Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kerling vill fá fyrir snúð sinn. Kynningardagur MBA-námsins Vel vandað til frá upphafi Kynningarfundurum MBA-námið íHáskóla Íslands verður haldinn í hátíðar- sal aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag klukkan 8.30 til 10. Fundurinn er haldinn af MBA-náminu sem er á vegum við- skipta- og hagfræðideild- ar Háskóla Íslands. Run- ólfur Smári Steinþórsson er forstöðumaður MBA- námsins við HÍ og svar- aði hann nokkrum spurn- ingum sem fyrir hann voru lagðar. – Hvað felst í yfir- skriftinni, „Kynningar- fundur MBA-námsins?“ „Háskóli Íslands var fyrstur skóla hérlendis til að bjóða upp á MBA- nám. Það gerðist haustið 2000. Nemendurnir sem hófu námið hjá okkur voru þeir fyrstu sem útskrifuðust með MBA-gráðu frá íslenskum há- skóla. Þeir voru 45 talsins. Við viljum segja frá því hvaða þýð- ingu MBA-námið hefur haft fyr- ir þessa nemendur. Tveir úr hópi nemendanna, þau Jónína A. Sanders MBA, starfsmanna- stjóri Eimskips, og Gunnar Ár- mannsson MBA, framkvæmda- stjóri Læknafélags Íslands, segja frá reynslu sinni og þeim ávinningi sem námið hefur fært þeim. Annar hópurinn í MBA- náminu í Háskóla Íslands hóf námið síðastliðið haust. Tveir MB-nemendur úr þessum hópi, Eva Magnúsdóttir, kynningar- fulltrúi hjá Símanum, og Jón Viðar Matthíasson aðstoðar- slökkviliðsstjóri, munu segja frá því hvers vegna þau fóru í MBA-nám og hvað réði því að þau völdu Háskóla Íslands.“ – Er kynningarfundurinn eitt- hvað sem haldið er árlega eða er um nýja þjónustu að ræða? „MBA-námið heldur kynning- arfundi um námið svo oft sem þurfa þykir. MBA-nám er ný- lunda á Íslandi og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands er í forystu við þróun slíks náms sem og annars meistaranáms. Viðskipta- og hagfræðideild hef- ur staðið fyrir meistaranámi í Háskóla Íslands í rúman áratug. Fyrst var boðið upp á MS-nám í hagfræði. MS-nám í viðskipta- fræði hóf göngu sína 1997 og MBA-námið árið 2000. Í fyrra fór deildin af stað með MA-nám í mannauðsstjórnun og í haust byrjar MS-nám í heilsuhag- fræði. Nokkrir doktorsnemend- ur eru nú við deildina og unnið er að þróun doktorsnámsins. Varðandi MBA-námið skal und- irstrikað að vel var vandað til þess í upphafi og skipulagið hef- ur staðist allar væntingar. Há- skóli Íslands hefur ekki þurft að gera breytingar á náminu sem er í boði. Við þróun námsins horfðum við til fjölmargra skóla og við fórum sérstak- lega yfir þær kröfur sem AMBA, samtök sem votta MBA-nám, gera til MBA-náms. Námið er hugsað fyr- ir stjórnendur með reynslu sem vilja leggja stund á MBA-nám með vinnu, svokallað „Executive MBA“. – Hverjar verða helstu áhersl- urnar og hvaða spurningum verður helst leitast við að svara? „Helstu áherslur í MBA-námi í Háskóla Íslands hafa legið fyr- ir frá upphafi námsins. Þær er að finna á vefsetri námsins, www.mba.is. Þar segir: „Við- skipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands leggur metnað í að bjóða upp á afbragðsgott og hagnýtt MBA-nám. Sérstök áhersla er lögð á að laga námið að íslenskum aðstæðum, kenn- arar eru flestir íslenskir og námið byggist að verulegum hluta á íslenskum raundæmum. Námið er jafnframt með alþjóð- legum blæ þar sem horft er á Ísland í alþjóðasamhengi og áhersla er lögð á að fá fram- úrskarandi gestafyrirlesara er- lendis frá.“ Á kynningarfundin- um munu forsvarsmenn námsins, nemendur og útskrif- aðir nemendur leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvert er inntak námsins?, hver er sérstaða þess hér á landi? og hver er ávinningurinn sem nem- andi má vænta af náminu? Við spyrjum einnig; verð- ur þú í þriðja hópnum sem byrjar MBA- námið í Háskóla Ís- lands haustið 2004?“ – Hvers vegna standið þið fyrir slíkri kynningu og hverjum er hún ætluð? „Að fara í MBA-nám er mikil ákvörðun sem nauðsynlegt er að undirbúa vel. MBA-nám er mikil fjárfesting. Við höldum þennan fund fyrir alla þá sem eru að velta fyrir sér MBA-námi hér á landi. Áhugasamir eru velkomn- ir í hátíðarsal Háskóla Íslands.“ Runólfur Smári Steinþórsson  Runólfur Smári Steinþórsson er fæddur 17. apríl 1959 í Hafn- arfirði, en uppvaxtarárin var hann á Hellu á Rangárvöllum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1978 og Cand.oecon-prófi í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands 1986. Lauk MSc-prófi 1990 og Ph.D prófi 1995 í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn. Vann mest hjá Eim- skip á námsárunum, en varð lektor í stjórnun og stefnumótun í viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands 1993 og dósent 1996. Auk kennslu- og rannsókn- arstarfa hefur Runólfur verið umsjónarmaður MS-náms við deildina, formaður vísinda- nefndar og sinnt ritstjórn- arstörfum. Er og formaður stjórnar Viðskiptafræðistofn- unar og forstöðumaður MBA- námsins við Háskóla Íslands. Maki er Þórunn Björg Guð- mundsdóttir innanhússarkitekt og fulltrúi. Eiga þau börnin Helgu Rún, Steinþór, Hrafnhildi Önnu og Valgeir Stein. Mikil ákvörð- un sem nauð- synlegt er að undirbúa vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.