Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VW Passat árg. ´97 Ekinn 87 þús. km, sjálfsk., vindskeið, dráttarkúla. Lán ca 320 þús. Verð 890 þús. Uppl. í síma 899 1041. Helst ekki skipti. Til sölu VW Passat árg. ´01 Ekinn 31 þús. km, sjálfsk., vindskeið. Lán ca 1.470 þús. Verð 2030 þús. Uppl. í síma 899 1041. Helst ekki skipti. Til sölu SUÐURNES GRINDVÍKINGARNIR sem stóðu sig svo vel í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Suðurnesjum vinna á eigin forsendum í stærð- fræðinni í Grunnskóla Grindavíkur og njóta til þess sérstaks stuðnings til að fara fram úr hefðbundinni stærðfræðiáætlun árganganna. Kemur þetta fram í samtali við deildarstjóra í Grunnskóla Grinda- víkur. Eins og fram hefur komið í blaðinu voru nemendur úr Grunn- skóla Grindavíkur áberandi á verð- launaafhendingu stærðfræðikeppn- innar sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja hélt fyrir nemendur þriggja efstu bekkja grunnskólanna. Nemendur úr Grindavík sigruðu í tveimur af þremur árgöngum, Sara Sigurðardóttir varð efst nemenda í 8. bekk og Alexander Þórarinsson varð efstur í níunda bekk. Þegar lit- ið er á hóp verðlaunahafa, það er að segja þrjá efstu í hverjum flokki, sést að fimm af þessum níu nem- endum eru úr Grindavík. Þá átti skólinn samtals níu fulltrúa í hópi tíu efstu í þessum þremur bekkjum. „Þetta er náttúrlega frábær ár- angur hjá nemendum okkar í 8.–10. bekk. Við höfum verið að vinna sam- kvæmt aðalnámskrá og þessir krakkar eru að vinna á eigin for- sendum í stærðfræðinni og njóta til þess sérstaks stuðnings til að fara fram úr hefðbundinni stærð- fræðiáætlun árganganna. Þetta væri ekki hægt ef ekki væru sérstakir tímar áætlaðir á þessa krakka sem fara fram úr jafnöldrum sínum. Auk þess er góð samvinna við foreldra og góður stöðugleiki í kennaramálum stór þáttur. Síðast en ekki síst ræðst svona árangur af áhuga, vinnusemi og elju nemendanna sjálfra,“ sagði Pálmi Ingólfsson, deildastjóri í Grunnskóla Grindavíkur. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Átta af þeim níu nemendum Grunnskóla Grindavíkur sem fengu við- urkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppninni. Áhugi, vinnusemi og elja Grindavík ALLIR starfsmenn SBK hf. í Kefla- vík hafa lokið námskeiði í vistakstri. Þá fóru bílstjórar fyrirtækisins á námskeið í Ökuskólanum í Mjódd. Vistakstur stuðlar að því að öku- menn dragi úr losun mengandi efna með því að minnka eldsneytisnotkun. Með vistakstri dregur ökumaðurinn úr álagi á umhverfið og sparar um leið verulegt fé og slit á ökutækinu. Jafnframt minnkar hættan á óhöpp- um og slysum því að vistakstur er tal- inn öruggari. Samkvæmt upplýsing- um Friðriks Árnasonar, markaðsstjóra SBK, minnkar elds- neytisnotkun um 10–12% að meðal- tali með vistakstri. Flestir bílar SBK hf. eru búnir Euro 2 eða Euro 3 og uppfylla því ströngustu mengunarkröfur. Bílstjórar fyrirtækisins fóru einnig á námskeið í Ökuskólanum í Mjódd þar sem farið var yfir þjónustu, fram- komu, snyrtimennsku og almenna fagmennsku bílstjóra. Námskeiðið er liður í því að endurmennta starfsfólk SBK hf. til þess að fyrirtækið geti ávallt boðið viðskiptavinum sínum upp á sem besta þjónustu, að því er fram kemur hjá Friðriki, einnig er námskeiðshaldið þáttur í undirbún- ingi að upptöku gæðakerfis. Sigurður Steindórsson, þjónustustjóri SBK, með skjal sem staðfestir þátt- töku í námskeiði í vistakstri. Með honum á myndinni eru Hrönn Bjargar ökukennari og Sigurður Steinsson, skólastjóri Ökuskólans í Mjódd. Starfsmenn SBK læra vistakstur Keflavík FARÞEGUM í strætisvögnum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um- talsvert eftir að bæjarstjórn ákvað að veita þjónustuna gjaldfrjálst til barna og unglinga átján ára og yngri, aldraðra og öryrkja. Sérstaklega hefur orðið fjölgun í vagninum sem ekur Keflavíkur- hringinn á morgnana, ekki síst hjá skólafólki. Í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ kemur fram að SBK hefur þurft að stækka vagninn sem ekur þennan hring. Farþegum fjölgar í strætó Reykjanesbær HLJÓMSVEITIN Ókyrrð kemur fram á tónleikum á Græna hattinum í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. apríl, kl. 21. Húsfyllir varð á tónleikum hljómsveitarinnar í lok febrúar síð- astliðins og verða þeir því endur- teknir nú, en ekki er áformað að flytja efni tónleikanna nema í þetta eina sinn. Hljómsveitin flytur 12 ný lög eftir Bjarna Hafþór Helgason en þau eru flest samin við ljóð eftir móð- urbræður hans, Ragnar Inga Aðal- steinsson og Hákon Aðalsteinsson. Ljóðin eru með ýmsum bragarhátt- um, t.d. fornyrðislagi sem afar sjald- gæft er að samin sé tónlist við. Í hljómsveitinni eru Arna Vals- dóttir og Inga Dagný Eydal, söngur, Stefán Ingólfsson, bassi, Karl Pet- ersen, trommur, Ingimar Davíðsson, röddun og ásláttur, Eiríkur Bóasson og Baldvin Ringsetd, gítar, og Bjarni Hafþór Helgason, flygill. Ókyrrð á tónleikum HAGNAÐUR af rekstri Knatt- spyrnufélags Akureyrar, KA, á síðasta ári nam rúmum 7 milljón- um króna fyrir fjármagnsliði og er það verulegur bati frá árinu áður. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaður ársins 800 þúsund krónur. Nettó skuldir félagsins námu 33 milljónum króna í árslok 2002, sem er svipuð fjárhæð í árs- lok 2001. Aðalfundur KA var haldinn í síð- ustu viku og þar var Helga Stein- unn Guðmundsdóttir endurkjörin formaður. Í fréttatilkynningu frá KA kemur fram að félagið hefur í samráði við stjórn ÍBA óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um hugsanlega aðstoð við það að breyta óhagkvæmum skammtíma- skuldum félagsins í lán til lengri tíma á hagstæðum kjörum. Stefna félagsins er að vinna sig sjálft út úr fjárhagsvandræðum og greiða nið- ur skuldir. Fram kom á aðalfundinum að á árinu 2002 hafi félagsmenn notið ríkulegs „arðs“ í formi gífurlega öflugs starfs yngri flokka en hjá fé- laginu eru um 800 iðkendur 18 ára og yngri. Einnig í góðum árangri meistaraflokka félagsins en þar má nefna Íslandsmeistaratitlil í hand- knattleik karla, 4. sæti í úrvals- deild í knattspyrnu, svo og fjölda Íslandsmeistaratitla í yngri flokk- um karla og kvenna. Aðalfundurinn ályktaði einnig vegna hugmynda um svokallaða Dalsbraut sem liggja myndi framhjá KA-svæðinu og Lundar- skóla. Fundurinn telur að Dals- braut í gegnum Lundahverfi sé af- ar óæskilegur valkostur og leggst eindregið gegn þeirri hugmynd. Auk Helgu Steinunnar voru Árni Jóhannsson, Bjarni Áskels- son, Hallur Stefánsson og Hrefna G. Torfadóttir kjörin í stjórn en auk þess sitja formenn deilda inn- an félagsins í aðalstjórn. Hagnaður af rekstri KA á síðasta ári Félagsmenn nutu ríku- legs „arðs“ á árinu SKÍÐAMÓT Íslands hefst í Hlíð- arfjalli við Akureyri í dag og stend- ur fram á sunnudag. Allt besta skíðafólk landsins, bæði í alpa- greinum og norrænum greinum, hefur boðað komu sína á mótið. Samhliða Skíðamóti Íslands verða haldin tvö alþjóðleg mót (FIS-mót) í stórsvigi og eitt FIS-mót í svigi. Tíðarfarið í vetur hefur sem kunnugt er verið óhagstætt skíða- fólki en þrátt fyrir það hefur lengstum verið hægt að hafa stór- an hluta af skíðasvæðinu í Hlíð- arfalli opinn, segir í fréttatilkynn- ingu frá Skíðafélagi Akureyrar, sem hefur umsjón með mótinu. Undirbúningsnefnd hefur unnið hörðum höndum undanfarnar vikur og ljóst er að í dag verður allt til reiðu þannig að hægt verði að halda glæsilegt mót. Þá hefur starfsfólk skíðastaða lagt á sig mikla vinnu til að búa svæðið sem best úr garði. Mótið hefst kl. 16 í dag með keppni í sprettgöngu en öll keppni í göngu fer fram ofan við svokall- aða Stórhæð, beint upp af göngu- húsinu í Hlíðarfjalli. Mótið verður formlega sett kl. 20 í kvöld í Ketilhúsinu í Listagilinu. Keppni í alpagreinum hefst kl. 9 í fyrramálið með stórsvigi karla og svig kvenna er kl. 10.15. Bæði mót- in gefa jafnframt stig sem alþjóð- leg FIS-mót. Á undanförnum árum hefur jafnan nokkur hópur er- lendra keppenda komið á FIS-mót- in en svo er ekki nú. Keppni í göngu hefst kl. 16 á morgun og verður gengið með frjálsri aðferð. Á laugardaginn er komið að stór- svigi kvenna og svigi karla, sem jafnframt eru FIS-mót, og göngu með hefðbundinni aðferð. Keppni lýkur síðan á sunnudaginn þegar fram fara FIS-mót í stórsvigi hjá bæði körlum og konum og boð- ganga hjá báðum kynjum. Sam- hliða Íslandsmótinu verður keppt í göngu í flokkum 35–49 ára og 50 ára og eldri karla og í kvennaflokki 35 ára og eldri. Allt kapp verður lagt á að koma upplýsingum frá mótinu sem best til skila. Heimasíða Skíðafélags Ak- ureyrar www.skidi.is verður upp- færð stöðugt á meðan keppni stendur þannig að hægt verður að fylgjast með gangi mótsins nánast í „beinni útsendingu.“ Skíðamót Íslands hefst í Hlíðarfjalli í dag Allt besta skíðafólk landsins mætir til leiks Morgunblaðið/Kristján Smári Einarsson, starfsmaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, var að ýta til snjó í gær við rásmarkið í stórsviginu en snjóleysi í fjallinu hefur gert undirbún- ing Skíðamóts Íslands erfiðari en ella. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.