Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Baldur Gissurar-son var fæddur 3.
desember 1925.
Hann lést á St. Jós-
efsspítala í Hafnar-
firði 2. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Ís-
fold Véfrey Jóhann-
esdóttir og Gissur
Baldursson. Baldur
var elstur þriggja
systkina, en hin eru
Erla, f. 7.5. 1927, og
Gissur Jóel, f. 7.6.
1931. Einnig átti
hann uppeldissystur,
Svanlaugu Þorsteinsdóttur. Börn
Baldurs voru; Sig-
urður Gissur sem er
látinn, Jóhannes
Freyr og Kolbrún.
Baldir kvæntist
hinn 8.9. 1984 eftir-
lifandi eiginkonu
sinni Guðmundu
Kristínu Guðmunds-
dóttur, f 11.5. 1925.
Þau bjuggu lengst af
í Hafnarfirði, en þó
um tíma í Keflavík.
Baldur verður
jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
Í dag fylgi ég þér síðustu sporin
og það veit Guð að þau eru ekki létt.
Ég er með sorg í hjarta og sakna
þín mjög. Og þótt ég viti að veikindi
þín voru alvarleg og hvíldin sé þér
kærkomin, þá finnst mér svo órétt-
látt og erfitt að missa þig. Við höf-
um gengið saman lífsgötuna síðast-
liðin 23 ár eða frá því að leiðir okkar
lágu saman árið 1980. Margt hefur
síðan hent sem var þér vissulega
erfitt, en þú stóðst það allt af þér.
Það var vandasamt að koma inn í
stóra fjölskyldu eins og mína þegar
stutt var um liðið frá því fyrri mað-
urinn minn féll frá. Það var líka
býsna flókið að hefja sambúð á okk-
ar aldri þegar samræma þurfti ýms-
ar venjur og siði hjá tveim fullorðn-
um manneskjum. Þetta tókst þér
allt með sóma og meira en það. Þú
stóðst líka við hlið mína eins og
klettur þegar ég veiktist af krabba-
meini stuttu eftir að við kynntumst.
Þú fórst með mér í hverja einustu
læknisrannsókn og hverja einustu
lyfjameðferð. Og þú tókst því með
æðruleysi þegar vanlíðan mín eftir
lyfjagjafir var slík að ég þoldi engan
nálægt mér. Við áttum líka svo
margar góðar stundir sem ég geymi
í hjartanu. Þar stendur hæst brúð-
kaupsdagurinn okkar, 8. september
1984, þar sem við hétum hvort öðru
að lifa lífinu saman allt til enda.
Þetta loforð gáfum við hvort öðru í
litlu kapellunni á Hrafnistu hér í
Hafnarfirði og áttum svo yndislega
dagstund með fjölskyldunni sem
endaði með dýrðlegri máltíð og
dansi á Hótel Sögu. Þar stigum við
saman brúðarvalsinn ein á gólfinu,
ljóskastarinn fylgdi okkur en fólkið
stóð allt í kring og klappaði fyrir
okkur. Elsku Baldur minn, ég vil
þakka þér fyrir öll árin sem við átt-
um saman, þakka þér fyrir alla um-
hyggjuna, ástina og kærleikann sem
þú sýndir mér. Ég vil líka þakka þér
fyrir alla ástúðina sem þú sýndir
börnum mínum og afkomendum öll-
um. Það sem var mín fjölskylda var
í þínum huga líka þín fjölskylda.
Þegar heilsu þinni fór að hraka þá
var ég sem betur fer fær um að
hjálpa þér og annast þig meðan þér
var mögulegt að vera hér heima.
Fyrir það er ég þakklát Guði og
einnig fyrir það að fá að halda í
höndina þína þegar þú kvaddir
þetta líf. Ég kveð þig með trega og
bið algóðan Guð að varðveita þig og
blessa í nýjum heimkynnum.
Þín
Guðmunda
(Munda).
