Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga frá kl. 9-15.30 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík ? Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 ? Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is S UMARÆVINTÝRI verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld, en sýningin er byggð á Vetrarævintýri Shakespeares. Upp- færslan er nýjasta afkvæmi leik- hópsins á Nýja sviðinu og er leik- stjórn í höndum Benedikts Erlingssonar. ?Þetta verk er mikið ævintýri. Í því orði felst ákveðið samkomulag milli leikarans og áhorfandans, rétt eins og barnið sem biður pabba sinn að segja sér æv- intýri, og mig langaði til þess að setja áhorfendur í þær stellingar, að horfa á ævintýri og komast að þessu samkomulagi sem til þarf,? segir leikstjórinn þegar hann sest niður með blaðamanni. Hugmyndin að því að taka Vetr- arævintýri Shakespeares fyrir kem- ur frá Benedikt í samvinnu við leik- hópinn á Nýja sviðinu, en þetta er þriðja verkefnið sem hann vinnur með hópnum. ?Reyndar fór ég öfuga leið ? ég gekk með ákveðið konsept í maganum og leitaði svo að leikriti sem gæti átt við það,? segir hann, og segir að konseptið skýri sig sjálft fyrir þeim sem sjá sýninguna. Eitt heljarinnar sápuþrugl Vetrarævintýri hefur breyst í Sumarævintýri í uppfærslunni í Borgarleikhúsinu. Hver er ástæðan fyrir þessari breytingu? ?Þó að Shakespeare sé höfundur leiktext- ans, erum við höfundar leiksýning- arinnar, og veljum að kalla hana Sumarævintýri. Leikrit Shakepea- res er saga sem hefst um vetur og endar um sumar, og niðurstaðan gerist um sumar. Þess vegna finnst okkur þetta heiti viðeigandi,? svarar Benedikt. ?Það er auðvitað líka gert í þeim tilgangi að gefa okkur ákveðið frelsi. Við erum að setja upp sýningu sem heitir Sumarævintýri, þó að inni í henni sé Vetrarævintýri Shake- speares.? Vetrarævintýri, A Winter?s Tale, var frumsýnt árið 1611 í Globe- leikhúsinu. Þar segir frá konungum af Bæheimi og Sikiley og fjöl- skyldum þeirra, meintu framhjá- haldi, fangelsun, svikum, dauða, ást og afbrýðisemi á léttum og róm- antískum nótum ? allt sem þarf í góða sápuóperu jafnt fyrr á tímum sem nú til dags. ?Gamanleikir Shakespeares eru oft á tíðum eitt heljarinnar sápuþrugl, þar sem flétt- an er flókin og ótrúleg, og Vetraræv- intýri er slíkur gamanleikur, þótt hann hefjist sem alger harmleikur. Á Shakespearetímanum fólst skiln- ingur áhorfenda á þessu tvennu ein- ungis í endinum, ef hann var já- kvæður var það gamanleikur, ef hann var sorglegur var það harm- leikur. Stíll eða viðfangsefni gátu verið alveg eins, og fyrir vikið höfðu höfundar bæði harmleikja og gam- anleikja leyfi fyrir alls konar trúð- leikjum, ?comic relief? og drama. Þá var formið frjálsara ? seinna meir var svo farið að útvatna og einlita í leikhúsinu.? Í verkinu koma fjörutíu persónur við sögu, en leikararnir á sýningunni í Borgarleikhúsinu eru einungis sjö. Hvernig leysir leikstjórinn þetta mál? ?Á tímum Shakespeares voru yfirleitt átta eða tólf leikarar í leik- hópnum og það þarf ekki fleiri til ? það er hægt að leika öll verk hans með þessum leikarafjölda. Það er vitað að Shakespeare lék sjálfur í þó nokkrum verkum sínum, yfirleitt persónur sem dóu fyrir hlé svo hann gæti gert upp kassann í lok sýning- arinnar. Við leysum þetta mál því auðveldlega,? svarar hann. Umgjörð sýningarinnar er afar einföld og segist Benedikt hafa orðið fyrir áhrifum af leikhúsi á tímum Shakespeares við uppsetninguna. ?Ég er heillaður af leikhúsinu eins og það var á þeim tíma ? þá þurfti bara eitt vínglas til að gefa til kynna að senan gerðist innan dyra, eða ákveðið hljóð til að fara útí skóg. Það eina sem við höfum úr að spila hérna, líkt og á tímum Shake- speares, er leikpallurinn, eða búðin, og nokkrir leikmunir auk leik- aranna. Það sem við höfum svo um- fram eru ljósin.? Benedikt segir að í Sumaræv- intýri sé leitast við að fjalla um leik- húsið sjálft að vissu leyti og vera til- raun til innsýnar inn í það fyrirbæri, sem leiklist er. ?