Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um æskulýðsmál Að „taka þátt“ er lífsstíll BLÁSIÐ hefur veriðtil málþings umæskulýðsmál sem haldið verður í Borgar- holtsskóla í dag og verð- ur það sett klukkan 10. Hins vegar verður húsið opnað með morgunkaffi og óformlegri kynningu á æskulýðsstarfi almennt hér á landi klukkustundu fyrr, eða klukkan níu. Yfirskrift málþingsins er „Þátttaka er lífsstíll“ og meðal annars efnis mun menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, kynna niðurstöður nefndar sem fjallaði um stöðu og fram- tíð félags- og tómstunda- starfs ungs fólks á Ís- landi og við opnun þingsins verður ennfrem- ur flutt erindið „Þátttaka er lífs- stíll. Eftir setninguna verður unnið fram eftir degi í nokkrum málstofum, auk sérstakrar ung- mennamálstofu. Þingforseti verður Svanhildur Hólm Vals- dóttir, formaður Æskulýðsráðs ríkisins. En verkefnisstjóri UMFÍ fyrir málþingið er Greip- ur Gíslason athafnamaður og svaraði hann nokkrum spurn- ingum. – Hver heldur þetta málþing? „Það eru nokkur æskulýðs- samtök og hópar með stuðningi menntamálaráðuneytis og æsku- lýðsráðs ríkisins. Ég get nefnt UMFÍ, KFUM og KFUK, SAM- FÉS, Slysavarnafélagið lands- björg, Æskulýðsstarf þjóðkirkj- unnar, BÍSN, AFS og BÍS.“ – Viltu byrja á því að veita okkur innsýn í yfirskrift mál- þingsins „Þátttaka er lífsstíll“, hvað merkir hún? „Það að taka þátt er ákveðinn lífsstíll og við vísum í það. Í stað þess að sitja heima og gera ekk- ert þá tekur fólk þátt í alls kyns starfi, frá því að vera í skemmti- nefnd fyrir árshátíð vinnustað- arins upp í að vera stjórnarmað- ur í stórum æskulýðssamtökum, selja klósettpappír fyrir skíða- deildina upp í að stýra risastóru forvarnarátaki. Allt er þetta þátttaka og stór lífsstíll ekki satt?“ – Á hvaða hátt verður fjallað um yfirskrift málþingsins og hvaða spurningum verður leitast við að svara? „Á málþinginu verður horft á æskulýðsstarf frá mörgum sjón- arhornum og unnið í málstofum tileinkuðum mörgum vinklum. Meðal annars er fjallað um ný- útkomna skýrslu menntamála- ráðherra um stöðu og framtíð æskulýðsmála á Íslandi, um kostun og kynningu á starfinu, starf að tómstundamálum sem óformlega menntun auk þess sem ungt fólk fær sérstaka mál- stofu til að tala saman.“ – Hver myndir þú segja að væri hápunktur málþingsins? „Án efa er það umfjöllun og kynning menntamála- ráðherra og Ástu Möller alþingismanns á skýrslu um stöðu og framtíð æskulýðsmála á Íslandi sem allir í bransanum hafa beðið eftir með óþreyju enda málaflokkurinn hálfgert í lausu lofti og kominn tími til að ráðuneytið marki sér skýrari stefnu í honum.“ – Hver eru markmið þessa málþings og hvernig verða þau metin þegar upp er staðið í mál- þingslok? „Hver málstofa leggur fram ályktanir í lok þingsins sem unnið verður úr í framhaldinu. Það eru skýr skilaboð til þeirra sem þátt taka í málþinginu að málstofurnar skilji eitthvað eftir þegar dagurinn er liðinn sem við getum svo unnið úr.“ – Hverjar eru þessar málstof- ur og hverjar eru helstu áhersl- ur þeirra? „Þær eru nokkrar eins og ég gat um áður. Fyrsta er með yf- irskriftina Þátttaka er lífsstíll. Fjallað verður um lífsstílinn að taka þátt og um leið þátttöku- leysið og félagslega einangrun. Önnur málstofa er með yfir- skriftina Staða og framtíð fé- lags- og tómstundastarfa á Ís- landi og þar er á ferðinni kynning og umræða um áður- nefnda skýrslu menntamálaráð- herra. Þriðja málstofan er með yf- irskriftina Óformleg menntun og vottun í tómstundastarfi, en þar verður fjallað um þátttöku í félagsstarfi sem óformlega menntun og vottunarkerfi í tóm- stundastarfi. Fjórða málstofan hefur yfir- skriftina Kostun, kynningarmál og almannatengsl í æskulýðs- starfi, en þar verður fjallað um hvernig æskulýðsstarfi er komið á framfæri og styrkja aflað. Þá er málstofa með yfirskriftinni Nýjungar í æskulýðsmálum, en þar verður fjallað um nokkrar góðar hugmyndir úr félags- og tómstundastarfi. Loks er að nefna málstofu með yfirskriftinni Ung- mennastofa þar sem ungmenni fjalla um helstu umræðuefni málþingsins og nokk- ur önnur mál.“ – Hverjir eiga helst erindi á þetta málþing? „Allir sem koma að æskulýðs- starfi eiga erindi á þingið, þátt- takendur og aðstandendur, auk stjórnmálamanna, sem hafa al- gjörlega gert þátttöku að sínum lífsstíl, auk áhugamanna um bætta æskulýðsmenningu á Ís- landi.“ Greipur Gíslason  Greipur Gíslason er fæddur á Ísafirði 12. júlí 1982 og hefur bú- ið þar alla tíð. Útskrifaður stúd- ent frá Menntaskólanum á Ísa- firði um jólin 2002. Stofnaði Morrann – atvinnuleikhús ungs fólks á Ísafirði 1999 og var tals- maður hópsins í þrjú sumur. Stofnaði 2001 Íslandsleikhús, farandleikhús með þátttöku 7 sveitarfélaga og er verkefnis- stjóri og stjórnarformaður þess síðan. Síðustu sumur hefur hann auk þess unnið hjá Vesturferðum á Ísafirði. Er nú verkefnisstjóri hjá UMFÍ. Ráðuneytið marki sér skýrari stefnu Við erum komin í tölu stórvelda, foringi. Það er farið að brenna fánann okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.