Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í vor ræddu möguleg áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á íslenskan landbúnað og verkafólk við matvæla- framleiðslu á fundi sem matvælasvið Starfsgreinasambands Íslands boð- aði til í Kiwanishúsinu í hádeginu í gær. Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs sambandsins, lagði m.a. áherslu á í upphafi fundarins að landbúnaður, þjónustan við landbún- að og úrvinnsla landbúnaðarafurða, hefðu verið mikilvægir þættir í at- vinnulífi landsmanna. Ársverkum í þessum starfsgreinum hefði þó farið fækkandi síðustu áratugi. Sagði hann sambandið hafa áhyggjur af þeirri þróun. Hana þyrfti að stöðva. Hugsanlega yrði það gert með aðild Íslands að ESB. En hugsanlega kæmi aðild að ESB til með að veikja enn frekar stöðu landbúnaðar og úr- vinnslugreina á Íslandi. Sagðist hann reyndar vera á síðarnefndu skoðuninni, þ.e. að aðild að ESB yrði til að veikja stöðu landbúnaðarins. Mæti versnandi samkeppnisstöðu Fulltrúar stjórnmálaflokkanna gerðu grein fyrir afstöðu sinna flokka til þessara mála. Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, lagði m.a. áherslu á að aðild að ESB fæli ekki aðeins í sér innflutning erlendra vara hingað til lands heldur einnig útflutning íslenskra vara á erlenda markaði. Drífa Hjartardóttir, Sjálf- stæðisflokki, sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi ekki ganga í ESB m.a. vegna þess að hann vildi tryggja stöðu íslenskra bænda og þeirra sem ynnu í úrvinnslugreinunum. Árni Magnússon, Framsóknar- flokki, sagði að ýmsar greinar land- búnaðarins myndu mæta versnandi samkeppnisstöðu gengi Ísland í ESB. Til dæmis kjúklinga- og svína- kjötsframleiðsla, grænmetisfram- leiðsla og ákveðnar greinar innan mjólkuriðnaðar. Hins vegar myndi sauðfjárrækt og ýmiss konar land- rækt njóta góðs af inngöngu í ESB. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði, benti m.a. á að þótt matvælaverð í Svíþjóð og Finnlandi hefði lækkað eitthvað við inngöngu landanna í ESB, hefði verðið lækkað mun minna en spáð hefði verið. Hann benti einnig á að ef Íslendingar vildu lækka matvælaverð þá væri það hægt strax á morgun með því t.d. að ákveða að fella niður alla tolla af unnum vörum. Ekki þyrfti að ganga í ESB til að ná því marki. Að lokum sagði Guðjón A. Krist- jánsson, Frjálslynda flokknum, að sinn flokkur vildi efla byggðir lands- ins og þar með þau störf sem þar væru til staðar. „Við sem neytendur megum ekki ganga svo hart fram í kröfunni um lágt matvöruverð að bóndinn fái ekki séð sér og sínum farborða,“ sagði hann m.a. Hann sagði einnig að varlega skyldi farið þegar skoðuð yrði aðild að ESB. Kostir og gallar skyldu metnir. Fulltrúar flokkanna ræddu áhrif ESB á landbúnað og verkafólk Áhyggjur af fækkun ársverka FRAMBOÐ óháðra í suðurkjör- dæmi er með tillögur um að hækka skattleysismörk í 90.000 krónur og segir Kristján Pálsson, oddviti listans, að kostnaðurinn við það sé um fjórir milljarðar. Kristján segir að auk þess sé nauðsynlegt að skoða ýmis jaðará- hrif sem tengist skattinum, það er hvenær ýmsar bætur ríkisins byrji að skerðast og samræmi sé í því, en eðlilegt væri að jaðaráhrif byrjuðu við skattleysismörkin. Framboðið vill endurskoða og endurreikna frítekjumörk námslána og taka inn í eðlilega þætti sem snúa að framfærslu námsmanna eins og til dæmis