Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Jóhanns-son fæddist í Reykjavík 23. júní 1929. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans að morgni föstudagsins 4. apríl síðastliðins. Foreldrar Helga voru Jóhann K. Gíslason netagerðar- meistari, f. 1895 á Leiru í Útskálasveit, d. 1975, og eiginkona hans Katrín V. Vil- helmína Halldórs- dóttir, f. 1895 á Kára- stöðum í Þingvallasveit, d. 1982. Systkini Helga eru 1) Gísli Pétur, f. 1923, d. 1978; 2) Margrét, f. 1925; 3) Halldór Jóhann, f. 1926, d. 1989; 4) Gunnar, f. 1927; 5) Hanna, f. 1933. Uppeldisbróðir Helga er Björvin Ólafsson, f. 1921. Helgi kvæntist hinn 10. febrúar 1967 Rannveigu Laxdal, f. 22. ágúst 1942, og áttu þau saman tvö börn. Þau eru: 1) Berglind, f. 1967, maki Jónas Friðbertsson, f. 1968, börn: a) Bergdís Rún, f. 1991, b) Kristjana Sif, f. 1996, c) Agnes Ylfa, f. 1999. 2) Agnar Birkir, f. 1969, maki Kristín El- ísabet Hólmgeirsdóttir, f. 1969, börn: a) Hólmgeir Gauti, f. 1998, b) Helgi Björn, f. 2000. Fyrir átti Rannveig dótturina Hildigunni Hilmars- dóttur, f. 1962, maki Gauti Grétarsson, f. 1969, börn a) Aron Gauti, f. 1986, b) Tinna, f. 1988, c) Daði, f. 1994. Að loknu skyldu- námi við Miðbæjar- skólann í Reykjavík lá leið Helga í Versl- unarskóla Íslands. Þaðan lauk hann stúdentsprófi 1952 og stundaði síðan nám í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands 1952– 1954. Helgi vann hin ýmsu störf á lífsleiðinni, þar á meðal hjá Loft- leiðum 1959–1966, Kaupfélagi Stöðfirðinga 1972–1975, og hjá Iscargo til 1981. Þá stofnaði Helgi ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Íslensk ull og samnefnda verslun 1992. Hann var einn af stofnend- um körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem hann var bæði leikmaður og þjálfari um langt árabil, ásamt því að þjálfa körfuknattleikslandslið- ið. Útför Helga verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver hefði trúað því fyrir rúmri viku þegar ég fór í heimsókn til pabba og mömmu að þetta væri í síð- asta sinn sem ég hitti pabba heima hjá sér? Við veljum okkur vini en ekki fjöl- skyldu. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að hafa átt jafn frá- bæran föður og pabba. Ég minnist þess þegar ég var lítil, þá fórum við oft niður á Tjörn um helgar til að gefa öndunum. Síðan var farið á Loftleiðahótelið og borð- að egg og beikon. Það leið öllum vel í návist pabba. Vinkonur mínar komu ekki síður í heimsókn til að spjalla við hann en að hitta mig. Pabbi hafði einstaka kímnigáfu. Hann gat alltaf fundið spaugilegar hliðar á öllum málum. Pabbi var mikill keppnismaður og stundaði margar íþróttagreinar á sínum yngri árum. Lengst var hann í körfubolta í gullaldarliði ÍR, lék með íslenska landsliðinu og gerðist síðan landsliðsþjálfari. Ég var svo heppin að hafa hann sem þjálfara í tvö ár. Ég vil þakka pabba fyrir allt sem hann hefur gefið mér, ástúð og hlýju. Ég vona að ég hafi náð að tileinka mér nóg af hæfileikum hans til að geta veitt mínum börnum það, sem ég varð aðnjótandi. Þín dóttir, Hildigunnur. Í dag kveðjum við tengdapabba minn, Helga Jó. Margt leitar á hug- ann þegar komið er að kveðjustund. Helgi hafði verið veikur síðustu ár en einhvern veginn varð maður ekki mikið var við það. Hann bar sig ávallt vel þegar við hittumst og hafði um annað að tala en veikindi sín. Ég kynntist Helga þegar ég fór að vera heimagangur í Hólaberginu árið 1984. Hann var oft að stríða okkur krökkunum þegar við komum að heimsækja Agnar son hans og þegar við hringdum svaraði hann oftar en ekki; Sláturfélagið, Kleppur og þar fram eftir götunum. Hann átti mjög auðvelt með að ná til okkar og var í uppáhaldi hjá mörgum vegna þess hve hress og skemmtilegur hann var. Húmorinn hans Helga og hnytt- in tilsvör voru eitt af því sem ein- kenndu hann allt fram í þriðju lotu. Hann var mikill íþróttamaður og oft á tíðum með boltann á lofti, ekki síður heima við, gaf