Nú er komið að kveðjustund,
elsku Baldur afi minn. Þegar ástvin-
ur deyr er það alltaf jafn sárt að
horfa á eftir sínum nánustu yfir
móðuna miklu. Sorgin, söknuðurinn
er yfirþyrmandi þó að vitað var í
hvað stefndi. En elsku Baldur afi
minn, nú ertu búinn að fá hvíld frá
þessum hræðilega sjúkdómi sem
tók þig frá okkur. En minningarnar
sem ég og mín fjölskylda eigum eru
mjög margar, það leið varla sá dag-
ur að við sæjum þig og Mundu
ömmu ekki eða töluðum saman í
síma. Þú áttir til að kíkja í heimsókn
til mín á daginn þegar þú fékkst þér
bíltúr annaðhvort í einn kaffisopa
eða bara til að heilsa upp á krakk-
ana mín sem voru þér svo mikið. Þú
kallaðir þau Gullið, Prinsinn og svo
litlu Rósina. Hjá þeim er missirinn
mikill. Og elsku afi minn, mikið
þótti mér vænt um línurnar sem þú
skrifaðir til mín rétt fyrir jólin og
sagðir mér hvað þér þætti væntum
mig, þetta bréf geymi ég mjög vel.
Elsku afi minn, það sem stendur
upp úr í huga mínum eru þær ynd-
islegu stundir sem við amma áttum
með þér síðustu mínúturnar sem þú
áttir hérna hjá okkur. Þær munu
verða mér ógleymanlegar alla tíð.
En elsku afi minn, ég og mín fjöl-
skylda munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til að henni ömmu
minni líði vel. En missir hennar er
mjög mikill. Ég kveð þig með sökn-
uði.
Þín
Guðmunda Jóna
(Munda Jóna).
Það var miðvikudagurinn 2. apríl.
Ég fór í skólann og skemmti mér
rosalega vel. Ég fór heim og fór svo
út með systkini mín til ömmu. Þeg-
ar mamma kom hringdi síminn.
Amma og mamma drifu sig upp á
spítala.
Ég grét, því ég fann á mér að
þetta snerist um afa. Amma mín
kom og passaði okkur. Þegar systk-
ini mín sofnuðu var mér sagt hvað
hefði gerst.
Það er erfitt að hugsa um að
Baldur langafi sé farinn frá okkur.
Þegar ég hugsa um allar góðu
stundirnar sem við höfum átt sam-
an, en nú veit ég að þér líður vel hjá
guði og englum hans. Takk fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
saman, elsku langafi minn.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með ástarkveðju.
Kristín Helga
(gullið þitt).
Það kom mér síður en svo á óvart
þegar mér barst sú frétt í síðustu
viku að Baldur frændi minn Giss-
urarson væri allur. Hann hafði legið
á sjúkrahúsi um hríð og beðið hins
óumflýjanlega.
Baldur leit fyrst dagsins ljós í
Reykjavík hinn 3. desember 1925,
frumburður foreldra sinna, Gissurar
Baldurssonar vélstjóra sem fæddur
var í Reykjavík 14. maí 1901 og Ís-
foldar Véfreyju Jóhannesdóttur
sem fædd var í Vík í Skagafirði 18.
febrúar 1900. Þrjú systkini áttu síð-
ar eftir að bætast í hópinn, Erla,
fædd 7. maí 1927, og Gissur, fæddur
7. júní 1931, auk uppeldissystur
þeirra, Svanlaug Þorsteinsdóttur.
Æskuár Baldurs í foreldrahúsum
voru hamingjurík enda skorti þar
hvorki framfærslueyri né ástúð.
Gissur faðir hans var annálaður
dugnaðarmaður til sjós og lands og
Ísfold móðir hans þekkt fyrir sína
ljúfu lund og hjartahlýju.