netnotkun og fartölvur. Þá vill framboðið skoða hækkun á frítekjumarki tekjuskatts í hátekju- skatti, þannig að hann miðist við há- ar tekjur en ekki við lægri kantinn í millitekjum eins og nú tíðkist. „Mikilvægast er að lækka skatta þeirra lægst launuðu og það gerist best með því að hækka skattleysis- mörkin,“ segir Kristján. Hann bend- ir á að það gagnist mest þeim sem minnstar hafi tekjurnar. Framboð óháðra í Suðurkjördæmi Vill skatt- leysismörk í 90.000 krónur SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra situr nú fund í Stokkhólmi þar sem hún stjórnar m.a. umræðum á sameiginlegum fundi dómsmála- og jafnréttismálaráðherra Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna en fulltrúi félagsmálaráðherra er einnig á fundinum. Sameiginlegt átak landanna um aðgerðir gegn verslun með konur hófst árið 2001 og verður árangur átaksins kynntur á fundinum. Í átak- inu fólst m.a. að haldnar voru þrjár sameiginlegar ráðstefnur í Eystra- saltsríkjunum þar sem viðfangsefnið verslun með konur var rætt út frá mismunandi sjónarhornum. Tilgang- ur ráðstefnanna var að vekja al- menning til vitundar um vandamálið. Átakið á Íslandi, sem félagsmála- ráðherra og dómsmálaráðherra stóðu að í lok febrúar, verður jafn- framt kynnt af verkefnisstjórum á fundinum. Þá koma ráðherrar til með að ræða næstu skref í sameig- inlegri baráttu landanna gegn versl- un með konur. Ræða átak gegn verslun með konur TAFLFÉLAGIÐ Hrókurinn heiðr- aði í gær drengja- og stúlkna- sveitir Rimaskóla en báðar sveitir hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum á grunnskólamótinu í skák. Drengjasveitin braut á bak aftur margra áratuga langa sig- urgöngu Melaskóla og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Sigurliðið verður fulltrúi Ís- lands á Norðurlandaskákmóti grunnskóla í Finnlandi í haust. Rimaskóli tefldi fram stúlkna- sveit í fyrsta sinn og gerði sér lít- ið fyrir og sigraði. Stúlkurnar hafa allar sótt skáknámskeið Hróksins sem farið hefur fram alla laugardaga í vetur. „Þetta hefur geysilega þýðingu fyrir okkur,“ sagði Helgi Árnason skólastjóri. „Það var ákveðið strax í upphafi skólastarfs að byggja upp skákina og það hefur tekist. Við höfum lagt áherslu á að teflt sé vegna ánægjunnar og þannig finnst mér starfið hafa mótast hjá okkur. Ánægjan ýtir undir það að krakkarnir æfi meira. Þau hafa mjög gaman af vera markvisst með. Hrókurinn hleypti öllum að og það jók áhug- ann,“ sagði Helgi sem lagði einn- ig áherslu á að sterkur for- eldrahópur stæði á bakvið starfið, en þrjú systkini voru í sigursveit- unum tveimur. því að taka þátt í mótum.“ Tafl má finna í hverri skóla- stofu Rimaskóla enda mikill áhugi á skák í skólanum. „Hrókurinn var með námskeið hjá okkur og þá fengum við tæki- færi til að bjóða stelpunum að Morgunblaðið/RAX Sigursveitir Rimaskóla í stúlkna- og drengjaflokki ásamt Hrafni Jökulssyni, formanni Hróksins,og Helga Árna- syni, skólastjóra Rimaskóla. Stúlknasveitina skipa: Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, Júlía Guðmundsdóttir, Júlía Rós Haf- þórsdóttir og Elísabet Ragnarsdóttir. Drengjasveitina skipa: Hjörvar Steinn Grétarsson, Egill Gautur Stein- grímsson, Sverrir og Ingvar Ásbjörnssynir. Rima- skóli heiðrað- ur fyrir skák- snilli „ÉG var frekar sorgmædd og leið yfir þessu en skil ákvörðunina,“ segir Ásthildur