snöggar og góð- ar stoðsendingar. Hann gaf sér að allir væru með hugann við boltann, þannig að ég og einhverjir fleiri ut- angátta fengum boltann beint í and- litið, Helga til mikillar skelfingar. Hann hélt þó áfram að æfa mig og reyna að koma okkur hjónunum inn í íþróttalífið og beinar útsendingar af íþróttaviðburðum. Það varð honum ánægjuefni þegar litlu sonarsynirnir byrjuðu í íþróttaskóla og voru líka svona áhugasamir eins og afi, enda fylgdist hann vel með hvernig þeim gekk. Þrátt fyrir að aldur færðist yfir Helga eins og okkur hin þá hélt hann áfram að vera sami græjukarlinn og áður. Þau hjónin fóru árlega til Am- eríku og komu alltaf með nýjar græj- ur heim, bæði handa Helga sjálfum og barnabörnunum. Hann hafði mikla ánægju af að læra „eitthvað nýtt“ í tölvunni, taka myndir af barnabörnunum stækka þær upp og senda okkur. Mikill missir er að góð- um manni en margar skemmtilegar sögur og góðar minningar lifa áfram í hjarta okkar. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Guð geymi þig, Helgi minn. Kristín. Helgi Jóhannsson hefur lokið sín- um síðasta leik í lífsbaráttunni. Hann fór af velli studdur af eigin- konu og fjölskyldu, nokkru fyrr en hann átti von á, en sáttur við sjálfan sig og afrek sín. Ferillinn var fjölbreyttur í ólíkum greinum íþrótta, á mismunandi stöð- um í atvinnulífinu, í faðmi góðrar fjölskyldu og vina. Það voru sigrar og ósigrar. Eftir stendur minning um mann sem vildi öllum vel, gerði allt fyrir alla, var sí- fellt að gera að gamni sínu. Helgi var fastur á skoðunum sínum en ætíð tilbúinn að ræða málin. Hann samdi við mig um hönd dótt- ur sinnar og heimanmundurinn voru ótal ráð og aðstoð þegar þess þurfti með, bæði í leik og starfi. Ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast sönnum heið- urs- og keppnismanni. Gauti. Ég kynntist Helga Jó, eins og hann var ævinlega nefndur í okkar hópi, á árunum 1957/58 þegar ég var að stíga mín fyrstu spor á körfu- boltavelli. Þá var Helgi þekktur sem frábær körfuknattleiksmaður og jafnvel enn betri þjálfari. Þetta var á bernskuárum körfunnar og hópur- inn ekki stærri en svo að allir þekktu alla, sama hvar í liði voru. Helgi hafði aflað sér mikillar þekkingar á körfu- knattleik og hafði gott lag á að miðla og kenna og naut ég leiðsagnar hans í hópum sem hann þjálfaði, þó ekki væri í hans félagsliði, og með okkur tókst vinskapur sem haldist hefur síðan. Á þessum árum var körfubolt- inn með öðrum brag en nú gerist, Hálogaland var höllin okkar og leikir í mótum náðu varla tylftinni allan veturinn. ÍR-liðið var nánast ósigr- andi stórveldi og var Helgi lengi bæði þjálfari þess og leikmaður. Enn minnast menn tækni Helga og mýkt- ar og sveifluskotið (húkkið) hans var það fallegasta og nákvæmasta sem sést hefur í íslenskum körfubolta. Þegar fyrsti landsleikur Íslands í körfuknattleik stóð fyrir dyrum árið 1959 var Helgi auðvitað valinn í landsliðshópinn þegar æfingar hóf- ust. Það æxlaðist þó svo að hann var ekki í liðinu sem fór til Danmerkur og þótti mörgum það skringilegt landsliðsval að svo snjall leikmaður skyldi ekki hafður með. Fljótlega eftir það tók Helgi við þjálfun lands- liðsins og var árum saman aðalþjálf- ari þess auk þess sem hann þjálfaði unglingalandslið og ýmis félagslið, bæði karla og kvenna. Helgi lagði mikið til uppbyggingar körfuboltans á Íslandi og var að margra mati fær- astur og best lesinn allra þjálfara hér á þessum árum. Helgi var fjölhæfur íþróttamaður og gat sér gott orð sem hnefaleikari áður en sú íþrótt var bönnuð og lék einnig knattspyrnu með KR. Síðustu árin stunduðu þau hjónin golf saman og kemur í því samhengi í hugann lítil saga sem er til vitnis um með- fædda færni Helga í íþróttum. Árið 1970 fórum við Helgi í golf, ég var þá nýbyrjaður en Helgi hafði aldrei snert kylfu. Fyrrum Íslandsmeistari í golfi sem spilaði með okkur hafði orð á því hvað Helgi hefði fallega sveiflu og ætlaði alls ekki