Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR hópur aðdáenda hljóm- sveitarinnar Pearl Jam mun hafa gengið út af tónleikum hljómsveit- arinnar á dögunum eftir að söngv- arinn Eddie Vedder lýsti yfir and- stöðu sinni við hernað í Írak og stefnu George Bush …Paul McCartney hefur aflýst tónleikum vegna raddmissis. Hann er á túr um Bretlandi núna …Russell Crowe giftist áströlsku sjónvarpsstjörn- unni Danielle Spencer við há- tíðlega athöfn í fjölskyldukapellu á búgarði sínun í Nana Glen á austurströnd Ástralíu á mánu- daginn …Limp Bizkit eru komn- ir á svartan lista yfir listamenn sem eru á móti stríði. Dálkahöfundur hjá New York Post hefur sett nöfn ým- issa listamanna niður á blað og biðl- ar til fólks um að hjálpa ekki þess- um „Saddam-sleikjum“. Þeir sem eru og á þessum lista eru Samuel L. Jackson, Danny Glover, Sean Penn, Tim Robbins, Janeane Garofalo, Susan Sarandon og Laurence Fis- hburne. Grein þessi þykir brjóta í bága við ábendingu Samtaka leik- ara í Bandaríkjunum um að fjöl- miðlar ættu að varast nornaveiðar að hætti McCarthy …Sálarsöngv- arinn Edwin Starr, sem varð heims- þekktur fyrir and-stríðssöng sinn „War“, lést fyrir stuttu, 61 árs að aldri ... Papa Roach eru hálfnaðir með næstu plötu og eru við það að slauffa túrnum sínum … Í haust kemur út safnplata með REM sem mun bera heitið Best of... Nær hún yfir tímabil sveitarinnar hjá Warn- er-bræðrum, s.s. frá og með Green (’88). Góðu fréttirnar eru þær að á henni verða tvö ný lög ...Madonna mun kynna lög af næstu plötu sinni, American Life, á MTV, þann 23. apríl …Winona Ryder hefur nú innt af hendi 480 tíma samfélags- þjónustu sem hún var dæmd til fyr- ir að stela fatnaði og fylgihlutum úr glæsiverslun Saks Fift Avenue í Be- very Hills og er hún að sögn ánægð með vinnuna …Úrskurðað verður í málaferlum leikarahjónanna Cat- herine Zeta Jones og Michael Douglas gegn tímaritinu Hello á föstudag. Hjónin stefndu tímaritinu vegna birtingar ósamþykktra mynda sem teknar voru í brúðkaupi þeirra árið 2000 en hjónin höfðu selt tímaritinu OK! einkarétt á mynd- birtingum úr brúðkaupinu. Litið er á málið sem prófmál varðandi rétt fræga fólksins til einkalífs en það er þó talið grafa undan staðhæfingum hjónanna um að friðhelgi einkalífs þeirra hafi verið rofin að þau skuli hafa selt OK! einkarétt á myndbirtingum úr brúðkaup- inu … Bandaríski gam- anleikarinn Rodney Danger- field gekkst í gær undir heila- skurðaðgerð sem ætlað var að auka blóðrennslið um líkamann. Var þetta undanfari hjartaskurð- aðgerðar þar sem skipta á um hjartalokur. Sjálfur segist hann hafa lagst inn á sjúkrahúsið vegna þess að hann sé veikur fyrir hjúkr- unarkonum … Rokkarinn Tommy Lee bar í morg- un vitni við réttarhöld vegna einka- máls sem foreldrar fjögurra ára drengs, sem drukknaði í sundlaug á heimili hans fyrir tveimur árum, hafa höfðað á hendur honum. Hann sagði í vitnisburði sínum að öll þau börn, sem hafi verið í afmælisveislu sonar hans hafi verið í fylgd með fullorðnum og af því hafi hann ekki borið ábyrgð á öryggi þeirra. Hann hafi fylgst með sonum sínum tveim- ur og treyst því að aðrir fylgdust einnig með þeim börnum sem þeir komu með. Foreldrar hins fjögurra ára Daniels Karven-Veres segjast hins vegar ekki hafa vitað að börnin hefðu að- gang að sundlaug í veislunni. Þá segja þau að einungis eitt björg- unarvesti hafi verið á staðnum og að Lee hafi sett það á son sinn Brandon. Deiluaðilar eru sammála um að Daniel hafi komið í veisluna í fylgd þýsks skiptinema og að hann hafi síðan beðið barnfóstru annars barns um að annast hann þar sem hann hafi sjálfur verið að fara á tónleika. Skiptineminn mun ekki bera vitni við réttarhöldin enda er ekki vitað hvar hann er niðurkominn. FÓLK Ífréttum Sýnd 6. Sýnd kl. 10. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Jackie Chan og O en ilson eru tir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennu ynd. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Eingöngu í LÚXUSSAL kl. 5.30 og 10.30. B.i.12  Radíó X 6 ÓSKARSVERÐLAUNM.A. BESTA MYNDIN Sýnd 5.30, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 10.20. B.i. 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.