Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 41 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn Kára Þormar, organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækj- argötu 14a. www.domkirkjan.is Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, passíusálmalestur. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili að stund- inni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri borgara starf. Á morgun kl. 13.30 sam- vera í Setrinu (bridsaðstoð). Landspítali – háskólasjúkrahús, Grens- ás. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Langholtskirkja. Kl. 10–12 foreldra- og ungbarnamorgunn. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Umsjón hefur Ágúst Jóns- dóttir. Kaffisopi. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar frá kl. 12–12.10. Að bæna- stund og altarisgöngu lokinni er léttur málsverður á kostnaðarverði í safnaðar- heimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihalds- ríkt. Kl. 21 AA-fundur í gamla safnaðar- heimilinu. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Nedó, unglingaklúbbur, kl. 17. 10. bekkur og eldri. 8. og 9. bekkur kl. 19.30. Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 12. apríl kl. 14. Hugrún Gunnarsdóttir líf- fræðingur segir frá Norðlingaölduveitu og Þjórsárverum. Fram verður borin létt mál- tíð. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511 1560 milli kl. 10 og 13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12– 12.30. Hljóð bænastund. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Allt- af heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Kirkju- krakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30– 18.30 fyrir 7–9 ára. Æskulýðsfélag í Graf- arvogskirkju fyrir 8. bekk kl. 20–22. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–22 fyr- ir 9. og 10. bekk. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl. 18.15–18.30. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skrá í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyr- ir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safn- aðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheim- ilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. AD-KFUM. Fundur í kvöld kl. 20. Biblíur í aldanna rás. Upphafsorð: Snorri Waage. Efni og hugleiðing: Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Allir karlar velkomnir. Keflavíkurkirkja. Lokaæfing fyrir ferming- arbörn 13. apríl: Hópur 5 (8. bekkur MK) sem fermist kl. 10.30 mæti kl. 16. Hópur 6 (8. bekkur KÓ) sem fermist kl. 14, mæti kl. 17. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stund- ina. Æfing kl. 16 hjá þeim börnum sem fermast eiga laugardaginn 12. apríl. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.15 krakkaklúbbur, 4. og 5. bekkur. Kl. 19.30 söngæfing fyrir unglinga. Kl. 20.30 ung- lingasamvera. Safnaðarstarf Í KVÖLD, fimmtudaginn 10. apr- íl, bjóða Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á höf- uðborgarsvæðinu, til fundar í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Þar ræðir sr. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur efnið: „Glíman við Guð – Hvers vegna ég?“ Þessi fundur er þrettándi fundur sam- takanna á þessum vetri og eftir eru tveir, hinn 8. maí um „Sum- arið og sorgina“ og loks aðal- fundur 22. maí. Fundarefnið að þessu sinni er valið með föstuna og atburði kyrruviku í huga, en margir hafa reynt þjáningu í lífi sínu og spurt að tilvist Guðs undir þeim kring- umstæðum. Sr. Birgir hefur ára- tuga reynslu af sálgæslu við fólk í erfiðleikum lífsins á ýmsum vettvangi og mun miðla bæði af reynslu sinni og faglegri þekk- ingu. Fundurinn hefst kl. 20 og lýkur stundvíslega kl. 22. Hann er öllum opinn, bæði þeim sem kjósa að koma aðeins til að hlusta og eins hinum sem vilja taka þátt í samtali að fyrirlestri loknum. Háteigskirkja. Fundur um sorg og sorgar- viðbrögð ✝ Geir GuðmundurJónsson var fæddur 1. ágúst 1911 í Nýlendu í Leiru. Hann lést 30. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðleif Oddsdóttir, f. 1874, d. 1968, og Jón Odds- son, f. 1852, d. 1923. Systir Geirs var Anna Árnadóttir, f. 13.11.1913, d. 24.9. 1993. Geir kvæntist 21. nóvember 1937 Sól- veigu Jónsdóttur, f. 15.9. 1911, d. 10. mars 2000. Börn þeirra eru: 1) Marín Sjöfn, kennari og húsmóðir í Reykjavík, f. 16.12. 1940. Sonur hennar er Örvar Omrí Ólafsson háskólanemi, f. 4.1. 1979. 2) Jón Örvar, læknir á Ak- ureyri., f. 2.2. 1947, d. 12.8. 1976 á Spáni. Sonur Örvars er Jón Örvar Geirsson Jóns- son, f. 21.4. 1977. Unnusta hans er Þóra Sigurðardóttir, f. 31.8. 1978 og eiga þau dótturina Sigur- rósu, f. 23.5. 2002. Geir var lengst af stórkaupmaður í Reykjavík. Hann var ræðismaður Mexíkó á Íslandi á árunum 1975 til 1985. Einnig var hann stjórnar- maður og endurskoðandi Alliance Francaise í fjölda ára. Útför Geirs verður gerð frá Að- ventkirkjunni í Reykjavík, Ing- ólfsstræti 19, í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hjartans, elsku, ástkæri pabbi minn. Nú ert þú farinn frá okkur. Við stöndum eftir hnípin og hrygg litla fjölskyldan þín. Þú varst okkur svo kær, alltaf svo jákvæður og ljúfur, svo duglegur eftir að elsku mamma dó, fórst út að ganga klukkutíma á dag, bjóst til þinn eigin mat, alltaf var svo hreint og fallegt á heim- ilinu þínu. Þú tókst strætisvagninn til mín og ég tók á móti þér á stoppistöðinni eða ég fór til þín og við höfðum það svo yndislegt sam- an. Það var svo dásamlegt að ræða við þig, þú varst afburða vel gefinn, við ræddum um tilveruna og lífið, Guð, fórnfæringu Krists, þú sagðir: „Við vitum svo lítið, en það er bara að halda fast við Krist og Guð, ann- að vitum við ekki, við getum ekki fullyrt neitt.“ Við ræddum heim- speki, alheiminn, sköpunina, hversu jörðin og lífið á henni væri okkur hulið, hversu hún og alheim- urinn væru okkur torskilin að aldri til, því Guð væri eilífur og væri ávallt að skapa. Aldrei kvartaðir þú. Við ræddum saman daglega, stundum oft á dag. Þú barst hag minn og litlu fjöl- skyldunnar þinnar svo mjög fyrir brjósti. Þú varst svo góðum gáfum gæddur, að faðir þinn hét því, að hann skyldi styrkja þig til náms. En ellefu ára gamall varst þú úti á túni að raka í Leirunni, þá var komið til þín og þér sagt að faðir þinn væri látinn. Þú settist í grasið og grést, en stóðst síðan upp og hélst áfram vinnu þinni. Þú varst ákveðinn í að komast áfram, gekkst í barnaskólann í Keflavík, fórst síð- an í Verzlunarskólann, gekkst í skóm, sem voru götóttir, en settir dagblöð inn í þá svo að þú gætir gengið. Þú útskrifaðist með sóma úr Verzlunarskólanum, vannst hjá Nathan og Olsen en síðar stofnaðir þú þitt eigið fyrirtæki „Jónsson og Júlíusson“ ásamt skólabróður þín- um úr barnaskólanum, Sverri Júl- íussyni. Þú lagðir stund á rómönsk mál, auk annarra tungumála. Þú varst tungumálasnillingur. Ávallt minntist þú með hlýhug og þakk- læti, Einars Jósefssonar, fyrir það, sem hann var þér, en þið voruð systkinabörn. Þú stóðst þig eins og hetja, þegar sonur þinn Jón Örvar læknir, fórst í bílslysi á Spáni 29 ára gamall, slepptir aldrei úr vinnu, þótt sársaukinn væri mikill. Mikið mun ég sakna þín. Þú eignaðist sonarson Jón Örvar og dótturson, Örvar Omrí, yndis- lega drengi, ég trúi því að þeir hafi verið Guðs gjöf til okkar. Nú hefur þú fengið hvíld og frið frá þjáningum þessa jarðlífs. Ég vil þakka öllum ættingjum og vinum sem hafa