Það væsti sem sagt ekki um Bald-
ur fyrstu árin á heimili þeirra í aust-
urbæ Reykjavíkur, fyrst á Berg-
þórugötu, þá Laugavegi og
Hverfisgötu en síðast á Snorra-
braut. Honum sóttist námið vel og
stundaði íþróttir af kappi, einkum
þó og sér í lagi sund og taldist ung-
ur til afreksmanna í þeirri ágætu
íþrótt. En þrátt fyrir ágæta náms-
hæfileika þá varð námið ekki lengra
en skylda bar til. Alvara lífsins tók
við. Baldur var ekki nema nítján ára
er hann eignaðist son sinn Sigurð
Gissur sem nú er látinn og dótturina
Kolbrúnu þremur árum seinna, eða
1947. Hann hóf að vinna við hvers
kyns verkamannastörf, m.a. hjá
hernum. Það mun hafa verið um
þær mundir sem barátta Baldurs
við Bakkus konung hófst fyrir al-
vöru en það stríð átti síðan eftir að
standa linnulaust í ríflega 30 ár.
Þetta var hrikalegur kafli í lífi
Baldurs svo ekki sé meira sagt og í
raun með ólíkindum að hann skyldi
lifa þetta af. Í fyrstu gat hann leitað
sér skjóls í húsi foreldra sinna en
þegar þeirra naut ekki lengur við þá
var ekki í mörg hús að venda.
Strætið varð hans heimili og nátt-
staðurinn gjarnan undir berum
himni, jafnvel á köldustu vetrarnótt-
um. Glæsilegur maður varð að
hraki. Þannig gat ástandið verið,
jafnvel mánuðum saman, þar til
hann sá loks til sólar á ný á milli
túra. Það var undravert að fylgjast
með því hve fljótur hann var að ná
sér eftir margra mánaða stanslausa
óreglu. Þá kom í ljós hve sterkur
hann var frá náttúrunnar hendi. Nú
átti sko að standa sig! Vítamín og
lýsi tekið inn með hafragrautnum að
morgni og sundið stundað daglega
af krafti. Svo var auglýst í síðdeg-
isblöðunum: Ungur reglusamur
maður óskar eftir íbúð til leigu.
Sjarmörinn Baldur var aftur kom-
inn á stjá og nú var gaman að lifa. Á
edrútímabilunum var hann tíður
gestur á heimili bróður síns og mág-
konu á Brávallagötunni og má með
sanni segja að frændur hans og
frænkur á þeim bæ hafi notið góðs
af enda var Baldur barngóður með
afbrigðum. Hann spilaði við okkur
og tefldi og mataði okkur á enda-
lausu gríni. Okkur Magga bróður
tók hann reglulega með í sundferðir
sínar og kenndi okkur sundtökin.
Alltaf var farið í Sundhöll Reykja-
víkur en að mati Baldurs voru aðrar
laugar auvirðilegir drullupollar. Og í
Höllinni var hann svo sannarlega
konungurinn. Í einu af lengri tíma-
bilum Baldurs án áfengis á þessum
tímum eignaðist Baldur son sinn Jó-
hannes Frey (f. 1964) með sambýlis-
konu sinni Guðbjörgu Hallgríms-
dóttur.
Og árin liðu og áratugir. Baldur
barðist við Bakkus og öllum þótti
nokkuð ljóst að sá síðarnefndi væri
að vinna fullnaðarsigur. En árið
1978 gerðist svo hið ótrúlega. SÁÁ
hóf starfsemi sína og Baldur var
með þeim fyrstu sem þangað leituðu
eftir meðferð. Og viti menn. Baldur
Gissurarson lét aldrei framar ofan í
sig svo mikið sem einn dropa af
áfengi. Nýtt líf og betra tók við.
Hann vann við ýmis störf næstu ár-
in, m.a. í Fjöðrinni og hjá Glerborg,
en sótti svo um vinnu uppi á Kefla-
víkurflugvelli og var við það tæki-
færi, að eigin sögn, beðinn um saka-
vottorð. Hann sagðist þá hafa spurt
viðkomandi hvort það nægði að
koma með eitt bindi eða hvort þeir
þyrftu ritröðina alla. Alveg týpískur
húmor hjá Baldri og auðvitað fékk
hann vinnuna sem fólst meðal ann-
ars í því að keyra vínföngin í klúbb-
ana uppi á Velli. Á Vellinum vann
hann svo þar til hann þurfti að
hætta vegna aldurs.
