Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 45
BRÉF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 45
HINN 30. janúar 2002 fór ég í
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
og pantaði heyrnartæki og var þá
tekið mót af eyranu, en ég var bú-
inn að fara í mælingu áður. Þegar
búið var að taka mótið var mér sagt
að það tæki um tíu mánuði að fá
tækið og var ekkert við því að gera.
Þegar tíu mánuðir voru liðnir fór ég
að hringja og spyrja um tækið, og
fékk þau svör í nóvember og desem-
ber 2002 að tækið væri ekki komið
og sama svar fékk ég í janúar 2003.
En svo gerist undrið. Hinn 5. febr-
úar 2003 er mér sent bréf um að
tækið sé komið og áríðandi sé að
eiga pantaðan tíma þegar komið er
að sækja það. Ég hringi og panta
tíma og þá get ég ekki fengið tíma
fyrr en 24. febrúar kl. 15.00. Ég
þarf að bíða í 19 daga frá því að
tækið var komið þar til ég get feng-
ið það afhent. Ég þarf að bíða í 19
daga til að fá afgreidda vöru, sem er
búin að vera í pöntun í eitt ár og sex
daga. Þetta er ótrúleg og ófor-
skömmuð framkoma hjá þessari
stofnun, þegar haft er í huga að
Heyrnartækni ehf. getur afgreitt
samskonar vöru á þremur til fjórum
vikum frá pöntun, eða örlítið lengri
tíma en ég þarf að bíða frá því að
tækið kom.
Ég skal taka það fram að ég er
orðinn aldraður, búinn að ná með-
alaldri karlmanna á Íslandi, og er
það kannski ástæðan fyrir þessari
löngu bið, okkur gamla fólkinu ligg-
ur ekkert á, við erum að komast á
síðasta snúning. Við lifum ef til vill
ekki nægilega lengi til að njóta þess
sem sagt er í kringum okkur síð-
ustu mánuðina vegna seinagangs í
afgreiðslu heyrnartækja frá Heyrn-
ar- og talmeinastöð Íslands. Flestir
okkar, sem lifum á greiðslum frá
Tryggingastofnun, geta ekki keypt
tæki hjá Heyrnartækni ehf. vegna
þess að Tryggingastofnun greiðir
ekki hluta þeirra, eins og ef tækin
eru keypt hjá Heyrnar- og tal-
meinastöð Íslands.
Síðan ég pantaði heyrnartækið
hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni
hefur heyrnin á hinu eyranu versn-
að og sé ég ekki að það hafi neinn
tilgang að panta tæki í það, vegna
þessa langa afgreiðslutíma.
Það er ansi hart fyrir aldraðan
mann að vera neyddur til að skipta
við Heyrnar- og talmeinastöð Ís-
lands, sem hefur ekki getu til að út-
vega heyrnartæki á skemmri tíma
en þrettán mánuðum, þegar Heyrn-
artækni ehf. getur útvegað þau á
þremur til fjórum vikum, en tæki
frá þeim fást ekki niðurgreidd.
Þetta er ekki í neinu samræmi við
það sem allir stjórnmálamennirnir
lofa; að bæta kjör og líðan okkar
eldri borgara.
KARL GÚSTAF
ÁSGRÍMSSON,
formaður Félags
eldri borgara í Kópavogi.
Ótrúleg
þjónusta
Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni:
Framhaldsskólamótið
í brids endurvakið
Laugardaginn 12. apríl verður
haldið Meistaramót framhaldsskóla í
brids í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37, 3.
hæð. Spilamennska hefst kl. 11
stundvíslega og mótslok eru áætluð
um klukkan 18. Keppnisstjórar verða
Björgvin Már Kristinsson og Daníel
Már Sigurðsson en Ljósbrá Baldurs-
dóttir verður mótsstjóri.
Spiluð verður sveitakeppni, 4–6
spilarar í sveit, 8 spila leikir (líklega
Monrad), umferðafjöldi 5–6 eftir
þátttöku. Mótið er ætlað spilurum
sem eru yngri en 26 ára. Ekkert þátt-
tökugjald er í þessa keppni og skil-
yrði fyrir þátttöku eru að vera nemi í
viðkomandi framhaldsskóla. Leyfi-
legt er að sækja um undanþágur til
mótanefndar BSÍ ef ekki næst í heila
sveit í viðkomandi skóla. Fjöldi sveita
frá hverjum skóla er ótakmarkaður,
þ.e. senda má fleiri en eina sveit frá
hverjum skóla. Spilað er eftir hefð-
bundnum bridslögum og spilað er um
silfurstig.
Bridssamband Íslands hvetur alla
áhugasama spilara í framhaldsskól-
um landsins til að taka þátt í þessari
skemmtilegu keppni. Undanfarnar
vikur hafa margir framhaldsskóla-
nemar sótt námskeið hjá BSÍ svo bú-
ast má við góðri þátttöku. Skráning
og allar upplýsingar í síma 587 9360
eða www.bridge.is.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það er alltaf jafngóð þátttaka hjá
eldra fólkinu og fjölgar frekar en hitt.
