Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 23 DEILISKIPULAG nyrsta hluta Landssímalóðarinnar svokallaðrar við Sóleyjarrima í Grafarvogi verður auglýst á morgun, föstudag, sam- kvæmt samþykkt borgaryfirvalda. Þá eru hugmyndir um að smábarna- skóli, sem áformað var að byggja sunnar á reitnum, verði ekki starf- ræktur í sérhúsnæði, eins og sam- þykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, heldur í viðbyggingu við Rimaskóla. Sem kunnugt er hefur skipulag Landssímalóðarinnar verið í deigl- unni í nokkurn tíma og hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu mætt talsverðri andstöðu íbúa í hverfun- um í kring. Tveir opnir kynning- arfundir hafa verið haldnir um málið og í kjölfar þess síðari og auglýsingu á tillögum síðastliðið haust var nýtt deiliskipulag reitsins samþykkt, að því undanskildu að samþykkt nyrsta hluta hans, þar sem m.a. er áformað að reisa fjölbýlishúsaíbúðir fyrir eldri borgara, var frestað. Sami fjöldi íbúða og áður og möguleiki á hjúkrunarheimili Sá hluti reitsins er nú til með- ferðar skipulagsyfirvalda og að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulags- og bygginga- nefndar Reykjavíkur hafa nokkrar breytingar orðið á honum frá þeim tillögum sem kynntar voru í haust. „Við höfum núna tekið tillit til at- hugasemda sem þá komu fram og lækkað hæð húsanna og m.a. fellt út eitt fjölbýlishús þannig að nú eru þau fjögur í stað fimm áður. Eins höfum við fært til byggingareiti, m.a. til að minnka skuggavarp að nærliggjandi byggð auk þess sem umferðaraðkoman hefur verið lög- uð.“ Hún segir fjölda íbúða á þessum nyrsta reit vera þann sama og áður en alls er ráðgert að byggja 221 íbúð í fjölbýlishúsunum og 9 í raðhúsum. Þá er gert ráð fyrir þjónustumiðstöð á reitnum og þeim möguleika haldið opnum að í stað syðsta fjölbýlishúss- ins komi hjúkrunarheimili. Samþykkt deiliskipulag frá í haust gerði m.a. ráð fyrir að reistur yrði svokallaður smábarnaskóli í miðju hverfisins, þ.e. nýr skóli fyrir 7–9 ára börn og í tengslum við hann yrði rekinn leikskóli. Kom fram í frétt Morgunblaðsins af málinu að þetta var talin forsenda fyrir því að fjölga íbúum á svæðinu enda væri Rimaskóli einn stærsti skóli borg- arinnar. Að sögn Steinunnar er nú til at- hugunar að í stað þess að byggður verði smábarnaskóli í sérhúsnæði verði honum komið fyrir í viðbygg- ingu við Rimaskóla. „Miðað við íbúa- samsetningu hverfisins er nú talið heppilegra að byggja einfaldlega smábarnadeild við skólann en með því skapast möguleiki á að stækka græn svæði í hverfinu. Þetta er núna til skoðunar hjá fræðsluyfir- völdum.“ Hún bætir því við að verði þessi hugmynd ofan á yrði að breyta því skipulagi sem samþykkt var í haust en með því væri verið að koma til móts við óskir íbúa um græn svæði. Hún segist telja að í skipulags- ferlinu hafi verið komið verulega til móts við íbúana. „Það er einmitt út af því sem tillagan var auglýst aftur því menn töldu að það hefðu orðið svo miklar breytingar á henni,“ seg- ir hún. Við afgreiðslu málsins í skipulags- nefnd og borgarráði greiddu sjálf- stæðismenn atkvæði gegn því að til- lagan yrði auglýst. Að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, hefur minnihlutinn alla tíð verið á móti málinu. „Við teljum að enn hafi ekki verið tekið tillit til sjónarmiða íbúa. Mótmæli þeirra lutu að því hversu þétt byggðin verður miðað við aðra byggð í kring og á móts við það hef- ur ekki verið komið. Byggðin er enn jafnþétt þótt hún hafi verið lækkuð og við teljum að skipulagið gangi einfaldlega ekki inn í þetta hverfi.