Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður VavaBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 22. maí 1921. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Björns- son, teiknikennari og gullsmiður, f. á Ísa- firði 15. nóvember 1886, d. í Reykjavík 27. apríl 1939, og Ingibjörg Jónheiður Árnadóttir, f. í Narfakoti, Njarðvík, 12. júlí 1896, d. 26. nóvember 1980. Systkin Sigríðar eru Jón Hallgrím- ur Björnsson, skrúðgarðaarkitekt í Reykjavík, f. 19. desember 1922, Árni Björn Björnsson, f. 15. júní 1927, skipstjóri í New York, og Að- alheiður Björnsdóttir, f. 2. maí 1934, d. 8. maí 1934. Hinn 16. júní 1939 giftist Sigríð- ur Haraldi Kristjáni Gíslasyni verslunarmanni og húsasmíða- meistara í Reykjavík, f. 9. júlí 1915, d. 17. september 1979. Foreldrar hans voru Gísli Kristjánsson fisk- sali frá Álftanesi, f. 21. ágúst, 1872, d. 15. september 1955, og kona kona hans er Kristín Björk Her- mannsdóttir, f. 19. nóvember 1974. Saman eiga þau börnin Smára Steinar Stefánsson, f. 1999, og Sig- rúnu Björk Stefánsdóttur, f. 2000. Bárður Smárason, f. í Austurríki 7. apríl 1975, og Anna Aðalheiður Smáradóttir, f. 10. desember 1980. Gísli Rúnar Haraldsson smiður f. 27. nóvember 1950. Sambýliskona hans er Sigrún Teitsdóttir en börn þeirra eru Gissur Hrafn Gíslason, f. 22. mars 1992, Egill Óskar Gísla- son, f. 22. desember 1994, og Eirík- ur Rúnar Gíslason, f. 1. október 1997. Guðbjörg Aðalheiður Har- aldsdóttir, verslunarmaður, f. 23. janúar 1954, fyrrverandi maki hennar Ingvar Ásgeirsson, f. 10. apríl. 1955, en saman eiga þau Ás- geir ÞórarinIngvarsson, f. 10. ágúst 1981, og Guðfinnu Ísoldu Ingvarsdóttur, f. 31. júlí 1986. Sigríður ól allan sinn aldur í Reykjavík, og var lengst af búsett á Hraunteigi 24. Sem barn gekk hún í Austurbæjarskólann undir kennslu Gunnars M. Magnúss og lauk gagnfræðaprófi frá Ingimars- skólanum. Hún hóf nám í Kennara- skóla Íslands en varð að hætta námi vegna berkla og dvaldi á Víf- ilsstöðum um hríð. Þau hjónin ráku veitinga- og verslunarrekstur alla tíð og ferðuðust víða innanlands og erlendis. Útför Sigríðar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hans Styrgerður Jó- hannsdóttir, f. 13. júlí, 1883 í Rangárvalla- sýslu, d. 27. janúar 1960. Börn Haraldar og Sigríðar eru: Björn Haraldsson, f. 15. des- ember 1943, verslun- armaður í Grindavík. Kona hans er Guðný Jóna Hallgrímsdóttir, f. 16. nóvember 1945. Börn þeirra: Árni Björn Björnsson, f, 29. febrúar 1968, kvæntur Panja Chalao en sam- an eiga þau Sigríði Vövu Björnsdóttur, f. 1996, og Guðnýu Vöku Björnsdóttur, f. 1997. Haraldur Björn Björnsson, f. 1. desember 1973, kvæntur Söndru Munch, f. 1974. Saman eiga þau Björn Lúkas Haraldsson, f. 1995, og Hákon Klaus Haraldsson, f. 1999. Ingi Björn Björnsson, f. 5. mars 1979, og Teresa Birna Björnsdóttir, f. 21. október 1982. Ingibjörg Styrgerður Haraldsdótt- ir veflistakona og kennari, f. 1. nóvember 1948, gift Smára Ólasyni organista og tónlistarkennara. Börn þeirra eru: Stefán Steinar Smárason, f. 1967, en sambýlis- Amma mín, Sigríður Björnsdóttir, oftast kölluð Vava eða bara amma, var sú sérstakasta kona sem ég hef kynnst. Ég á sko langt frá því venju- legar minningar um hana. Allt sem sneri að henni var nefnilega svolítið sérstakt. En það var auðvitað það skemmtilega við hana. Hún var nefnilega orðin svolítið rugluð þegar ég kynntist henni. En hún var samt alltaf tilbúin að gera allt fyrir mann: ekki búa til mat eða eitthvað svona ömmulegt, heldur klóraði hún manni á bakinu, gaf manni pening eða kannski smá ópal ef hún tímdi. Hún var líka sú eina sem nennti að vera með mér í Frúnni í Hamborg