Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 19 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn að Laugalandi í Holtum föstudaginn 4. apríl 2003 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga til breytinga á samþykktum vegna stækkunar á félagssvæði félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 17. mars 2003. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. NÆSTU fjóra daga mun Garðabær iða af lífi og list því á morgun hefjast Listadagar barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Allir grunnskólar og leikskólar bæj- arins, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ auk Tónlistarskól- ans og annarra stofnana taka þátt í hátíðinni. Að sögn Huldu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa Garðabæjar, kom hugmyndin að listahátíðinni fram í fyrravor og var vel í hana tekið í menningar- málanefnd bæjarins. „Íþróttunum hefur verið nokkuð vel sinnt og ég held að fólki hafi einfaldlega fundist tími til kominn að sinna listinni líka. Með svona stórri hátíð fyrir börn og ungmenni gefst tækifæri til að sýna það sem er þegar fyrir hendi í Garðabæ í list- námi auk þess að gefa börnum og ungmennum tæki- færi til að troða upp og sömuleiðis að njóta list- arinnar.“ Rokkað í FG Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags þó að þegar sé búið að taka forskot á sæluna sums staðar auk þess sem ýmsar sýningar munu standa lengur yfir að sögn Huldu. Setningarathöfn hátíð- arinnar verður á Garðatorgi á morgun og hefst kl. 15. „Þar verður brot af því besta og söngur og skemmtun í um klukkutíma. Að lokinni setningunni verða opn- aðar sýningar á borð við fatahönnunarsýningu, mynd- listarsýningu og margt í þeim dúr,“ segir hún. Á fimmtudagskvöldið verður svo rokkveisla í FG en á föstudeginum verður opið hús í leikskólum bæjarins auk þess sem listasýning barna í Hofsstaðaskóla verð- ur opnuð þann dag. Þá verður opið hús í grunnskólum bæjarins á laug- ardaginn og smiðjudagur verður í Garðaskóla þar sem gestum og gangandi verður boðið að taka þátt í flugdrekasmíði, hatta- og húfugerð. Lokadagur hátíðarinnar verður svo á sunnudaginn en þá verður stór danssýning í íþróttahúsinu sem hefst kl. 16 en lokaatriði hátíðarinnar verða klassískir tónleikar í Kirkjuhvoli um kvöldið þar sem ungir og efnilegir tónlistarmenn koma fram. „Svo má taka fram að það verður rekið sérstakt út- varp, Útvarp listadagar, á tíðninni FM 99,4 á meðan á hátíðinni stendur. Fjölmiðladeildin í Fjölbrautaskól- anum mun hafa umsjón með því og við gerum ráð fyr- ir að tekin verði viðtöl við flytjendur og aðra og sagt frá dagskránni,“ segir Hulda. Ítarlegri dagskrá listahátíðarinnar er að finna á heimasíðu bæjarins sem hefur slóðina www.garda- baer.is auk þess sem bæklingi með dagskránni hefur verið dreift í öll hús í bænum. Morgunblaðið/RAX Krakkar í Flataskóla voru í gær að æfa götudans, svokallaðan Stomp-dans, fyrir setningarhátíðina á morgun. Fatahönnun og flugdrekar Garðabær Listadagar barna og ung- linga settir á morgun SKÓGRÆKTARFÉLÖG á höfuð- borgarsvæðinu hafa tekið höndum saman um að auka og efla samstarf sín á milli um Græna trefilinn. Fulltrúar félaganna undirrituðu yf- irlýsingu þar að lútandi á laugardag. Græni trefillinn svokallaði er úti- vistarsvæði ofan byggðar á höfuð- borgarsvæðinu sem meiningin er að nái frá Esjuhlíðum í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð samkvæmt