“ Vildu bæta við grænum svæðum og draga úr þéttleika Hún bendir á að í janúar síðast- liðnum hafi sjálfstæðismenn lagt til að skipulaginu yrði breytt á þann veg að bætt yrði við grænum svæð- um og þar með dregið úr þéttleika byggðarinnar. „Þannig hefði verið hægt að koma til móts við íbúa og ná einhverri sátt. Þeirri tillögu var hins vegar frestað en síðan tók R-listinn málið upp núna og lagði fram tillögu sem gengur út á að hugsanlega sé hægt að færa skólann og skapa þannig græn svæði. Hins vegar hef- ur sú tillaga hvorki verið rædd í leikskólaráði né í fræðsluráði þannig að það er ekkert fast í hendi með hana og þess vegna sátum við hjá við afgreiðslu á því máli.“ Síðasti hluti deiliskipulags Landssímalóðarinnar auglýstur Fjölbýlishúsum fækkað en fjöldi íbúða sá sami Hönnun/Zeppelin arkitektar Búið er að samþykkja deiliskipulag Landssímalóðarinnar að undanskildum nyrsta hluta hennar þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlishúsum en tillögur um þau hafa mætt andstöðu. Sá hluti lóðarinnar sést hér efst til vinstri. Grafarvogur Hugmyndir um viðbygg- ingu við Rima- skóla í stað sér smábarnaskóla KÓPAVOGSBÆ hefur verið gert að fresta því að rífa 50 fermetra báta- skýli við Vatnsendablett sem flutt var þangað án leyfis bæjaryfirvalda. Málið er nú til umfjöllunar úrskurð- arnefndar skipulags- og byggingar- mála. Í bréfi byggingarfulltrúa Kópa- vogs um málið kemur fram að eig- anda skýlisins hafði verið gert að fjarlægja það fyrir 27. mars síðastlið- inn ella yrði það fjarlægt, enda hafi það verið sett upp í óleyfi. Var búið að ráða verktaka til niðurrifsins sem var tilbúinn til aðgerða umræddan dag. Eigandinn kærði málið hins vegar til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingarmála og þann 26. mars, eða daginn áður en rífa átti húsið, úrskurðaði hún að réttaráhrif- um ákvörðunar Kópavogsbæjar skyldi frestað á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni. Felur niðurstaðan í sér að eiganda hússins er ekki skylt að fjarlægja það eða Kópavogsbæ heimilt að rífa það meðan á málsmeðferðinni stend- ur. Er þó undirstrikað í bréfi bygg- ingarfulltrúa að ekki sé um efnisleg- an úrskurð að ræða varðandi lögmæti þess að setja skúrinn á lóð- ina. Bænum gert að fresta niður- rifi bátaskýlis Verktaki var tilbúinn til aðgerða Kópavogur KRAKKAR í 6. bekk SVÁ Háteigsskóla hafa að undanförnu brugðið sér í alls kyns furðulíki en þar hefur leikrit um „verksmiðjuna líkam- ann“ gengið á fjölunum síðustu daga. Leikverkið, sem krakkarnir sömdu sjálf- ir, fjallar öðrum þræði um hringrás blóðsins og hafa nemendur troðið upp sem ýmis líffæri henni tengd, s.s. hjarta, lifur, lungu og hvít og rauð blóðkorn. Stað- reyndir um þetta furðu- verk líkamans eru sótt- ar í námsefni bekkjarins í nátt- úrufræði og hafa bæði aðrir nemendur skólans og foreldrar fengið tækifæri til að sjá sýn- inguna og þar með læra svolítið um það hvernig blóðrásarkerfi líkamans starfar. Hér til hægri er það forstjórinn í verksmiðjunni, hjartað sjálft, sem er að taka nýtt rautt blóð- korn í atvinnuviðtal en kornið at- arna er ósköp fegið að fá vinnu þrátt fyrir að fá aldrei frí í vinnunni enda atvinnuleysi víst mikið meðal blóðkorna þessa dag- ana. Hjartað ræðir við rauða blóðkornið Háteigshverfi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Opið lau. 10-16 www.oo.is BARNAVÖRUVERSLUN Ungbarnafötin fást hjá okkur 0-3ja ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.