enda- laust, og maður gat líka talað við hana allan daginn. Hún bjó fyrir neðan mig í nokkur ár þannig að ég var oft hjá henni lið- langan daginn. Hún lagði líka stund- um mikið á sig til þess að opna fyrir mér þegar ég gleymdi lykli og mamma var ekki heima. Það tók hana kannski 15 mínútur að opna. Mér fannst það náttúrulega svolítið pirrandi þá, en þegar ég hugsa til baka var þetta nú bara ósköp krútt- legt. En það er samt eitt sem ég gleymi aldrei og það var svolítið prakkarastrik sem ég gerði henni ömmu. Hún kallaði nefnilega alltaf á mig þegar síminn hringdi og hún var ekki með hann við höndina. Þannig að ég fór upp einn daginn og hringdi niður og hún byrjaði að kalla á mig, „Guðfinna, komdu fljótt! Síminn er að hringja!“ Og ég skellti á og hljóp niður, amma auðvitað brjáluð yfir að hafa misst af símtalinu, og ég þóttist ekkert vita. En mér fannst þetta svo rosalega sniðugt að ég gerði þetta svona fimm sinnum yfir daginn. Hún fattaði samt aldrei að þetta hefði verið ég. En hér fær hún að vita það. Sorry amma mín, ég var bara sex ára ára. En það eru auðvitað svo miklu fleiri minningar sem ég á um hana ömmu eins og með Bobbí og blómið o.fl., en maður getur nú ekki skrifað allt í blað sem hún amma sagði – ég held að það væri nú ekki allt viðeig- andi. Þið sem þekktuð hana skiljið hvað ég á við. En elsku amma mín, ég á alveg eftir að sakna þín fullt, öll jólaboðin og allt. Enginn vitleysing- ur eins og ég til að tala við. En þinn tími var kominn og hann afi Har- aldur verður örugglega miklu betri við þig heldur en ég gæti nokkurn- tíma verið. En við sjáumst seinna, krúttið mitt, og ekki gleyma mér. Vertu hjá mér, amma mín, og ég lofa að það væri nú ekki einu sinni hægt að gleyma þér. Þú varst nú einu sinni eina sanna amma mín, sem tókst mér alltaf eins og ég er og varst ekki með neinar kröfur eins og hinir. Hvíldu í friði. Guðfinna Ísold. Ég vildi að amma Vava væri ekki dáin því að það var alltaf svo gaman að heimsækja hana. Núna getur hún heimsótt mig hvenær sem er í skól- ann í Taílandi með (stóra pabba) Guði og þarf ekki að borga neitt. Vava litla. Elsku amma, ég þakka þér fyrir samveruna. Þegar ég fékk fréttina að þú hefðir yfirgefið þennan heim gat ég ekkert upplifað annað en þakklæti fyrir að hafa fengið allan þennan tíma með þér og hugur minn fylltist af minningum um tímann sem að við vorum saman. Sögurnar sem þú sagðir, myndirnar sem þú teiknaðir, ljóðin sem þú samdir og þá sérstaklega leynilegu ferðirnar okkar um miðjar nætur. Í dag sé ég að hamingjan var það eina sem þú trúðir eins og við öll og ég vona svo sannarlega að þú hafir fengið hana hér og fáir að njóta þar og alls staðar til eilífðar. Því eitt er víst að hafa fengið að eiga þig sem ömmu var og er hrein hamingja. Ég mun sakna þín, elsku amma mín, og þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Algóði Guð, passaðu ömmu Vövu og veittu þeim huggun sem sakna hennar og blástu minningunni um þá góðu konu sem hún var í brjóst þeirra. Amen. Árni Bangsa. Ef einhver kom til dyranna eins og hann er klæddur þá var það amma Vava, svo blessunarlega frjáls frá áliti annarra. Er það ekki ósk allra? Alltaf var jafngaman að koma í heimsókn með vinina. Alltaf gat hún komið okkur til að hlæja, það má segja að hún hafi séð Guð í öllu nema þá helst rauðhærðum. Ég man hvað við hlógum þegar þú varst að segja okkur hvað rautt hár færi fyrir brjóstið á þér. Einhvern veginn gastu alltaf snúið öllu upp í grín, allavega þegar við komum í heim- sókn. Mér þykir leitt að komast ekki í jarðarförina en það verður fróðlegt að frétta hvort þú nærð síðasta tak- markinu þínu sem þú talaðir um við mig, að mæta of seint í þína eigin jarðarför. Það væri allavega í þínum anda, elsku amma.