Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 51 Taugatitringur var talsverðurhjá báðum liðum í upphafi leiks. Leikmenn gerðu sér góða grein fyrir mikil- vægi leiksins og fyrstu mínúturnar báru þess merki. Haukar voru mun fljótari að ná úr sér hrollinum og þegar hálfleikurinn var nær hálfn- aður höfðu þær tekið afgerandi for- ystu 6:2. Þessa forystu létu þær ekki af hendi út hálfleikinn heldur hlóðu ofan á hana og höfðu sex marka forskot í hálfleik, 12:6. Matthías Matthíasson, þjálfari Stjörnunnar hefur sjálfsagt reynt að blása sínum stúlkum baráttu- anda í brjóst í leikhléinu og á upp- hafsmínútum seinni hálfleiks áttu þær ágætan kafla sem skilaði þeim fimm mörkum gegn tveimur og ör- lítilli von um að snúa leiknum sér í hag. Þar átti markvörður Stjörn- unnar, Jelena Jovanovic, stærstan hlut en hún varði 13 skot í seinni hálfleik og 23 skot alls í leiknum. En í sókninni lék Stjarnan sérlega illa. Að sama skapi var vörn Hauk- anna firnasterk, sérstaklega í fyrri hálfleik og Stjarnan náði aldrei að ógna forystu Haukanna af neinu viti. „Mér fannst við ekki vera að spila 100% leik en við bjuggumst við meiri mótspyrnu frá þeim, ég verð að viðurkenna það. Þetta small ágætlega hjá okkur í fyrri hálfleik þá vorum við að leika ágætlega, en við misstum þetta nið- ur í seinni hálfleik án þess að sig- urinn væri í neinni hættu,“ sagði Harpa Melsted fyrirliði Hauka. „Vörnin var mjög lek hjá þeim og Jelena varði ekki eins vel og hún er vön að gera. Hjá okkur hitti Nína vel og það munar um minna. Vörn- in var mjög góð hjá okkur og við náðum að halda þeim vel niðri. Sex mörk í einum hálfleik er náttúrlega ekki neitt. Við skoruðum ekki eins mikið úr hraðaupphlaupum og venjulega og okkur tókst ekki að halda hraðanum eins mikið uppi og við viljum gera. Úr því verðum við að bæta á laugardaginn. Það er auðvitað draumurinn hjá okkur að klára þetta einvígi í tveimur leikj- um en ég býst við þeim sterkari í Garðabæ á laugardaginn,“ sagði Harpa Melsted. „Þetta var bara ömurlegt. Ég sagði um daginn að handbolti væri auðveldur og skemmtilegur en maður verður að hafa fyrir hlut- unum til að ná árangri. Það þarf að mæta í leiki og skila sínu starfi, það gerðum við ekki í dag,“ sagði Margrét Vilhjálmsdóttir fyrirliði Stjörnunnar og var verulega ósátt við leik liðsins. „Það þýðir ekki að spila á tveimur leikmönnum, heild- in verður að vinna saman þegar komið er svona langt í keppninni. Þessi leikur var okkur til skammar og ég vil biðja áhorfendur afsök- unar á frammistöðu okkar. Ef við ætlum að gera það sem stendur til að gera þá verðum við að vinna á laugardaginn. Við verðum og við ætlum okkur,“ sagði Margrét. Stjörnuliðið lék eflaust einn sinn slakasta leik í vetur og aðeins tveir leikmenn sýndu að hluta til sitt rétta andlit. Það voru Amela Hegic, sem hélt liðinu á floti sóknarlega og Jelena Jovanovic sem bjargaði því sem bjargað varð í vörninni. Haukarnir hafa oft leikið betur en þær gerðu í þessum leik. Segja má að leikmenn hafi gert nákvæm- lega það sem þeir þurftu að gera til að sigra í þessum leik og ef mót- spyrnan hefði verið meiri er enginn vafi á að meiri kraftur hefði komið í leik þeirra. Nína K. Björnsdóttir átti stórgóðan leik og skoraði mörg glæsileg mörk en þær Harpa Mel- sted, Inga Fríða Tryggvadóttir og Brynja Dögg Steinsen áttu góðan dag í vörninni. DAÐI Hafþórsson leikur með handknattleiksliði Gróttu/KR næstu tvö árin, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðs- ins. Daði hefur undanfarin tvö ár leikið með Aftureld- ingu en var laus mála hjá félaginu þegar deild- arkeppninni lauk á dög- unum, en hefur nú sam- þykkt tilboð Gróttu/KR. Hann hefur áður leikið með ÍR, Fram, Bayer Dormagen í Þýska- landi og Skjern í Danmörku. Daða er ætlað að koma í stað Al- exanders Petersons sem leikur að öllum líkindum í Þýska- landi á næstu leiktíð. Reynir Þór til Víkings? Daði er ekki eini leik- maðurinn sem er á leið úr herbúðum Aftureldingar því allt bendir til þess að Reynir Þór Reynisson, markvörður, rói einnig á önnur mið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Reynir átt í viðræðum við sitt gamla félag Víking en þær við- ræður hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu ennþá eftir því sem næst verður komið. Daði Hafþórsson til Gróttu/KR Daði Hafþórsson  SVEINN Margeirsson, lang- hlaupari úr UMSS, tekur þátt í 10 km hlaupi í Aþenu á laugardaginn, svokölluðu Áskorendahlaupi Evr- ópu, sem er haldið á vegum Evr- ópska frjálsíþróttasambandsins sem heldur þing sitt í borginni um helgina. Einnig verður keppt í 10 km hlaupi kvenna en Íslendingar verða ekki með í þeirri grein.  