hjálpað og hug- hreyst okkur, starfsfólki Borgar- spítala fyrir yndislega umönnun og hlýju á erfiðri stund. Og síðan en ekki síst, prestinum okkar og vini, Jóni Hjörleifi Jónssyni, sem hefur verið okkur ómetanlegur styrkur og hjálp, jafnt að nóttu sem degi. Guð blessi ykkur öll og launi. Elsku pabbi, ég, Örvar Omrí, Jón Örvar, Þóra og litla langafa- barnið þitt, Sigurrós, sem þú gladdist svo yfir, þökkum þér allt. Vertu Guði falinn og ég veit, að við hittumst aftur á morgni lífsins ásamt ástvinum okkar, sem farnir eru. Guð blessi minningu þína, ást- kæri pabbi. Lífið verður tómt án þín. Guð gefi þér góða nótt. Þín dóttir Marín (Marsí). Í köldu tunglskininu húkir lítill torfbær niður við fjöruborðið. Des- emberrokið næðir af hafi og hélar fjörusteinana á hlaðinu. Inni í bæn- um er fjölskyldan; maður, kona og tvö börn sest að borðum. Fram- undan er stærsta veisla ársins. Veislan sem börnin biðu með til- lhlökkun allt árið og minntust síðan alla ævi sem einhverrar stórkost- legustu veislu sem þau hefðu nokk- urn tíma setið. Strákurinn hét Geir Guðmundur Jónsson og er jarðsettur í dag. Stúlkan, systir hans Anna Árna- dóttir, var amma mín og sagði hún mér þessa sögu. Þau ólust upp á bænum Nýlendu í Leirunni úti á Reykjanesi. Fjölskyldan átti eina kind, sem var lógað að hausti og étin yfir ár- ið. Á jólunum var veislan, þá borð- aði fjölskyldan sviðahausinn. Einn sviðahaus handa fjórum í jólamat- inn. Þvílík veisla, þvílík sælutíð! Þetta var á árum fyrri heims- styrjaldarinnar en þá geisaði ennþá sú mannskæðasta orusta sem Íslendingar höfðu háð allt frá landnámstíð. Baráttan um hitaein- ingarnar, baráttan um að fá fleiri en þú misstir. Svona er stutt síðan að lítið var mikið. En Geiri frændi og samtímafólk hans lifði ótrúlega breytingu á lífs- kjörum og í dag hefur taflið snúist við og lífsbarátta margra snýst um að falla ekki í valinn af of stórum skammti af hitaeiningum. En óhóf- ið var ekki stíll Geirs Jónsonar. Hann var hófsamur, vandaður og fjölfróður. Við krakkarnir „Jónubörn“ köll- uðum hann aldrei annað en frænda á Spáni, enda var hann stórkaup- maður í verslun við Spán, Mexíkó og fleiri ríki. Það er stutt síðan hann var enn að störfum í innflutn- ingsfyrirtæki sínu á Ægisgötunni og hittumst við alloft þegar hann var að ganga heim um vesturbæ- inn. Tignarlegur í fasi eins og ensk- ur lord, eineygður eins og Óðin og ekkert nema ljúfmennskan. Það er margt gott hægt að læra af ljúfmenni og heimsmanni eins og Geira frænda. Á níræðisaldri fór Geiri frændi að sækja tíma í grísku við Háskóla Íslands, og sýndi okk- ur í verki að ferðin sjálf er tak- markið, en ekki áfangastaðurinn. Toppmaður „frændi á Spáni“. Takk fyrir samveruna. Sverrir Björnsson. GEIR G. JÓNSSON Dagar líða, hverfa hljóðir, horfinn ert þú hér. Litli bróðir, litli bróðir, ljúfur varst þú mér. FRIÐRIK ÓLAFUR ÓLAFSSON ✝ Friðrik ÓlafurÓlafsson fæddist í Reykjavík 11. september 1956. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Laos 12. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 14. mars. Ég þess bið að Guð þig geymi, gleðistundir áttum við. Þeim ég aldrei, aldrei gleymi, allar þær mér veita frið. Friðrik kæri, ég kveð þig hér, kyssi þig í anda á kinn. Þú bíður eflaust eftir mér, elskulegi bróðir minn. Ásta. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, EVA JÓNSDÓTTIR, Klapparstíg 5, Sandgerði, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 12. apríl kl. 13.30. Ármann Heiðar Halldórsson, Anna Jonna Ármannsdóttir, Kári Andreassen, Halldór Ármannsson, Ásdís E. Jónsdóttir, Ingibjörg S. Ármannsdóttir, Ásbjörn Pálsson, barnabörn og langömmubörn. KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.