Ég tel mig heppna að hafa fengið að upplifa all- an þann tíma sem að við eyddum saman, elsku kella mín, og takk fyrir hreint út sagt yndislegar stundir. Guð geymi þig. Teresa Bangsa. Elsku amma mín. Mig langar að- eins til að skrifa þér örfá kveðjuorð, besta mín. Þú varst engin venjuleg amma (vægt til orða tekið) og gast alltaf komið mér til að hlæja. Og þannig eru flestar minningar sem ég á um þig, sprenghlægilegar og spaugileg- ar með meiru. Hvar sem þú ert þá vona ég að þér líði vel og hafir nóg af frönskum, vínberjum og Machintos nammi að borða. Ég ætla að enda þetta á orðum úr spámanninum eftir Kahlil Gibran: „Hvað er það að deyja annað en að standa nakinn i blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Góða ferð, besta mín. Þín elskandi Anna Aðalheiður Smáradóttir. Nú er Vava föðursystir okkar horfin af sjónarsviðinu og skilur eft- ir sig mikið tómarúm hjá þeim sem hana þekktu. Í bernsku áttum við systkinin alltaf skjól hjá Vövu og Halla á Hraunteignum, þrátt fyrir að Ingibjörg amma byggi í næsta húsi. Það var eitthvað framandi og menningarlegt yfir heimili þeirra, enda höfðu þau hjónin ferðast vítt og breitt um Bandaríkin ásamt Bangsa, elsta syni þeirra. Á heimilinu var mikið af bókum og listaverkum ásamt skemmtilegum munum, eins og til dæmis módel af hestvagni eins og þeim sem við áttum síðar eftir að kynnast í amerískum vestrum. Þar héngu líka margar myndir eftir Björn Björnsson, teiknikennara og gullsmið í Reykjavík, föður hennar og afa okkar. Og alltaf hafði hún af einhverju óvenjulegu og spennandi að segja frá. Vava var stórbrotin persóna, svip- sterk með bjarta og hljómmikla rödd. Þegar Vava var ung kona var eftir því tekið hvað hún var fríð og glæsileg til fara. Þegar árin liðu tók hún útlitinu oft ekkert hátíðlega í dagsins önn og sagði einhvern tíma í gríni við okkur að líklegast væri hún heilmikill hippi í sér. Hún mætti þó alltaf glerfín í afmælin okkar og sem litlar stelpur dáðumst við að því hvað hún var flott í háhæluðu támjóu skónum sínum. Vava gat staðið fast á sínu, en átti jafnframt til hlýju og traust sem gott var að eiga að. Það kom t.d. berlega í ljós hve henni var umhugað um okkur systkinin þegar Sigga Lóa fékk brátt botnlangakast. Hún hringdi daglega meðan á veikindunum stóð og löng og skemmtileg símtölin voru þá einkar kærkomin. Það var hægt að treysta því að hlutirnir yrðu gerð- ir þó að Vövu þætti ekkert sérlega mikilvægt að gera þá á réttum tíma. Eins og til dæmis þegar hún afhenti Ingu Svölu giftingargjöf með promp og pragt nokkrum árum eftir að hún gifti sig. Áður en hún gaf okkur bók nostraði hún gjarna við að skraut- rita nafn væntanlegs eiganda og bætti síðan við myndskreytingum. Þegar verkið sóttist seint hringdi hún til þess að láta okkur fylgjast með framvindu þess. Stundum sagði hún okkur frá draumum sínum um að mennta sig í myndlist sem ekki höfðu ræst. Vava fór heldur ekki troðnar slóð- ir, enda fróðleiksfús og leitaði eftir því óspart á vit ævintýranna. Þegar áform voru uppi um byggingu ál- versins í Straumsvík fór hún með okkur einn sunnudaginn út í hraunið og kenndi okkur að meta þær ger- semar sem þar var að finna og fyr- irsjáanlegt væri að myndu hverfa. Minnisstæð er önnur ferð með Vövu í Landbrotið, hún þá komin á sjö- tugsaldur, þar sem hún sem endra- nær var hafsjór af fróðleik. Þessi könnunarleiðangur endaði ekki fyrr en við vorum komin eftir gömlum árfarvegi langt frá alfaraleið. Á síðari árum þegar Vava dvaldi á hjúkrunarheimili var gott að heim- sækja hana. Það var alltaf stutt í skopskynið og