Það mun hafa verið upp úr 1980
sem Baldur kynntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Guðmundu Kristínu
Guðmundsdóttur, eða Mundu eins
og hún er oftast kölluð. Með henni
átti hann án efa sín sælustu ár.
Henni og öðrum aðstandendum
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Ívar Gissurarson.
Í dag er til moldar borinn Baldur
Gissurarson sem síðustu tvo áratug-
ina hefur verið partur af stórfjöl-
skyldunni okkar. Hann varð lífs-
förunautur hennar Mundu
tengdamömmu skömmu eftir að hún
missti sinn fyrri mann. Hann reyndi
aldrei að koma í stað Jónatans heit-
ins tengdaföður míns, hvorki í aug-
um barna hans né annarra í fjöl-
skyldunni. Hann kom bara inn í
fjölskylduna sem sambýlismaður og
síðar eiginmaður konunnar sem
hann hafði hrifist af og vildi búa
með. Hann var henni félagi í dags-
ins önn, hugsaði um hana af mikilli
alúð og samviskusemi og reyndist
henni traustur og góður stuðningur
í veikindum hennar. Það er ekki
sjálfgefið að sambýlingur sem er
nýkominn inn í sambandið, gangi
möglunarlaust inn í hlutverk að-
standanda sjúklings eins og Baldur
gerði á sínum tíma. Hann hefði svo
vel getað valið þann kost að hverfa á
braut eða að sitja hlutlaus hjá og
láta börnunum hennar eftir að ann-
ast hana. Fyrir það allt skal nú
þakkað af heilum hug.
Hann var á yngri árum keppn-
ismaður í sundi og stundaði laug-
arnar meðan heilsan leyfði, sér til
ánægju og heilsubótar. Hann var
líka mjög hraustur lengst af eða allt
þar til krabbameinið tók að herja á
hann. Hann var barngóður og smá-
fólkið í fjölskyldunni laðaðist að
honum og kallaði hann gjarnan afa.
Hann mat það mikils og talaði með
hlýju um litlu prinsessurnar og
prinsana. Mundu sína kallaði hann
gjarnan drottninguna. Við Sævar
viljum að leiðarlokum þakka honum
kærlega fyrir samfylgdina og biðj-
um Guð að blessa minningu hans.
Sævar og Hólmfríður.
BALDUR
GISSURARSON
Kærar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug
og samúð við andlát og útför
SIGURÐAR JÓNSSONAR,
Ystafelli,
Þingeyjarsýslu.
Kolbrún Bjarnadóttir
og fjölskylda.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR GUÐLEIFSDÓTTUR.
Níels Friðbjarnarson,
Ólöf M. Ólafsdóttir, Jón Torfi Snæbjörnsson,
Guðrún Þ. Níelsdóttir, Sigurður K. Harðarson,
Friðbjörn Níelsson, Soffía Jónsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALDA PÉTURSDÓTTIR,
Holtsgötu 37,
Reykavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 4. apríl.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 14. apríl kl. 13.30
Ragnar Guðmundsson, Dagný Björnsdóttir,
Úlfar Guðmundsson, Gyða Hansen,
Pétur Ingi Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Ysta-Felli,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
Húsavík sunnudaginn 6. apríl, verður jarðsung-
in frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 12.
apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
börnin.
Útför
ÓLAFS PÉTURSSONAR
frá Vakursstöðum,
Vopnafirði,
fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn
12. apríl kl. 14.00.
Sigurður Þór Ólafsson, Stefanía Sigurjónsdóttir,
Elísabet S. Ólafsdóttir,
Eva Hrönn og Stefán Óli.