Teitsdóttir, sem var skiptinemi í Hong Kong en var kölluð heim eins og aðrir skiptinemar vegna ástandsins þar í kjölfar bráðrar lungnabólgu. „Þetta var eins og brotlending,“ segir Vilhjálmur Ásmundsson. Ásthildur og Vilhjálmur voru skiptinemar á vegum samtakanna AFS í Hong Kong, en þau eru bæði 18 ára. Ungmennin fóru út í lok ágúst og áttu að koma heim í lok júní, en þau segjast lítið hafa orðið vör við lungnabólguna. „Ég sá fólk ganga um með grímur og vissi af þessu en ég þekkti engan sem var veikur,“ segir Ásthildur og bætir við að hún hafi mest heyrt af lungnabólgunni í fjöl- miðlum. Auk þess hafi skólunum verið lokað í vikunni áður en hún fór í burtu. „Fólk var beðið um að vera ekki á fjölmennum stöðum, en þar sem ég var að fara var ég nokkuð mikið úti,“ segir Ásthild- ur. „Til að byrja með hugsaði ég ekki út í veikina, en það breyttist með fréttum af veiku fólki á sjúkrahúsum,“ segir Vilhjálmur. „Fjölskylda mín keypti grímur fyrir heimilið og ég gekk með grímu ef ég var innan um margmenni. Það var öryggisatriði því það er lítið rými og mjög troðið í lest- um og vögnum. Hins vegar var ég ekki með hjartað í bux- unum því ég fékk orð frá föður mínum á Ís- landi sem hafði talað við landlækni og sótt- varnardeild og fengið þau skilaboð að ég væri ekki í lífshættu.“ Skammur tími Vilhjálmur segir að hann hafi haft þrjá daga til að koma sér í burtu og það hafi ekki verið gam- an enda besti tíminn framundan. „Það er allt öðru vísi að vera þarna þegar þú ert farinn að geta talað málið. Þá er gullni tíminn.“ Þau segjast hafa valið að fara til Hong Kong vegna fjarlægð- arinnar og menningarinnar. „Það var mjög gaman fram að þessu,“ segir Ásthildur og finnst of mikið gert úr veikinni, þótt allur sé var- inn góður. „Þetta er ekki eins banvænt og fólk virðist halda,“ segir hún og bætir við að næst á dagskrá sé að finna vinnu, en hún haldi síðan áfram í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti í haust. Vilhjálmur er einnig að leita að vinnu en hann heldur áfram námi við Menntaskólann við Hamrahlíð í haust. Hann segist halda að að- eins sé gert of mikið úr lungna- bólgunni. „Ég var ekkert hræddur en maður kærir sig ekkert um að smitast. Ég var hræddastur um að smita aðra, en fór í læknisskoðun áður en ég fór og reyndist ein- kennalaus.“ Tveir skiptinemar heim frá Hong Kong vegna bráðrar lungnabólgu „Eins og brotlending“ Vilhjálmur Ásmundsson Ásthildur Teitsdóttir ♦ ♦ ♦ VARÐSKIPIÐ Ægir er nú á leið til lands með norska selveiðiskipið Pol- arsyssel í togi, en skipið varð vél- arvana um 160 sjómílur vestnorð- vestur af Ísafjarðardjúpi í fyrradag og var auk þess fast í ís. Mikill leki var kominn að skipinu, en dælur höfðu undan og þá settu varðskips- menn aukadælur um borð í skipið í gær. Áætlað er að skipið verði komið hingað til lands seint í kvöld eða und- ir föstudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar var varðskipið komið með norska skipið í tog um klukkan fimm síðdegis. Þokkaleg- asta veður var þar sem skipin voru stödd í gærkvöldi. Um borð í Polarsyssel er 15 manna áhöfn og amar ekkert að henni. Aftanverður skrokkur skips- ins er talsvert skemmdur eftir veru þess í ísnum. Polarsyssel er um 50 metrar að lengd og um 1.000 brúttó- tonn. Varðskip dregur norskt hvalveiðiskip til hafnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.