hnyttnar athuga- semdir. Vava fylgdist vel með okkur systkinunum og síðar systkinabörn- um. Hún minntist líka oft á Karól- ínu, köttinn hennar Sigrúnar, sem fæddur var á Hraunteignum, en við ólum upp sem krakkar. Það eru líklega þessi tengsl við bernskuna sem hafa verið svo mik- ilvæg í sambandi okkar við Vövu nú hin síðari ár, svo og traust hennar sem alltaf var til staðar. En líkt og fyrnist yfir gengin spor og lands- lagið tekur á sig breytta mynd mun minningin um Vövu fylgja okkur um ókomin ár. Sigrún, Ingibjörg Svala og Sigríður Lóa. Þótt uppáhaldsfrænka mín Sigríð- ur Björnsdóttir, ávallt kölluð Vava, hafi nú yfirgefið jarðlífið, þá lifir hún enn. Lifir enn í hinum mikla fróðleik sem hún bjó yfir, sögum sem hún kunni og naut að miðla öðrum að með einstakri frásagnarlist. Ung hóf Vava nám í Kennaraskól- anum að ráði föður síns. Hann benti henni á að kennarar væru eina stétt þess tíma þar sem jafnræði var milli kynja. Það var mikið áfall fyrir Vövu þegar hún greindist með berkla og varð að hætta námi og leggjast inn á Vífilsstaði, betri kennari en hún hefði verið vandfundinn. En Vava lét aldrei bugast, hún hafði hæfileika til að sjá það jákvæða við allt, hafði mikið skopskyn og gat, sem ekki er öllum gefið, skopast óspart að sjálfri sér. Vava varð sjálfmenntaður fræði- maður, sem lét sig allt máli skipta, hjá henni kom enginn að tómu húsi, hvað svo sem um var að ræða. Vava og maður hennar, Haraldur Gíslason, voru á margan hátt óvenjuleg hjón sem fóru sínar eigin leiðir í smáborgaralegu samfélagi þess tíma. Þau ferðuðust mikið, fóru í langar utanlandsferðir löngu áður en slíkar ferðir urðu almennar og varla var til sá staður á landinu sem þau gátu ekki frætt okkur krakkana um. Á heimili þeirra upplifði ég tengsl fortíðar og nútíðar í sögum þeirra og fékk löngun til að sjá út yf- ir sjóndeildarhringinn. Ég er Vövu þakklátur fyrir það veganesti sem hún gaf mér ungum, veganesti sem ég mun leitast við að miðla áfram á sama hátt og hún. Gunnlaugur Björn (Gingi). Á morgun ó og aska, bí og bæ og ha og uss og pú og kanski og sei-sei og korríró og amen, bí og bæ og bösl í hnasli, sýsl í rusli og þey-þey. (H. K. L.) Sú minning sem stendur efst í mínum huga af okkar samskiptum, Vava, er ferð okkar í Bláa lónið. Það var áður en það var markaðssett. En ég bjó þá erlendis og var hér í stuttri heimsókn. Þú komst eins og hvirf- ilvindur á hvítum bíl að sækja mig og dróst mig út í ævintýri sem ég átti eftir að ylja mér við í útlegðinni. Mig minnir að það hafi verið í júlí- mánuði, snemma á áttunda áratugn- um, en seint að kvöldi. Það hefur örugglega verið rok og rigning, þótt það gæti hafa skolast til í minning- unni, enda yfirgnæfðu drunurnar í afrennslisrörunum úr Svartsenginu veðurofsann, en mögnuðu aftur á móti upp hláturrokurnar í okkur. Við hlógum mikið og skemmtum okkur vel, allar útataðar í leir og veltum því fyrir okkur í hvaða hring Dantes við værum lentar. Við vorum einar í lóninu, fyrir utan nokkur ímynduð skrímsli. Ég fyllti krukku af leir til að taka með vestur um haf. Minninguna um valkyrjuna hana frænku mína tók ég líka með. Á eftir fengum við höfðinglegar móttökur hjá Bangsa og Diddu í Grindavík, endurnýjaðar á sál og lík- ama. Þar var glatt á hjalla og rann kaffið ljúflega niður, sterkt eins og þú sem varst samt svo ljúf og full af lífsgleði. Þannig sé ég þig fyrir mér nú þegar þú ert farin og ég kveð þig kært með kossi og þakklæti. Gangi þér allt í haginn fyrir handan. Aðstandendum þínum öllum sendi ég hugheilar óskir og samúð á sorg- arstund. Þórgunnur Jónsdóttir. SIGRÍÐUR VAVA BJÖRNSDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.