnar á evrópsku sjón- varpsstöðvunum tvennt ólíkt. Það var miklu meira sýnt á evrópsku stöðvunum.“ Bergþóra Laxdal segir göturnar í New York-borg þöglar um þessar mundir Bergþóra Laxdal Vaknaði við hljóðið í þyrlunum FJÓRIR Íslendingar geta farið með stuttum fyrirvara til hjálpar- starfa á vegum Rauða kross Íslands á hugsanlegu átakasvæði í Írak, komi til stríðs og er einn sendi- fulltrúi, Þorkell Þorkelsson ljós- myndari, þegar kominn til Amman í Jórdaníu á vegum Rauða krossins. Alþjóða Rauði krossinn miðar und- irbúning sinn við að geta aðstoðað allt að milljón flóttamenn frá Írak og hefur birgðastöðvum verið kom- ið fyrir í borgum í grennd við land- ið. „Reynslan sýnir að það sé líklegt að það komi fólk yfir landamærin. Við höfum bæði fólk og hjálpargögn til þess að bregðast við þegar flóttamenn byrja að streyma út úr landinu. Núna bíðum við eftir því að eitthvað gerist sem kalli á að það þurfi að setja þetta í gang,“ segir Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins. Hann segir að samráðsfundir hafi verið haldnir með öðrum Rauða kross félögum um allan heim sem og Alþjóða Rauða krossinum. „Þetta gengur þannig fyrir sig að við erum spurð hvað við getum boð- ið fram og við erum með sendifull- trúa í viðbragðsstöðu. Við bíðum eftir því að kallið komi. Alþjóða Rauða krossinn er reiðubúinn að aðstoða allt að milljón manns sem kynni að fara út úr Írak. Þá erum við ekki að spá því að það verði svo mikill flóttamannastraumur en við getum hjálpað allt að milljón manns,“ segir Þórir. Sinna særðum, flóttamönnum og útvega vatn Hann segir að fyrst um sinn muni starfsmenn Rauða krossins líklega einbeita sér að því að sinna særðum, hvort sem það séu her- menn eða óbreyttir borgarar. „Þá þarf einnig að huga að flóttamönn- um og sjá til þess að fólk fái hreint vatn. Ef stríð hefst er líklegt að vatn spillist mjög fljótt þannig að þörfin fyrir hreint vatn verður mjög brýn, bæði í flóttamannabúðum sem verður komið upp og inni í Írak.“ Þórir segir að þó flestir alþjóð- legir starfsmenn í Írak hafi yfirgef- ið landið starfi Alþjóða Rauði kross- inn þar enn. Alls séu þar nú tíu starfsmenn til viðbótar við um 400 íraska starfsmenn Rauða krossins og þúsundir sjálfboðaliða Rauða hálfmánans sem hafi hlotið þjálfun undanfarið í fjöldahjálp og öðru sem búast megi við að þurfi að beita. „Þessir tíu alþjóðlegu starfs- menn í Írak eru aðallega að bíða. Þeir þurfa að koma sér fyrir á öruggum stöðum þegar og ef sprengjur byrja að falla,“ segir Þór- ir. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, fór nýlega til Jórdaníu á vegum Rauða krossins þar sem hann mun taka myndir af flóttamönnum sem koma yfir landa- mærin fyrir Alþjóða rauða krossinn og fjölmiðla. Þórir segir að tilgang- urinn sé að aðstoða Rauða krossinn við fjáröflun. Aðspurður segir hann líklegt að söfnunarsími Rauða krossins, 907-2020 verði opnaður komi til stríðs í Írak sem allt útlit er nú fyrir að verði. Þórir segir að Rauði krossinn beini nú tilmælum til aðila að deil- unni um að halda Genfarsamn- ingana sem takmarki hvaða skot- mörk menn geta valið. Það sé t.d. takmörkum háð hvort það megi varpa sprengjum á mannvirki á borð við vatnsveitur og sjúkrahús, sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi óbreyttra borgara. Rauði krossinn miðar undirbúning við að taka við allt að milljón flóttamönnum Íslendingar geta farið ut- an með stuttum fyrirvara Einn sendifulltrúi er þegar kominn til Amman í Jórdaníu UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ ræður fólki frá ferðum til Írak, Kúveit, Gaza- svæðisins og Vesturbakkans eins og sakir standa í kjölfar þess óvissu- ástands sem skapast hefur á tiltekn- um svæðum í Mið-Austurlöndum. Þá er íslenskum ríkisborgurum sem staddir eru í Írak ráðlagt að yfirgefa landið og Íslendingum í Kúveit ráð- lagt að fylgjast vel með fréttaflutningi af gangi mála og íhuga jafnframt að yfirgefa landið. Segir á vef ráðuneytisins að ástandið á þessu landsvæði geti versnað skjótt, vegna spennu sem skapast hafi í næstu nágrannaríkjum Íraks. Í öryggisskyni eru aðstand- endur íslenskra ríkisborgara í Mið- Austurlöndum beðnir um að upplýsa utanríkisráðuneytið um dvalarstað, síma og fjölskylduhagi viðkomandi. Eru aðstandendur beðnir um að senda þessar upplýsingar á netfangið: postur@utn.stjr.is eða hringja í síma 545-9900. Á vef utanríkisráðuneytis- ins, www.utanrikisraduneytid.is, er að finna frekari upplýsingar, meðal annars um þá aðila sem Íslendingar geta snúið sér til á svæðinu. Íslending- um ráðlagt að yfir- gefa Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.