að trúa því að þetta væru fyrstu kynni Helga af golfíþróttinni. Helgi var einnig listfengur, mál- aði, lék á píanó og hafði yndi af myndlist og tónlist af öllu tagi. Hann var hrókur fagnaðar þegar það átti við, hnyttinn í orðum og hafði skemmtilegt skopskyn. Það var gott að leita til Helga og hann átti auðvelt með að laða fólk að sér, jafnt börn sem fullorðna, og var jafnan boðinn og búinn til að hjálpa öðrum ef á bjátaði. Við unnum saman hjá kaup- félaginu á Stöðvarfirði í nokkur ár og í því litla samfélagi nutu kostir hans sín vel. Fólk leitaði til hans um úr- lausn á hinum ólíkustu málum, hvort sem það var að þýða leiðbeiningar um notkun á slípirokk fyrir steina- safn Petru eða vera í forystu við stofnun nýs Lionsklúbbs á staðnum. Hann var vinmargur og vinsæll fé- lagi og naut virðingar sem afburða þjálfari og íþróttamaður. Útávið var Helgi dulur á sínar innstu tilfinning- ar og gat stundum virst hranalegur, en undir niðri var hann viðkvæmur og ákaflega næmur og hafði sterka réttlætiskennd. Körfuboltinn var lengi helsta áhugamál og tómstundastarf Helga en þar fann hann sér líka eiginkonu. Rannveig og Helgi kynntust þegar hann þjálfaði kvennalið ÍR og eftir tæplega árs trúlofun gengu þau í hjónaband í febrúar 1967. Samband þeirra var frá upphafi afar farsælt og duldist engum sú gagnkvæma ást og virðing sem milli þeirra ríkti. Þau eignuðust saman tvö mannvænleg börn, Berglindi og Agnar Birki, og Helgi reyndist Hildigunni, dóttur Rannveigar úr fyrra sambandi, sem besti faðir. Síðar komu tengdabörn og barnabörn sem veittu þeim ómælda gleði. Helgi var ástríkur fað- ir og afi, náði vel til barnanna og miðlaði þeim af hlýju sinni og gæsku. Samheldni og sterk vinátta var áber- andi í hjónabandinu og kom skýrast í ljós þegar á móti blés, þá stóð Rann- veig eins og klettur við hlið Helga. Í veikindunum síðustu misserin var hún honum ómetanleg stoð, þó ekki hafi hann alltaf tekið því sem skyldi því stoltið var mikið og viljinn sterk- ur. Þau voru einnig ákaflega sam- hent og samrýnd í starfi og ráku saman eigið ullarfyrirtæki í meira en tvo áratugi. Á undanförnum mánuðum rædd- um við Helgi oft um lífið og tilveruna eins og gerist. Um upphaf og endi heimsins, trú og trúleysi, hvers vegna við erum hér svona örsmá í al- heimi, hvað tekur við af þessu lífi? Lífsgátuna leystum við auðvitað ekki en Helga fannst ólíklegt að lífið hér væri eintómt tilgangsleysi, það hlyti eitthvað að búa að baki, vísast veit hann meira núna. Oft töluðum við í hálfkæringi en alvaran bjó undir því Helgi gerði sér grein fyrir að tvísýnt var um úrslit í því stríði sem hann háði. Í síðasta símtali okkar ákváðum við að taka fljótlega skák á netinu, en ekki verður af henni um sinn. Það er erfitt að átta sig á því að HELGI JÓHANNSSON ✝ Guðríður Aðal-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1946. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 31. mars síð- stliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafía Eyjólfsdóttir, f. 29. janúar 1918, d. 5. maí 1995, og Aðalsteinn Úlfarsson, f. 23. júlí 1915, d. 17. apríl 1973. Systkini henn- ar eru Agnar Þór Að- alsteinsson, f. 29. ágúst 1938, og Rannveig Aðal- steinsdóttir, f. 25. október 1940. Hinn 31. desember 1968 giftist Guðríður Ottó H. Karlssyni, f. 18. apríl 1946. Börn þeirra eru: 1) Klara Jóhanna Ottósdóttir, f. 15. desember 1964, 2) Ólafur Þór Ott- ósson, f. 14. október 1969, sambýliskona Helga Björg Sigurð- ardóttir, f. 28. júlí 1971, stjúpdóttir Katrín Alexandra, f. 5. desember 1989, börn Ottó Gauti, f. 26. nóvember 1997, og Birgitta Rún, f. 26. ágúst 2001. 3) Aðalheiður Björk Ottósdóttir, f. 4. febrúar 1976. 4) Ása Hrund Ottósdóttir, f. 10. júní 1980. Guðríður flutti til Hafnarfjarðar átta ára gömul og hefur búið þar síðan. Hún vann í Dalsnesti síðustu tuttugu árin. Útför Guðríðar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Gurrý, nú er komin kveðju- stund. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú varst að undirbúa fermingu með mér og ég hefði aldrei trúað því að þú yrðir ekki með okkur á fermingardaginn hennar Katrínar. Þín var sárt sakn- að, það vantaði svo mikið að hafa ekki þig hjá okkur. Þú varst mér góð tengdamamma. Það var alltaf svo gaman að hringja í þig á morgnana, því þá höfðum við svo góðan tíma til að tala saman. Stóðu þau símtöl yfirleitt í klukku- tíma og var umræðuefnið oftar en ekki barnabörnin þín. Þú varst besta amma sem hægt var að eiga og sam- band þitt við Ottó Gauta alveg sér- stakt. Þú kenndir honum svo margt og þið voruð svo góðir vinir. Þú leyfðir honum alltaf að koma til þín og gista þegar hann vildi og þegar þú komst í kaffi til okkar var yf- irleitt endirinn sá að hann fór með þér heim. Þið sátuð tímunum saman við að spila, teikna, skrifa og bara að spjalla. Þegar þú komst til okkar fórst þú fyrst inn í herbergi til hans og þar varstu í langan tíma að kubba heilu húsin og á meðan kólnaði kaffið þitt í eldhúsinu. Það er svo sárt að hugsa til kom- andi tíma án þín og að Birgitta Rún fái ekki að kynnast þér betur. Ég kveð þig, elsku tengda- mamma, og þakka þér fyrir allt. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Helga. Verndi englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Í dag kveðjum við kæra vinkonu sem lést langt um aldur fram eftir illvígan sjúkdóm sem sigraði hana að lokum, en hún tókst á við hann með mikilli hetjudáð. Gurrý eins og hún var kölluð var alltaf glaðvær og kát og var gaman að rökræða við hana um lífið og tilveruna því hún hafði ákveðnar skoðanir á öllum málum og vildi skoða málin frá öll- um hliðum. Þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni var hún aðalmanneskj- an og fljót að framkvæma hlutina. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði, að vita hverra manna þessi eða hinn var, en því miður gafst henni ekki mikill tími til að sinna því. Gurrý var einkar lagin í höndun- um saumaði og prjónaði mikið og var ekki sein að galdra fram flík ef á þurfti að halda. Allar þær samveru- stundir sem við áttum með henni munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá Gurrý frekar en öðrum, en já- kvæðni hennar fleytti henni alltaf yfir erfiðustu hjallana, og í okkar augum var hún hetja sem stóð allt af sér þar til yfir lauk. Við þökkum fyr- ir að hafa fengið að kynnast slíkri manneskju því við erum svo miklu ríkari á eftir. Elsku Ottó og fjöl- skylda, við biðjum góðan Guð að blessa ykkur og styrkja á erfiðum tíma í lífi ykkar. Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Fríða og Málfríður. Okkur setur hljóð, er við horfum á eftir Gurrý vinkonu okkar og sam- starfsfélaga langt fyrir aldur fram. Mörg voru árin orðin sem við störf- uðum saman og aldrei kom upp sá ágreiningur sem við leystum ekki saman. Samheldnin var góð og oft glatt á hjalla. Á litlum vinnustað skiptir miklu máli góður andi og átt- ir þú stóran þátt þar. Gurrý, þú varst svo dugleg að berjast við sjúk- dóminn sem þú fékkst fyrir sex ár- um, og vorum við viss um að þú hefðir unnið sigur á honum þegar þú veiktist aftur nú í janúar sl. Þú ætl- aðir svo sannarlega að hafa betur, en þér var ætlað annað hlutskipti. Elsku Gurrý, við erum þakklát fyrir að hafa átt þig sem vin og sökn- um þín. Þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig. Guð blessi þig og þakka þér fyrir allt. Elsku Ottó, Klara, Ólafur, Aðal- heiður og Ása sem og aðrir aðstand- endur. Við vottum ykkur samúð okkar og biðjum Guð að blessa ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun. Þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Við kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig. Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæl. Við aldrei gleymum þér. Starfsfólk Dalsnestis. Erla, Eygló, Halla og Sigurður. GUÐRÍÐUR AÐAL- STEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.