Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Fyrst núna er líf mitt að hefjast“ YUSSUF ABED KAZIM, MÚHAMEÐSKUR BÆNAPRESTUR AP Íraskir borgarar hópast að fallinni styttu Saddams Husseins í miðborg Bagdad í gær. Var höfuð styttunnar brotið af og dregið um göturnar. SKRIÐDREKAR Bandaríkjahers óku inn í miðborg Bagdad síðdegis í gær að íröskum tíma, um hádegisbil- ið að íslenskum tíma, og mátti ljóst vera af viðbrögðum borgarbúa að þeir töldu fullvíst að stjórnardögum Saddams Husseins væri lokið í Írak. Fjöldi borgarbúa fagnaði hermönn- unum en stjórnleysi einkenndi einn- ig atburði gærdagsins, fólk fór um rænandi og ruplandi. „Góður, góður, Bush,“ hrópaði hópur íbúa í miðborg Bagdad þegar Bandaríkjaher mætti á staðinn. „Okkur er vel við Bush. Okkur er illa við Saddam,“ sagði ungur drengur. „Og við erum svöng.“ Víða tók fólk til við að rífa niður veggmyndir af Saddam og eyðileggja styttur af for- setanum, m.a. þá frægustu við Para- dísar-torg [al-Fardos-torg] í mið- bænum. „Ég er 49 ára gamall, en ég hef ekki lifað einn einasta dag. Fyrst núna er líf mitt að hefjast,“ sagði Yussuf Abed Kazim, múhameðskur bænaprestur. Fólk sparaði ekki ókvæðisorðin um Saddam: „Svikari! Pyntari! Einræðisherra!“ Enn barist á nokkrum stöðum í borginni Hersveitir bandamanna réðu að mestu yfir Bagdad í gær en á nokkr- um stöðum var þó enn barist. Var þar oftast um að ræða einangraðar herdeildir sérsveita Írakshers eða einstaka leyniskyttur. Enginn vissi hvar Saddam sjálfan var að finna, orðrómur var á kreiki um að hann hefði leitað hælis í rússneska sendi- ráðinu, en jafnframt töldu menn koma til greina að hann væri hrein- lega dauður. Mohammad Saaed Sahhaf, upp- lýsingaráðherra Íraks, var ekki heldur sjáanlegur, en hann hefur verið andlit stjórnarinnar út á við undanfarna daga. Bandaríkjamenn óku á skriðdrek- um sínum upp að Palestínuhótelinu, þar sem erlendir fréttamenn hafa hafst við á meðan á stríðinu hefur staðið. Ræddu hermenn þar við fréttamenn í rólegheitum í vissunni um að ekki væri von á árásum frá Írökum. „Þetta er eins og ef íraskir skrið- drekar kæmu akandi upp fimmta stræti í New York eða inn á Picca- dilly Circus í London,“ sagði frétta- maður Reuters-fréttastofunnar er hann lýsti andrúmsloftinu á Palest- ínu-hótelinu. „Bagdad er fallin.“ Í Saddam-borg, einu úthverfa Bagdad, en þar eru íbúar flestir shía- múslimar, mátti sjá fólk brjótast inn í verslanir og aðrar byggingar til að stela húsgögnum, mat, raftækjum og teppum. Í norðurhluta borgarinnar réðst múgur manns til inngöngu í innan- ríkis- og áveituráðuneytið. Sögðu fréttamenn að fólkið hefði hreinsað allar skrifstofur af munum og eyði- lagt allt það sem minnti á Saddam og stjórn hans. Annars staðar sást hvar hvíthærð- ur maður hló tryllingslega og barði ítrekað í veggmynd af Saddam með sandalanum sínum. Nokkrir stuðningsmenn forsetans voru þó á ferli: „Saddam Hussein góður,“ sagði einn þeirra í sífellu. „Bagdad er ekki fallin og mun aldrei falla,“ sagði Mohammed al-Dahruj, 24 ára gamall Sýrlendingur, sem kom til Íraks til að berjast gegn sveitum bandamanna. Hópur fólks réðst til inngöngu í hí- býli írösku Ólympíunefndarinnar, sem Uday Hussein, sonur Saddams, stýrði. Kveikti fólkið í byggingunni. Þá létu menn greipar sópa í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í Bagdad. Rauði krossinn hætti enn- fremur hjálparstarfi í borginni um tíma í gær eftir að tvær bifreiðar samtakanna höfðu lent í skothríð. Var kanadísks starfsmanns Rauða krossins saknað. „Því miður verðum við að hætta starfi okkar tímabundið í borginni vegna hinnar hættulegu stöðu og þess öngþveitis sem nú ríkir,“ sagði Moin Kassis, talsmaður Alþjóða Rauða krossins í Genf. „Fylgdarmenn“ frétta- manna á bak og burt Bandarískir landgönguliðar höfðu tekið öll völd í austurhluta Bagdad, þó að enn hefði ekki verið unnið á öll- um leyniskyttunum, sem þar voru í felum. Skýrðist hröð sókn Banda- ríkjamanna inn í miðbæ Bagdad fyrst og fremst af því að flestir liðs- menn Írakshers virtust hafa lagt á flótta. Erlendir fréttamenn gengu enn- fremur frjálsir um götur borgarinn- ar, en hafa ekki mátt sig hreyfa til þessa án „fylgdarmanna“ Saddam- stjórnarinnar. Sögðu fréttamenn lík- legt að þessir menn – sem væru óbreyttir opinberir starfsmenn – hefðu einfaldlega tekið ákvörðun um að huga að sér og sínum við ótryggar aðstæður, huga að öryggi sinna nán- ustu. „Bagdad er fallin“ Fjöldi Íraka fagnaði hersveitum Bandaríkjamanna í miðborg Bagd- ad  Gripdeildir og stjórnleysi í Bagdad  Hjálparstarfi frestað Bagdad. AFP. BANDARÍSKIR landgönguliðar toguðu risastóra bronsstyttu af Saddam Hussein Íraksforseta til jarðar við Paradísar-torg [al- Fardus-torg] í miðbæ Bagdad í gær við mikinn fögnuð viðstaddra Íraka. Hópur íraskra borgara hafði reynt árangurslaust í nokkrar klukkustundir að fella styttuna af Saddam, sem stóð á 7,5 metra háum stalli. Slengdu þeir fyrst reipi um háls styttunnar og hugðust draga hana niður en síðan beittu menn sleggju á stall hennar, til að reyna að fella hana. Skjótt varð ljóst að verkið myndi taka drjúgan tíma með þessum verkfærum og það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn feng- ust til að nota einn bryndreka sinna, sem hægt var að ljúka því. Setti bandarískur hermaður keðju frá bryndrekanum um háls stytt- unnar og síðan var skipt í bakkgír, þannig að styttan féll til jarðar. Reyndar hékk Saddam um stund í láréttri stöðu, eftir að hann hafði verið felldur af stalli sínum, en síð- an tókst að ljúka verkinu alveg. Hrúguðust heimamenn að til að sparka í styttuna og hún var síðan dregin um göturnar um nokkurt skeið af Írökum, sem lýstu andúð sinni á forsetanum fallna með hróp- um og köllum. Saddam fallinn af stalli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.