Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MBA nám ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F/ SI A .I S H IR 20 55 1 03 .2 00 3 Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 1. apríl kl. 17.15 í Háskólanum í Reykjavík. 22 mánaða MBA-nám við Háskólann í Reykjavík eflir stjórnunar- og leiðtogahæfileika þína. Námið byggir á sterkum tengslum við virta háskóla í Evrópu og gefur nemendum kost á að sérhæfa sig í fjármálum, mannauðsstjórnun og „Global eManagement“. www.ru.is/mba SEGJA má að Sunnlendingar hafi upplifað allar árstíðir í gær á aðeins fáeinum klukkustundum, eins og meðfylgjandi myndaröð ber með sér. Í Fossvogsdalnum virtist sem sumarið væri komið og litli snáðinn sólaði sig í síðdegissólinni og heilsaði upp á spakar borgargæsir. Aðeins klukkustund og 55 mínútum síðar, eða klukkan 18.45, voru skollin á dimm él og varð jörð alhvít á skammri stundu. Það hreif þó ekki á vinkonurnar tvær sem fengu sér göngutúr við Kringlumýrarbraut og urðu á vegi ljósmyndara. Á meðan borgarbúar snæddu kvöldmatinn snjóaði án afláts en eins og hendi væri veifað stytti síðan upp. Í gær- kvöld mátti víða sjá börn að leik á þotum þar sem brekkur var að finna og varð Klambratúnið skyndilega vinsæll vettvangur vetraríþrótta. Strákarnir á myndinni tóku fram stóra dekkjaslöngu og greinilegt að það var hörkustuð hjá þeim. En sumir hinna fullorðnu fylgdust undrandi með veðrinu út um gluggann og vissu bókstaflega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Um helgina mun vetur konungur ríkja á landinu samkvæmt spám. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Jörð alhvít á skammri stundu Morgunblaðið/Golli Í GÆR var tæplega 941 milljónar króna viðskipti með hlutabréf í Kaup- þingi en verð bréfanna hélst óbreytt og var 150 við lokun Kauphallar Ís- lands. Viðskipti með Búnaðarbank- ann námu 13 milljónum króna og lækkaði verð bréfanna um 1,8%, úr 5,50 í 5,40. Ef litið er á verðþróun hlutabréfa í bönkunum tveimur sést að Búnaðarbankinn hefur hækkað um tæp 18% frá áramótum og Kaupþing um 16%. Á sama tíma hefur úrvals- vísitala aðallista hækkað um 5,23%. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að verðþróun síðustu mánaða hafi falið í sér auknar vænt- ingar um samruna og hagræðingu í íslensku fjármálakerfi. Þar segir að samlegðaráhrif af samruna Búnaðar- banka og Kaupþings felist fyrst og fremst í hagræðingu og kostnaðar- lækkun í sambærilegri starfsemi. Ef af samruna verður má leiða lík- um að því að sameinaður banki muni njóta betri lánskjara en bankarnir njóta nú á alþjóðlegum mörkuðum. Búnaðarbankinn hefur lánshæfis- mat frá matsfyrirtækinu Moody’s en Kaupþing hefur ekki farið í slíkt mat. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að erfitt sé að leggja mat á hver áhrif sameiningar hefðu á lánshæfis- mat Búnaðarbankans. Þegar Íslands- banki og FBA sameinuðust árið 2000 var lánshæfismat sameinaðs banka hækkað frá því lánshæfismati sem Ís- landsbanki hafði áður. Samkvæmt kaupsamningi S-hóps- ins við íslenska ríkið, sem undirritað- ur var 16. janúar, skulu 27,48% hluta- fjár í bankanum afhent í kjölfar undirritunar kaupsamnings, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits- ins, og var það gert í síðustu viku. 18,32% skulu afhent eigi síðar en 20. desember nk. Alls er um 45,8% hlut í Búnaðarbankanum að ræða og er miðað við meðalgengið 4,81 í viðskipt- unum. Kaupverðið er því rúmir 11,9 milljarðar króna. Sé miðað við loka- verð Búnaðarbankans í gær er mark- aðsvirði hlutarins 13,4 milljarðar, hef- ur hækkað um tæplega 1,5 milljarða króna. Hins vegar kemur fram í kaup- samningnum að „hlutabréf, sem nema þriðjungi heildarhlutafjár í Búnaðarbanka Íslands hf., eru bund- in þeim kvöðum að kaupendum er óheimilt að selja þau í 21 mánuð frá undirritun kaupsamningsins nema að fengnu skriflegu samþykki seljanda“. Því er S-hópurinn bundinn af hlutnum a.m.k. næstu 19 mánuði. Gengi Búnaðarbank- ans lækkar um 1,8%                                !       "  #$%# &$'(' %''$)%* #(%$&+ ''$&#% #*,- . ',%- ($* /  0  . 123   0  4  5  0  ##$& '$%+ '#$'(+ *&$*+ $)(% #*,- %%$' #'$)#( $* ++$*% #*$'( #($') #',&- *$# ÁÆTLAÐ er að fimm sinnum meira fjármagn verði sett í textun innlends sjónvarpsefnis á þessu ári en í fyrra. Í ár mun fara um 2,5 milljónir króna til textunar íslensks sjónvarpsefnis á síðu 888 í Textavarpinu sem nægir til textunar á um 5.000 mínútum. Árið 2002 fóru 500 þúsund krónur til mála- flokksins sem dugði til textunar á rúmlega 1.000 mínútum. Er ætlunin að fjármagnið veðri notað til textunar á fyrirfram fram- leiddu íslensku efni, eins og leikritun, heimildarmyndum og kvikmyndum, sem eru á dagskrá á sunnudgöum, þáttum sem eru á dagskrá vegna komandi Alþingiskosninga o.fl. Segir Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, að með núverandi tæknibúnaði Sjónvarpsins sé ekki hægt að texta efni meðan á beinum útsendingum stendur, eins og t.d. fréttir, íþróttir, Gettu betur og Kastljósið. Ástæðan er að tæknibún- aður sem notaður er í Bretlandi og Noregi hefur ekki verið aðlagaður að íslenskri tungu og þar sem ekkert bendi til að svo verði í bráð verði bein- ar útsendingar þar af leiðandi ekki textaðar á árinu. Fjármagn til textunar á sjónvarps- efni fimm- faldað ♦ ♦ ♦ ÞRJÁR bílveltur urðu í umdæmi Selfosslögreglunnar í gær án þess þó að teljandi slys hlytust af. Klukkan 13.30 valt bifreið á Suðurlandsvegi við Þrengslaveg og síðar um daginn valt jeppi við Hvítárholt í Hruna- mannahreppi. Fimm voru í jeppan- um og sluppu allir ómeiddir. Þá varð bílvelta ofan við Litlu kaffistofuna í gærkvöld. Tveir voru í bílnum og sluppu ómeiddir. Að auki varð umferðarslys á Eyr- arvegi á Selfossi klukkan 13.40 þeg- ar bifhjól og bifreið lentu saman. Ökumaður hjólsins var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli. Þrjár bílveltur á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.