tillög- um sem fyrst komu fram fyrir um 10 árum, að því er fram kemur í frétt frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Það voru skógræktarfélög þeirra sveitarfélaga sem trefillinn liggur um sem mótuðu tillögurnar en þau eru Skógræktarfélag Garðabæjar, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Skógræktarfélag Kjalarness, Skóg- ræktarfélag Kópavogs, Skógræktar- félag Mosfellsbæjar og Skógræktar- félag Reykjavíkur. Í yfirlýsingunni segir meðal ann- ars að samstarfinu sé ætlað að ann- ast samskipti við hagsmunaaðila, vinna með almenningi og sveitar- félögum að ræktun, rekstri og nýt- ingu svæðanna, halda saman gögn- um og upplýsingum um svæðin í heild, hvetja til sameiginlegrar eða samræmdrar útgáfu korta o.fl. og að samræma skógræktar- og upp- græðsluáætlanir. Undirritunin fór fram á fulltrúa- fundi Skógræktarfélags Íslands en á myndinni eru frá hægri Lilja Guð- mundsdóttir, Guðrún Hafsteins- dóttir, Hólmfríður Finnbogadóttir, Stefán P. Eggertsson, Erla Bil Bjarnadóttir og Sigríður Jóhanns- dóttir. Aukið samstarf um Græna trefilinn Höfuðborgarsvæðið HAFNARFJARÐARBÆR hefur fengið úthlutað Staðardagskrárverð- launum 2003 frá umhverfisráðuneyt- inu og Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, fyrir þrautseigju og vönduð vinnubrögð í Staðardagskrárstarfi 1998–2003. Hafnarfjarðarbær hefur tekið þátt í Staðardagskrárverkefninu frá upphafi og var annað sveitarfélagið sem samþykkti Staðardagskrá, í september árið 2000. Starfsmaður var ráðinn til verkefnisins árið 1999, fyrst tímabundið, en síðan fastráð- inn. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að góð þátttaka hafi verið í verkefninu meðal bæjarbúa frá upp- hafi og Hafnfirðingar einna dugleg- astir við að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum sem miða að sjálfbærri þróun. Staðardagskrár- verðlaun 2003 fyrir vönduð vinnubrögð Hafnarfjörður ATVINNU- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum ár- leg hvatningarverðlaun bæjarins. Fjórtán fyrirtæki voru tilnefnd til þessara verðlauna en þau voru af- hent við hátíðlega athöfn í Hlégarði. Í ár var það Mosfellsbakarí sem hlaut hvatningarverðlaunin. Mos- fellsbakarí var stofnað árið 1982 af hjónunum Ragnari Hafliðasyni og Áslaugu Sveinbjörnsdóttur. Einnig var veitt viðurkenning til fyrirtækis sem talist getur sprota- fyrirtæki ársins og þau hlaut Secret- snyrtivörulína. Secret-snyrtivörulín- an er hönnuð af hárgreiðslumeistar- anum og förðunarfræðingnum Önnu Silfu Þorsteinsdóttur sem rekur hár- greiðslustofuna Hárhús Önnu Silfu við Háholt í Mosfellsbæ. Mosfellsbakarí fær hvatningarverðlaun Mosfellsbær NÍTJÁN tilboð bárust í stækkun leikskólans Krakkakots í Bessa- staðahreppi en tilboðin voru opn- uð í síðustu viku. Það var fyrir- tækið Eiríkur og Einar Valur ehf. sem átti lægsta tilboðið. Upphæð tilboðs Eiríks og Ein- ars Vals var tæpar 43 milljónir en hæsta tilboðið hljóðaði upp á tæp- ar 70,5 milljónir. Kostnaðaráætl- un var hins vegar tæpar 47 millj- ónir. Alls er áætlað að stækka leikskólann um 360 fermetra en á þeim verður m.a. stækkaður mat- salur, bætt aðstaða fyrir sér- kennslu, garðskáli og tvær nýjar deildir. Hönnuður byggingarinnar er Ferdinand Alfreðsson arkitekt en gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í sumar og verði lokið í júlí 2004. Nítján tilboð bárust í Krakkakot Bessastaðahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.