ALLS eru 39 hlauparar skráðir til leiks í 10 km hlaupi karla frá 19 þjóðum. Sveinn á best 30.47,06 mín. í greininni en Íslandsmetið á Sigfús Jónsson, ÍR, 30.10,00, er það orðið nærri 27 ára gamalt.  FÓTFRÁASTA par heims, Mar- ion Jones og Tim Montgomery frá Bandaríkjunum, á von á barni síð- ar á þessu ári. Af þeim sökum hefur Jones aflýst allri þátttöku á frjáls- íþróttamótum ársins, þar með töldu heimsmeistaramótinu í París í ágúst, en þar stóð til að hún keppti í a.m.k. fjórum greinum. Jones mun vera komin þrjá mánuði á leið.  LEIF Mikkelsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana í handknatt- leik, hefur tekið við þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Ajax/Farum, sem Elvar Guðmundsson mark- vörður leikur með. Mikkelsen er þrautreyndur þjálfari og var m.a. landsliðsþjálfari Dana frá 1976 til 1987 og tók síðan tímabundið aftur við landsliðinu á árunum 1999 til 2000 eftir slakan árangur danska landsliðsins á HM í Egyptalandi.  HLYNUR Jóhannesson og fé- lagar í Stord töpuðu á heimavelli fyrir Sandefjord, 20:33, í fyrri und- anúrslitaleik liðanna í baráttunni um norska meistaratitilinn í hand- knattleik í gærkvöld. Hlynur lék vel í markinu í fyrri hálfleik og staðan í hléi var 14:16, en í síðari hálfleik stóð ekki steinn yfir steini hjá liði hans og síðari viðureign fé- laganna í Sandefjord er nú aðeins formsatriði.  TJÖRVI Ólafsson skoraði 4 mörk og Róbert Gunnarsson eitt þegar lið þeirra Århus GF vann Team Helsinge, 27:25, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Þar með eru Århus og Aalborg HSH jöfn að stigum í 4. sæti fyrir síðustu umferðina á næsta miðvikudag en þá mætast liðin í Árósum. Verður þar um hreinan úrslitaleik að ræða um sæti í fjögurra liða úrslitum um danska meistaratitilinn.  RÚNAR Sigtryggsson skoraði eitt mark þegar lið hans, Ciudad Real, vann Barakaldo, 32:17, í spænsku 1. deildinni í handknatt- leik í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 15:14 en í síðari hálfleik tóku Rúnar og félagar öll völd og unnu hálfleikinn, 17:3. Ciudad Real er í 2. sæti deildarinnar með 40 stig, 5 stigum á eftir Barcelona. FÓLK Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfariVals, reyndi hvað hún gat að brjóta upp leikinn og tók m.a. tvær Eyjastúlkur úr um- ferð en skildi þó Öllu Gokorian eftir og það nýtti hún sér vel og raðaði inn mörkum gegn fámennri vörn Vals. Tíu marka sigur, 27:17, og alveg ljóst að Valsstúlkur geta mikið mun betur en þær sýndu í gærkvöldi. Alla Gokorian var í miklum ham í Eyjaliðinu og þó sérstaklega í síðari hálfleik. Vigdís Sigurðardóttir markvörð- ur var einnig í miklu stuði og varði 19 skot. Hún sagði eftir leikinn að þær hefðu búist við miklum baráttu- leik enda hefur Valsliðið verið á mikilli uppleið undanfarið. „Enda mættu þær grimmar til leiks í fyrri hálfleik en ég veit ekki hvað klikkaði hjá þeim í síðari, það var engu líkara en að þær hafi verið búnar, þær virtust ekki hafa kraft í að halda í við okkur allan leikinn.“ Þær koma dýróðar til leiks á heimavelli Vigdís sagði ennfremur er hún var spurð um næsta leik að stefnan væri að sjálfsögðu sett á að komast í úrslitarimmuna þá. „Þær munu koma dýróðar til leiks þá og þær eru með mjög góðan heimavöll þannig að þetta verður rosalega erfiður leikur en við ætlum okkur að vinna.“ Hjá Val má segja að Berglind Hansdóttir hafi verið þeirra besti leikmaður en hún varði 15 skot. Aðrir leikmenn Vals náðu sér engan veginn á strik og ljóst að ef þær ætla ekki að fara í sumarfrí á laugardag verða þær að taka sig virkilega á. Morgunblaðið/Jim Smart Nína K. Björnsdóttir lyftir sér upp fyrir framan vörn Stjörnunnar og skorar eitt átta marka sinna. Fyrirhafnarlaust hjá Haukum HAUKASTÚLKUR þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri á afspyrnu- slöku liði Stjörnunnar þegar liðin mættust að Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úr- slitakeppni kvenna í handknattleik og miðað við fyrri leiki þessara liða áttu flestir von á hörkuviðureign. Af því varð þó ekki, mót- spyrna Stjörnunnar var mjög takmörkuð og Haukar unnu fyrirhafn- arlausan sigur, 23:16. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar ÍBV tók öll völd eftir hlé EYJASTÚLKUR unnu öruggan sigur á Val, 27:17, í fyrstu við- urreign liðanna í undan- úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik kvenna. Leik- urinn var þó fjörugur og spenn- andi allan fyrri hálfleik og gríð- arlega sterkar varnir liðanna og góð markvarsla var í aðal- hlutverki. Eyjastúlkur náðu þó þriggja marka forystu rétt fyrir leikhlé, 11:8. Í síðari hálfleik tók ÍBV öll völd á vellinum og hreinlega valtaði yfir Vals- stúlkur og var engu líkara en að þær gæfust upp eftir að Eyjastúlkur juku forystu sína. Sigursveinn Þórðarson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.