Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 42
FRÉTTIR 42 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Seltjarnarnesprestakalli Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra í 50% starfshlutfalli frá 1. ágúst 2003. Biskup skipar í embætti presta til fimm ára. Óskað er eftir því að umsækjendur geri í umsókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur rennur út 23. apríl 2003. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Lögð er sérstök áhersla á hæfni og reynslu á sviði æskulýðsstarfs. Með vísan til jafnréttislaga eru konur, jafnt sem karlar, hvattar til að sækja um ofangreint embætti. Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna á vef Þjóðkirkjunnar http://www.kirkjan.is/biskupsstofa og á Biskupsstofu. R A Ð A U G L Ý S I N G A R SUMARHÚS/LÓÐIR Orlofshús/land Félagasamtök óska eftir að kaupa nýtt eða nýlegt orlofshús á Suður- eða Vesturlandi. Æskilegt að rafmagn og hiti sé til staðar. Tilboð skilist inn til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 23. apríl nk., merkt: „1958“. TILKYNNINGAR Mat á umhverfisáhrifum — Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum: Eldi á þorski í sjókvíum innan og utan við Hauganes í Eyjafirði. Allt að 2.000 tonn á ári. Hringvegur, Borgarfjarðarbraut - Brekka, Borgarbyggð. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 8. maí 2003. Skipulagsstofnun. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á skipulagsáætlun Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst af- greiðsla bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á eftirfarandi skipulagsáætlunum: Breyting á deiliskipulagi fyrir „Suðurhöfn“ vegna Ós- eyrarbrautar 10B og 12B í Hafnarfirði. Breytingin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 18. febrúar 2003, engar athugasemdir bárust. Auglýsing um gild- istöku deiliskipulagsins verður birt í B-deild Stjórnartíð- inda þann 10. apríl. Breyting á deiliskipulagi fyrir „Kirkjugarðinn í Hafnar- firði“ vegna lóðar fyrir dreifistöð við Kaldárselsveg. Breytingin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 21. janúar 2003, engar athugasemdir bárust. Auglýs- ing um gildistöku deiliskipulagsins verður birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. apríl. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi Hafn- arfjarðar á Strandgötu 8-10, 3. hæð, Hafnarfirði. ÝMISLEGT Ekta íkonar? Yuri Bobrov, prófessor við Listaháskólann í St. Pétursborg, metur íkona og ákvarðar upp- runa þeirra og aldur í Morkinskinnu, Hvefisgötu 54, sunnudaginn 13. apríl frá kl. 13.00. Upplýsingar í síma 551 7390 og 562 3390. Stýrihópur verkefnisins Campylo- bacteriosis — faraldsfræði og íhlutandi aðgerðir, sem styrkt var af Rannís, boðar málþing um Campylobacter faraldsfræði og íhlutandi aðgerðir föstudaginn 11. apríl kl. 13:00—16:30 á Hótel Loftleiðum, sal 5. Dagskrá: 13:00 Setning. 13:05 Ávarp: Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. 13:20 Eggert Gunnarsson, Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum: Útbreiðsla Campylobacter í dýrum. 13:40 Franklín Georgsson, Umhverfisstofnun: Campylobacter í matvælum og áhrif frystingar á fjölda Campylobacter í kjúklingum. 14:00 Hjördís Harðardóttir, sýklafræðideild Landspítala-Háskólasjúkrahúss: Campylobacter-sýkingar í mönnum. 14:20 Kaffi. 14:50 Jarle Reiersen, embætti yfirdýralæknis: Campylobacter í kjúklingum — íhlutandi aðgerðir. 15:10 Sigrún Guðmundsdóttir, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins: Greining Campylobacter með sameindafræði- legum aðferðum. 15:40 Elín Guðmundsdóttir, Umhverfis- stofnun: Samantekt. 16:00 Umræður. Fundarstjóri: Karl Kristinsson. Allir velkomnir — Ókeypis aðgangur. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11  1834108  Bk. Landsst. 6003041019 VIII GÞ Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Fanney Sigurðardóttir og Guðmundur Guðjónsson. Einar Gíslason talar. Allir hjartanlega velkomnir. Fimmtudagur 10. apríl Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun: Freddy Filmore. Allir eru hjartanlega velkomnir. Dagskráin næstu viku: Föstudagur 11. apríl Opinn AA-fundur kl. 20.00. Mánudagur 7. apríl UNGSAM kl. 19.00. www.samhjalp.is I.O.O.F. 5  1834108  Vk. ÞAÐ ER fremur fátt að frétta af bökkum vatnanna í bili, en þó ber- ast fregnir af „einhverri veiði“ á helstu sjóbirtingsslóðum. Lítið er þó stunduð veiðimennskan á sum- um stöðum, t.d. í Geirlandsá. Morg- unblaðið fregnaði þó af veiðimanni sem fékk fimm bleikjur, 1–2 punda, á aðeins klukkustund í Vífilsstaða- vatni fyrir skömmu. Kom aflinn á svokallaðan blóðorm, sem er rauð púpa með kúluhaus. Stangaveiðifélag Akureyrar Nk. laugardag verður haldinn undirbúningsfundur að stofnun Stangaveiðifélags Akureyrar. Fundurinn verður á Hótel KEA og hefst klukkan 15. Að sögn Ragnars Hólm Ragnarssonar, sem er hvata- maður að fundi þessum, er tilgang- urinn með stofnun félagsins að „efla samkennd meðal veiðimanna á Ak- ureyri, fá þá til að sameina krafta sína í einu stóru félagi, stuðla að auknu félagsstarfi meðal veiði- manna, bæta umgengni við náttúr- una, efla unglingastarf og horfa til þess að taka á leigu veiðisvæði í ná- inni framtíð,“ eins og hann kemst að orði. Fluguhátíð Fluguhátíð verður í versluninni Útivist og veiði í kvöld milli klukk- an 20 og 23. Sams konar hátíð var haldin í versluninni í fyrra, en ætl- unin er að hafa hana árvissa. Bene- dikt Ragnarsson, eigandi Útivistar og veiði, sagði í samtali við Morg- unblaðið að mikil og góð mæting hefði verið í fyrra og stemningin eftir því, enda hefði þá, eins og nú, verið boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá. Á hátíðinni í kvöld verða fluguhnýtingar, mynda- sýningar, lifandi tónlist og vöru- kynningar auk þess sem leiðsögu- menn og sölumenn frá Lax-á verði á staðnum til að svara fyrirspurn- um. Stangaveiði- félag Akureyrar að fæðast? Ragnar Johansen, leigutaki Vatnamótanna í Skaftá, er hér með fallegan 75 sentimetra sjóbirting sem hann sleppti skömmu síðar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.