Þriðjudaginn 1. apríl mættu 22 pör og
urðu úrslitin þessi í N/S:
Jón Stefánsson – Þorsteinn Laufdal 263
Guðm. Magnússon – Magnús Guðmss. 242
Vilhj. Sigurðss. – Þórður Jörundss. 236
Hæsta skor í A/V:
Aðalbjörn Benediktsson. – Jóhannes Guð-
mannsson. 268
Ólafur Ingvarsson – Þórarinn Árnason 246
Halla Ólafsd. – Magnús Halldórss. 234
Á föstudag mættu svo 26 pör en þá
urðu úrslitin þessi í N/S:
Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 385
Jón Stefánss. – Magnús Halldórss. 355
Vilhj. Sigurðss. – Þórður Jörundss. 348
A/V:
Guðjón Kristjss. – Magnús Oddsson 417
Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 376
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 367
Meðalskor á þriðjudag var 216 en
312 á föstudag.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára spil-
aði tvímenning á tólf borðum fimmtu-
daginn 3. apríl. Miðlungur 220. Efst
vóru:
NS
Heiður Gestsd. – Kristinn Guðmundss. 279
Arndís Magnúsdóttir – Karl Gunnarss. 260
Guðjón Ottóss.– Guðmundur Guðveigss. 248
Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 231
AV
Bragi Björnsson – Einar Markússon 274
Guðgeir Björnsson – Steindór Árnason 255
Hinrik Lárusson – Haukur Bjarnason 239
Díana Kristjánsdóttir – Ari Þórðarson 236
Bridsfélag Suðurnesja
Þá er lokið þriggja kvölda Butler
tvímenningi, minningarmóti um Guð-
mund Ingólfsson. Keppnin var
óvenju jöfn og spennandi og munaði
aðeins einu stigi í lokin. Með hjálp „að
handan“ urðu Heiðar og Þröstur efst-
ir. Úrslit:
Heiðar Sigurjóns. – Þröstur Þorláks.
– Villi jr. 186
Randver Ragnarss. – Gunnar Guðbjörnss.
– Elías 185
Gísli Torfason – Svavar Jensen 182
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Keppni í Íslandsbankamótinu var
haldið áfram fimmtudaginn 3. apríl sl.
Þessi pör skoruðu mest um kvöldið:
Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. +29
Anton Hartmannss. – Pétur Hartm. +22
Þröstur Árnason – Ríkharður Sverriss. +21
Ólafur Steinason – Gísli Þórarinsson +11
Gísli Hauksson – Magnús Guðm. +10
Staða efstu para er nú þessi:
Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. +35
Ólafur Steinason – Guðjón Einarsson +27
Þröstur Árnason – Ríkharður Sverriss. +25
Anton Hartmannss. – Pétur Hartm. +19
Sigfinnur Snorras. – Eyjólfur Sturl. +16
Mótinu lýkur fimmtudaginn 10.
apríl nk.
HSK-mótið í tvímenningi verður
spilað á Flúðum laugardaginn 26.
apríl nk. Spilamennska hefst kl. 10 og
sér Garðar Garðarsson um skráningu
í síma 862 1860.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Þeir skiluðu sínu í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni í Borgarnesi
um sl. helgi. Annað sætið í riðlinum var allan tímann í augsýn og var gull-
tryggt í lokaumferðinni en það skilaði þeim í 10 sveita úrslitin. Aftari röð
frá vinstri: Jörundur Þórðarson, Júlíus Snorrason, Guðmundur Pálsson,
Eiður Már Júlíusson. Fremri röð Jón Stefánsson og Guðlaugur Sveinsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
AUGNHREINSIR
... ferskur og nútímalegur
3.990
Ljós gráir/Brúnir
st. 30-39
Kringlan 4-12, sími 568 6211.
Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420.
NÝJAR
VORVÖRUR
4.990
Dökkbláir
st. 36-46
Hvítir
st. 36-41
3.990
Svartir
st. 36-46
5.990
Drappaðir/Svartir
st. 36-42
3.990
Hvítir
st. 36-42
3.990
Drappaðir
st. 36-42
3.990
Drappaðir m/rauðu
Bleikir st. 28-35
3.990
Hvítir
st. 36-42
•Tillögum skal skila í lokuðu umslagi í pósthólf
175, 902 Vestmannaeyjum.
•Umslagið skal innihalda hljóðsnældu
eða geisladisk með þjóðhátíðarlaginu
•og einnig umslag með nafni höfundar og texta.
•Skilafrestur er til 25. apríl 2003.
Þjóðhátíðarlag 2003
Þjóðhátíðarnefnd
Þjóðhátíðarnefnd óskar eftir
tillögum að þjóðhátíðarlagi.