Það hvernig við manneskjur höfum búið til þetta tæki, leikhúsið, til að spegla okkur sjálf er eitt viðfangsefnanna í sýn- ingunni. Í þessari sýningu er á ferð- inni eins konar leikhúsverksmiðja sem segir sögur og framleiðir æv- intýri. Í heildina er Sumarævintýri svo saga um fyrirgefningu, sem er saga sem allir hafa gott af að láta segja sér aftur og aftur.? Heillaður af leikhúsinu á tímum Shakespeares Leikhópurinn á Nýja sviðinu frumsýnir í kvöld Vetrarævintýri Shakespeares undir heitinu Sumarævintýri. Inga María Leifsdóttir hitti leikstjórann, Bene- dikt Erlingsson, að máli. Morgunblaðið/Jim Smart Umgjörð sýningarinnar er afar einföld og túlka sjö leikarar fjörutíu persónur. ?Það hvernig við manneskjur höfum búið til þetta tæki, leikhúsið, til að spegla okkur sjálf er eitt viðfangsefnanna í sýningunni,? segir leikstjóri Sumarævintýrisins, Benedikt Erlingsson. EYGLÓ Harðardóttir opnar inn- setningu í Kúlunni í Ásmundar- safni kl. 17 í dag og er það jafn- framt lokasýning sýningarþrennunnar sem hófst þar um miðjan janúar. Hinir lista- mennirnir sem sýnt hafa í Kúlunni eru Tumi Magnússon og Finnbogi Pétursson. Listamennirnir hafa nálgast við- fangsefni sitt út frá ólíkum for- sendum en um upplifun sína af Kúlunni segir Eygló m.a. í sýning- arskrá: ?Bygging Ásmundar er tenging við annan heim en þann sem við höfum oftast fyrir aug- unum í íslenskri byggingarlist. Þegar staðið er inni í kúlunni er lítið jarðsamband; þegar horft er út um gluggana þarf að hafa meira fyrir því að sjá niðurávið en uppávið. Þannig er skynjun áhorf- andans háð aðstæðum hans. Það er eins og að vera staddur inni í risaauga að vera inni í kúlunni og horfa út um gluggana. Sjónrænt býr kúlan yfir mikilli mýkt. Mér fannst verkið þurfa að búa yfir einhverri óreiðu, stjórnleysi sem mótvægi við mýktina.? Sýning Eyglóar í Kúlunni stend- ur til 11. maí. Opið alla daga kl. 13-16. Stjórnleysi til mótvægis mýktinni Morgunblaðið/Golli Eygló Harðardóttir opnar innsetningu í Kúlunni í dag kl. 17. byggt á Vetrarævintýri eftir William Shakespeare Leikstjóri: Benedikt Erlings- son. Leikendur: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Harpa Arnar- dóttir, Sóley Elíasdóttir, Sveinn Þórir Geirsson og Þór Tulinius. Tónlist: Leikhópurinn. Lýsing: Kalle Olav Ropponen. Leikmynd: Snorri Freyr Hilm- arsson. Búningar: Guðrún Lárusdótt- ir. Sumarævintýri ingamaria@mbl.is Skáld mánaðarins í Þjóðmenning- arhúsi er Vilborg Dagbjartsdóttir. Kl. 13 verður opnuð sýning á verkum Vilborgar og um- fjöllun um Vil- borgu hefst á Skólavefnum, www.skolavef- urinn.is. Við opn- unina les Vilborg úr verkum sínum og sýningin og efnið á Skólavefn- um verður kynnt. Skáld mánaðarins er samvinnuverkefni Þjóðmenning- arhúss, Skólavefjarins ehf. og Lands- bókasafns Íslands ? Háskóla- bókasafns sem setur upp sýninguna í bókasal Þjóðmenningarhúss. Á sýn- ingunni gefur að líta bækur höfundar, eiginhandrit og myndskreytingar. Á Skólavefnum er kynning á verkum Vilborgar og viðtal við hana auk þess sem hún mun svara spurningum á vefnum. Málþing um þjóðerni verður kl. 20 í fundarsal ReykjavíkurAkademíunn- ar í JL-húsinu við Hringbraut. Það er Stofnun Sigurðar Nordals og rit- stjórn greinasafnsins Þjóðerni í þús- und ár? sem stendur að málþinginu. Þar verða flutt þrjú erindi sem byggj- ast á greinum sem birtust í bókinni auk þess sem einn ritstjóra, Sverrir Jakobsson, kynnir efni bókarinnar og hugmyndina að baki henni. Gottskálk Þór Jensson flytur erindið ?Um sögu- leysi íslenskrar sagnfræði. Íslenskt þjóðerni og evrópsk latínumenning.? Jón Yngvi Jóhannsson nefnir erindi sitt ?Af reiðum Íslendingum. Deilur um Nýlendusýninguna 1905? og Katrín Jakobsdóttir nefnir sitt erindi ?Ísland í aðalhlutverki. Þjóðern- isstefna Morgunblaðsins.? Jónas Ingólfur heldur málverkasýn- ingu í K-byggingu LSH í dag og á morgun. Jónas greindist með krabba- mein árið 2002 og byrjaði í endurhæf- ingu á göngudeildinni í Kópavogi í nóvember sama ár. Hann varði mikl- um tíma í Listasmiðju iðjuþjálfunar við að mála myndir og svo heima við eftir þjálfun. Sjá má afraksturinn eft- ir tímabilið á sýningunni. Í DAG L50098 Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Vilborg Dagbjartsdóttir Borgarleikhúsið ? Kvetch Sýningum á leikritinu Kvetch, eftir Steven Berkoff, sem Leikhóp- urinn Á senunni sýnir í Borgar- leikhúsinu, fer fækkandi og verða síðustu sýningar á sunnudag 24. apríl og 3. maí. Tjarnarbíó ? Undir hamrinum Sýningum Hugleiks á leikritinu Undir Hamrinum fer senn að ljúka og eru þrjár sýningar eftir: í kvöld, annað kvöld og miðviku- dagskvöld. Sýningum lýkur ???
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.