Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 11 skráning þingvíxla í Kauphöll Íslands Nafnverð útgáfu og lánstími: Gefnir verða út allt að 12 flokkar, þar sem hver flokkur er til 6 mánaða í senn, í fyrsta sinn 9. janúar 2003. Heildarnafnverð útgefinna flokka ræðst af markaðsaðstæðum. Stærð flokkanna verður að hámarki 1 milljarður króna. Útgefandi: Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH), kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. Skráningardagur í Kauphöll Íslands: Kauphöll Íslands hefur samþykkt að skrá þegar útgefna og selda víxla 14. apríl 2003, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Útgáfa hvers flokks verður tilkynnt til Kauphallar Íslands hverju sinni. Ávöxtunarkrafa á söludegi: Ávöxtunarkrafa ræðst af markaðsaðstæðum hverju sinni. Upplýsingar um ávöxtunarkröfu og gengi er hægt að fá hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, Kringlunni 6, 103 Reykjavík. Skilmálar: Víxlarnir eru seldir gegn staðgreiðslu í 5.000.000 og 10.000.000 kr. einingum. Víxlarnir verða afhentir í síðasta lagi daginn eftir sölu. Umsjón með skráningu: Sparisjóður Hafnarfjarðar, kt. 610269-5599, Kringlunni 6, 103 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreinda þingvíxla liggja frammi hjá: Sparisjóði Hafnarfjarðar, Kringlunni 6, 103 Reykjavík, „AÐALÁVINNINGURINN er sá að okkur skuli takast að framlengja samninginn um Evrópska efnahags- svæðið og gera hann betur virkan en hann var orðinn vegna stækkunar Evrópusambandsins,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, um samkomulag EFTA-ríkjanna og ESB. Guðjón segir einnig mjög þýðing- armikið að samkomulagið kveði á um tollfrelsi fyrir síldarflök og að opna eigi tollflokka fyrir fleiri sjávarafurð- ir. Einnig séu sameiginleg verkefni á sviði jarðvarma- nýtingar, sjávar- útvegs og fleiri verkefna mikil- vægir þættir sam- komulagsins. „Það skiptir sköpum að okkur skuli hafa tekist að framlengja EES-samninginn og gera hann okk- ur hugsanlega hagstæðari en ella hefði orðið, jafnvel þó að við séum að greiða þetta 500 milljóna króna fram- lag. Mér vex það ekki mikið í augum miðað við þá hagsmuni sem þarna um ræðir,“ segir hann. „Ég tel að það sé einnig komin upp sú staða að ekki liggi mikið á að fara að skoða inngöngu í Evrópusamband- ið, miðað við þennan samning. Það er ýmislegt jákvætt við þetta samkomu- lag. Það gefur okkur tækifæri til að sjá hvernig Evrópusambandið mun þróast með inngöngu þessara nýju ríkja og það held ég að sé mjög gott fyrir Ísland,“ segir Guðjón. Guðjón A. Kristjánsson, formaður FF Aðalávinningurinn er fólg- inn í framlengingu EES Guðjón A. Kristjánsson „AUÐVITAÐ er þetta talsvert há upphæð sem þarna á að fara að greiða og í raun og veru í engu sam- ræmi við þá við- skiptahagsmuni sem við áttum í húfi, um að halda þessum fríversl- unarkjörum aust- ur á bóginn. En vissulega er nokkurs um vert að tryggja framtíðarmögu- leika okkar á þessum mörkuðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG um samkomulag EFTA- ríkjanna og ESB. Hann kveðst ekki vera í aðstöðu til að halda öðru fram en að það hafi verið illskásti kosturinn að ljúka málinu á þessum nótum. „Mér er þó í raun miklu verr við að þurfa að gangast inn á að semja sam- kvæmt þessari aðferðafræði Evrópu- sambandsins, sem mér hugnast lítt, að þvinga fram greiðslur langt um- fram það sem efni standa til. Í raun og veru í krafti hrossakaupa og neitunarvaldsaðferðar, sem er ær og kýr Evrópusambandsins.“ Honum líst einnig illa á endurskoð- unarákvæði samkomulagsins. „Það er allt sem bendir til að útgjaldavandi Evrópusambandsins verði gríðarleg- ur, þegar kostnaðurinn af stækkun- inni fer að tikka á árunum eftir 2005–6. Má þá ekki búast við, í sam- ræmi við fyrri reynslu okkar af sam- skiptum við Evrópusambandið, að þá verði komið fram með nýjar kröfur? Ég minni á hvað gerðist þegar tíma- bundnum greiðslum okkar í þróunar- sjóðina átti að ljúka samkvæmt upp- haflega EES-samningnum. Þá gerði Evrópusambandið ekkert með það og heimtaði áframhaldandi greiðslur og beitti þvingunaraðferðum til að ná því fram.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG Illskásti kosturinn en hugnast lítt aðferðir ESB Steingrímur J. Sigfússon AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.